Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Side 10
10 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986. UtLönd Indíánaorrusta var fýrsta rannsóknarefni sérnefnda Banda- ríkjaþings Sémefndimar, sem öldunga- og fulltrúadeildir Bandaríkjaþings ætla að koma á laggimar til rannsóknar á vopnasölunni til írans, eiga sér þriggja alda forsögu sem hófst með rannsókn 1792 á afhroði er ridd- araliðið beið fyrir indíánum. Frægust þessara þingnefnda - og sú eina, sem beindi rannsókn sinni að manni, er enn sat á forsetastóli í Hvita húsinu - var Watergatenefndin, sem öldungadeildin skipaði 1973 til rann- sóknar á starfsaðferðum Richards Nixons forseta til undirbúnings endur- kjöri sínu. Neíhdarstörf hennar fóm að mestu fram í skjannabirtu sjón- varpsljósanna. Átti Watergatenefndin og dómsmálanefhd fulltrúadeildarinn- ar drýgstan þáttinn að knýja Nixon til þess að segja af sér forsetaembætt- inu þegar yfir honum vofði að þingið mundi víkja honum frá. Síðasta stórrannsókn þingsins af þessu tagi var 1975 og beindist þá að vinnubrögðum leyniþjónustunnar og grunsemdum um að bandaríska leyni- þjónustan, CLA, væri viðriðin samsæri um banatilræði við áhrifamenn er- lendis. - Sú rannsókn leiddi af sér að settar vom á fót fastanefhdir beggja Öldungadeildarþingmennirnir Howard Baker og Sam Erwin (varaformaður og formaður Watergatenefndar þing- deildarinnar) sjást á þessari mynd yfirheyra Bob Haldeman, starfsmannastjóra Nixons forseta, vegna Watergate- málsins. Fyrstu rannsóknamefndimar, sem Bandarikjaþing setti á fót, fjölluöu um afhroð sem herinn beið i orrustu viö indiána. þingdeilda til þess að fylgjast með störfum leyniþjónustunnar. Af fréttum núna fyfir helgi er ljóst að báðar deildir þingsins munu setja sérstakar nefndir til rannsóknar á hinni leynilegu vopnasölu Reaganstjómarinnar til írans og pukrinu við að láta ágóð- ann af þeirri sölu renna til gagn- byltingarafla í Nicaragua. Þessar nefndarskipanir bíða þó þess að þing komi saman að nýju 6. janúar að loknu jólahléi. Frá því 1792, í forsetatíð George Washington, hefur þingið sett upp sérstakar rannsóknamefndir, hven- ær sem tilefrii hefur verið til vegna viðburða sem þótt hafa varða þjóð- arhagsmuni svo mjög að ekki var á færi einnar fastanefndar annarrar hvorrar þingdeildar. Þær em kall- aðar kjömefhdir til aðgreiningar frá fastanefndum þingsins. Umboð slíkrar kjömefndar rennur út um leið og rannsóknarverkefni hennar er lokið. RÝMINGARSAIA ÁTOYOTA VARAHLUTUM ÁRGERÐ 1979 OG ELDRI. MJOG GOTT VERÐ VISA Opið á laugardögum frá kl. 10:00 - 13:00. TOYOTA VARAHLUTIR NÝBÝLAVEGI 8 200 KÓPAVOGUR SÍMI: 91-44144 Nefhdimar em oft kenndar hver um sig við tilefnið, sem var að baki skipan þeirra, eins og t.d. Watergatenefndin, og hafa sumar komist á spjöld sögunn- ar. Margar, sem orðið hafa til af lítilvægari tilefhum, hafa fljótt horf- ið aftur í gleymskuna. Enn aðrar hafa verið kenndar við formenn sína, sem hafa út af nefndarstörfun- um lyfet upp úr röðum almennra þingliða upp í landsfeðraraðir og orðið landsfrægir og miklir áhrifa- menn, eimmitt vegna frægðarinnar af nefhdarstarfinu. Sumir þeirra hafa lyfst alla leið upp í forsetafram- boð og jafhvel komist í Hvíta húsið sem forsetar. Harry Truman forseti og John F. Kennedy forseti öðluðust báðir landsfrægð fyrst af störfum í slíkum sérrannsóknamefhdum öldunga- deildarinnar. Drjúgan hluta síðari heimsstyrjaldarinnar var Truman önnum kafinn við rannsókn öld- ungadeildarinnar á samningum vamarmálaráðuneytisins við hina og þessa framleiðsluaðila. Átti það ekki lítinn þátt í því að hann varð varaforseti Roosevelts. - John F. Kennedy aflaði sér mikils álits vegna hlutdeildar í rannsókn þing- nefiidar á sjötta áratugnum á mafiustarfsemi. Einn helsti starfs- maður þessarar neftidar var bróðir hans, Robert Kennedy, sem varm sér þá það álit er fleytti honum upp í stól dómsmálaráðherrans í forseta- tíð stóra bróður, J.F.K. Einn flokksbræðra Reagans, Howard Baker, sem seinni árin hefur þótt afar líklegt frambjóðandaefhi repúblíkana í for- setakosningum í náinni framtíð, varð frægur af setu sinni í Water- gatenefhd öldungadeildarinnar. Venjulegast hafa þingdeildimar viljað setja á fót hvor sína rann- sóknamefhdina þótt rannsóknar- verkefhið hafi verið eitt og hið sama. Síðast þegar valin var ein sameinuð kjömefnd fyrir báðar þingdeildir, var það 1946 til þess að rannsaka fullyrðingar um að Franklin Roose- velt forseti hefði af ráðnum hug egnt Japani til árásarinnar á Pearl Harbour 1941 til þess að draga Bandaríkin inn í heimsstyrjöldina síðari. Roosevelt, sem hafði andast 1945, var sýknaður af þessum áburði. Fyrsta kjömefndin árið 1792 fríaði Árthur St. Clair hers- höfðingja af ábyrgð á afhroði riddaraliðsins í orrustu við indíána. Þá féllu nær þúsund riddaraliðar fyrir fyrir 1400 manna liði Shawnee- og Miami-indíána á vígvelli í Vest- ur-Pennsylvaníu,- Rannsóknamefiid fulltrúadeildarinnar gerði Henry Knox hermálaráðherra og Alexand- er Hamilton fjármálaráðherra ábyrga fyrir ósigrinum með því að þeir hefðu ekki búið herinn nægi- lega út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.