Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986. íþróttir Íþróttir íþróttir íþróttir Stórsigur Víkings Njarðvíkingarnir, sem voru tap- lausir í 2. deildinni, byrjuðu sannar- lega vel í leiknum á móti Víkingum syðra á laugardaginn. Gegn regni og stormi skoruðu þeir fyrsta markið og var þar að verki Jón Ölafsson með skoti af stuttu færi, eftir gróf varnarmistök. Fyrir hlé höfðu Víkingar jafnað og gert einu marki fleira - úr mörgum tækifærum þar sem knötturinn lenti annaðhvort í marksúlum, framhjá eða markvörður varði. Fyrsta mark- ið skoraði Atli Einarsson og Elías Guðmundsson mark númer tvö með skoti frá vítateig - en knötturinn snerti varnarmann í leiðinni og setti markvörðinn úr jafnvægi. í seinni hálfleik réðu Víkingar öllu um gang leiksins því smám saman dró af heimamönnum, sem voru furðuslakir. Andri Marteinsson bætti þriðja markinu við á 67. mín. og skömmu síðar var Elías aftur á ferðinni, 1-4. Jóhann Holton skoraði síðan fimmta markið - fylgdi vel eft- ir skoti og skoraði af stuttu færi. emm Afturelding skoraði átta • Guðmundur Torfason átti stórleik með Fram gegn FH og skoraði helming markanna. komi vörnum við. Hér er hann að skalla knöttinn í mark FH án þess að heimamenn DV-mynd Brynjar Gauti - gegn Stokkseyn Sextán leikir fóru fram um helgina í íslandsmóti 4. deildar í knattspymu. Úrslit urðu sem hér segir: A-riðill: Skotfél. Rvk.-Haukar............0-3 Snæfell-Grundarfjörður..........3-1 Augnablik Þór Þ.............frestað B-riðill: H veragerði-V ík verj i.........1-1 Stokkseyri-Afturelding..........3-8 Léttir-Vík. Ó1..Víkingar mættu ekki C-riðill: Leiknir R.-Grótta...............2-1 Árvakur-Eyfellingur.............6-2 D-riðill: Stefeir-BÍ......................1-2 Bolungarvik-Höfrirngur..........3-0 Geislinn-Stefeir............frestað E-riðill: Höfðstrendingur-H vöt...........0-1 Vaskur-Kormákur.................4-1 F-riðill: Tjömes-Núpar.....................1-0 Æskan-HSÞb........................64 G-riðill: Hrafirkell-Höttur................1-0 Neisti-Huginn....................3-4 Sindri-Súlan....................0-1 -SK./JFJ „Attum alveg eins von á svona stórum sigri sagði Ásgeir Elíasson, þjáHari Fiam, eför stórsigurinn á FH, 1-6 „Ég er mjög ánægður með leikinn. Við spiluðum vel fyrir utan smákafla í fyrri hálfleiknum. Við áttum alveg eins von á svona stórum sigri. Þetta kemur ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, eftir að lið hans hafði burstað FH, 6:1, í Hafnarfirði á laugardag. Kannski of stór sigur miðað við leik- inn í heild en Framarar sýndu það að þeir geta skorað mörk. FH-ingar fengu óskabyrjun í leikn- um og náðu forustunni eftir aðeins 4 mín. Magnús Pálsson skoraði með glæsilegum skalla eftir homspymu. En heimamönnum tókst ekki að fylgja eftir góðri byrjun og leikmenn Fram náðu undirtökunum á vellin- um. Og á 13. mín. uppskáru þeir mark. Halldóri, markmanni FH, mis- tókst að grípa knöttinn eftir fyrirgjöf og Guðmundur Steinsson náði að pota honum í mark FH. Aðeins 4 mín. síðar skoraði Guðmundur Torfason annað mark Fram með hörkuskoti frá vítateig. Nú var eins og Framarar slökuðu á og FH-ingar fengu tvö dauðafæri til að jafna fyrir leikhlé. Á 40. mín. komst Ingi Björn í gegnum vörn Fram en Friðrik Friðriksson, mark- maður Fram, náði boltanum. Ólafur Danivalsson skaut síðan framhjá úr algeru dauðafæri. Margir áttu von á að FH-ingar mundu hefja síðari hálfleik með sömu sókn og þeir enduðu þann fyrri en það var af og frá. Framarar ætl- uðu greinilega að bæta stöðuna og það tókst þeim svo sannarlega. Vörn FH var illa staðsett á 53. mín. þegar Guðmundur Torfason skoraði örugg- lega af stuttu færi og þá var eins og FH-ingar gæfust hreinlega upp. Á 63. mín. fékk Fram aukaspyrnu á víta- teigshominu og Pétur Ormslev skoraði með glæsilegu skoti. Og skömmu síðar var FH-vörnin enn sundurspiluð og Pétur bætti fimmta markinu við. FH-ingar komust hins vegar lítið áleiðis þrátt fyrir að þeir væm mikið með boltann úti á vellin- um. En vörn liðsins var hræðilega slök ásamt því að.lítil aðstoð kom frá miðjunni og það nýttu Framarar sér. Fimm mínútum fyrir leikslok lék Guðmundur Torfason á Halldór markvörð en skaut yfir. En það kom varla að sök því að 2 mín. síðar full- komnaði hann þrennu sína í leiknum með glæsilegu skallamarki. Leiktíminn rann út og stórsigur Fram var í höfn. Ágætur leikur miðað við aðstæður, nokkurt rok þvert á völlinn og í síð- ari hálfleik rigndi. Og áhorfendur fengu að sjá mörg mörk sem hefðu þó mátt skiptast jafnar á milli !ið- anna. Sigur Fram of stór miðað við gang leiksins. Leikmenn Fram léku mjög vel, sérstaklega í síðari hálf- leik. Pétur Ormslev var mjög góður og lagði upp margar glæsilegar sókn- arlotur. Einnig átti Jón Sveinsson framúrskarandi leik. Guðmundur Torfason skapaði geysilega hættu í vítateig FH og einnig Guðmundur Steinsson meðan hann var inni á. FH-liðið átti mjög dapran dag og þá sérstaklega Halldór markvörður sem lék langt undir getu og virkaði óöruggur. Lítil barátta var í liðinu og hálfgert áhugaleysi áberandi hjá leikmönnum. Liðin voru þannig skipuð: FH: Halldór Halldórsson, Viðar Halldórsson (Hlynur Eiríksson 70. mín.), Ólafur Kristjánsson, Ólafur Jóhannesson, Henning Hennings- son, Guðmundur Hilmarsson, Ingi Bjöm Albertsson, Ólafur Danivals- son (Hörður Magnússon 70. mín.), Pálmi Jónsson, Magnús Pálsson, Kristján Gíslason. Fram: Friðrik Friðriksson, Þorsteinn Vilhjálmsson, Gauti Laxdal, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn Jónsson, Jón Sveinsson, Guðmundur Steinsson (Arnljótur Daviðsson 80. mín.), Steinn Guðjónsson (Ormarr Örlygsson 70. mín.), Guðmundur Torfason, Þórður Marelsson. Gul spjöld: Jón Sveinsson og Þórður Marelsson. Dómari var Friðgeir Hallgrimsson og dæmdi hann ágæt- lega. Línuverðir voru Gunnar Jóhannsson og Eysteinn Guðmunds- son. Maður Leiksins: Pétur Ormslev, Fram. Róbert • Pétur Ormslev átti stórleik þegar Fram vann FH á laugardag. Pétur skoraði tvö mörk og hér er annað þeirra orðið staðreynd. Knötturinn liggur í netinu og Pétur er í þann veginn að fagna markinu. DV-mynd Brynjar Gauti Barcelona Barcelona varð um helgina spænsk- ur deildarbikarmeistari í knattspymu eftir að liðið sigraði Real Betis í seinni leik liðanna 2 0 á heimavelli sínum. Real Betis vann fyrri leik liðanna á heimavelli sínum 1-0 og vann því Barcelona 2-1 samanlagt. Raul Amarilla skoraði fyrra mark sigraði 2-0 Barcelona strax á 9. mínútu og Jose Alexandro sá síðan um að skora sigur- markið fimm mínútum fyrir leikhlé. Hálftómlegt var um að litast á heima- velli Barcelona því aðeins 18 þúsund áhorfendur mættu á leikinn en leik- vangurinn rúmar 110 þúsund áhorf- endur. -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.