Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 26
26 DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986. Iþróttir Iþróttir Siggi Donna skoraði sigur- mark Selfoss _gegn KS á laugardag Iþróttir Iþróttir •ÍR-ingar sóttu stanslaust að marki Ármanns í leik liðanna í A-riðli 3. deQdar um helgina á gervigras- inu í Laugardal en engu að síður tókst þeim ekki að skora mark í leiknum frekar en Armenningum. Á myndinni er einn leikmanna ÍR í þann veginn að skjóta á mark Armanns en skotinu var bjargað á línu. DV-mynd Gunnar Sverrisson. Leiftur og ÍR ennþá í sætum 3. deildar ' Sveinn Ármann Sigurðsson, DV, Selfossi: Selfyssingar sigruðu KS 1-0 á Sel- fossi á laugardaginn i leik þar sem rokið spilaði aðalhlutverkið. Selfyss- ingar léku á móti sterkum vindi í fyrri hálfleik. Leikurinn fór að mestu fram á miðju vallarins en KS sótti þó held- ur meira án þess að skapa sér nein tækifæri. Á 11. mínútu var dæmd aukaspyma á KS. Páll Guðmundsson tók spymuna og sendi boltann fyrir markið. Mark- vörður KS hélt ekki boltanum og missti hann fyrir fætur Sigurðar Halldórssonar, þjálfara Selfyssinga, sem skoraði af öiyggi. Lítið v£ir um færi það sem eftir lifði . af hálfleiknum. Gunnar Garðarsson • Sigurður Halldórsson, fyrrverandi Skagamaður og núverandi þjálfari og leikmaður Selfoss, skoraði sigur- markið gegn Siglfirðingum. átti þó gott skot á 33. mínútu sem markvörður KS varði vel. I seinni hálfleik léku Selfyssingar á móti vindi en sóttu þó af krafti og hefðu þess vegna getað bætt við einu til tveim mörkum. Besta færi hálfleiks- ins kom á 80. mínútu þegar Tómas Pálsson komst upp að endamörkum og gaf fyrir á Ingólf Jónsson sem hitti ekki boltann í upplögðu færi. Bestu menn Selfoss voru Anton í markinu og þeir Tómas Pálsson og Ingólfúr Jónsson. Hjá KS var enginn áberandi bestur en liðið er mjög jafnt að getu. Áhorfendur voru 300. -SMJ efstu Leiftur frá Ólafsfirði náði um helg- ina jafntefli gegn Þrótti frá Neskaup- stað er liðin léku þar. Hvort lið skoraði eitt mark og Ólafsfirðingarnir halda enn efsta sætinu í B-riðlinum. Birgir Ágústsson skoraði mark Þróttar en þjálfari Leifturs, Óskar Ingimundar- son, skoraði mark Leifturs. Úrslit í öðrum leikjum í B-riðli 3. deildar um helgina urðu þessi: Leiknir F - Valur Rf............0-2 Magni - Reynir Á................3-1 Tindastóll - Austri.............2-0 Jón Stefán Ingólfsson (víti), Sverrir Heimisson og Þorsteinn Jónsson skor- uðu mörk Magna gegn Reyni en fyrir Reyni skoraði Kristján Ásmundsson. Eyjólfúr Sverrisson og Bjöm Sverr- isson (víti) skoruðu mörk Tindastóls gegn Austra. EIís Ámason skoraði bæði mörk Vals frá Reyðarfirði gegn Leikni frá Fáskrúðsfirði. Staðan í B-riðli 3. deild- ar er þannig eftir leiki helgarinnar: Þróttur N 4 2 2 0 8-2 8 Tindastóll 3 2 1 0 5-2 7 Magni 3 2 0 1 5-J 6 Reynir Á 4 1 1 2 5-7 4 ValurRf. 3 1 0 2 2-5 3 Austri...........3 0 1 2 2-5 1 LeiknirF.........4 0 0 4 1-10 0 ÍR í efsta sæti ÍR-ingar em efstir í A-riðli 3. deild- ar. Liðið lék um helgina gegn Ármanni en þrátt fyrir mikla yfirbuirði tókst ÍR-ingum ekki að skora mark i leikn- um og lauk honum með markalausu jafntefli. Fylkismenn unnu góðan sigur á Stjömunni en leikið var á heimavelli Stjömunnar. Það var Orri Hlöðvers- son sem skoraði sigurmark leiksins. IK vann sömuleiðis góðan útisigur gegn Reyni, Sandgerði. Sigurmark Kópavogsmanna skoraði þjálfari ÍK, Guðjón Guðmundsson. Þá léku HV og Grindavík og lauk þeim leik með stórsigri Grindvíkinga sem skomðu 8 mörk en HV eitt. Staðan í A-riðlinum er þannig eftir leiki helgarinnar: ÍR..............4 3 1 0 9-3 10 Fylkir.........4 3 0 1 10-2 9 ÍK..............4 3 0 1 5-39 Stjaman........3 2 0 1 11-1 6 ReynirS.........3 111 2-2 4 Grindavík.......4 1 0 3 9-7 3 Ármaún..........4 0 2 2 2-11 2 HV..............4 0 0 4 3-23 0 -SK./JFJ Vesturbæjarliðið hélt toppsætinu - er liðið vann UBK í 6. umferð íslandsmótsins, 3-1 „Það er góður vani að sigra en hún er enn löng, leiðin að titlinum," sagði Gordon Lee, þjálfari KR, eftir að liðið hafði endurheimt toppsæti 1. deildar- innar í gær. Fómarlömbin vom að þessu sinni Breiðablik og sigraði KR 3-1 á vellinum í vesturbænum eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi, 1-1. Heimamenn vom sprækari í byrjun leiksins og strax á 2. mínútu átti Gunnar Gíslason skot í stöng. Blik- amir náðu síðan forystunni, nokkuð gegn gangi leiksins, á sextándu mín- útu er Magnús Magnússon skallaði laglega í markið eftir homspymu Guðmundar Vals Sigurðssonar. Sex mínútum síðar jafnaði Ásbjöm Bjömsson fyrir KR af stuttu færi eftir þvögu. Meira bar á skipulögðu spili í sfðari hálfleiknum, sérstaklega af hálfu KR sem náði foiystunni er tuttugu mínút- ur vom liðnar af leiknum. Hálfdán Örlygsson tók þá aukaspymu af vinstri kanti og sendi langan bolta að marki UBK. Öm Bjamason, mark- vörður Blikanna, áttaði sig ekki á stefiiu knattarins og Willum Þór Þórs- son skallaði boltann í netið nánast af marklínu. Eftir markið var KR alls- ráðandi á leikvellinum og þriðja markið lá í loftinu. Það kom stundar- fjórðungi fyrir leikslok. Stefán Jó- hannsson spymti langt frá marki og boltinn barst til Sæbjamar Guð- mundssonar sem skaut að marki. Gunnar Gylfason náði að bjarga skoti hans á línu en Júlíus Þorfinnsson var fljótur að átta sig og renndi knettinum f markið af stuttu færi, 3-1. Bæði liðin virtust sætta sig við hlutskiptið og mikið bar á löngum spymum KR-inga til markvarðar á lokamínútunum. Sigur KR-inga var sanngjam. Leik- menn liðsins hugsuðu mun meira um að spila knettinum sín á milli heldur en Blikamir og vöm liðsins var sterk með Loft Ólafsson og Hálfdán Örlygs- son sem bestu menn. Þá áttu þeir Gunnar Gíslason, Sæbjöm Guð- mundssson og Ásbjöm Bjömsson góðan leik í annars jöfhu liði. Leikur Blika var ekki traustvekjandi. Vöm liðsins opnaðist ofl á tíðum illa og liðið gat prísað sig sælt með að sleppa með þrjú mörk. Bestu leikmenn iiðsins voru þeir Jón Þórir Jónsson, snöggur og fylginn framherji og líklega sá eini sem vestur- bæingavömin átti í umtalsverðu basli með og Guðmundur Valiu- Sigurðsson á miðj- imni. Sífellt gjamm Jóns Hermannssonar, þjálfara liðsrns, í tíma og ótíma vakti nokkra athygli áhorfenda í vesturbænum í gær. Fullvíst má telja að það hafi síst haft góð áhrif á leikmenn liðsins. Magnús Theodórsson dómari hefur oft- ast átt betri daga í dómgæslunni. Hann virtist nokkuð skorta nauðsynlega yfirferð og staðsetningar hans því ekki upp á það besta. Hvomgt liðið hagnaðist á dómgæsl- unni. Blikamir Benedikt Guðmundsson og Hákon Gunnarsson fengu að líta gula spjaldið ásamt Ágústi Má, KR-ingi. Lið KR: Stefán Jóhannsson, Jósteinn Einarsson, Háldáp Örlygsson, Loftur Ól- afsson, Willum Þórsson, Gunnar Gíslason, Ágúst Már Jónsson, Ásbjöm Bjömsson, Bjöm Rafhsson, Sæbjöm Guðmundsson, Júlíus Þorfinnsson. Lið UBK: Öm Bjamason, Heiðar Heið- arsson, Ólafur Bjömsson, Magnús Magnússon (Rognvaldur Rögnvaldsson), Benedikt Guðmundsson, Jón Þórir Jóns- son, Hákon Gunnarsson (Þorsteinn Geirsson), Jóhann Grétarsson, Gunnar Gylfason, Guðmundur Valur Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson. • Ásbjörn Björnsson, lengst til hægri, jafnar metin, 1-1, i fyrri hálfleik gegn Blikum sem þrátt fyrir góða til- burði koma engum vörnum við. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.