Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Page 10
ÓSA/SlA
10
DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986.
Utlönd Utlönd Útlönd Útlönd
Erum hvorki væsklar
né dusilmenni
- segir P.W. Botha og bertir hörðu gegn minningarathöfnum blökkumanna í Suður-Afríku
„Við erum ekki þjóð væskla og dusil-
menna. Við höfum aldrei verið það og
sækjumst ekki eftir slíku,“ sagði P.W.
Botha í sjónvarpsóvarpi til íbúa Suð-
ur-Afríku fyrir helgi um leið og hann
lýsti því yfir að þingið hefði veitt hon-
um vald til að lýsa yfir neyðarlögum
í landinu til að stemma stigu við óróa
og ofbeldisaðgerðum á meðal blökku-
manna.
Sagði forsetinn að ríkisstjóm hans
myndi ekki hika við að fara eigin leið-
ir til að koma í veg fyrir upplausn á
meðal suður-afrískra blökkumanna er
í dag minnast tíu ára afmælis upp-
reisnar blökkumanna i Soweto, fjöl-
mennustu byggð blökkumanna við
Jóhannesarhorg.
Það kom fram hjá forsetanum að
Suður-Afríkumenn myndu ekki hika
við að beita „öllum tiltækum ráðum“
til að koma í veg fyrir upplausnar-
ástand á meðal blökkumanna og
stjómvöld í Pretoríu myndu ekki láta
gagnrýni og fordæmingu erlendis frá
aftra sér frá ætlunarverki sínu.
„Við munum ekki láta auðmýkja
okkur í augum alheimsins,“ sagði
Botha og fúllyrti að hótanir erlendra
ríkisstjóma um refsiaðgerðir gegn
Suður-Afríku myndu engin áhrif hafa
á aðgerðir suður-afrískra öryggis-
sveita á meðan á neyðarástandinu
stæði.
Boða skæruverkfall í dag
Aðgerðir stjómarinnar koma í kjöl-
farið á yfirlýsingum ýmissa blakkra
forystumanna þar sem skorað er á
blakka um allt land að taka þátt í
mótmælaaðgerðum gegn hvítu minni-
hlutastjóminni, fjölmenna í guðsþjón-
ustur og taka þátt í boðuðu
skæraverkfalli í dag.
„í okkar augum er þetta heilagur
dagur og hans ætlum við að minnast,"
er haft eftir einum forystumanna
UDF, Sameinuðu lýðræðisfylkingar-
innar, sem ásamt afríska þjóðarráðinu,
ANC, era stærstu og öflugustu samtök
blakkra stjómarandstæðinga í Suður-
Afríku.
Yfir þúsund handteknir
Fréttaskýrendur höfðu almennt
búist við því að stjómvöld myndu
grípa til einhverra aðgerða til að koma
í veg fyrir uppþot og óeirðir á meðal
Umsjón:
Hannes Heimisson
blökkumanna í dag og fyrir helgi, en
ekki að aðgerðimar yrðu eins harka-
legar og raun ber vitni.
Sólarhring áður en neyðarástandi
var opinberlega lýst yfir fóra fram
fjöldahandtökur yfir þúsund kunnra
stjómarandstæðinga og foiystumanna
blökkumanna, er stjómvöld vildu losa
sig við áður en óeirðaaldan gengi yfir.
Tilefni mótmælaaðgerðanna í dag
er tíu ára afmæli grimmilegra skotár-
ása öryggissveita hvíta minnihlutans
á blakka mótmælendur í Soweto, þar
sem fjölmargir létu lífið og tugir særð-
ust. Blökkumenn segja að árásin hafi
verið gerð að tilefnislausu, en yfirvöld
afsökuðu hana á sínum tíma og sögðu
hana hafa verið vamaraðgerð gegn
jfirvofandi árás blakkra.
Blóðbaðið í Soweto leiddi af sér öldu
ofbeldis og mótmæla um alla Suður-
Afríku þar sem tugir létu lífið og
þúsi ndir manna vora handteknar.
Banna samkomuhald
Vr- kalýðsfélög blökkumanna auk
forystumanna þeirra hafa nánast ein-
róma skorað á blökkumenn að vera
frá vinnu í dag. Leiðtogar UDF hafa
skorað á félagsmenn sína að virða
banri stjómvalda á fundahaldi í dag
að vettugi og hvatt alla íbúa landsins
til að taka þátt í sérstökum minning-
arguðsþjónustum um allt land til
heiðurs þeim er létu lífið í Soweto
uppreisninni.
Neyðarástandslögin nýju boða al-
gert bann við samkomuhaldi blökku-
manna í dag og eru hörð viðurlög við
broti á þeim.
Forystumenn UDF og róttækir
kirkjuleiðtogar blökkumanna era í
meirihluta þeirra hundraða manna er
þegar hafa verið handteknir vegna
neyðarástandsins.
P.W. Botha forseti lýsti því yfir á
þinginu í Höfðaborg, er hann fór fram
á umboð þingsins til aukinna valda
vegna neyðarlaganna, að meginmark-
mið stjómvalda væri að koma i veg
fyrir uppreisnartilraun er skipulögð
hefði verið af hinu útlæga afríska
þjóðarráði og Sameinuðu lýðræðis-
fylkingunni á milli 16. og 18. júní.
Um leið vísaði Botha á bug sem
„ódýrum áróðri" yfirlýsingum foiystu-
manna blökkumanna um að mót-
mælaaðgerðimar í dag og næstu daga
myndu verða fríðsamlegar.
Hömlur á fréttaflutning
Louis Nel, ráðherra upplýsingamála
og fyrrum aðstoðaratanríkisráðherra
landsins, kynnti fyrir helgi þann rétt
er neyðarástandslögin gefa stjóm-
völdum til að hneppa fólk í varðhald
án úrskurðar og auknar hömlur á
umsvif fjölmiðla í Suður-Afríku og
fréttaflutning af óróasvæðum.
Fjölmiðlum er meðal annars óheim-
ilt að senda frá sér hverja þá frétt er
ófrægt getur Suður-Afríku á erlendum
vettvangi og haf't í för með sér auknar
líkur á erlendum refsiaðgerðum.
Fréttaflutningur má ekki heldur vera
þess eðlis að hann auki innanlands-
óróa, stuðli að ólöglegum verkföllum
eða kyndi á nokkum hátt undir gagn-
rýni á stjómvaldsaðgerðir.
Að auki era ströng viðurlög við því
að birta nöfh handtekinna án samráðs
við yfirvöld.
ÞETTAER
LDNOON
PEX fargjald,
kr. 13.940
FlogiÖ alladaga vikunnar
FLUGLEIÐIR
OPöbbar og diskótek í London hafa
dýrlegt aðdráttarafl. Taktu þáttígötu-
leikhúsi London. . . þú þarft hvorki
að hafa kúluhatta né broddaklipp-
ingu.
Lögreglu- og öryggissveitum er svo
gefið vald til að gera nánast hvað sem
er í skjóli neyðarlaganna til að bæla
niður andstöðu við stjómvöld.
Viðurlög við brotum fjölmiðla á
neyðarástandslögunum geta, að sögn
Nel, orðið allt að tíu ára fangelsisvist
og háar fjársektir.
Níu aðildarríki Efhahagsbandalags
Evrópu, er eiga sendiráð eða ræðis-
mannsskrifstofúr í Suður-Afríku, hafa
ákveðið að hafa stofnanir sínar lokað-
ar í dag til minningar um Soweto-
uppreisnina og til að sýna andúð sína
á neyðarástandslögum minnihluta-
stjómarinnar.
„Alvarleg mistök"
Bretar, Bandaríkin og Vestur-Þjóð-
veijar, ein mikilvægustu viðskipta-
lönd Suður-Afríku, hafa allir fordæmt
setningu neyðarlaganna og íhuga nú
alvarlega að auka refsiaðgerðir gegn
Suður-Afríku. Aukinn þrýstingur er
nú á Thatcher, forsætisráðherra Breta,
að beita stjómina i Pretoríu refsiað-
gerðum en Thatcher hefúr fram að
þessu verið andvíg hvers konar efha-
hagsaðgerðum gegn suður-afrískum
stjómvöldum og sagt að þær hafi lítil
áhrif.
Bretar eiga aðild að gífúrlegum fjár-
festingum í Suður-Afríku og ljóst að
bresk fyrirtæki myndu missa spón úr
aski sínum ef Bretar beittu sér fyrir
efnahagslegum refsiaðgerðum.
Bandaríkjastjóm hefúr lýst yfir
„þungum áhyggjum" af þróun mála í
Suður-Afríku að undanfömu og haft
var eftir Larry Speakes, talsmanni
Hvíta hússins, fyrir helgi að setning
neyðarlaganna væri „alvarleg mis-
tök“.
Milljónir í valinn?
Nú hafa yfir 1600 mahns látið lífið
í áframhaldandi óeirðum á meðal
blökkumanna og átökum þeirra við
öryggissveitir hvíta minnihlutans í
Suður-Afríku á aðeins 28 mánuðum.
Skýrsla um ástand mála í Suður-
Afiíku, er unnin var að frumkvæði
Samtaka breskra samveldisríkja og
birt var fyrir helgi, staðhæfir að ef
ekki tekst áð koma á einhvers konar
samningum á milli blökkumanna og
hvíta minnihlutans um vopnahlé á
næstu mánuðum og finna sameigin-
lega lausn á vandamálum landsins,
megi allt eins búast við meiri háttar
blóðbaði í landinu innan skamms, þar
sem tala fómarlamba skipti milljón-
um.
Louis Nel, upplýsingamálaráðherra Suður-Afriku og fyrrum aðstoðarutan-
rikisráðherra landsins, var bjartsýnn á horfur mála í Suður-Afríku er
blaðamaður DV átti viðtal við hann i Pretoríu í desember síðastliðnum.
Fyrir helgi var það hlutverk Nel að skýra erlendum blaðamönnum frá
hömlum nýskipaðra neyðarlaga á fréttaflutning frá landinu, er .nú hefur
mjög verið takmarkaður. DV-mynd hhei.
Neyðarástandslögin í Suður-Afriku gefa her- og öryggissveitum heimild til
að handtaka og halda i varðhaldi hverjum þeim er talinn er geta spillt
friði. Nú hafa öryggissveitir handtekið á annað þúsund forystumenn blökku-
manna vegna ótta um alvarlegar mótmælaaðgerðir á minningardegi
Soweto-uppreisnarinnar i dag.