Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Síða 47
MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986. 4T- Dægxadvöl farið norður á Akureyri og skreytt þar glugga. En hvað finnst þessum þaulvana hönnuði um gluggaskreytingamar í bænum? „Mér finnst ekki vera nógu mikið af góðum gluggum í bænum. Ég tel að góðar gluggaútstillingar séu ódýr og góð auglýsing og þær hafa tvímælalaust sitt að segja um það hvort fólk fer inn í viðkomandi versl- anir eða ekki,“ sagði Ásgerður. En hvað leggur hún sjálf til grundvallar þegar hún er að hanna gluggaskreyt- ingar? „Góður gluggi á að vera þannig að fólk langi til að skoða vöruna nán- ar og má segja að það sé markmiðið með skreytingunni. Ég reyni vitanlega að kynna vöruna á gimilegan og smekklegan hátt og tek verkefnin fóst- um tökum. Ég er að búa til auglýsingu og hana þarf að vanda eins og allar aðrar auglýsingar," sagði hún. Aðspurð sagði Ásgerður að líklega Jólatré, pakkar, stjama og fleira prýö- ir glugga verslunarinnar Drangeyjar, auk þess sem meðfram glugganum hefur verið sett hvítur litur sem minnir á snjóinn og kuldann sem fylgir jDess- um árstíma. mætti segja að hún hefði sinn eigin stíl í gluggaskreytingunum en þess má geta að hún skreytti einnig glugg- ana í Gráfeldi, Rosenthal, Betty og Gleraugnaverslun Benedikts Ólafs- sonar í Kópavogi. „Má kannski segja að glugga- skreytingar séu listgrein" „Það krefst vitanlega undirbúnings að skreyta glugga, ég var til dæmis Tvær prúðbúnar konur og lítil stúlka við píanó eru í glugga Vogue við Skólavörðustig. með tvær hugmyndir varðandi gluggann í Máli og menningu. En eft- ir að ég hafði gert skissur valdi ég þessa með jólatijánum sem mér fannst hreinleg með aðeins tveim litum, hvitu og bláu. Ég var síðan um það bil þijá daga að setja upp þessa skreytingu, fyrir utan þann tíma sem fór í undir- búning,“ sagði Brynja Pétursdóttir gluggaskreytingakona varðandi skreytinguna í Máli og menningu. „Það má kannski segja að glugga- skreytingar séu listgrein að vissu marki. Við þurfum að leggja heilmikla vinnu og hugsun í þetta þó svo að útstillingamar standi yfirleitt ekki nema rúman mánuð,“ sagði Brynja aðspurð um starfsgreinina. Ásgerður tók í sama streng og sagðist líta á gluggaskreytingamar sem listgrein að vissu leyti. Brynja var aftur á móti ekki á sama máli og Ásgerður hvað varðaði góða glugga þar sem hún sagði að sér fyndist það hafa aukist að vel væri vandað til gluggaskreyt- inga í bænum. Hér á opnunni getið þið, lesendur, séð nokkur dæmi um skreytingar sem vom valdar af handahófi á göngu okk- ar niður Laugaveginn, alveg niður í Kvos. -SJ Hviti jólakötturinn fylgist ,,vökulum“ augum með umferðinni í Austurstræti en Þorbjörg hagræðir hlutunum í glugganum sem hún hannaði ásamt verslunarstjóranum, Sigrúnu. Það er hvorki meira né minna en heil baðstofa í glugga verslunarinnar Sportvals við Hlemm og þar er fólk bæði klætt samkvæmt venju gamalla tíma, sem og hinum svokölluðu trimmgöllum. Hér er verið að setja einn jólasveininn upp i gluggann sinn i Rammagerð- inni. Hann varð einna fyrstur á vettvang nú i ár því hann mætti á staðinn 30. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.