Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987.
5
Fréttir
Verkamannafélagið Dagsbrún:
Krefst sambærilegra kaup-
hækkana og aðrir hafa fengið
„Það er óhjákvæmilegt að samning-
amir verði endurskoðaðir og end-
umýjaðir. Það hefur átt sér stað
launastökk hjá háskólamönnum og
opinberum starfsmönnum sem hafa
fengið 23 til 35,5% launahækkun,"
sagði Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannafélagsins Dags-
brúnar, í samtali við DV.
Dagsbrún hefur nú óskað eftir við-
ræðum við Vinnuveitendasamband
Islands og mun þar óska eftir sambæri-
legum kauphækkunum og aðrir hafa
fengið undanfamar vikur.
„Til samanburðar má nefha að ASÍ
gerir ráð fyrir 5,1% launahækkun á
þessu ári miðað við rauðu strikin en
að vísu hækka fægstu launin hlut-
fallslega meira. En hækkunin, sem
opinberir starfsmenn fá, er fimm sinn-
um meiri,“ sagði Guðmundur.
„Ég hef ekki trú á því að 23 til 35%
launahækkun sé gæfuleg leið og það
er ekki hægt í íslensku þjóðfélagi að
kippa ákveðnum hluta vinnandi
manna út úr í einu stökki og skapa
þannig gifurlegan launamun. Og ef
einhverjir ímynda sér að það sé hægt
að halda verkafólki á sama kaupi þeg-
ar aðrir hafa fengið þessar miklu
kauphækkanir þá þekkir sá ekki ís-
lenskt þjóðfélag," sagði Guðmundur.
„Eg óttast það að hver sem tekur
við eftir kosningar muni hækka skatta
og vexti með þeim afleiðingum sem
allir þekkja og það er mikil hætta á
verðbólgusprengingu með sumrinu."
sagði Guðmundur J. Guðmundsson.
-ój
Eiturlyfja leitað í flugvél
Fíkniefnalögreglan hóf í gær leit að
eiturlyfjum í flugvél sem millilenti i
Reykjavík í ferjuílugi frá Flórída í
Bandaríkjunum til Austurríkis. Upp-
haflega átti vélin að millilenda fyrst í
Kanada en horfið var frá því og flogið
til Reykjavíkur.
Kanadísk yfirvöld ráðgerðu að leita
í vélinni og sendu lögreglunni hér
ábendingu um að vélin væri grunsam-
leg þegar ljóst var að förinni var beint
hingað.
Þrátt fyrir ítarlega leit hefur ekkert
fundist í vélinni. -GK
Sjúkraþjátfarar og iðjuþjálfar:
Samið á laugardag
Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar hjá
ríkinu skrifuðu undir nýjan kjara-
samning á laugardag og í dag, þriðju-
dág, verður fundur þar sem greidd
verða atkvæði um samninginn.
Samkvæmt upplýsingum, sem DV
fékk hjá Valgerði Gunnarsdóttur, sem
sæti á í samninganefnd sjúkraþjálfara,
er samningur þeirra mjög á sömu nót-
um og annarra heílhrigðisstétta hjá
ríkinu og er í samningnum ákvæði um
uppsögn ef kauprýmun á árinu 1988
fer yfir ákveðið mark. Launataflan er
sambærileg við launatöflur annarra
félaga sem verið hafa að semja undan-
farið. Þá er í bókun með samningi
sjúkraþjálfara ákvæði um endurskoð-
un á starfsheitum sem lokið skal fyrr
1. október næstkomandi.
Línumenn hjá RARIK:
í verkfall
22. apríl
- náist ekki samningar
Samningafundur símamanna með
viðsemjendum sínimi stóð yfir hjá rík-
issáttasemjara í gær, mánudag, og
höfðu símamenn boðað verkfall á mið-
nætti ef ekki næðust samningar
samkvæmt upplýsingum sem DV fékk
hjá Guðlaugi Þorvaldssyni ríkissátta-
semjara í gær.
Þá stóð til að í dag, þriðjudag, yrði
ákveðið hvenær fundir með banka-
mönnum og línumönnum hjá RARIK
yrðu boðaðir en línumenn munu fara
í verkfall á miðnætti 22. apríl náist
ekki samningar. Bankamenn hafa
ekki boðað verkfall enn. Þá eru leið-
sögumenn í verkfalli og óvíst um
samningamál þeirra.
í gær var staðan í sanmingaviðræð-
um símamanna óljós og alls óvíst
hvort samningar myndu nást áður en
verkfall skylli á. -ój
Sendiherrar skipta
Benedikt Gröndal, sendiherra í
Stokkhólmi, mun í haust taka við
embætti sendiherra íslands í ýmsum
löndum Austur- og Suðaustur-Asíu.
Þessu embætti hefur Pétur Thórsteins-
son gegnt síðan 1976 en hann lætur
nú af störfum.
Síðan mun Hannes Jónsson, sendi-
herra, taka bráðlega við sendiherra-
starfi í nokkrum löndum Suður- og
Suðvestur-Asíu, ásamt Kýpur og Tún-
is.
Báðir munu sendiherrarnir hafa að-
setur í utanríkisráðuneytinu.
-ES
Af tuttugu og tveimur sjúkraþjálfur-
um, sem starfað hafa hjá ríkinu, höfðu
tólf sagt upp störfum frá og með 1.
apríl þannig að einungis tíu voru í
verkfalli. Sagði Valgerður Gunnars-
dóttir að óvíst væri um endurráðningu
þeirra sem sagt hefðu upp og öruggt
að þrír þeirra, sem ráðið hefðu sig til
starfa annars staðar, kæmu ekki aftur
til starfa hjá ríkinu.
-ój
Flugvélin á Reykjavíkurflugvelli i gær.
. ................
/r',.V < S:>-V'->%Vrírv ■ ; - v ***' A '- ‘
DV-mynd S
LIPIÐ ER KABARETT
HELGARREISUR FLUGLEIÐA UM LAND ALLT
AKUREYRI
Sjáðu söngleikinn Kabarett á
sýningu hjá Leikfélagi Akur-
eyrar, renndu þér á skíðum í
Hlíðarfjalli og gleymdu
ekki Sjallanum um kvöldið.
HÚSAVÍK 1
Bær við ysta haf. Af Húsavíkurfjalli sést
norður í Grímsey og suður á Vatnajökul.
Frábært gistihús og góð aðstaða til
heilsuræktar.
HORNAFJÖRÐUR
Hér rennur stærsti jökull Evrópu saman
við himinhvolfin í ólýsanlegri tign,
og endurvarpar sjólarljósinu.
EGILSSTAÐIR '
Annars vegar gróðursælt Héraðið með hæstu
tré landsins í Hallormsstaðaskógi, hins
vegar sæbrött fjöllin niðri á Fjörðum.
REYKJAVÍK
Aldrei fjölbreyttari matstaðir né meiri gróska í
listalífinu. Ótal leiksýningar, málverkasýningar
og tónleikar að ógleymdri sjálfri óperunni. „Allt
vitlaust" á Broadway, Þórskabarett í Þórscafé.
ÍSAFJÖRÐUR
Hér er líka frábært
skíðaland og hrikaleg
náttúrufegurð. Áður
fyrr svo afskekkt, að
menn héldu að Vestfirðingar væru göldróttir.
VESTMANNAEYJAR
Með sérstæðustu ferðamannastöðum í allri
Evrópu. Nýrunnið hraun og bátsferðir í hella
sem að fegurð gefa ekki eftir þeim á Caprí.
FLUGLEIÐIR
UPPLÝSINGAR I SÖLUSKRIFSTOFU FLUGLEIÐA, HJÁ UMBOÐSMÖNNUM OG FERÐASKRIFSTOFUM