Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Side 44
t 44 DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Ekki lengur búttuð, heldur grönn og sæt. Lucy gleymd og grafin Frú Tilton með sýningu fyrir eig- inmanninn! Charlene Tilton, sú sem lék litlu búttuðu budduna, Lucy i Dallas, hefur heldur breytt um svip síðustu mánuði. Eftir að hún hætti að leika í sápuóperunni sí- vinsælu breytir hún um stíl daglega. Það gerir hún til að gleðja eiginmann sinn, leikarann og músíkantinn Domenick Allen. Honum finnst að lífið eigi að vera ein stór sýning, uppfull af gleði og gáska - ekki skrítið að hann sló fyrst í gegn í Liberace-sýning- unni í Las Vegas. Hér sjáum við myndir af hinni nýju Charlene Tilton sem er orðin grönn og nett og löngu búin að grafa Lucy Ewing. Voko Ono hefur oft að undanfömu sést með sama manninum. Hann heitir Sam Havadtoy. Mörgum finnst samband þeirra vera orðið ansi náið og líka virðist vera mikill vinskapur milli Sam og sonar Yokos, Sean. Eru uppi miklar vangaveltur hvort samband þetta verði varanlegt? en skugginn að skjóta í hugum flestra tengist skamm- byssan hetjum vestursins sem sátu á hestbaki eða við spilaborð. Hetjum eða illmennum á borð við Billa bam- unga, Daltónbræður eða lukku- Láka. Að vísu er sá síðastnefndi að- eins teiknimyndahetja enda hafa aldrei farið sögur af neinum sem unnið hefur skoteinvígi við skugga sinn. Menn hafa þó löngum keppst við að vera sem fljótastir að munda byssuna og þeir þóttu jafiian mestir menn sem hraðast gátu dregið byss- una úr slíðri. Þó stoðaði það ekki kúrekana að vera fljótir til ef þeir hittu ekki belju þegar þeir héldu í halann á henni. Því var markhæfni einnig stunduð kappsamlega og er í raun eldri íþrótt. Menn hafa nefni- lega æft sig, allt frá því að þeir eignuðust vopn, í að samhæfa hug og hönd, fyrst sjálfsagt með steinum. Lögreglan í Reykjavík lætur heldur ekki sitt eftir liggja og efndi fyrir skömmu til skotkeppni. Keppnin fólst í því að hitta sem best en hrað- inn var látinn liggja á milli hluta. Keppt var bæði í sveitum og ein- staklingskeppni en hún nefnist „fin- al“ og fer fram á milli stigahæstu einstaklinga sveitakeppninnar. Að þessu sinni sigraði A-vakt, vakt Ein- ars Bjarnasonar, í sveitakeppninni eftir harða baráttu við B-vakt, vakt Karls Magnússonar. Þriðju urðu liðsmenn Umferðardeildar. I „finaln- um“ varð Sævar Gunnarsson hlut- skarpastur, annar varð Haukur Ólafsson og þriðji varð Hans M. Hafsteinsson. Það vakti þó mesta athygli að Ingibjörg Ásgeirsdóttir skyldi komast í einstaklingskeppn- ina en þetta er í fyrsta skipti sem kona nær svo langt í keppninni. Ingi- björg sýndi mikla hæfni og gaf körlunum ekkert eftir. Lögreglumenn efndu líka til sund- keppni daginn fyrir skotmótið. 1 keppni sveita var synt bringusund og þar sigraði D-vakt, vakt Rúnars Guðmundsson. Einstaklingar syntu björgunarsund og þar sigraði Jón Otti Gíslason. Byssurnar mundaðar að hætti Clint Eastwood. Árangur skoðaður. Þeir hittnustu: f.h. Sævar Gunnarsson, Haukur Ólafsson og Hans M. Hafsteinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.