Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Qupperneq 4
4 DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986. Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Úrslit í hreppsnefndarkosningunum: Konur hafa auklð hlut slnn um rúm 2% Á laugardag fóru fram hrepps- fulltrúar voru kosnir. í aðerns 21 kosningar. Sjálíkjörið var í tvær kosningamar, 14,7% fulltrúa í Úrslit í þeim sveitahreppum, þar sem nefhdarkosningar í 163 hreppum. Á hreppi voru listakosningar en ann- hreppsnefndir, það var í Akrahreppi hreppsnefiidum og hafa því aukið fram fóru listakosningar, fara hér á kjörskrá voru 18.768 manns en 715 ars staðar vom óhlutbundnar og Rípurhreppi. Konur eiga nú, eftir hlut sinn um rúm 2%. eftir. Kjalameshreppur: D-listi fékk tvo menn í Kjalameshreppi buðu fjónr listar fram að þessu sinni. Þeir vom: D-listi sjálfstæðismanna, H-listi óháðra borg- ara, N-listi Nýja flokksins og S-listi Samstöðu. Úrslit vom á þann veg að D-listi hlaut 101 atkvæði og tvo menn kjöma, H-listi hlaut 41 atkvæði og einn mann kjörinn, N-listi hlaut 45 atkvæði og einn mann kjörinn og loks S-listi sem fékk 34 atkvæði og einn mann kjörinn. Laxárdalshreppur: 100 atkvæði til D-lista I Laxárdalshreppi vom þrír listar í framboði. Þeir vom B-listi framsókn- ar- og annarra framfarasinna, D-listi sjálfstæðismanna og óháðra kjósenda og G-listi Alþýðubandalagsins. D-listi hlaut 100 atkvæði og tvo menn kjöma. B-listi 75 atkvæði og tvo menn kjöma og G-listi hlaut 51 atkvæði og einn mann kjörinn. Andakílshreppur: K-listi vann naumlega Tveir listar buðu fram í Andakíls- hreppi. Þeir vom I-listi sem fékk 73 atkvæði og tvo menn kjöma og K-listi sem fékk 75 atkvæði og þrjá menn. Barðastrandarhreppur: J-listi fékk 49 atkvæði I Barðastrandarhreppi vom þrír list- ar í framboði: H-listi sem fékk 41 atkvæði og tvo menn kjöma, I-listi sem fékk 22 atkvæði og einn mann kjörinn og loks J-listi sem hlaut 49 atkvæði og tvo menn. Mýrahreppur: J-listi fékk fjóra menn Tveir listar buðu fram í Mýra- hreppi. Það vom J-listi bænda og launamanna og Z-listi áhugamanna um framtíð Mýrahrepps. J-listi fékk 51 atkvæði og fjóra merrn kjöma en Z-listi 19 atkvæði og einn mann kjör- inn. Ytri-Torfustaðahreppur: Sameinaðir fengu þrjá menn I Ytri-Torfustaðahreppi vom tveir listar í framboði: F-listi félagshyggju- fólks sem hlaut 73 atkvæði og tvo menn og S-listi sameinaðra sem fékk 91 atkvæði og þrjá menn kjöma. Áshreppur: Hlutkesti réð í lokin Þrír listar buðu fram í Áshreppi. Það vom H-listi sem fékk 33 atkvæði og tvo menn kjöma, I-listi sem hlaut 24 atkvæði og einn mann kjörinn og K- listi 24 atkvæði og einn mann kjörinn. Þar sem hreppsnefndina skipa fimm menn varð hlutkesti ráða hvort annar maður frá I- eða K-lista kæmist að. Endaði það með því að K-listi fékk tvo menn í hreppsnefrid. Sveinsstaðahreppur: Þrír menn til H-lista I Sveinsstaðahreppi buðu tveir listar fram að þessu sinni. Það vom H-listi sjálfstæðismanna og óháðra sem hlaut 46 atkvæði og þrjá menn kjöma og I-listi sem fékk 30 atkvæði og tvo menn í hreppsnefnd. Svínavatnshreppur: H-listi fékk þrjá menn Tveir listar vom í framboði í Svína- vatnshreppi. Þeir vom H-listi sem fékk 54 atkvæði og þrjá menn kjöma og K-listi sem fékk 41 atkvæði og tvo menn. Skútustaðahreppur: S-listi hlaut flest atkvæði Þrír listar buðu fram í Skútustaða- hreppi. Það vora H-listi sem hlaut 88 atkvæði og einn mann kjörinn, S-listi sem hlaut 158 atkvæði og 2 menn kjöma og N-listi sem hlaut 116 at- kvæði og tvo menn. Jökuldalshreppur: Húsmæður fengu ekki fulltrúa Að þessu sinni buðu flórir listar fram í Jökuldalshreppi. Þeir vom T-listi sem fékk 34 atkvæði og tvo menn kjöma, H-listi húsmæðra sem fékk 15 atkvæði og engan mann kjörinn, S-listi sem hlaut 38 atkvæði og tvo menn kjörna og loks listi ungra manna sem hlaut 17 atkvæði og einn mann í hrepps- nefnd. í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Svavar vill fresta framtíðinni Miklar hremmingar eru á Þjóð- viljanum um þessar mundir. Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfmgar stendur á krossgötum. Blaðamenn hóta uppsögnum, útgáfustjómin skiptist í stríðandi fylkingar og Alþýðubandalagið hristist og skelfúr innbyrðis. Og hver er ástæðan? Hún er sú að uppi eru hugmyndir um að ráða formann Alþýðubandalags- ins, Svavar Gestsson, sem rit- stjóra. Úr því fæst skorið í dag eða naestu daga hvort formaður- inn lætur til skarar skríða og sest í ritstjórastólinn eða hvort hann gefst upp fyrir andófinu og bakk- ar út. Þeir sem standa með Svavari í þessari rimmu eru flokkseigendumir svokölluðu, verkalýðsarmurinn og gamla gengið hjá allaböllum sem kann ekki að meta sjálfstæða ritstjóm- arstefnu núverandi ritstjóra. Þetta lið vill fá kommissar inn á blaðið, sjálfan formanninn, til að hafa eftirlit með að blaðið fylgi flokkslínunni og gegni því sem flokkurinn ákveður. Andvígir þessari ráðstöfun em blaðamennimir og svonefndur lýðræðishópur, sem samanstend- ur af fólki sem segir að nýir timar séu mnnir upp í blaðamennsku og flokksrekstri. I augum þessa fólks er Svavar fulltrúi aftur- haldsins og flokksfjötranna sem vill fresta framtíðinni um ófyrir- sjáanlegan tíma. Allt er þetta skondið í meira lagi. Þjóðviljinn hefur alla tíð verið afdráttarlaus í þeirri rit- stjómarstefnu að sannleikurinn væri þeim megin sem Alþýðu- bandalagið stendur. Venjulegum blaðalesendum hefur aldrei dott- ið annað í hug en að áróðurinn í blaðinu, illviljinn og undirróður- inn væri fullkomlega heiðarlegur gagnvart flokksforystunni. Blað- ið hefur verið opinbert og yfirlýst málgagn Alþýðubandalagsins. Annar af tveim ritstjómm var nýlega í framboði fyrir Alþýðu- bandalagið og helstu skríbentar blaðsins em ýmist áhrifamenn í flokknum ellegar helstu ráða- menn hans. Blaðið er semsagt útbíað af allaböllum og allaballaf- réttum. Samt verður að fá formanninn inn á blaðið. Og samt má ekki fá formanninn inn á blaðið! Það hlýtur að vera hálfvand- ræðalegt fyrir núverandi rit- stjóra að fá þá vantraustsyfirlýs- ingu frá flokknum að formaðurinn verði að setjast inn á ritstjómarskrifstofumar sem bamapía. Og ennþá verra er það fyrir formanninn að blaðamenn- imir og lýðræðisöflin í flokknum telji það blaðinu til skaða ef for- maðurinn gerist ritstjóri! Skyldi það þekkjast annars staðar að flokkur hafi málgagn, sem ekki telst almennilegt málgagn nema formaðurinn stjómi því? Og skyldi það þekkjast annars stað- ar að flokkur hafi málgagn, sem ekki telst almennilegt málgagn ef formaðurinn stjórnar því? Og hvemig skyldi vera komið fyrir flokki, sem ekki lætur sér nægja að hafa formann til að tala fyrir sína hönd, heldur verður formaðurinn einnig að halda uppi ritskoðun á því hvernig sagt er frá því sem hann segir fyrir hönd flokksins? Annaðhvort passar flokkurinn ekki inn í þjóð- frelsið eða þá að þjóðfrelsið passar ekki inn í flokkinn. Flokk- urinn passar heldur ekki inn í framtíðina. Þess vegna þarf að fresta henni með því að fá Svavar sem ritstjóra. Þess vegna vill Svavar vera ritstjóri. Þess vegna þarf að ráða kommissar á blaðið til eftirlits með því að Þjóðviljinn standi undir nafni. Svona er nú komið fyrir málgagni sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóð- frelsis. Þjóðviljinn er eins og Chiquita banani, hann verður að vera undir eftirliti. Það er harla raunalegt fyrir Svavar flokksformann að þurfa að viðurkenna þá staðreynd að blaðamenn og ritstjórar Þjóðvilj- ans telji það blaðinu helst til trafala ef hann sest í ritstjóra- stól. Það er ennþá raunalegra fyrir blaðamennina og ritstjór- ana að uppgötva að flokkurinn treystir þeim ekki til að túlka stefiiuna og raunalegast er það samt fyrir flokkinn að hafa mál- gagn sem ekki er treystandi og formann sem ekki er treyst. Allra verst er þó að hafa málstað, sem ekki þolir dagsins ljós nema hann sé ritskoðaður. Og formann sem vill fresta framtíðinni með þvi að ritskoða málstaðinn sjálfur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.