Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 47
DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986. Sjónvarp Veðrið 47 Utvarp Sjónvarpið á morgun, 17. júní: Eingöngu innlent sjónvarpsefhi - ný íslensk sjónvarpsmynd fhimsýnd Það sem athyglisvert er við þjóð- hátíðardagskrána í sjónvarpinu á morgun er að á henni eru eingöngu innlendir dagskrárliðir, sumt í beinni útsendingu, annað nýtt af nálinni og loks er valið efhi til endursýningar. Það sem ber líklega hæst af þessu innlenda efiii er ný íslensk sjónvarps- mynd eftir Ágúst Guðmundsson sem ber nafhið Ást í kjörbúð. Ágúst leik- stýrir einnig myndinni en með aðal- hlutverkin þar fara, Ágúst sjálfur, Guðlaug María Bjamadóttir, Edda Björgvinsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Guðný Helgadóttir o.fl. Ást í kjörbúð segir frá kjötaf- greiðslumanninum Albert sem vinnur í kjörbúð. Hann verður ástfanginn af álitlegri konu sem býr í hverfinu og verslar oft í kjörbúðinni. Það er ekki við því að búast að hún hafi minnsta áhuga á búðarlokunni enda er hann lítt spennandi og hún harðgift. Þessi fiðringur í honum Albert á þó efitir að draga dilk á eftir sér og margar per- sónur eiga eftir að koma við sögu áður en lýkur. -BTH í íslensku myndinni Ást í kjörbúð segir frá kjötafgreiðslumanninum Albert sem verður ástfanginn af viðskiptavininum Sonju. Agúst Guömundsson og Guðlaug Maria Bjarnadóttir í hlutverkum sínum. William De Vane, sem fer með eitt aðalhlutverkið i biómyndinni i kvöld þar sem bæjarbúar berjast fyrir vegarlagningu að bænum. Sjónvarpið kl. 21.00: Plankinn Þetta er breskur ærslaleikur eftir Eric Sykes og er myndin nú endursýnd í sjónvarpinu. Sykes er einnig leik- stjóri og ekki nóg með það, hann fer með aðalhlutverk í myndinni. Myndin snýst raunar öll um einn tréplanka og tilraim tveggja hrak- fallabálka til að koma honum á áfangastað. Plankinn er 14 feta langur og ekkert grín að þurfa að ferðast með hann milli staða. Ferðin sú verður langt frá því að vera stórslysalaus og lenda þeir félagar í ótal ævintýrum, sem öll má að sjálfsögðu rekja til plankans, áður en ætlunarverkinu er lokið. Loksins tekst þeim að koma plankanum á réttan stað en það er ekki þar með sagt að þá séu öll ævin- týri úti... -BTH Sjónvarpið kl. 23.50: Betri er krókur en kelda Þar sem almennur frídagur er á morgun gefst áhorfendum kostur á að sjá bíómynd í sjónvarpinu sem stendur ffam á nótt. Heitir myndin Honky Tonk Freeway á frummálinu og hlaut þá ffumlegu þýðingu Betri er krókur en kelda á íslensku. Þetta er bándarísk gamanmynd frá árinu 1981, leikstjóri er John Schles- inger en með aðalhlutverk fara Will- iam De Vane, Beau Bridges, Teri Garr og Geraldine Page. í henni segir ffá íbúum smábæjar nokkurs í Flórída, sem vilja óðir og uppvægir fá lagðan afleggjara frá þjóðveginum að bænum til að auka ferðamannastrauminn. Yfirvöld em treg til en þar sem bæjar- búum er þetta mikið hagsmunamál grípa þau til sinna ráða til að fá veg- inn, en ráðin þau eru ekki öll jafn- gáfuleg. -BTH Útvarpið, rás 1, kl. 22.20: Hjónabandið - Irfstíðartryggð? Á sumardagskrá Ríkisútvarpsins hefúr nú aftur verið tekinn upp þráð- urinn þar sem frá var horfið í fyrra- sumar með þáttunum Fjölskyldan í nútímasamfélagi. Umsjónarmenn eru tveir sérfræð- ingar, hvor á sínu sviði. Þær eru Anna G. Magnúsdóttir fjöhniðlafræðingur, sem er hlustendum kunn fyrir þætti sína úr dagsins önn um böm og um- hverfi, og Sigrún Júlíusdóttir, fjöl- skylduráðgjafi og meðstjómandi þáttanna í fyrrasumar. Hún hefur ára- langa reynslu af ffæðslu- og ráðgjafar- starfi. í þættinum í sumar, sem verður á dagskránni annað hvert mánudags- kvöld, verður fjallað um fjölskyldu- málefhi, mál sem varða náin samskipti, tilfinningatengsl og sambúðarhætti fólks. f kvöld verður sérstaklega tekið fyrir hjónabandið og fjallað um það frá mörgimi hliðum, m.a. hvort litið er á það sem lífstíðartryggð. Stjóm- endurnir munu einnig fá gesti í þáttinn og ræða við þá um þessi hugtök. -BTH Er hjónbandið það sama og lifstíðartryggð? Þessi spurning verður umfjöllunar- efnið í þættinum um fjölskyldumál í kvöld. I dag verður fremur hæg vestan- og suðvestanátt á landinu, skýjað með köflum en víðast þurrt. Hiti 8^14 stig. Island kl. 6 í morgun. Akureyri skúr 8 Egilsstaðir skýjað 9 Gaharviti skýjað 5 Hjarðames súld 9 Keflavíkurílugvöllur skýjað 7 Kirkjubæjarklaustur skýjað 9 Raufarhöfn skýjað 6 Reykjavík skýjað 6 Suuðárkrókur skýjað 5 Vestmannaeyjar léttskýjað 6 Útlönd kl. 6 í morgun: Bergen léttskýjað 18 Helsinki léttskýjað 16 Ka upmannahöfn þokumóða 15 Osló heiðskírt 17 Stokkhólmur heiðskírt 1!) Þórshöfn hálfskýjað 13 Útlönd kl. 18 í gær: Algarve þokumóða 21 Amsterdam heiðskírt 25 Aþena léttskýjað 26 Barcelona skýjað 22 (Costa Brava) Bertín heiðskírt 24 Chicagó þokumóða 21 Frankfurt léttskýjað 28 Glasgow léttskýjað 23 Las Palmas léttskýjað 22 (Kanari) London léttskýjað 25 Los Angeles léttskýjað 23 Madrid hálfskýjað 30 Malaga heiðskírt 22 (Costa Del Sol) Mallorca léttskýjað 22 (Ibiza) Montreal hálfskýjað 23 New York skýjað 25 Nuuk léttskýjað 4 París skýjað 24 Róm léttskýjað 21 Vín skýjað 26 Winnipeg alskýjað 17 Valencía skýjað 22 (Benidorm) Gengið Gengisskráning nr. 110 - 16. júni 1986 kl. 09.15 Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 41.000 41.120 41.380 Pund 62,593 62.776 62,134 Kan. dollar 29.640 29.727 29 991 Dönsk kr. 5.0367 5.0514 4.9196 Norskkr. 5.4576 5.4735 5.3863 Sænsk kr. 5,7572 5,7741 5.7111 Fi. mark 8.0125 8.0360 7.9022 Fra. franki 5,8542 5.8714 5.7133 Belg. franki 0.9138 0.9164 0.8912 Sviss. franki 22,6120 22.6781 22.0083 Holl. gyllini 16.5757 16.6242 16.1735 V-þýskt mark 18.6712 18.7258 18.1930 it. lira 0.02718 0,02726 0.02655 Austurr. sch. 2,6579 2.6657 2.5887 Port. escudo 0.2761 0.2769 0.2731 Spá. peseti 0.2918 0.2927 0.2861 Japanskt yen 0.24793 0.24866 0,24522 Írskt pund 56.594 56.760 55.321 SDR (sérstök dráttar- réttindi) 48.0874 48.2277 47.7133 Simsvari vegna gengisskráningar 22190. \ MINNISBLAÐ Muna eftir að fá mer eintak af r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.