Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Side 40
40 DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986. Utvarp_____________Sjónvarp Andlát Sigrún Davíðsdóttir cand. mag.: Skemmtileg mynd um saltfisklrfið Ég hafði afskaplega lítinn áhuga á bíómyndunum sem sýndar voru í sjónvarpinu um helgina og sá hvor- uga. Hins vegar sá ég íslensku heimildarmyndina um saltfiskinn og fannst hún mjög góð. Ég sá þá fyrri líka. Þó að ég hafi persónulega aldr- ei haft neinn sérstakan áhuga á saltfiskumræðu fannst mér þessi mynd vera dæmi um lifandi og vel gerða heimildarmynd. Og ekki spillti að hún var íslensk, það er yfirleitt trygging fyrir því að ég horfi á eitt- hvað í sjónvarpinu. Ég hef ekkert séð af þessum fót- bolta um helgina, er lítið spennt fyrir honum, nema kannski að fylgjast með úrslitaleikjum sem hafa eitt- hvað að segja. Jú, ég hef annars töluvert fylgst með Dönunum í keppninni, mér er ekki alveg sama hvemig þeim gengur. íþróttimar vekja sjaldnast áhuga hjá mér, mér finnst slæmt að innihald þáttanna skuli ekki kjmnt fyriríram, stundum koma nefhilega einstaka liðir sem ég vildi gjaman horfa á. Einu verð ég þó að kvarta yfir. Það er á hvaða tíma bamaefnið er sýnt. Það er varla hægt að finna verri tíma en einmitt matartímann fyrir bamaefnið. Ég hef alltaf verið að bíða eftir hópi reiðra foreldra til þess að mótmæla þessu. Það virðist lítið ætla að verða af því, þetta lýsir best langlundargeði okkar sjón- varpsáhorfenda. Útvarpið var alveg ágætt um helg- ina, það var góður tónlistarþáttur í gærkvöldi þar sem leikið var á víólu og fiðlu. Það em ýmsir góðir þættir á rás eitt, t.d. þátturinn I loftinu sem nýlega hóf göngu sína. í heild er ég mjög ánægð með útvarpið. Sjón- varpsefiiið þarf ekki að batna mikið mín vegna. Þá fer ég að eyða of miklum tíma í það. -BTH Hannes Jónsson frá Seyðisfirði lést að heimili sínu, Glaðheimum 8, Reykjavík, þann 12. júní. Guðrún Asa Eiríksdóttir Blaas- ver andaðist að kvöldi hins 10. júní á heimili sínu, Mýrargötu 10, Reykja- vík. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu 18. júní kl. 15. Jarð- sett verður í Gufuneskirkjugarði. Helga Laufey Ölafsdóttir frá Jörfa, Melgerði 15, Reykjavík, lést 12. júní. Málfriður Gisladóttir, Hringbraut 13, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafharfirði þann 18. júní kl. 13.30. Sigrún Hanna Pálsdóttir, Stein- um, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju í dag, 16. júní, kl. 14. Jarðsett verður í Fossvogskirkju- garði. Utför Gíslínu Magnúsdóttur frá Hnjóti fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 18. júni kl. 13.30. Klúbbur Listahátíðar: Klúbburinn Danssporið kl.22.30. Ballett kl. 23.30. Audrian Haw- kins, bandarísk blökkukona dansar kl. 24.00. Leikið fyrir dansi til kl. 03.00. Skúli Guðmundsson lést 4. júní sl. Hann fæddist 29. nóvember 1897 á Kaldrananesi í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Einarsdóttir og Guð- mundur Jóhannesson. Skúli tók við búi að föður sínum látnum árið 1926 á Vífilsmýrum og bjó þar uns hann brá búi 1943 og settist að á Flateyri, seinna fluttist hann til Reykjavíkur og starfaði hjá Olíufélaginu Skelj- ungi og Eimskipafélagi Islands. Eftirlifandi eiginkona hans er Mál- fríður Pálsdóttir. Þau hjónin eignuð- ust einn son. Útför Skúla verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13. 30. Haraldur S. Thorlacius skipstjóri lést 9. júní sl. Hann fæddist á Bíldu- dal 8. ágúst 1902, sonur hjónanna Sigmundar Þ. Thorlacíus og Guð- finnu Guðnadóttur. Haraldur stund- aði sjómennsku lengst framan af aldri, rak útgerð og einnig síldarsölt- unarstöð. Á seinni árum starfaði hann hjá Olíuverslun íslands. Eftir- lifandi eiginkona hans er Steinunn Þorsteinsdóttir. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Útför Haraldar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Þóra Thorlacius lést 9. júní sl. Hún fæddist að Fellsmúla í Landsveit 22. júlí 1898. Hún var dóttir hjónanna Jóhönnu og Einars Thorlacius. Að loknu kvennaskólanámi hér i Reykjavík fór hún til Danmerkur. Þar lærði hún karlmannafatasaum og við það vann hún í nokkur ár í Kaupmannahöfn. Að þessari iðn sinni vann hún alla tíð en lengst hjá Andrési Andréssyni, klæðskera hér í borg. Útför Þóru var gerð frá Foss- vogskapellu í morgun. Sveinbjöm Davíðsson, Hringbraut 61, Keflavík, lést í sjúkrahúsi Kefla- víkur 12. júní. i Guðborg L. Sigurgeirsdóttir lést 7. júní sl. Hún fæddist á ísafirði þann 26. ágúst 1916, dóttir hjónanna Bjarneyjar Jónu Einarsdóttur og Sigurgeirs Kristjánssonar. Eftirlif- andi eiginmaður Guðborgar er Lorens Karlsson. Þeim varð ekki barna auðið en Guðborg eignaðist son með Gunnaii Jóhannssyni fyrir hjónaband. Útför hennar verður gerð frá, Neskirkju í dag kl. 15. Akstur strætisvagna Reykjavíkur á 17. júní. Þriðjudaginn 17. júni aka vagnar SVK eftir timaáætlun helgidaga, þ.e. á 30 mín. tiðni (leið 15a á klst. fresti), þó þannig að aukavögnum verður bætt á Ieiðir eftir þörfum. Um miðbik dagsins, þegar hátíða- höldin standa sem hæst í Lækjargötu, við Fríkirkjuveg og í Hljómskálagarði, er breytt frá venjulegri akstursleið vagn- anna. Breytingin nær til leiða sem fara um Lækjargötu. Vagnar á leiðum 2, 3, 4 og 5, á vesturleið, sem aka venjulega um Laugaveg og Lækjargötu, munu aka um Skúlagötu og Tryggvagötu og hafa við- komustað í Tiyggvagötu við brúna upp á Tollstöð. Á austurleið hafa þessir vagnar viðkomu í Hafnarstræti. Meðan kvöld- skemmtun stendur á Lækjartorgi verður þess freistað að halda uppi akstri eftir hefðbundnum akstursleiðum en reynist mjög mannmargt á Lækjartorgi verður að grípa til sama fyrirkomulags og gildir um miðbik dagsins og áður var kynnt. Sérstök athygli er vakin á að aukavögnum verður bætt á margar leiðir þegar þörfin er mest. Trimmaðstaða í Breiðholti Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í starfi félagsmiðstövarinnar Fellahellis að nú í sumar verður íbúum Breiðholtshverfis boðið upp á trimmaðstöðu á laugardögum. Verður húsið opið frá kl. 10-16. Verður m.a.boðið upp á aðstöðu til þrekæfinga, borðtennis, góða baðaðstöðu fyrir hlaup- ara og síðan verður kaffitería opin fyrir gesti. Með þessu tilboði vilja foráðamenn Fellahellis gefa hverfisbúum kost á að nýta sér félagsmiðstöðina og kynnast þeim stað sem unglingamir sækja daglega. Frá húsmæðraorlofi Kópavogs Húsmæðraorlof Kópavogs verður á Laug- arvatni, í Héraðsskólanum, vikuna 30/6- 6/7. Farið verður frá bókabúðinni Vedu, Hamraborg 5, mánudaginn 30. júni kl. 10 árdegis. Áætlaður komutími til Kópavogs aftur er milli kl. 15 og 16 sunnudaginn 6. júli. Tekið verður á móti umsóknum og þátttökugjaldi í Félagsheimili Kópavogs, 2. hæð, milli kl. 17-19, fimmtudaginn 19. júni. Vikudvöl og ferðir fram og til baka kosta fyrir hverja konu 2500 kr. Konur eru eindregið hvattar til að notfæra sér þessi réttindi sín. Allar nánari upplýsingar eru veittar í símum 41352 Sæunn, 40576 Katr- ín, 42546 Inga, 40725 Jóhanna, 42365 Steinunn og 41084 Stefanía. Sölustaðir minningarkorta Hjartaverndar Reykjavik. Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3. hæð, sími 83755. Reykjavikur Apótek, Austurstræti 16. Dvalarheimili aldraðra, Lönguhlíð. Garðs Apótek, Sogavegi 108. Bókabúðin Embla, Völvufelli 21. Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102 a. Bókabúð Glæsibæjar, Álfheimum 74. Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22. Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Hafnarfjörður. Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur. Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Keflavík. Rammar og gler, Sólvallagötu 11. Samvinnubankinn, Hafnargötu 62. Akranes. Hjá Kristjáni Sveinssyni, Samvinnu- bankanum. Borgarnes. Verslunin Ögn. Stykkishólmur. Hjá Sesselju Pálsdóttur, Silfurgötu 36. ísafjörður. Pósti og síma. Strandasýsla. Hjá Rósu Jensdóttur, Fjarðarhorni. Siglufjörður. Verslunin Ögn. Akureyri. Bókabúðin Huld, Hafnarstræti 97. Bókval, Kaupvangsstræti 4. Raufarhöfn. Hjá Jónu Ósk Pétursdóttur, Ásgötu 5. Egilsstaðir. Hannyrðaverslunin Agla. Eskifjörður. Pósti og síma. Vestmannaeyjar. Hjá Arnari Ingólfssyni, Hrauntúni 16. Listahátíð í dag: Listapopp í Laugardalshöll: Hljómsveitimar Lloyd Cole and the Commotions og Simply Red leika. Auk þess kemur fram hljóra- sveitin Grafík og söngvarinn Bjami Tryggva. Myndlistarsýningar: Picasso „Exposition inattendue11, Kjarvalsstaðir Karl Kvaran, yfirlitssýning í Listasafhi íslands. Reykjavík í myndlist, Kjarvals- staðir. Svavar Guðnason, yfirlitssýning í Norræna húsinu. Tombóla Nýlega héldu þessir þrír stákar úr Breiðholtinu tombólu til styrktar fátækum í Eþíópíu. þeir söfnuðu 470 krónum. Strákarnir heita: Ágúst Kristmannsson, Oddgeir Þorgeirs- son og Daníel Þorgeirsson. 80 ára er í dag, mánudaginn 16. júní, Friðsteinn G. Helgason, Týsgötu 6. Hann verður að heiman. Styrkur úr minningarsjóði dr. Phil. Jóns Jóhannessonar prófessors Hinn 6. júni sl. var veittur styrkur úr Minningarsjóði dr. phil. Jóns Jóhannes- sonar prófessors. Styrkinn hlaut að þessu sinni Páll Valsson. Páll vinnur nú að kandídatsritgerð um skáldskap Snorra Hjartársonar, Þar mun fjallað um ein- kenni ljóða Snorra og hvaða nýmæli hann hefur fært inn í óslitna hefð íslenskrar ljóðagerðar. Minningarsjóður dr. phil. Jóns Jóhannesar prófessors er eign Há- skóla íslands og í skrifstofu hans fást minningarkort sjóðsins. Kaffisala Kaffisala á 17. júni Kaffisala verður í Hjálpræðishernum, Kirkjustræti 2, þriðjudaginn 17. júni, milli kl. 14 og 22. Kaffisölunni lýkur með helgi- stund kl. 22. Kaffisala hjá Geðhjálp Geðhjálp verður með kaffisölu í félagsmið- stöð sinni að Veltusundi 3b, við Hallæris- plan, þriðjudaginn 17. júni frá kl. 14-18. Kaffi verður á könnunni með glæsilegu kökuúrvali í afslappandi andrúmslofti. Velunnarar, sem að auki vilja styðja félag- ið, eru hvattir til að koma með kökur og annað meðlæti milli kl. 10 og 14 sama dag. Opið hús hjá Geðhjálp í júni, júli og ágúst er á þessum tímum: mánud. og föstud. kl. 14-17, fimmtud. kl. 20-23.30og laugard. kl. 14-18. Ath. Lokað verður á sunnudögum í sumar. Símaþjónusta er miðvikud. kl. 16-18. Afmæli Skák 8. landsmót Skólaskákar var haldið í Reykjavík 25. til 28. maí. Teílt var í húsakynnum Taflfélags Reykjavík- ur. Skákstjóri var Árni Jakobsson. Sigurvegari í yngri flokki var Héð- inn Steingrímsson (Hvassaleitis- skóla) en hann sigraði alla keppinauta sína. í öðru sæti varð Helgi Áss Grétarsson (Breiðholts- skóla) og í þriðja sæti Magnús Ármann (Breiðholtsskóla). í eldra flokki urðu þeir Hannes Hlífar Stefánsson (Hagaskóla) og Þröstur Árnason (Seljaskóla) efstir og jafnir. Hannes sigraði síðan Þröst í tveggja skáka einvígi. 1 þriðja sæti varð Sigurður Daði Sigfússon (Selja- skóla). Sigurvegararnir hlutu útskorna riddara og ferðir á skákmót erlendis í verðlaun. Landsbanki íslands gaf verðlaunin. Á meðan þeir Hannes og Þröstur tefldu til úrslita tefldi Helgi Ólafsson stórmeistari klukkufjöltefli við landsmótskeppendur. Þeir Bogi Pálsson (Gagnfræðaskóla Akur- eyrar), Magnús Pálmi Örnólfsson (Grunnskóla Bolungarvíkur) og Sverrir Guðmundsson (Heimavistar- skólanum Örlygshöfn) héldu jöfnu gegn meistaranum. Landsmótið í Reykavík lokar hringnum því nú hefur verið teflt í öllum kjördæmum landsins. Landsmót Skólaskákar eru ár hvert lokaþáttur fjölmennustu skák- keppni landsins, sem hefst í grunn- skólunum, síðan eru haldin sýslu- og kaupstaðamót og að lokum lands- mót. Ymislegt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.