Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986. 27 Merming vinnufélaga sinna. Wallraíf kynntist þvi oft sjálfur er hann lék hlutverk Ali. Það voru þó ekki allir jafn op- inskáir í hatri sínu og fordómum og einn þýskur vinnufélagi sem kallað- ur er Alífeð: „Ögrandi segir hann við mig: „Kannastu við dr. Mengele?" Ég (Ali): „Já, morðlæknirinn úr fangabúðunum." Alfreð: „A, Mengele, sá var ekki vitlaus. Að minnsta kosti notaði hann enga Tyrki í tilraunir sínar. Langar þig til að vita, hvers vegna ekki?“ Ég tek þann kostinn að þegja. „Af því,“ hann horfir á mig með hatur í svip, „að þið eruð gagnslaus- ir og ekki einu sinni hægt að nota ykkur í tilraunir með fólk.“ (Bls. 98). Eitt sinn lætur Alfreð út úr sér eftirfarandi reiðilestur: „Bölvaðir hottintottamir ykkar, drulluhalar, Tyrkjasvín og hvítlauksjúðar...Það ætti að stilla ykkur upp við vegg og skjóta ykkur alla!“ “(Bls. 125). Andúðin á Tyrkjum birtist einnig í fordómafullum gamansögum sem þýsku verkamennimir segja hver öðrum. Dæmi: „Alfreð: „Kunnið þið þann nýjasta: Tyrkneskur strákur - sem er að viðra þýskan fjárhund í bandi - hitt- ir fullorðinn Þjóðverja, sem segir: „Hvert ætlarðu með svínið?" - Tyrkjastrákurinn: „Þetta er ekki svín, þetta er hreinræktaður þýskur fjárhundur, á meira að segja ættar- tölu.“ - Maðurinn: „Þegi þú, ég var ekki að spyrja þig.“ Alfreð og Udo reka upp hrossa- hlátur." (Bls. 97-98). Viðbrögð Tyrkja og annarra út- lendinga í sömu aðstöðu em gjaman þau að komast hjá því að tala við þýska vinnufélaga sína, eða eins og einn þeirra, Jussuf, segir við Ali: Giinter Wallraff að störfum sem tyrkneski verkamaðurinn Ali. „Ekki gott að við skilja þýsku og getum talað hana. Alltaf vandræði. Betra þykjast ekki skilja.“ (Bls. 93). Tilraunadýr Wallraff kynnist mörgum þeim ör- væntingarfullu tilraunum sem atvinnulausir Tyrkir í Vestur- Þýskalandi grípa til. Þeir ráðast jafnvel í þjónustu lyfja- framleiðenda sem tilraunadýr. Þá em þeir lagðir inn á sérstakar stofri- anir og taka þar reglulega lyf gegn sjúkdómum, sem þeir em þó ekki haldnir, til þess eins að lyfjafríim- leiðendumir geti séð hvemig þær óheppilegu aukaverkanir, sem fylgja lyflunum, verka á mannslíkamann. Að slíkar tilraunir séu gerðar á mönnum, og það vafalítið víðar en í Vestur-Þýskalandi, er aðeins eitt af mörgum óhugnanlegum upp- ljóstrunum Wallraff í þessari bók. Umdeilanlegar aðferðir Það má að sjálfsögðu lengi deila um réttmæti þeirra aðferða sem Wallraff beitir við að safna upplýs- ingum sínum. Sjálfur réttlætir hann vinnuaðferðir sínar á þann veg að hann verði að dulbúa sig til þess að geta afhjúpað samfélagið, villa á sér heimildir til þess að finna sannleik- ann. Blaðamenn vinna almennt ekki samkvæmt þeim reglum. Þvert á móti. Enda má segja að Wallraff sé fyrst og fremst baráttumaður fyrir félagslegum umbótum. Þessi bók hans er mikilsverður vitnisburður um það arðrán, ef ekki hreint þrælahald, mannfyrirlitningu og kynþáttahatur sem er hversdags- legur veruleiki svo margra Tyrkja í Vestur-Þýskalandi. Það er þarft verk að þýða þessa bók á íslensku. Hins vegar hefði þurft að vanda betur til þýðingarinn- ar. íslenski textinn er því miður alltof oft klúðurslegur. Þá er stund- um látið vera að þýða eða skýra orð og hugtök. Þannig er, svo dæmi séu tekin af handahófi, gert ráð fyrir að við vitum hvað átt er við með orðum eins og „sinter IH“, „patties" og „styrporþynnu". Það hefði víða mátt bæta til muna íslenska textann með meiri vandvirkni og tilfinningu fyrir góðu íslensku máli. Lesendur eiga slíka vandvirkni skilið, og höfundur- inn (sem reyndar er nefndur Giinter framan á bókarkápu en Gunther aft- an á kápunni) líka. - ESJ . HRAFN A HALIORMSSTAÐ IIVLIDOK V, SMíl KIKSOV rekur minningar sinar Minningar Huldu A. Stefánsdóttur 2. bindi - Æska í öðru bindi endurminninga sinna riQar Hulda upp æskuárin á Akureyri og unaðsstundir í Höfn. Fólk og atvik verða Ijóslifandi. Hulda rifjar upp kynni af æskuvini sínum, Davíð Stefánssyni, og bregður upp myndum af samverustundum þeirra uns leiðir skiljast. í bókinni eru rúmlega 80 gamlar Ijósmyndir sem varpa lífi og lit á horfinn tíma og umhverfi þeirra ævi- og menningarsögu sem þar er sögð. „Hulda Á Stefánsdóttir er ein þeirra kvenna sem sett hafa svip á öldina og þjóðin öll þekkir og ann." Btlin á að brúa HalldórE. Sigurðsson rekur minningar sínar — síðara bindi Litríkur stjórnmálaferill, átök innan fiokks og utan, samherjar og andstæðingar, minnis- verðir atburðir og uppákomur, hnyttni og gamansemi. Allir þessir þættir koma við þessa sérstæðu sögu. í fyrra kom út fyrra bindi endurminninga Halldórs E. Sigurðssonar fyrrum ráðherra, sem skipaði sér þegar í röð mest seldu bóka. Hér er komið síðara bindið þar sem Halldór heldur áfram að rekja minningar sínar og lýsir þátttöku í stjórnmálum undanfarna áratugi. Við sögu koma fjölmargirsamferða- menn sem mótað hafa íslandssöguna um skeið. Hrafh á Hallormsstað og líftð kríngum hann Skráð af Ármanni Halldórssyni Hrafn á Hallormsstað hefur margt lifað og reynt, slarksamar ferðir á Lagarfljóti ísilögðu og á Fagradal í vetrarveðrum á bernsku- dögum bílaaldar. Frá mörgum samferða- mönnum segir hann í þessari bók og má þar t.d. nefna Gunnar Gunnarsson skáld á Skriðu- klaustri, en kynni þeirra urðu mjög náin. Hrafn hefur séð austfirskar byggðir taka miklum stakkaskiptum síðastliðna hálfa öld. Sjálfur hefur hann stundað búskap, vegavinnu, skógrækt, vörubílaakstur og sitthvað fleira. Lýsingar Hrafns á aldarfari og lífsháttum á Héraði og niðri á Fjörum eru þess eðlis að bókin mun verða talin merk heimild um það efni er stundir líða. BÓKAÚTGÁFM ÖKN & ÖRLYGUR Síðumúla 11, sími 84866
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.