Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Síða 17
DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986.
17
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Ámi var ánægður með tónleika Hancocks hér á landi
Takk fyrir
Herbie Hancock
Árni hringdi:
Ég vil koma á framfæri þakklæti
fyrir tónleika Herbie Hancock á lista-
hátíð. Ég hef verið aðdáandi Hancock
í mörg ár og þetta var einstakt tæki-
færi til að hitta hann fyrir einan á
píanóið. Slíkt er mjög sjaldgæft.
Ég hef heyrt kvartað undan hús-
næðinu sem tónleikamir voru í og ég
vil taka undir það að nokkru leyti.
Þó vil ég líka benda á að ekkert betra.
húsnæði er hægt að fá í Reykjavík og
reyndar á öllu landinu. Þess vegna
eigum við að vera þakklát fyrir að
meistari eins og Hancock vilji yfir
höfuð koma og spila fyrir okkirr hér
uppi á klaka. Það sýnir best að tónlist-
ih á engin landamæri. Ég vil þakka
listamanninum og ekki síst þeim sem
stóðu að komu hans hingað fyrir frá-
bæra tónleika.
Korsöngur eða
sokkabandssýningar
Margrét Pálmadóttir kórstjóri
skrifar:
Það hlýtur að teljast eðlilegt, nú sem
áður, að ungviðið kreíjist athygli
hinna fullorðnu í uppvextinum. Vald
hinna eldri er því meira en þá grunar
hvað varðar val þeirra yngri til allra
athafna.
Markaðsstefhan hefur sett svip sinn
á kórstarf eins og annað í þjóðfélag-
inu. Þar sem eftirspum á þriggja til
sex radda þjóðlögum, sungnum af ynd-
islegum krökkum og unglingum, er
hverfandi er ekki von að krakkamir
gefi sig að slíku. Skaðinn er sá að
menning sem þessi hverfur. Braskarar
og knattspymumenn þjóðarandans
treysta á þolinmæði velunnara gam-
alla heföa og vita að þeir láta nú ekki
menningarperlumar týnast í ólgusjó
gæðakapphlaupsins.
Ég ólst upp við að ákveðin viiðing
væri borin fyrir því að maður gæti fjöl-
raddað íslensk þjóðlög og sungið í
fimmundum tólf ára gamall. Þessa
virðingu var meðal annars að finna
hjá ráðamönnum og ég man ekki bet-
ur en að fimmtán ára hafi ég sungið
með kór Öldutúnsskóla á fagnaði al-
þingsmanna á Hótel Sögu. Kannski
var það vegna áhrifa Gylfa Þ.? Launin
vom svo þau að góðir kórar fengu
styrki annað slagið til utanlandsferða
og var heldur annar bragur yfir ís-
lensku bömunum en maðm- hefur séð
hjá landanum víða á sólarströndum.
Ég efast ekki um að mikið er kvabb-
að á menntamálaráðuneytinu. En ég
vil benda menntamálaráðherra á að
gefa sér aðeins meiri tíma til að leggja
mat á þjóðfélag sitt og menningu þess.
Það hefur einhverju hnignað þegar
almenningur velur frekar að gæjast á
ber læri í gegnum svört sokkabönd en
að hlýða á góðan söng frábærra
krakka.
BLÖNDUÓSHREPPUR
- SVEITARSTJÓRI
Starf sveitarstjóra á Blönduósi er laust til umsól<nar,
í boði eru góð laun, góð vinnuaðstaða, og starfinu
fylgir nýtt einbýlishús. Upplýsingar um starfið veitir
sveitarstjóri í síma 95-4181 á skrifstofutíma eða heima
í síma 95-4413.
Umsóknir, þar sem fram koma upplýsingar um aldur,
menntun og fyrri störf, berist skrifstofu Blönduós-
hrepps fyrir fimmtudag 26. júní 1986.
Sveitarstjóri Blönduóshrepps.
FJÖLBRAITTASKÚUNH
BREIÐHOUl
Frá
Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Auglýstar hafa verið til umsóknar eftirtaldar kennara-
stöður við skólann:
Tvær stöður í hjúkrunarfræðum, ein staða í eðlis-
fræði, ein staða í félagsfræði, ein staða í málmiðnum
og enn fremur hálfar stöður í bókmenntum, efnafræði
og rafmagnsfræðum.
Umsóknarfrestur er til 20. júní.
Skólameistari verður til viðtals í sambandi við stöður
þessar á skrifstofu sinni dagana 18., 19. og 20. júní
kl. 10.00-12.00 árdegis.
Skólameistari.
SENDUM I
PÓSTKRÖFU
Opið daglega kl. 10-18,
föstudaga kl. 10-19,
laugardaga kl. 10-16,
sunnudaga lokað.
Smiðjuvegi 4e, c-götu
á horni Skemmuvegar.
Símar
79866 og 79494.
HVAR ENDAR ÞETTA!
Þeir kröfuhörðustu velja
AUDIOLINE
í bílinn
Enn og aftur getur
Sjónvarpsmiðstöðin boðið
ótrúlega lágt verð vegna
mjög hagstæðra samninga
við verksmiöjur.
AUÐÍOUNE AOTp' KíVfRSÉ;
Wi<«f f éítKt •Átikwt'j k'W <wan
v. w áðós'rC^--
asv ■ úö -»()¥,
AT-44 kr. 3.760,-
AL—429 kr. 6.490,-
AL-405 kr. 9.225,-
AL-416 kr. 14.650,-
Sjónvarpsmiðstöðin hf.
Síðumúla 2 —
slmi 39090