Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Page 12
12 DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNl 1986. Neytendur__________Neytendur__________Neytendur_________Neytendur Garðhúsgögn vinsæl - garður er ekkert skilyrði fyrir garðhúsgögn Nú, meðan við bíðum öll eftir því að sólin láti sjá sig aftur, fannst okkur á neytendasíðunni tilvalið að fara á stúfana og skoða garðhús- gögn, svona rétt til að fá hugmyndir um hvað á boðstólum er. Garðhúsgögn njóta vaxandi vin- sælda og er garður ekkert skilyrði til að hægt sé að njóta þeirra. Mörg þessara húsgagna henta vel á svalir, svo ekki sé nú talað um í garðhúsin eða glerskálana sem eru nú svo eftir- sóttir. Við fórum á þrjá staði, Ikea, Kringl- unni 7, Seglagerðina Ægi, Eyjarslóð 7, og Geysi, Vesturgötu 1, og litum á úrvalið. -RóG. Plastborö og plaststóll úr Seglagerðinni. Borðið kostar 2.750 kr. en stóllinn 3.190 kr. Röndótti stóllinn kostar 1.990 kr. GEGN STEYPU SKEMMDUM STEINVARI 2000 Aldraðir fái afslátt á Picassosýninguna Eiríka A. Friðriksdóttir hringdi vegna Picassosýningarinnar sem er liður í Listahátíð. Hún sagði að sér fyndist að aldraðir og fatlaðir ættu að fá afslátt af að- gangseyri, en til þess að hafa full not af sýningunni verða menn að greiða 75Ö kr., 250 kr. í aðgangseyri og 500 kr. fyrir myndskreytta sýningarskrá. Heppilegra hefði e.t.v. verið að bjóða upp á vélritaða skrá yfir myndimar, nöfn þeirra og árið sem þær eru málað- ar. Eiríka sagði að það væri algengast erlendis en einnig væru til sölu mynd- skreyttar sýningarskrár sem fólk getur keypt ef það kýs sjálft. Þá sagði Eiríka að myndimar á sýn- ingunni væm ekki númeraðar, þannig að þótt þú hafir keypt sýningarskrá á 500 kr. þarftu að gaumgrefa mjög vel hvað er hvaða mynd á sýningunni. Eiríka telur að auðvelt sé að kippa þessu í lag. Þar sem sýningin stendur til loka júlímánaðar mætti e.t.v. númera myndimar og jafnvel vélrita sýningar- skrá sem afhent yrði ókeypis. Þá stakk Eiríka upp á að eftir að sýningunni lýkur verði öldmðum og fötluðum gefinn kostur á að skoða sýninguna ókeypis. í Ikea fæst þetta trésett. Það kostar 5.990 kr., fyrir utan litla bekkinn fremst á myndinni sem kostar 940 kr. Hér er hvitlakkað létt sett sem upplagt er t.d. á svalirnar eða í garöhúsiö. Borðið kostar 2.890 kr. og hver stóll 1.490 kr. DV-myndir SvÞ. I Geysi fást þessir stólar og borð. Borðið kostar 2.950 kr., röndóttur stóll kostar 1.195 kr. en hinir tveir kosta 1.625 kr. hvor. Borðdúkurinn er sérstak- lega ætlaður til að hafa úti. Hann er úr nylon og mjög stamur þannig að hann fýkur ekki, hann kostar 1.175 kr. Þetta hvitlakkaða sett fæst einnig í Ikea. Hægt er að kaupa borðið og stólana sitt i hvoru lagi og kostar borðið 2.995 kr. en hver stóll 2.895, án sessu sem kostar 770 kr. Sól- hlifin kostar 2.694 kr. Þessir stólar og borð fást i Seglagerðinni Ægi. Borðið kostar 2.560 kr., stærri stólarnir kosta 3.970 kr. hver en hinir minni 2.450 kr. hver. hefur þá einstöku eiginleika aö vera þétt gegn vatni í fljótandi ástandi, en hleypa raka í loftkenndu ástandi auðveldlega í gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. Viljir þú verja hús þitt skemmdum skaltu mála meö STEINVARA 2000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.