Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Side 21
21 DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986. Jón Erling til FH-inga - kominn heim frá Noregi •Jón Erling Ragnarsson. „Jón Erling skipti yfir í FH á föstu- daginn og hann mun leika með okkur þegar hann verður búinn að ná sér af meiðslunum," sagði Viðar Halldórsson, fyrirliði FH -liðsins í knattspymu, í samtali við DV i gær- kvöldi. Jón Erling Ragnarsson er kominn til landsins en hann hefur undan- farið dvalið hjá norska liðinu Viking í Stavanger í Noregi. Jón er iila meiddur, tognaður í nára og verður frá knattspymu í nokkrar vikur að talið er og mun því ekki leika með FH í næstu leikjum. Miklar vonir binda FH-ingar þó við að hann braggist fljótlega og hann mun ör- ugglega styrkja liðið mikið þegar hann hefur náð sér að fullu. Eða eins og Viðar orðaði það i gær- kvöldi: „Það er alltaf betra að hafa menn með sér en á móti.“ -SK. Þrír jafnir með 4 mörk Sovétmaðurinn Igor Belanov, sem við sáum skora öll mörk sovéska landsliðsins gegn Belgíu í sjónvarp- inu í nótt, er nú orðinn markahæsti leikmaður HM-keppninnar í Mex- íkó. Belanov hefur reyndar skorað jafnmörg mörk og þeir Preben Elkj- ær Larsen, Danmörku, og Sandro Altobelli, Italíu, eða fjögur. Og það verður að segjast eins og er að litlar líkur em á því að Belanov verði markakóngur HM að þessu sinni því hann leikur ekki meira í Mexíkó frekar en aðrir Sovétmenn. Þrír leik- menn hafa skorað þrjú mörk en þeir em: Gary Lineker, Englandi, Jorge Valdano, Argentínu, og Careca frá Brasilíu. Eftirtaldir leikmenn hafa skorað tvö mörk: Jesper Olsen, Dan- mörku, Julio Romero, Paraguay, Ivan Yaremchuk, Sovétríkjunum, Klaus Allofs, V-Þýskalandi, Fem- ando Quirarte, Mexíkó, Roberto Cabanas, Paraguay, og Abderrazak Khairi, Marokkó. -SK. | Sigurður ! ólöglegur? Víðismenn kæra leikinn gegn ÍBK • Sigurður Björgvinsson lék með ÍBK gegn Viði. Var hann ólöglegur? Eins og fram kemur í DV í dag þá lék Sigurður Björgvinsson með Kefl- víkingum um helgina er þeir léku gegn Víði í Garðinum. Víðismenn vilja meina að Sigurður hafi verið ólöglegur og hafa í hyggju að kæra leikinn. Sigurður hefur ver- ið dæmdtu- í leikbann til 18. júní en Keflvíkingar vilja meina að svo sé ekki. Fróðlegt verður að fylgjast ineð framvindu í máli þessu því menn greinir mjög á um hvað sé rangt og hvað sé rétt varðandi leikbannið. Gárungamir tala um að nýtt „Jóns- rnál“ sé í uppsiglingu en allir hljóta að vona að svo verði ekki. Em knatt- • spymuunnendur og aðrir eflaust búnir að fá sig fullsadda af slíkri vitleysu sem „Jónsmálið" var. -SK Elsti sigurvegarí í sögu U.S. Open Hinn 43 ára gamli Raymond Floyd vann U.S. Open „Ég hugsaði aldrei um aldur minn fyrir þessa keppni né að þetta gæti eflaust verið mitt síðasta tækifæri til að vinna stórmót,“ saagði Banda- ríkjamaðurinn Raymond Floyd, 43 ára gamall, en í gær tryggði hann sér sigur í einu mesta golfmóti at- vinnumanna sem fram fer ár hvert, U.S. Open. Með sigri sínum markaði Floyd djúp spor í sögu golfíþróttar- innar en hann er elsti kylfingurinn sem unnið hefur U.S. Open frá upp- hafi. „Ég gæti ekki verið stoltari af sjálfiím mér en ég er í dag eftir þenn- an stórkostlega sigur,“ sagði Floyd ennfremur en þetta er í annað skipt- ið á stuttum tíma sem bandariskur kylfingur, sem kominn er vel á fimm- tugsaldurinn, vinnur stórmót. Jack Nicklaus vann sem kunnugt er U.S. Masters fyrir skömmu en hann er 46 ára gamall. „Það sem Nicklaus gerði fyrir golfíþróttina í Masters keppninni var í einu orði sagt stór- kostlegt. Ég vona innilega að sigur minn hér í dag verði jafnmikilvægur fyrir golfið og sigurinn hjá Nick- laus. Golfið þarf á stjörnum að halda,“ sagði Raymond Floyd í gær- kvöldi. Hnifjöfn hörkukeppni Keppnin á U.S. Open var mjög jöfn síðasta daginn og lengi vel var mjög erfitt að gera sér grein fyrir því hver ætti mestu möguleikana á sigri. Greg Norman hafði eins höggs forskot á þá Lee Trevino og Hal Sutton fyrir lokadaginn í gær en honum tókst ekki vel upp í gær og lék á 74 höggum, Raymond Floyd á 66 höggum. Samanlagt lék hann á 279 höggum en þeir Lee Trevino og Hal Sutton, báðir Bandaríkjamenn, léku á 283 höggum. Gamla brýnið Jack Nicklaus stóð sig mjög vel og lék á 284 höggum. Greg Norman lék á 285 höggum samtals en fyrir mótið var hann álitinn mjög sigurstrang- legur. „Þetta var bara einn af þessum dögum. Ég reyndi hvað ég gat en það gekk ekkert upp hjá mér,“ sagði Norman eftir keppnina. Fyrsti dagurinn fór illa með marga Brjálað veður fyrsta keppnisdag- inn fór ílla með marga keppendur og þeir sem aftarlega voru á merinni eftir fyrstu 118 holumar komust aldrei í nálægð við efstu sætin. Þeirra á meðal var Spánveijinn frægi, Severiano Ballesteros, sem náði sér aldrei á strik. Hann lék • Lee Trevino neitaði að tala við biaðamenn eftir keppnina. samanlagt á 289 höggum ásamt niu öðrum kylfingum. Trevino neitaði að tala við blaðamenn Það var greinilegt eftir að keppn- inni lauk í gærkvöldi að ekki vom allir sáttir við sinn hlut eins og geng- ur og einn þeirra var gamla kempan Lee Trevino. Hann er þekktur fyrir að hafa munninn á réttum stað og á réttum tíma en í gærkvöldi brá svo við að hann neitaði öllum blaða- mönnum um viðtal. Var hann mjög óánægður og hefúr greinilega verið ósáttur við annað til þriðja sætið. Ef hann hefði sigrað þá hefði hann orðið elsti keppandinn til að vinna sigur á þessu mikla golfinóti sem margir vilja meina að sé mesta golf- mót í heimi ár hvert. -SK. • Jack Nicklaus stóð sig vel og lék á 284 höggum. Skoraði þrjú mörk en það dugði ekki til Sjálfsagt hefúr enginn orðið fyrir jafnmiklum vonbrigðum með úrslitin í leik Sovétmanna og Belga í gær- kvöldi og Sovétmaðurinn Igor Bel- anov. Að skora þijú mörk í leik í heimsmeistarakeppni og tapa eigi að síður er svo sannarlega ekki daglegt brauð. Reyndar hefúr það aðeins gerst einu sinni áður í sögu heimsmeistara- keppninnar. Það var árið 1938 en þá skoraði Emest Willimowski þrjú mörk fyrir Pólverja. Þeir töpuðu samt leikn- um sem var gegn Brasilíu. Úrslit leiksins urðu 6-5 og skoraði Brasilíu- maðurinn Ijeonidas fjögur mörk í leiknum. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.