Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 16
16
DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986.
Spurningin
Hver eru helstu áhuga-'
mál þín?
in spurning, handbolti og fótbolti.
Ég æfi hvort tveggja.
Aðalsteinn Einarsson, starfs-
maður Marels: Söngur, og þá helst
einsöngur. Ég ætla að læra það
næsta vetur.
Axel Clausen verkamaður: Ég er
áhugasamur um popptónlist, já og
kvenfóik líka.
Lilja Laxdal skrifstofumaður: Það
er svo margt. Sund, ferðalög, skíði
og svo að sjálfsögðu vinnan.
Finnur Kristinsson nemi: Skák og
fótbolti. Ég geri lítið annað en að
iðka þetta.
Guðveig Hrólfsdóttir, starfsmað-
ur Skálatúns: Ég hef ýmis áhuga-
mál, til dæmis tónlist og elda-
mennsku.
Lesendur Lesendur Lesendur
Meingallað miðasolukerfi
Hildur Gunnlaugsdóttir skrifar:
Mig langar að vekja athygli á ein-
kennilegu fyrirkomulagi varðandi
aðgöngumiða að popptónleikum
Listahátíðar. Aðgöngumiðinn er
einnota armband sem tónleikagestir
skulu bera á úlnlið. Eftir að arm-
bandinu hefur verið lokað er ekki
hægt að rjúfa innsiglið án þess að
þar með sé aðgöngumiðinn ónýtur.
Dóttir mín festi kaup á einu slíku
armbandi en ekki tókst betur til en
svo að fyrir klaufaskap var arm-
bandinu lokað og það svo þröngt að
ekki er nokkur leið að hún komi því
upp á höndina. Armbönd þessi eru
með nokkuð mörgum götum þarrnig
að unnt sé að festa þau mátulega
þröngt á handlegg eigandans. Til-
gangurinn með þessu fyrirkomulagi
mun vera að koma í veg fyrir að
fólk skiptist á um að nota aðgöngu-
miða.
Ekki taldi ég þetta óhapp alvarlegs
eðlis þar sem tæp vika var til stefhu
og fórum við mæðgur í miðasölu
Listahátíðar til að fá annan miða í
stað þess ónýta. Þar reyndist enga
fyrirgreiðslu að fá. Okkur var bent
á að semja við dyraverði um nýjan
miða ef ekki yrði uppselt á tónleik-
ana en þvemeitað um nýjan miða á
þeirri forsendu að ekki væm til fleiri
aimbönd en sem svaraði nákvæm-
lega þeim fjölda sem mætti selja inn
í Laugardalshöllina, armbönd þessi
væm þar að auki framleidd í Banda-
ríkjunum og útilokað að nálgast
fleiri.
Meðan við stöldmðum við í miða-
sölunni var verið að selja fólki svona
miða og lagt ríkt á við það að gæta
þess að loka þeim ekki, jafhvel gætu
tvö armbönd læst saman. Vandi okk-
ar virtist sem sé ekki einsdæmi.
Heldur þykir okkur nú illt í efhi.
Verði til miðar, þegar tónleikamir
heflast, verða þeir vafalaust seldir
við innganginn og ekki veit ég hve-
nær kvöldsins hætt verður að seha
inn og þeir óheppnu fá áheym. Ég
tel ólíklegt að dóttir mín sé sú eina
sem svona fer fyrir og hart að þurfa
að kaupa nýjan miða eða verða af
gamninu ella. Annað mál er svo
hvort dyravörðum er ætlað að ganga
úr skugga um að þeir sem koma á
tónleikana með armbönd sín um úln-
liðinn hafi fest þau svo þröngt að
tryggt sé að ekki megi smeygja þeim
fram af og lána næsta manni. Fróð-
legt gæti orðið að fylgjast með því.
í bæklingi, sem afhentm* var með
armbandinu, er fólki bent á að festa
á sig armböndin sama dag og tón-
leikamir verða haldnir þannig að
ekki virðist gert ráð fyrir að at-
höfnin fari fram í viðurvist starfs-
manna.
Þetta fyrirkomulag sýnist mér með
eindæmum klúðurslegt og á bágt
með að átta mig á hverra hagsmunir
em hafðir i huga. Ég get ekki séð
að með þessu sé komið í veg fyrir
að miðamir séu misnotaðir og óþæg-
indi og fjárútlát blasa við hinum
óheppnu. Þetta hefði eiphvem tíma
verið kallað að gera einfalda hluti
flókna.
Öll vandamál leyst
Á skrifstofu Listahátíðar fengust
þau svör að fleiri vandamál sem þessi
hefðu komið upp varðandi böndin.
Ástæðan fyrir að fólk fengi böndun-
um ekki skipt væri sú að við það
ruglaðist tala seldra miða. Hins veg-
ar yrðu öll mál sem þessi leyst sama
dag og hljómleikamir fæm fram eða
við innganginn. Ennfremur var tek-
ið fram að þessi svokölluðu armbönd
væm notuð á öllum sambærilegum
festivölum erlendis enda væri þetta
mun hentugra fyxir alla aðila heldur
en hefðbundnir miðar.
Nægilegt eftir-
lit með Barna-
vemdamefnd?
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
skrifar:
Síðan 29. janúar 1986 hef ég, einstæð
móðir, staðið í miklu þvargi við nefnd
sem á að heita Bamavemdamefnd.
Þannig er að ég er talin alkóhólisti
(ein af hundruðum íslendinga sem eiga
böm og eiga við áfengisvandamál að
etja) og hef vegna dóttur minnar átt
nokkuð saman við Bamavemdar-
nefiid að sælda. Dóttir mín hefur verið
tekin frá mér. Mér finnst sem gramsað
hafi verið á mjög óvirðulegan hátt í
einkamálum mínum. Þegar verið er
að svipta mann lágmarksmannréttind-
um getur maður ekki orða bundist.
Þessi valdamikla nefhd (skipuð af
Bamavemdaráði) hefur meira að segja
komið með tillögur um að ég verði
send í geðrannsókn.
Sem móðir stend ég ráðþrota gagn-
vart valdi þessarar nefhdar. Mér finnst
sem verið sé að bijóta mig skipulega
niður. Nefndin hefur öll mín ráð í
hendi sér. Þetta bréf mitt er hróp á
hjálp. Það eina sem ég þrái og vil er
að fá dóttur mína aftur til mín. Og það
sem hún þráir mest af öllu er að kom-
ast heim til mömmu sinnar. Er því
forsvaranlegt að slíta bamið burt frá
móður sinni?
Orðsending
til ráðherra
Jóhann Þórólfsson skrifar:
Mig langar að koma á framfæri
hér smákveðju til ráðherranna.
Þið biðjið fólk oft um í fjölmiðlum
að spara. Þið ættuð að líta ykkur
nær og spara í ríkisrekstrinum.
Það eina sem þið hafið gert er að
ráðast á lægst launaða fólkið. í því
sambandi má benda á að þið hafið
allir 10 bílstjóra á fúllu kaupi, þó
svo að þið séuð sjálfir með bílpróf.
Þar að auki eruð þið með 2 menn
á föstum launum við að opna og
loka fyrir ykkur þinghúsdyrunum
Hvemig er þetta þegar þið komið
heim? Eru þá dymar opnaðar fyrir
ykkur sérstaklega? Nei, ömgglega
ekki.
Það em ekki þjóðhollir fulltrúar
þjóðarinnar sem viima svona. Þó
vil ég hér undanskilja Ragnhildi
Helgadóttur sem ég veit að er þjóð-
hollur fulltrúi. En á hina skora ég
að venda nú sínu kvæði í kross
og spara fyrir ríkið.
Engin hjálpartæki, takk
Inga, 13 ára, hringdi:
Eg fékk um daginn bréf í póstkröfu
frá einhverjum G. Ásmundssyni. Ég
aflaði mér upplýsinga um hver þetta
væri og þá kom í ljós að bréf þetta var
listi um hjálpartæki ástarlífsins. Mér
varð hverft við vegna þess að ég hafði
pkki pantað r>eipn ,list|i. ,, ,
Ég veit um fleiri stelpur á mínum
aldri sem hafa fengið svona í pósti.
Þetta hlýtur að vera klikkaður maður
að reyna koma öðm eins upp á krakka.
Ég vil ekki sjá svona lista og hef því
ekki náð í þessa póstkröfu þrátt fyrir
ítrekanir.
Þrælgóðir
Hótelþættir
Ásta og Ragnheiður, 14 ára, skrifa:
Ekki skiljum við í sumu fólki. Það
skrifaði einhver í DV um daginn að
sér fyndist Hótel vera lélegir þættir.
Það finnst okkur alls ekki og við vitum
um marga fleiri sem finnast þessi þætt>
ir góðir.
Af hveiju má ekki einhvem tímann
sýna það sem fólki finnst skemmtilegt?
Þarf alltaf að vera eitthvað listrænt í
sjónvapinu. Hótelþættimir em mjög
vel leiknir og leikaramir sumir æðis-
lega sætir. Við hvetjum sjónvarpið
eindregið til að sýna þessá þætti áfram.
Ásta op Ragnheiður eru rniög ánægðar með þættina Hótel.