Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Qupperneq 18
18
DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNl 1986.
• Guðbjörn Tryggvarson, miðvall-
arleikmaðurinn snjalli, er mættur til
leiks á ný og ieikur með ÍA i sumar.
Guðbjöm á
nýtil ÍA
Tiltölulega litlar mannabreytingar
hafa orðið á liði ÍA frá því í fyrra en
þó hafa tveir snjallir leikmenn horfið
á braut. Það eru þeir Karl Þórðarson
og Jón Áskelsson. Báðir hafa þeir tek-
ið sér hvíld frá knattspymu um tíma
og verða væntanlega, og vonandi, með
á næsta keppnistímabili.
Skagamenn geta þó huggað sig við
að fá snjallan leikmann til liðs við sig
frá því í fyrra en það er miðvallarleik-
maðurinn Guðbjöm Tryggvason sem
lék í Noregi í fyrra. Guðbjöm er mjög
góður miðvallarleikmaður og munu
Skagamenn ömgglega njóta góðs af
hæfileikum hans í sumar.
Þessir
leika
með ÍA
Eftirtaldir leikmenn leika með liði
Akumesinga i sumar:
•Birkir Kristinsson, 21 árs, mark-
vörður.
•Sigurður B. Jónsson, 21 árs, vamar-
maður.
• Júlíus P. Ingólfsson, 27 ára, miðvall-
arleikmaður.
• Jakob Halldórsson, 20 ára, miðvall-
arleikmaður.
• Rúnar Sigríksson, 20 ára, markvörð-
ur.
•Heimir Guðmundsson, 22 ára, vam-
armaður.
•Ámi Sveinsson, 30 ára, miðvallar-
leikmður.
•Aðalsteinn Víkingsson, 21 árs, mið-
vallarleikmaður.
•Guðjón Þórðarson, 31 árs, vamar-
leikmaður.
•Hafliði Guðjónsson, 20 ára, vamar-
maður.
•Stefán Viðarsson, 18 ára, framherji.
• Engilbert E. Jóhannesson, 22 ára,
vamarmaður.
• Guðbjöm Tiyggvason, 28 ára, mið-
vallarleikmaður.
•Valgeir Barðason, 21 árs, framherji.
• Hannes Helgason, 24 ára, framheiji.
•Sigurður Lárusson, 30 ára, vamar-
leikmaður.
•Ólafur Þórðarson, 21 árs, miðvallar-
leikmaður.
•Hörður Jóhannesson, 30 ára, fram-
heiji.
•Jim Barron er þjálfari hðsins.
t kynnir 1. deildar félögin:
„íslandsbikarinn gæti
farið aftur upp á Skaga “
- segir Sigurður Lárusson, fyrirliði Skagantanna
„Mér líst vel á þetta keppnistímabil.
Ég er ekki svartsýnn á framhaldið þó
svo að okkur hafi gengið misjafnlega
í þessum fyrstu leikjum. Við töpuðum
til dæmis mjög klaufalega á móti Víði.
Meiðsli hafa sett nokkurt strik í reikn-
inginn það sem af er. Bæði Ámi og
Hörður hafa ekki getað leikið vegna
meiðsla og Birkir hefur ekki gengið
alveg heill til skógar í markinu," sagði
Sigurður Lámsson, fyrirliði Skaga-
manna.
„Ég held að upphaf þessa fslands-
móts segi lítið til um hvernig liðinu á
eftir -ð ganga í sumar. Við höfúm oft
byijað Islandsmót illa. Ég man til
dæmis eftir tímabilinu ’73-’74 þegar
við töpuðum fjórum af fyrstu átta
leikjunum í mótinu. Eftir það fór allt
í gang og við unnum ellefu næstu
leiki.
Ég held að slakasti leikur okkar til
þessa hafi verið á móti Víði. Sá leikur
tapaðist fyrst og fremst vegna þess að
við nýttum ekki færin. Þetta var ekki
óheppni heldur fyrst og fremst okkar
eigin klaufaskapur. Orsökin fyrir því
gæti verið einbeitingarleysi. Það þurf-
um við að laga,“ sagði Sigurður
ennfremur.
Aðlögunartími
Skagaliðið hefur misst lykilleik-
menn frá síðasta tímabili eins og Karl
Þórðarson og Jón Áskelsson. Guð-
bjöm Tryggvason gekk hins vegar
aftur til liðs við sína gömlu félaga.
„Auðvitað var slæmt að missa leik-
mann eins og Karl Þórðarson. Hann
er sterkur spilari og mjög mikilvægur
fyrir liðsandann. Það er alltaf slæmt
að missa svoleiðis menn. En í staðinn
fengum við Guðbjörn Tryggva. Það
er mikill styrkur að fá hann aftur og
ég get ekki séð að honum hafí farið
neitt aftur í Noregi!
- Þið Skagamenn fenguð nýjan þjálf-
ara í ár, Jim Barron. Hvemig líst
ykkur á hann það sem af er?
„Mér persónulega líst vel á hann.
Hann er góður þjálfari, harður en
leggur ekki upp fyrir okkur þennan
dæmigerða enska bolta. Hann hefur
gefið okkur nokkurt frjálsræði hvað
spilamennskuna snertir.
Það er vitaskuld mjög erfitt að taka
við af þjálfara eins og Herði sem náði
firábærum árangri með liðið. Ég held
að Barron geri sér manna best grein
fyrir því. Hann er mjög áhugasamur
og ég er viss um að ýmislegt sem hann
er að gera eigi eftir að skila sér seinna
í sumar. Þetta er spuming um aðlög-
unartíma, bæði hjá honum og okkur
í.Jiðinu."
Ágætar meistarahorfur
- Hvemig líst þér á 1. deildina í ár?
„Ég er bjartsýnn á að þettá eigi efitir
að verða skemmtilegt Islandsmót. Bar-
áttan verður hörð og ég hef trú á að
það verði fjögur til fimm lið sem komi
til með að berjast um titilinn. Hér á
ég við lið eins og ÍA, Val, KR, Fram
• Sigurður Lárusson, hinn baráttuglaði fyrirliði Akurnesinga. Hampar hann
íslandsmeistarabikarnum að mótinu loknu ?
og hugsanlega Þór. En mótið fer ekki
í fullan gang að mínu mati fyrr en um
miðjan júlí og þá hef ég trú á að barátt-
an eigi eftir að verða í algleymingi.
Það er bara vonandi að fólk verði
ekki búið að fá sig fullsatt á knatt-
spymu eftir HM og láti það aftra sér
frá því að koma á völlinn."
- Hveijar telur þú horfur ykkar
Skagamanna á titlinum?
„Jafngóðar og annarra liða, ef ekki
betri. Ég stefhi alltaf á sigur. Annað
kemur ekki til greina. Það gæti alveg
eins farið svo að titillinn kæmist aftur
upp á Skaga. Við erum með góðan
mannskap, blöndu af yngri og eldri
ieikmönnum og það er gott þegar hæg
endumýjun á sér stað í liði. Ungir leik-
menn eins og Heimir, Valgeir og Óli
Þórðar eru orðnir fastamenn í liðinu
og fleiri strákar eru í þann mund að
festa sig í sessi. Það hefur sýnt sig að
það er alltaf erfitt að halda liði mörg
ár á toppnum en það gæti gengið ef
endumýjun liðsins er jöfn. Ég held að
við Skagamenn séum á réttri leið hvað
þetta varðar."
Hætt við að hætta
- Þú hættir við að hætta í vetur.
Ertu ennþá í þeim hugleiðingum?
„Ég ætla allavega að spila með í
sumar! Það er öruggt. En það er rétt,
ég hafði tekið þá ákvörðun að hætta
í vetur. Hún stóð í þijár vikur. Það
em 16' ár síðan ég spilaði minn fyrsta
meistaraflokksleik og það segir sig
sjálft að það er ekki auðvelt að slíta
sig frá þessu. Ég verð bráðum 32 ára
og treysti mér þess vegna til að spila
lengur. Aftur á móti er ýmislegt annað
sem kallar þegar maður er kominn á
þennan aldur.
En ég er ákveðinn í að láta allar
svona hugleiðingar eiga sig að sinni.
Tímabilið núna er það sem skiptir
máli. Það kemur ekki í ljós fyrr en í
haust hvað maður gerir,“ sagði Sig-
urður Lárusson.