Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 31
DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986. 31 Sandkorn Sandkorn Höskuldur rikisforstjóri Ríki ríkjanna Ríkið á Akureyri er falleg- asta verslun ÁTVR á landinu eftir miklar breytingar sem þar voru gerðar. Haldið var upp á breytingamar og mætti þar til leiks forstjórinn nýi, Höskuldur Jónsson. Hann sagði skemmtilega sögu af sjálfstæðismanninum Bimi Jónassyni á Siglufirði: Bjöm drakk alltaf kók í æsku. Líkaði afa hans það illa og kallaði kókið „bölvað rop- vatn“. Bjöm sagði þá: „En afi, þú ert alltaf að drekka brennivin." „Já, það er nú líka eitthvert gagn í því drengur." Stór- hertoginn Stórhertogahjónin frá Lúx- emborg, sem vom í opinberri heimsókn á Islandi í síðustu viku, skoðuðu sig um hér fyrir norðan. Ekki gat fólk séð að hertoginn og frúin væm neitt stærri en gengur og gerist. Hvorki langsum né þversum. Þaó má ekki koma óoröi á brenni- vinió Landsbanka- hlaupið f Landsbankahlaupinu á Húsavík voru leiknir hressi- legir marsar af segulbandi meðan á hlaupinu stóð. Það vakti mikla athygli að lagið sem leikið var á undan verð- launaafhendingunni var þjóðsöngur Bandaríkjanna. Selá Veiðin í Laxá í Aðaldai byijaði vel. Á fyrsta degi veiddist 21 lax. Sá stærsti var algjör stórhertogalax, eða 20 pund. En allra stærsti stór- hertoginn sem veiddist var selur sem veiðimenn skutu í ánni. Honum var landað fag- lega og var kallaður landselur á eftir. Óorð Múrarameistarinn Sigurður Hannesson kvaddi sér hljóðs í ríkinu á Akureyri á eftir Höskuldi ríkisforstjóra. Sig- urður sagði að breytingarnar hefðu tekist vel en því miður gæti hann ekki óskað þess að salan ykist. Söluvaran væri þess eðlis. En hann bætti við: „En auð- vitað er allt í lagi að drekka ef menn gá að því að koma ekki óorði á brennivínið." Bjarni Hafþór Helgason Hún Reykjavík Viðskiptafræðingurinn hjá KEA, Bjarni Hafþór Helgason sem samdi Reykjavíkurlagið „Hún Reykjavík", hefur ekki aðeins samið lög. Hann á nefnilega líka nafnið á nýjasta veitingastaðnum á Akureyri sem auðvitað heitir Fiðlarinn. Margt til iista lagt, Hafþóri. Jesús kennir Einhver Filippseyingur, Ning de Jesus, sagði í blaða- viðtali fyrir helgi að hann myndi kenna íslendingum að borða austurlenskan mat. Við fyrir norðan vonum bara áð maturinn bragðist vel svo þetta verði nú ekki síðasta kvöldmáltíðin. Aukabú- grein Fréttablaðið Feykir á Sauð- árkróki spyr bændafólk í síðasta tölublaði sínu, í spum- ingu dagsins, hvort það taki böm til sumardvalar? „Já, þetta er skemmtileg aukabúgrein," var eitt svarið. Væri ekki rétt að senda Ning de Jesus með grasafæðið sitt norður í sumar? Hreysti- meðal Og svo einn í lokin úr Degi: „Læknir, það er varðandi meðalið mitt, þetta éem þú gafst mér til að byggja upp kraft og hreysti - ég næ ekki lokinu af.“ Umsjón: Jón G. Hauksson Bolti '86 Það er mál manna hér á Akureyri að Danir séu með langskemmtilegasta liðið á H M í Mexíkó. Og hér halda allir með Dönum. En mikil spenna ríkir einnig á Akureyri um Coltinn, bílinn sem KA veitir í verðlaun í HM-getraun sinni. Dregið verður úr réttum úrlausnum í svæðisútvarpinu mánudaginn 30. júní. Eins og gengur vilja allir aka á Colt- boltanum heim frá útvarpinu Hann var kallaður landselur eftir að honum hafði verið landað. r Menning Menning Menning Stórkostlegir tónleikar Margaret Price á listahátíð LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands í Háskólabiói 14. júni. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Einsöngvari: Margaret Price. Á etnisskrá: Óperuforleikir, milliþáttamús- ik og ariur úr óperum eftir: Wolfgang Amadeus Mozart Vincenzo Bellini, Gius- eppe Verdi og Giacomo Puccini. Stundum er það skammgóður vermir að treysta á skipulag listahátíða. Ekki getur einungis skipulagið, svo gott sem það er á annað borð, brugðist, heldur geta óvænt atvik breytt gangi mála. Eg kvaddi eina af fyrirferðar- meiri tónlistarhátíðum Evrópu rétt áður en okkar Listahátíð hófst í þeirri fullvissu að ég færi einskis ó mis að missa af tónleikum listahátíðapakka ársins, Kötju Riccarelli, því raddar hennar fengi ég að njóta heima skömmu síðar. 1 annað sinn voru að- standendur Listahátíðar í vanda settir. í fyrra sinnið bjargaði Kristján Jó- hannsson andliti hátíðarinnar með sínum bestu tónleikum til þessa. Nú, í seinna skiptið björguðust málin fyrir heppni, líkast til mest vegna góðra persónulegra sambanda söngvara á alþjóðavettvangi. Sem sé enn eitt kraftaverkið. í stað Kötju Riccarelli kom Margar- et Price, jafnlofúð söngkona og sú sem koma ótti. Það er eins gott að taka það fram strax, að skiptin tel ég síður en svo slæm og skal það útlistað nán- ar. Sjaldheyrð auðmýkt og virðing fyrir viðfangsefninu Það er í fyrsta lagi vandfúndirn sá listamaður sem til hefur að bera þó auðmýkt og virðingu fyrir viðfangs- efninu sem Margaret Price. En það er eins og aðeins hinir bestu meðal mikilla listamanna geti leyft sér þann trúnað við kúnstina. Hún hefur til að bera þá fæmi, tækni og andagift, að henni leyfist að hugsa um helgun list- arinnar eina og þann tilgang aðeins. Einu gildir hvar niður er borið til að nefna dæmi þessa frá tónleikunum í Hóskólabíói. Hún söng hvorki meira né minna en sex stóraríur ó þeim. Þótt allar væru aríumar ítalskrar ættar (að Mozart undanskildum) vitn- uðu þær um íjölhæfni söngkonunnar. Það er sjaldgæft að heyra söngkonu, jafnvel þótt af alþjóðlegum staðli sé, saméina svo stórkostlega „lýrik og dramatík". Fyrst kom hún sem greifa- frúin úr Brúðkaupi Figaros. Hún kvað hafa hafið feril sinn sem Cherubino og gæti ugglaust sungið hann enn, en það væri víst háð samþykki leikstjór- ustu Desdemónutúlkun sem maður hefur yfirleitt heyrt. Hvílík snilld, hví- lík auðmýkt sem svo frábær listamað- ur kann að sýna fyrir viðfangsefni sínu - eins og Margaret Price söng bænina í lok aríunnar úr Othello - sjaldheyrð því miður. Eftir hlé komu Verdi og Puccini. Fyrst fengum við að heyra Margaret Price gefa okkur dæmi um einstaka Leonomtúlkun í Trúbadomum, síðan Mimi úr Boheme og að lokum lykilar- íuna „Pace, pace“ úr Valdi örlaganna. Það jaðraði við frekju að fara fram á meira, en snortin af hjartanlegu þakk- læti og fögnuði áheyrenda gaukaði þessi stórkostlega söngkona að okkur einum Puccinisöng til viðbótar, sem ég kann því miður ekki nákvæmlega að heimfæra. Tónlist Eyjólfur Melsted ans. Þar gaf hún okkur dæmi um yfirvegun og húmor. I Mozart er ekk- ert hægt að fela og maður hlýtur að falla fyrir annarri eins snilld. Stórfengleg Desdemóna Síðan brá hún sér i Aidu líki og þá fengu við dæmi um dramatíska snilld hennar. Og svo sameinaði hún lýrík og dramatík í einhverri stórkostleg- Harla misgóð þennan daginn Hljómsveitin okkar var harla mis- góð þennan daginn. í meðleiknum með söngkonunni snjöllu skilaði hún að mestu góðu verki. Smóskítur í flautu í Aríu Desdemónu og st\Tkleikamis- ræmi milli blásara og strengja spillti til þess að gera litlu. Sumt spilaði hún mjög vel, til dæmis Milliþáttamúsík- ina úr Manon Lescot og Forleikina að Nabucco og Valdi örlaganna. En í öðru gat hún hrapað niður um mörg þrep leikgæðastigans. Fæst af því var svo sem alvarlega slæmt utan hörm- ungarmeðferðin á Sigurmarsinum úr Aidu þar sem bæði tempóval stjóm- andans og vægast sagt slæleg frammi- staða lúðraliðsaukans ollu því að að manni setti annars konar hroll og gæsahúð en þann sem Margaret Price kom út hjá manni og kannski var meiningin að koma einhverjum til að vikna af öðrum orsökum en gleði yfir stórkostlegum söng. EM Rakarastofan Klapparstig Hárgreiðslustofan Klapparstíg Sími 12725 Tímapantanir 13010 j KÖFUNARNÁMSKEIÐ Nú gefst einstakt tækifæri til aö kynnast undraheimi undirdjúpanna og læra froskköfun. Námskeið verða haldin í Farfuglaheimilinu Reykjanesi. Þau eru í 10 daga hvert og standa öllum opin. Hverju námskeiði lýkur með prófi sem miðast við tveggja stjörnu alþóðleg réttindi til sportköfun- ar. Næsta námskeið hefst 28. júní 1986. Allar nánari upplýsingar veittar hjá Bandalagi íslenskra farfugla, \ sími (91) 10490. ASEA CYLINDA Þvottavélar og þurrkarar ...eins og hlutirnir gerast bestir: Árangur náinnar samvinnu sænsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET, textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð og rekstrarhagkvæmni. ASEA CYLINDA tauþurrkari Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en þú getur líka stillt á tíma. 114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin- um. Það þarf nefnilega 2,5 sinnum stærri tromlu til að þurrka í en til að þvo í. Tekur því úr þvottavélinni í einu lagi. Mikið tromlurými og kröftugt útsog í stað innblásturs stytta þurrktíma, spara rafmagn og leyfa allt að 8m barka. Neytendarannsóknir sýna að tauið slitnar ekki né hleypur í þurrkaranum, heldur losnar aðeins um lóna af notkunarsiitinu. Það er kostur, ekki síst fyrir ofnæmisfólk. Sparar tíma, snúrupláss og strauningu. Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara. Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél- inni. ASEA CYLINDA þvottavélar Þvo best, skola best, vinda best, fara best með tauið, nota minnst rafmagn. Vottorð upp á það. Gerðartil að endast, og i búðinni bjóðum við þér að skyggnast undir glæsilegt yfirborðið, því þar er ekki síður að finna muninn sem máli skiptir: trausta og stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum í stað gormaupphengju, ekta sænskt ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á 35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni í stað sandpoka eða brothætts steins o.fl. Athyglisverð er líka 5-laga ryð-og rispu- vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga, grófsía, sápusparnaðarkerfi með lyktar- og hljóðgildru, stjórnkerfi með framtíð- arsýn og fjölhraða lotuvinding upp í 1100 snúninga. ASEA CYLINDA er nú eini framleiðandi heimilisþvottavéla á Norðurlöndum. Með stóraukinni framleiðslu og tollalækkun er verðið hagstætt. Og víst er, að gæðin borga sig, STRAX vegna betri og ódýrari þvottar, SlÐAR vegna betri endingar. /rOnix HÁTÚNI 6A SlMI (91)24420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.