Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986. 45 Ólyginn sagði... Elizabeth Taylor hefur loks ákveðið að fá ökuskírteini að nýju. Til þess þarf hún að taka nokkra öku- tíma og er stjarnan logandi hrædd um að valda tjóni á meðan hún er óvön keyrsl- unni. En Liz dó ekki ráða- laus. ! hvert skipti sem leikkonan fer út að keyra mun hún láta svörtu límósí- urnar sem hún á vera bæði á undan sér og eftir. Þannig segist hún örugg um að keyri hún á verði einungis eigin bílar fyrir skemmdum. Joan Collins og eiginmaðurinn, Peter Holm, björguðu kvikmynda- hátíðinni í Cannes frá því að vera hundleiðinleg með því að lenda opinberlega í rifrildi við kvikmyndaframleiðand- ann Elliot Kastner. Kastner á í fjármáladeilum við systur Joan Collins, Jackie, og skvetti úr vínglasi yfir hana fyrir nokkrum vikum. Það var því heldur kalt á milli hans og hjónakornanna fyrir kvik- myndahátíðina og ekki batnaði það. Þau voru öll stödd á veitingastað, í óða önn við að fá sér í svanginn ásamt fleiri stjörnum, þegar Joan þurfti skyndilega að fara á klósettið. Á leiðinni þangað datt hún um stól Kastners og féll á gólfið. Hún stóð upp og fór aftur til ektamannsins og sagði honum að Kastner hefði sett stólinn fyrir sig. Holm gekk nú yfir til Kastners og kippti stólnum undan honum. Báðir voru mennirnir orðnir fjúkandi reiðir og skiptust á fúkyrðum og öskrum. Aðrir gestir horfðu agndofa á en tókst sem betur fer að skilja mennina í sundur áður en hnefarnir fengu að tala. Kastner harðneitar að hafa fellt Joan og segir að hún sé sú manneskja sem geri allt til að vekja athygli. Sandra Kim faldi sig fyrir Ijósmyndurunum Hin 14 ára gamla Sandra Kim sem sigraði í Evróvision mun halda í helj- arreisu um Evrópu um leið og skólanum lýkur, fljótlega í þessum mánuði. Reisuna fer hún sem sigur- vegari keppninnar en ýmsar skyldur fylgja þeim eftirsótta titli. Sandra Kim er aðeins 136 cm há, vegur 39 kg og er að margra áliti allt of ung til að taka þátt í jafn erfiðri keppni og Evróvision er. Nokkrum dögum fyrir keppnina fékk hún vægt taugaáfall vegna látanna og þegar ljóst varð að hún hafði unnið og ljós- myndararnir ætluðu hreinlega að éta Sandra Kim segist elska lifið, J’aime la vie. hana varð hún svo hrædd að hún hljóp og faldi sig. Eftir að allt var um garð gengið og hún gat farið að sofa, um fjögurleytið, var hún nánast orðin veik af þreytu. Sandra segist elska lífið eins og hún söng um í Bergen. Hún hefur sungið síðan hún var sjö ára og segist aðeins líta á það sem tómstundagaman og segir það ekkert hafa breyst þó hún hafi unnið Evróvision. „Skólinn er svo mikil- vægur,” segir Sandra. Peter van Dovern, umboðsmaður og verndar- engill Söndru, segir að hún sé enn mjög ung og skilji ekki alveg þýð- ingu sigursins. Hann býst við því að hún þurfi að taka sér frí frá skóla til að geta gegnt skyldum sigurvegar- ans. Peter ætlar þó ekki að reyna að stjórna Söndru. „Hún verður sjálf að finna sinn eigin takt, segir Peter. Foreldrar Söndru heita Joseph og Anna og hún á líka litla systur sem hún elskar mest af öllum. Systirin heitir Barbara en Sandra valdi nafn- ið og lét að sjálfsögðu skíra systurina eftir uppáhaldssöngkonu sinni, Bár- böru Streisand. Foreldrar Söndru eru bæði góð og skilningsrík. Sigur dóttur þeirra hefur ekki breytt neinu nema efnahag heimilisins því nú er Sandra milljónari. Þegar söngkonan er spUrð hvernig hún hyggist eyða þessum peningum ségist hún ætla að kaupa nýtt hús fyrir fjölskylduna og svo vilji hún kaupa sér bíl. Sandra á kærasta heima í Liege. Hann heitir TonLog er j.'jfngemaJl hetnú Sandra segist hafa saknað hans mikið og hringt í hann á hverjum degi á með- an hún var í Noregi. „Rétt áður en ég átti að syngja fyrir 700 milljónir sjónvarpsáhorfanda fékk ég skeyti frá honum og það hjálpaði mér mik- ið,” segir Sandra. Hún er ákveðin stúlka með góða rödd og lætur ekki stjórna sér. Hún réði öllu fyrir keppnina, bæði búningi sínum, sminki o.fl.. Hvort Sandra Kim verð- ur söngstjarna eða bara flugeldur sem springur og gleymist verður tíminn að skera úr um. Víst er að hún er ennþá barn og menn geta lengi deilt um hvort rétt sé að setja aldurstakmörk í Evróvision eða ekki. Sigurvegarinn ásamt foreldrum sínum. Gaddafi: Geðveikur eða bara svolítið sérvitur Gaddafi hannar einkennisbúninga sina sjálfur. 10) Gaddafi semur ljóð og stuttar sögur. Nýjustu verk hans sem gefin hafa verið út bera nöfnin „Flug til helvítis" og „Dauði“. 11) Hann lætur oftast undan í rifr- ildum við hina skapmiklu eigin- konu sína, Safiva. 12) Hann eyðir miklum tíma aleinn í eyðimörkinni við tilbeiðslu og hlustun á Beethoven. 13) Gaddafi er þjálfaður hermaður sem menntaðist í breska herskól- anum „Sandhurst Military Aca- demy“. 14) Hann er heittrúarmaður og hefur bannað vændi, áfengi og ka- baretskemmtanir. 15) Uppáhaldsfarartæki hans í Trí- pólí eru smábílar. 16) Hann fæddist í eyðimörkinni, sonur ómenntaðs hirðingja og kornbónda. 17) Hann er símafrik. Þegar Gadd- afi ferðast er flugvél hans útbúin 11 símtækjum. 18) Hann hefur gaman af grófum bröndurum en segist þykja vest- rænn húmor leiðinlegur. 19) Hann afmáði þann rétt múha- meðstrúarmanna að geta átt 4 konur og segir að menn geti aðeins átt eina og verið hamingjusamir um leið. Einnig herti hann refsilög- gjöf Kóransins sem mörgum þykir æði ströng fyrir. 20) Gaddafi segist hata myndatök- ur en þegar einhver biður um mynd er hann ekki seinn á sér að klifra á bak hvítum hesti og stilla sér upp. Leiðtoginn var á ítaliu vegna geð- rænna vandamála. Nýkominn úr einveru eyðimerkurinnar. en í mjög þunnum klæðum sem hindra ekki svefn. 4) Gaddafi var eitt sinn í meðferð á Ítalíu vegna geðrænna vanda- mála. 5) Þegar hann náði völdum 1969 rak hann úr landi eða tók af lífi þús- undir „ríkisóvina". 6) Hann vill halda ímynd sinni sem einfaldur eyðimerkurbúi en í raun er hús hans í Trípólí og tjald hans í eyðimörkinni rafvætt, með loft- kælingu og öllum rafmagnstækjum nútímans. 7) Eitt sinn fór hann með byssu um Trípólí og neyddi fólk til að hlýða sér. 8) Hann eyddi vínekrum Líbýu og lagði niður víniðnað landsins vegna trúarinnar og til að gera fólkið „hreint" fyrir Allah. 9) Uppáhaldsbók leiðtogans er „Kofi Tómasar frænda", bók skrif- uð gegn þrælahaldi af Harriet B. Stowe. Hinn eitilharði leiðtogi Líbýu, Moammar Gaddafi, lýsir sjálfum sér sem tilfinninganæmu skáldi - en í raun er þessi alþjóðlegi lög- brjótur ruddalegur náungi sem elskar grófa brandara. Líbýuleið- toginn, sem vakið hefur ógn og skelfingu bæði austan hafs og vest- an vegna hryðjuverkahótana sinna (og hryðjuverka ?), lifir einkalífi sem samræmist í fáu hinni almennu ímynd sem menn gera sér af hon- um. Hér er listi yfir tuttugu sönn atriði um einkalíf ógnvaldsins. 1) Gaddafi hannar sjálfur herbún- inga sína og skiptir um búning oft á dag. 2) Einkalífvarðasveitir Gaddafis eru skipaðar fallegum, ungum kon- um. Hann kallar þær „grænu nunnurnar" vegna litar einkennis- búnings þeirra og tryggð þeirra við hann. 3) Hann segist ekki sofa nakinn, Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.