Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Qupperneq 20
20 DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986. OPK>: VIRKA DAGA 9-18 HÁRGREIÐSLUSTOFA VITASTÍG18 A SÍM114760 Menning__________Menning___________Menning Grand finale á listahátíð Listahátíð í Reykjavík Tónieikar Vínarkvartettsins í Gamla bíói 15. júni. Efnisskrá: Wolfgang Amadeus Mozart: Strengjakvartett í C-dúr KV 465; Alban Berg: Strengjakvartett op. 3; Franz Schu- bert Strengjakvartett nr. 14 í d-moll D 810. Þegar ófriðnum mikla, sem við köllum heimsstyrjöldina fyrri, lauk stóð gamla Dónárkeisaraveldið, Austurríki Ungverjaland, uppi lim- að í nokkur þjóðríki. Þýska Austur- ríki var orðið að smáríki með íbúafjölda á við Svíþjóð og efnahags- lega nærri ósjálfbjara eitt sér og án stuðnings hinna sérhæfðu fram- leiðslueininga Dónárveldisins sem var hrunið. Sendiherrar stórveldis En þótt gamla stórveldið yrði að smáríki í flestu tilliti hélt það samt velli sem stórveldi á einu sviði að minnsta kosti, í tónlistinni. Það er svo oft að þegar talað er um Austur- ríkismenn og tónlistarlíf þeirra finnst mönnum sjálfsagt að bera þá saman við margfalt fjölmennari þjóðir og telja jafiiingja. Jafnvel heyrir maður stundum sagt sem svo að eðlilegt sé að stórþjóð eins og Austurríkismenn eigi blómlegt tón- listarlíf. En sú langa og glæsilega stórveld- ishefð, sem Austurríkismemi eiga, getur stimdum þvælst fyrir. Þannig á nýsköpun ekki eins greiða leið að eyrum áheyrenda þar eins og til dæmis hjá okkur sem skortir þessa löngu glæsilegu hefð. Sendiherrar þessa stórveldis, Vín- arkvartettinn, komu til að ljúka tónlistarþætti Listahátíðar að þessu sinni. Að vísu er poppið óafgreitt, Tónlist Eyjólfur Melsted en það er önnur deild og virðingin slík fyrir afþreyingarmúsík unga fólksins að það fær stæðismiða fyrir betri sæta verð inni í Laugardals- höll. Mikilvægt að fá svo góðan Berg Leikinn hóf Vínarkvartettinn með einum af Haydn-kvartettum Mozart, þeim í C-dúr KV 465. Og Mozart var pottþéttur hjá þeim - hvað annað? Þama fann maður músíkina bók- staflega hríslast niður eftir bakinu á sér. En svo góður sem Mozart var hjá þeim þá var Alban Berg jafnvel enn betri. Því miður er tónlist Albans Berg ekki oft á dagskrá hjá okkur. Hún átti jafnvel löngum erfitt upp- dráttar í heimalandinu. Það var því óskaplega mikilvægt að fá hann svo leikinn sem hér. Með leik sínum á kvartetti Albans Berg held ég að þeir hafi undirstrikað hversu frá- bærir túlkendur þeir eru, snilling- amir sem skipa Vínarkvartettinn. Að sjá fegurðina í dapurleik- anum Eftir hlé var einn viðamesti kvart- ett Schuberts, Dauðinn og stúlkan, á dagskrá. Kveikjan að honum var dapurlegt kvæði með sama nafni. Þótt dapurleikinn skíni á sinn hátt ætíð í gegn er samt mikil heiðríkja í tónmáli Schuberts sem kemur manni til að sætta sig við dapurleik- ann og jafhvel finna fegurðina í honum. Nærgætnislegri leik en Vín- arkvartettsins á þessu verki er vart að finna. Fínustu blæbrigðum er leyft að njóta sín í hámákvæmum samleiknum. Þar veit hver og einn nákvæmlega hvað hinir gera og hugsa. Þannig verður strengjakvart- ettinn ekki aðeins hópur leikandi manna heldur eitt hljóðfæri. Og Vín- arkvartettinn er frábært hljóðfæri. Eins og fyrr var getið telja þeir sem háleitari tónlist irnna að hér hafi verið um lokatónleika Listahátíðar að ræða þótt dagskrá hennar sé vissulega ekki lokið. Og Vínarkvart- ettinn sá til þess að þetta yrði „Grand finale". í þetta hús flutti Háskólinn árið 1940, eftir tæplega 30 ára starfsemi á neðstu hæð Alþingishússins. Raunvísindastofnun Háskólans 20 ára Á þessu ári em 20 ár liðin frá því að Raunvísindastofnun Háskólans tók til starfa. Starfsemin hófet í nýju húsi stofrnmarinnar árið 1966. Hvatinn að stofnuninni var stórgjöf .frá Banda- ríkjastjóm í tilefni 50 ára afinælis Háskólans 1961. Háskólahappdrættið og ríkissjóður bættu drjúgum við og hús reis á tiltölulega skömmu tíma. Stofnunin mun minnast þessa tví- tugsafmælis síns með ýmsum hætti á árinu. Gefin verður út afmælisskýrsla um sögu og starf stofnunarinnar. Þá verður stofnunin stór aðili að kynn- ingardegi Háskólans í október á næstunni. Ýmsar fleiri uppákomur em í deiglunni. Hlutverk Raunvísindastofnunar er einkum að vera vettvangur grundvall- arrannsókna og er hún eina rann- sóknastofiiun landsins sem sinnir þeim á viðkomandi sviðum. Auk þess em stundaðar nytjarannsóknir í allríkum mæli. -KB 75 ára afmæli Háskóla íslands Á morgun á Háskóli íslands 75 ára afmæli. Hann tók til starfa 17. júní 1911 og kennsla hófet í Alþingishúsinu þá um haustið. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti á hausti komanda. Skráðir háskólastúdentar em nú um 4564 talsins. í fyrra vom 1838 nemend- ur innritaðir en 462 nemdendur útskrifaðir. „Fjöldi nemenda hefur tífaldast á þessum 75 árum. Árið 1911 vom um 45 stúdentar sem hófu nám við skól- ann. Það verður reynt að halda veglega upp á afinælið. Almenningi verður t.d. boðið að skoða allar há- skólabyggingar undir leiðsögn kenn- ara og stúdenta og verður nóg að sjá og heyra. Sérstök rit verða gefin út í tilefhi af afmælinu, m.a. afinælisrit með safiii greina um starfeemi stofnunarinnar sem verða mun fyrsta tölublað nýs tímarits sem Háskólinn mun setja á stofn. Þá mun Háskólinn sýna kynnis- og heimildarmyndir er hann hefur lá- tið gera um núverandi starfeemi Háskólans. Þá má einnig geta þess að nú er heilmikið að gerast í málefnum Há- skól ans og nefndir vinna að því að koma ýmsum hugmyndum í fram- kvæmd. Niðurstöður þeirrar vinnu munu liggja fyrir í haust,“ sagði Páll Sigurðsson dósent, framkvæmdastjóri afmælisnefhdar Háskólans. Háskólinn skiptist í níu deildir og nú starfa um 268 fastir kennarar við skplann auk fjölmargra stundakenn- ara. Fjárveiting til Háskólans er á þessu ári tæpar 513 milljónir króna. Sértekjur nema um 117 milljónum, þar af 85 milljónir frá happdrætti Háskóla fslands og hefur því Háskólinn um 630 milljónir til ráðstöfunar. -KB Páll Sigurðsson dósent, fram- kvæmdastjóri afmælisnefndar Há- skólans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.