Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Side 22
22
DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Skagamenn skoruðu fjögur
mörk í síðari hálfleik
- er þeir unnu stóran sigur á Þór á Skaganum, 5-1
Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi:
Leikur ÍA og Þórs hófst ekki fyrr
en klukkutíma eftir settan leiktíma
en leikmenn Þórs komu ekki upp á
Skaga fyrir kl. 15.00. Veðrið var heldur
leiðinlegt til knattspymuiðkunar,
strekkingsvindur hom í hom. I raun
var furðulegt hve vel leikmönnum
gekk að spila boltanum. Skagamenn
unnu stóran sigur, 5-1.
Fyrsta færi leiksins kom á 11. mín-
útu þegar Ólafur Þórðarson komst í
gott færi eftir góðan samleik við Hörð
Jóhannesson. Skot Harðar hafhaði í
hliðametinu. Á 12. mínútu komst
Siguróli í gegnum vörn ÍA en skaut
framhjá í góðu færi.
• Á 14. mínútu kom fyrsta mark
leiksins. Júlíus Pétur Ingólfsson átti
þá góða sendingu inn fyrir vöm Þórs
og Guðbjöm Tryggvason stakk vöm
Þórs af og skoraði auðveldlega.
Á 21. mínútu áttu Skagamenn gott
færi eftir að þeir Guðbjöm, Sveinbjöm
og Ólafur höfðu splundrað vöm Þórs.
Guðbjöm hitti síðan ekki boltann í
þessu besta færi hálfleiksins.
• Á 28. mínútu léku sóknarleik-
menn Þórs vöm IA grátt. Siguróli gaf
þá góða sendingu út á vinstri kant á
Jónas Róbertsson sem gaf síðan vel
fyrir markið þar sem Kristján Kristj-
ánsson kom á fullri ferð og skoraði
glæsilega með viðstöðulausu skoti frá
vítateig. Staðan því jöfn, 1-1.
Tveim mínútum eftir markið fengu
Þórsarar annað gott færi en skutu
framhjá. Á 37. mínútu komst síðan
Valgeir Barðason í gott færi en tókst
ekki að skora. Mínútu síðar komst
Halldór Áskelsson í dauðafæri hinum
megin á vellinum en skot hans sleikti
stöngina utanverða. Skömmu síðar
komst Halldór síðan aftur í gott færi
en Sigurði Láru&syni tókst að bjarga
á síðustu stundu.
Fyrri hálfleikur var mjög fjömgur
og var jafnræði með liðum. Staðan
hefði allt eins getað verið 3-3 í hálf-
leik ef liðin hefðu nýtt sín bestu færi.
Yfirburðir Skagamanna
Það var greinilegt að Jim Barron
hafði þrumað ærlega yfír hausamótum
sinna manna í hálfleik. Það var gjör-
breytt Skagalið sem kom inn á völlinn
í seinni hálfleik. Liðið hafði mikla yfir-
burði í seinni hálfleik og léku þá allir
í liðinu mjög vel.
• Annað mark Skagamanna kom á
54. mínútu. Sveinbjöm tók þá hom-
spymu og Sigurður Lámsson skallaði
á markið. Vamarmönnum Þórs tókst
að bjarga á línu og hreinsa frá. En
ekki nógu langt. Boltinn barst út til
Sigurðar B. Jónssonar sem kom á
fúllri ferð og þrumaði boltanum í net-
ið. Staðan því 2-1 fyrir ÍA.
Á 58. mínútu áttu Sktgamenn gott
færi eftir góða sendingu Júlíusar inn
á Guðbjöm en Balvin náði að verja
skot hans.
• Á 65. mínútu skoraði Guðbjöm
sitt annað mark. Guðjón Þórðarson
átti þá eitt af sínum löngu innköstum
og Guðbjöm náði að skalla á markið.
Balvin náði að snerta boltann en inn
fór hann eigi að síður.
• Fjórða mark Skagamanna kom á
70. mínútu. Valgeir hafði þá betur í
baráttu við vamarmenn Þórs og sendi
fyrir markið. Þar kom Sveinbjöm að-
vífandi og skoraði með glæsiskoti frá
vítateigslínu, óverjandi fyrir Baldvin
í marki Þórs.
Á 78. mínútu fengu Þórsarar sitt eina
færi í hálfleiknum þegar Kristján fékk
boltann inn fyrir vöm ÍA en Birkir
Kristjánsson varði glæsilega hörku-
skot Kristjáns.
• Síðasta mark leiksins kom á næst-
síðustu mínútu leiksins þegar Valgeir
fékk boltann við miðju vallarins.
Hann stakk vöm Þórs af og skoraði
með góðu skoti frá vítateig.
Stórsigur ÍA í þessum leik var sann-
gjam. Liðið lék mjög vel í seinni
hálfleik og áttu þá allir góðan dag.
Bestir vom þó þeir Júlíus, sem lék
mjög vel í fyrri hálfleik, og þeir Guð-
bjöm, Valgeir og Sveinbjöm sem áttu
allir stórleik í seinni hálfleik. Þá var
Birkir í markinu mjög traustur.
Hjá Þór var Halldór bestur en þeir
Nói og Kristján áttu einnig ágætis
spretti.
Gul spjöld: Nói Bjömsson og Sigur-
bjöm Viðarsson hjá Þór.
Dómari: Guðmundur Haraldsson.
Liðin:
ÍA: Birkir Kristjánsson, Guðjón Þórðar-
son, Heimir Guðmundsson, Sigurður
Lárusson, Sigurður B. Jónsson, Valgeir
Barðason, Sveinbjöm Hákonarson, Ólafur
Þórðarson, Júlíus P. Ingólfsson, Guðbjöm
• Guðbjörn Tryggvason - tvö mörk
gegn Þór.
Tryggvason og Hörður Jóhannesson
(Hörður Rafhsson á 77. mínútu).
Þór: Baldvin Guðmundsson, Sigurbjöm
Viðarsson, Baldur Guðnason (Einar Ara-
son), Nói Bjömsson, Kristján Kristjáns-
spn, Siguróli Kristjánsson, _ Halldór
Áskelsson, Júlíus Tryggvason, Ámi Stef-
ánsson, Jónas Róbertsson og Logi Einars-
son (Sigurður Pálsson á 70. mínútu).
Maður leiksins: Guðbjöm Tryggvason.
Þrjú stig IBK í Garðinum
Lánið leikur nú við ÍBK í fyrstu
deildinni. Það hefur sigrað í þremur
seinustu leikjum sínum með nokkr-
um heppnismörkum og er nú búið
að krækja sér í níu stig. Þotið á
skömmum tíma af botninum og er
að gera sig líklegt til að blanda sér
i baráttuna um efstu sætin. Skjótt
skipast veður í lofti þegar liðin fá
öll stigin í hverjum leik. Víðismenn
eru áfram með sín 8 stig en hefðu,
með því að skjóta ÍBK ref fyrir rass,
verið með efri liðum. Þeir urðu að
lúta í lægra halui fyrir fjandvmum
sínum úr Keflavík á heimavelli í
fyrradag með 0-1 í mjög miklum bar-
áttuleik en ekki að sama skapi
- Keflvíkingar sigruðu Víði 0-1 í Garðinum
góðum því mjög sterkur hliðarvindur
gerði mönnum erfitt fyrir að ná spili
enda áttu þeir oft í erfiðleikum með
að hemja knöttinn.
Að sjálfsögðu var búist við hörku-
leik og hann var það að vísu, - menn
léku af miklum krafti allan tímann
og gáfu aldrei eftir en aldrei var um
neinn fantaskap að ræða sem orð er
á gerandi. Keflvíkingar sýndu meira
ógnandi sóknarleik en Víðismenn.
Sendingar þeirra heppnuðust betur
án þess þó að þeim tækist að skapa
sér opin tækifæri. Markið fengu þeir
á silfurfati á 14. mín. Freyr Sverris-
son sendi knöttinn frá hægri hliðar-
línu inn í vítateig Víðis. Gísli
Heiðarsson markvörður hugðist
grípa hann en svo slysalega vildi til
að hann missti knöttinn beint fyrir
fætur Óla Þórs Magnússonar sem
átti auðvelt með að spyrna honum í
autt markið, 0-1.
Fyrri hálfleikurinn einkenndist af
miklum hraða og krafti þar sem
• hvorugur komst neitt áleiðis vegna
traustrar varnar. Framan af seinni
hálfleik höfðu gestirnir undirtökin
og þá komust Víðismenn hvorki lönd
né strönd. Minnstu munaði þó að
Sigurði Björgvinssyni tækist að bæta
marki við á 70. mín., þegar hann fékk
sendingu frá Óla Þór, sem Víðisvöm-
• Freyr Sverrisson er hér á fullri ferð í leik Keflvíkinga og Víðismanna í Garðinum á laugardag en Keflvíking-
ar sigruðu 0-1. DV-mynd Hilmar Bárðarson
FYRIR PENINGANA
KOMDU MEÐ FILMUNA .
OG ÞÚ FÆRÐ
MYNDIRNAR)
SAM-
in átti oft í miklu basli með, en rak
tána í knöttinn svo skotið geigaði.
Guðjón Guðmundsson átti líka gullið
færi á að jafna skömmu fyrir lok,
eftir misheppnaða spyrnu frá Þor-
steini, markverði ÍBK, en Guðjón var
of veiðibráður og skaut yfir markið.
Skömmu áður hafði Þorsteinn varið,
með hárréttu úthlaupi, skot frá Svani
Þorsteinssyni og sýndi hvers virði
það er að hafa öruggan markvörð.
Em þar með upptalin helstu mark-
tækifæri liðanna.
ÍBK-liðið styrkist með hverjum leik
og það virðist vera komið á skrið svo
fróðlegt verður að fylgjast með
næstu leikjum þess. Vörnin traust
með Einar Ásbjöm sem aftasta
mann. Gunnar Oddsson kemur vel
út sem tengiliður og einnig Skúli
Rósantsson. Óli Þór er að komast í
sinn gamla ham enda orðinn léttur
á sér.
Víðismenn vantar sem fyrr marka-
skorara. Helga Bentssyni lánast ekki
það hlutverk enda vel gætt í hverjum
leik! Vörn Víðis er hins vegar örugg
með Daníel Einarsson sem besta
mann.
Dómari var Magnús Jónatansson og
dæmdi vel.
Maður leiksins. Óli Þór Magnússon.
Áhorfendur 810.
Lið Víðis: Gísli Heiðarsson, Ólafur Ró-
bertsson (Hlíðar Sæmundsson s.h.), Daníel
Einarsson, Vilhjálmur Einarsson, Klem-
enz Sæmundsson (Svanur Þorsteinsson),
Bjöm Vilhelmsson, Mark DufTield, Guð-
jón Guðmundsson, Helgi Bentsson, Vil-
berg Þorvaldsson, Grétar Einarsson.
Lið IBK: Þorsteinn Bjamason, Gísli Grét-
arsson, Valþór Sigþórsson, Rúnar Georgs-
son (Jóhann Magnússon s.h.), Sigurður
Björgvinsson, Gunnar Oddsson, Einar Á.
'Ólafsson, Freyr Sverrisson (Jón Sveinsson
s.h.), Óli Þór Magnússon, Sigurjón Sveins-
son, Skúli Rósantsson.
Gul spjöld: Vilhjálmur Einarsson og Helgi
Bentsson, Víði, og Rúnar Georgsson, ÍBK.
Maður leiksins: ÖIi Þór Magnússon, ÍBK.
emm
Fjórir fengu
konfektið
Fyrir leik KR við Breiðablik í 1. deild
knattspymunnar í gær voru fjórir leik-
menn KR útnefndir sem menn
mánaðarins hjá KR. Þeir sem best
þóttu hafa staðið sig i maímánuði voru
Ágúst Már Jónsson, Hálfdán Örlygs-
son, Loftur Ólafsson og Júlíus Þor-
finnsson. Þess má geta að að launum
fengu þeir konfektkassa.
Það voru fjórir fyrrum leikmenn KR
sem afhentu verðlaunin en það er
Þýsk-íslenska verslunarfélagið sem
gefur þau en fyrirtækið hefur auglýst
á búningum vesturbæjarliðsins und-
anfarin ár.