Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 8
8 DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Gonzales herð- ir kosninga- baráttuna Spænskir sósíalistar, undir forystu Felipe Gonzales forsætisráðherra, hafa hert mjög kosningabaráttu sína fyrir þingkosningamar á Spáni er haldnar verða næstkomandi sunnudag, 22. júní. Sósíalistar óttast nú mjög að verða undir í kosningunum en nýlegar skoð- anakannanir benda til þess að Sósíali- staflokkurinn komi ekki til með að halda meirihluta sínum á spænska þinginu. Forsvarsmenn kosningabaráttu sós- íalista hafa í ljósi undanfarinna skoðanakannana endurskipulagt kosningabaráttu sína og skipulagt fundaherferð Gonzales forsætisráð- herra um allt land á þeirri tæpu viku er eftir er af kosningabaráttunni. Skoðanakannanir benda einnig til verulegs fylgistaps flokks hægri manna en spá miðflokkum og flokkum til vinstri við Sósíalistaflokkinn veru- legri fylgisaukningu. Spænskir sósíalistar undir forystu Felipe Gonzales forsætisráðherra hafa hert mjög kosningabaráttu sína að undanförnu fyrir þingkosningarnar á Spáni er haldnar verða á sunnudag. Góðæri hjá Þjóðverjum Ketilbjöm Tryggvascm, DV, Vestur-BerHn: Aprílmánuður síðastliðinn var met- mánuður í sögu vestur-þýskra utan- ríkisviðskipta. í þeim mánuði fluttu V-Þjóðverjar út 10 milljörðum marka meira verðmæti en þeir fluttu inn í landið. Þessi mismunur, sem samsvar- ar um 190 milljörðum íslenskra króna, er sá mesti sem náðst hefúr á einum mánuði hérlendis. Yfirvöld hafa ekki nefnt neinn ein- stakan þátt sem öðru fremur hefur valdið þessum gífurlega mismun í ut- anríkissölu en eflaust á þar olíuverð- lækkun mikinn þátt. Einnig má telja víst að verðþróun innanlands hér í Þýskalandi sé fram- leiðendum mjög hagstæð, en á sein- ustu mánuðum hefur verðbólgan verið um 0,2 prósent. Dularfullur kafbátur í höfhinni Guðrún Helga ESgurðardóttir, DV, Helsinki: Talið er fullvíst að sést hafi til óþekkts kafbáts athafna sig rétt fyrir utan hafnarsvæðið í Helsinki í byrjun júnímánaðar. Á sama tíma voru þrjú skip úr sænska flotanum í heimsókn í höfn- inni. Eftir að kallað hafði verið á lögreglu og hafnaryfirvöld hvarf kaf- báturinn sjónum manna. Finni, er var að spóka sig úti á svöl- Borges látinn Argentínski rithöfúndurinn Jorge Louis Borge lést á heimili sínu í Genf á laugardag, 86 ára að aldri. Borge var einn kunnasti og áhrifa- mesti rithöfúndur Rómönsku Amer- íku. Hann var blindur síðustu tvo áratugi ævi sinnar en blinda hans hafði takmörkuð áhrif á starfsgetu hans og sköpunargleði. Borge var mikill íslandsvinur, að- dáandi íslenskra fræða, ekki síst íslendingasagna, auk þess sem hann lagði stund á íslenskunám í mörg ár. Hingað til lands kom Borge síðast fyrir rúmum áratug. í Helsinki um, sá kafbátinn dularfúlla við hafnarsvæðið og lét þegar nágranna sína vita. Tókst þeim að fylgjast með kafbátnum í tæpan hálftíma áður en hann hvarf sjónum þeirra. Kafbáturinn var á flakki við Finn- landsstrendur nokkrum dögum áður en vart varð við kafbát í sænska skerjagarðinum nýverið. Fjallað var um málið í finnskum fjöl- miðlum hálfum mánuði eftir að atburðurinn átti að hafa gerst. Jorge Louis Borge, einn kunnasti rit- höfundur Rómönsku Ameríku, lést á heimili sínu í Genf á laugardag, 86 ára aö aldri. Suöur-afriskar öryggissveitir, gráar fyrir jámum, setja svip sinn á byggðir blökkumanna í dag, á minningardegi Soweto uppreisnarinnar. Öryggissveitir í viðbragðsstöðu á Sowetodegi: „Þetta er okkar síðasta tækifæri“ - segir Tutu biskup og spáir lokauppgjöri hvítra og svartra Yfirvöld í Suður-Afriku hertu í morgun til muna reglur um upplýs- ingaflæði fjölmiðla frá minningarat- höfnum blökkumanna vegna tíu ára afmælis Soweto uppreisnarinnar í dag. Er fjölmiðlum nú alfarið bannað að segja frá aðgerðum hers og lög- reglu á svæðum blökkumanna og viðbúnaði yfirvalda nema með sér- stöku leyfi. Blaða- og fréttamönnum hefúr einnig verið bannaður að- gangur að þeim svæðum blökku- manna þar sem blökkumenn hafa skipulagt mótmælaaðgerðir gegn stjóm hvíta minnihlutans. Yfirvöld hafa hótað að beita hörðu til að koma í veg fyrir hvers konar ólögleg mótmæli blökkumanna í dag en milljónir blökkumanna minnast þess nú að tíu ár em liðin frá því öiyggissveitir hólú skothríð á blakka mótmælendur i Soweto fyrir utan Jóhannesarborg, þar sem fjöl- margir féllu. Blóðbaðið í Soweto leiddi af sér gífúrlega ólgu og áframhaldandi átök blökkumanna og öryggissveita er stóð yfir í marga mánuði. Samtök blökkumanna hafa boðað útifúndi í Soweto í dag til að minnast uppreisnarinnar í blökkumanna- byggðinni auk þess sem kirkjuleið- togar hafa hvatt fólk til þátttöku í guðsþjónustum í blökkumanna- byggðum í dag. Blakkir skipuleggjendur mót- mælaaðgerðanna í dag segja að yfirvöldum hafi tekist að riðla skipu- lagningu andófsaðgerða með fjölda- handtökum blökkumannaleiðtoga undanfama daga eða frá því að neyðarlögum var komið á i landinu. „Við erum komin á ystu brún ger- eyðingar," sagði Desmund Tutu, biskup í Jóhannesarborg, í morgun í aðsendu ávarpi sínu til íjöldafundar gegn kynþáttaaðskilnaði í New York í gær. Sagði biskupinn að bú- ast mætti við algeru borgarastríði í Suður-Afríku innan skamms ef ríki heims gripuekki þegar í stað til sam- hæfðra refsiaðgcrða gegn hvitu minnihlutastj óminni. „Þetta er okkar síðasta tækifæri," sagði Tutu biskup í gær. Kohl sigrar í Neðra- Saxlandi Flokkur Helmut Kohl, kristilegir demókratar, og frjálslyndir banda- menn þeirra unnu í gær nauman meirihluta í fylkiskosningum í Neðra- Saxlandi og er litið á kosningamar sem prófstein á vinsældir stjómarinn- ar í Bonn. Opinberar niðurstöður vom á þá leið að kristilegir demókratar höfðu tapað atkvæðum miðað við síðustu kosningar 1982 en munu ásamt frjáls- um demókrötum hafa eins sætis meirihluta á fylkisþinginu. Jafnaðarmenn unnu mjög á en skorti samt nokkuð upp á að geta myndað minnihlutastjóm með stuðningi hinna róttæku græningja. Kristilegir og fijálsir demókratar hafa nú 78 þingsæti á móti 77 hjá jafh- aðarmönnum og græningjum. Fyrirfram var litið á kosningamar í Neðra-Saxlandi sem siðustu raunhæfu könnunina fyrir þingkosningamar í V-Þýskalandi, sem fram fara í janúar næstkomandi. Kosningamar um helg- ina ákvarða einnig hvemig fjöldi fúlltrúa skiptist í efri deild v-þýska þingsins þar sem kristilegir demó- kratar munu nú halda meirihluta sínum. Helmut Kohl hefur ríka ástæðu til að brosa þessa dagana. Flokkur hans vann óvæntan sigur í fylkiskosningum i Neðra-Saxlandi og aukast nú likur á að Kohl vinni sigur í þingkosningun- um í janúar næstkomandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.