Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarrítstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Kröfur Dagsbrúnar Dagsbrún hefur sett fram kröfur um kauphækkanir. Þær koma í kjölfar þeirra samninga, sem ríkið hefur gert við opinbera starfsmenn að undanförnu. Þetta eru talsverð tíðindi. Dagsbrún krefst hækkunar almennra launa hjá sér um 23-35 prósent. Auk þess verði sérstök hækkun lágmarkslauna. Sagt er, að önnur verkalýðs- félög muni fylgja á eftir. ' Rök eru fyrir kröfum Dagsbrúnarmanna. I almennnu kjarasamningunum í desember síðastliðnum var nær eingöngu samið um hækkun lægstu launa. Dagsbrún samdi með svipuðum hætti. Fyrir samningamönnum bæði launþega og vinnuveitenda vakti, að samið yrði, án þess að verðbólgan ykist. Góðærið hafði borið þann árangur, að kaupmáttur launa hafði vaxið meira en nokkru sinni. Því komu samningamenn fram af á.byrgð. Ekki skyldi freistað að keyra upp öll laun, sem hefði einungis þýtt meiri verðbólgu og eyðileggingu þess ár- angurs, sem náðst hafði í efnahagsmálum. Þess í stað skyldu einungis bætt kjör sumra þeirra, sem höfðu dregizt aftur úr. Mikil pólitísk umræða fer nú fram um góðærið. Þar segja flokksforingjar ekki alveg rétt frá. Góðærið var fyrst og fremst til komið vegna lækkunar olíuverðs og aukinna útflutningstekna. En það skilaði sér vegna hófsamlegra kjarasamninga, sem ríkisstjórnin tók þátt í síðasta ár. Slíkir samningar voru gerðir í fe- brúar 1986 og aftur í desember. Vonir stóðu til, að verðbólgan í ár gæti orðið um tíu prósent eftir það. Þetta var auðvitað umdeilt, en fæstum mun hafa bland- azt hugur um, að kjarasamningarnir í desember voru mjög æskilegir. Kröfur Dagsbrúnar nú eru ekki bara pólitískt útspil alþýðubandalagsmanna. Dagsbrúnarmenn benda á þær hækkanir, sem aðrir hafa fengið að undanförnu í kosn- ingasamningum. Þeir benda á mikinn hallarekstur ríkissjóðs, sem er verðbólguvaldur. Það hlýtur að dæm- ast rétt vera, að margir opinberir starfsmenn hafa síðustu vikur fengið hækkanir langt umfram það, sem almennir launþegar fengu í desember. Vissulega höfðu sumir hópar opinberra starfsmanna setið eftir og verð- skulduðu nokkra hækkun umfram aðra. En kauphækk- anir síðustu vikna hafa verið mjög umfram slíkt. Því hlýtur hinn almenni launþegi að láta á sér kræla, ekki bara Dagsbrúnarmenn, heldur aðrir miklu frekar, svo sem iðnverkafólk og lágt launað verzlunarfólk. Hætt er við, að ekki sé unnt að veita þessu fólki tafar- lausa kauphækkun. Slíkt mundi magna verðbólgu og eyðileggja kaupmáttinn, mjög til viðbótar því, sem orð- ið er. Mestu skiptir, að árangrinum í efnahagsmálum verði ekki eytt. Reyna verður að halda honum og von- ast til, að ríkisstjórn takist eftir kosningar að byggja upp að nýju, hvort sem það verða sömu flokkar og nú í stórum dráttum eða aðrir flokkar. Því miður hefur glannaskapur nú spillt ýmsu. Almennir launþegar hljóta þó að freista þess að fá verulegar kauphækkanir, þegar samningar renna út um áramót. Hjá því verður ekki komizt. Landsfeður geta ekki vænzt þess að geta hækkað laun sumra hópa, án þess að innan tíðar komi til sams konar launahækkun til sambærilegra hópa. Því verður nú allt erfiðara við- fangs. Kröfur Dagsbrúnar sýna, hve vandinn er mikill. Þær segja okkur, hve miklu almennir verkamenn telja sig hafa tapað í samanburði við aðra að undanförnu. Haukur Helgason „Hamingja býr í hjarta manns“ Það var geðfelldur svipui' skyn- semi og öfgaleysis yfir skrifi Vil- hjálms Þorsteinssonar, ungs og upprennandi athafnamanns, hér í DV á dögunum. Þar tók hann undir sumt, sem ég hef sagt á undanförnum misserum, en andmælti greinum mínum gegn félagshyggju með þrem- ur röksemdum. í íyrsta lagi hafi dæmi, sem ég hafi tekið af biðröðum á læknastofum, sýnt, að ég legði menn ekki að jöfnu i sama skilningi og jafnaðarmenn. í öðru lagi sé greinilegt, að við ftjálshyggjumenn teljum hamingju fólks felast í fésæld þess, en það sé bersýnilega rangt. 1 þriðja og síðasta lagi kunnum við að sögn Vilhjálms engin ráð við vanda þess fólks, sem fætt sé í fá- tækrahverfum stórborga eða búi við bág kjör hér á íslandi. Mig langar til þess að svara þessum röksemdum og skýra betur mál mitt í þeirri von, að ég geti afstýrt margvíslegum mis- skilningi um stjómmálaskoðun okkar fijálshyggjumanna. Biðraðir og biðtími Eg hafði haldið því fram hér í blað- inu, að menn ættu að fá að kaupa sig út úr biðröðum, til dæmis á læknastofúm. Þar sem tími manna væri misjafnlega mikils virði, hefði það allt of mikla sóun í för með sér að neyða alla til þess að bíða jafn- lengi eftir læknum. Þess vegna mætti leyfa læknum að setja upp misjafnlega hátt verð fyrir þjónustu sína. „Það sem gleymist að mínu mati í þessu dæmisegir Vilhjálm- ur, „er það að heilbrigði allra er jafhdýrmætt." Hann telur, að „heil- brigði verði ekki metið til fjár og að heilbrigði eins einstaklings eigi að vera jafndýrmætt heilbrigði annarra einstaklinga, óháð efnahag þeirra". Og hann bætir við, að sama máli gegni um menntun, lýðræði, menn- ingu og listir. Hér er ég hræddur um, að skörpum hafi skotist. Ég hélt því alls ekki fram, að menn ættu að njóta misjafn- lega góðrar heilbrigðisþjónustu, heldur að menn ættu ekki allir að þurfa að bíða jafnlengi eftir henni, Eymd félagshyggjunnar KjaUaxinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor þar sem tími sumra væri dýrmætari en annarra. Þetta er auðvitað sitt hvað. Það tapar enginn á því, að sá sem getur notað tíma sinn betur en til þess að bíða í biðröðum, fái að kaupa sig út úr þeim. Hvers vegna á að neyða alla í nafni jafnaðarstefn- unnar, til þess að bíða jafnlengi eftir lækni? Er ekki betra, að menn fái að nota tima sinn til þess, sem þeir kjósa, hvort sem það er að bíða í biðröðum (ef þeir spara sér fé með því) eða kaupa sig út úr þeim og gera eitthvað annað á meðan? Ég sé ekkert heldur því til fyrir- stöðu, ef menn vilja af einhverjum ástæðum kaupa betri heilbrigðis- þjónustu en ríkið býður þeim, að leyfa þeim það. Svipað er að segja um önnur þau gæði, sem Vilhjálmur nefhir, svo sem menntun. Fésæld og hamingja Vilhjálmur sakar fijálshyggju- menn ennfremur um að „meta flest á mælikvarða efnislegra gæða“. Hann segir: „Hamingja hvers okkar veltur einnig á hamingju nágrann- ans. Getur þeim manni liðið vel sem ekur glæsivagni sínum fi'am hjá úti- gangsmanni sem hvergi á höfði sínu að halla? Það er nauðsynlegt fyrir hamingju okkar allra að vita að aðrir þurfi ekki að líða fyrir hana.“ Ég veit hins vegar ekki um neinn frjálshyggjumann, sem heldur því fram, að beint samband sé á milli fésældar og hamingju. Sumir ríkir menn eru auðvitað óhamingjusamir, og sumir fátækir menn eru ham- ingjusamir. En því síður er beint samband á milli þeirra tekjujöfnun- ar, sem félagshyggjumenn berjast fyrir, og hamingju. Sumir eru ham- ingjusamir, ef öðrum gengur vel, og sumir eru óhamingjusamir af ná- kvæmlega sömu ástæðu. Ég held, að ríkið geti ekki skipulagt hamingjuna með neinum hætti, heldur verði ein- staklingamir að fá að leita hennar í friði fyrir ríkinu. „Hamingjan býr i hjarta manns,“ yrkir Sigurður Breiðfjörð. Hitt er annað mál, að flest gæði lífsins kosta fé. Spumingin er þess vegna gjaman, hveijir eigi að bera þann kostnað. Við fijálshyggjumenn erum sammála um þá meginreglu, að þeir, sem slíkra lífsgæða njóta, eigi að öllu jöfnu sjálfir að bera kostnaðinn af þeim, en ekki velta honum yfir á herðar annarra. Úr fátækt í bjargálnir í þriðja lagi segir Vilhjálmur: „Fyrir einstaklinginn sem er svo óheppinn að vera fæddur í fátækra- hverfi í stórborg eða alinn upp hjá einstæðri móður í Reykjavík, svo tekið sé nærtækara dæmi, hefur frjálshyggjan engin úrræði.“ Þetta hlýtur að vera sagt í ein- hverju hugsunarleysi. Ef frjáls- hyggjumenn hafa einhver ráð í pokahominu, þá em þau einmitt ráð við vanda fátæks fólks. Við skulúm ekki gleyma því, að síðustu tvær aldir hafa kjör venjulegs fólks batn- að miklu meira en hagur efnamanna, og það er hvorki að þakka kjarabar- áttu né ríkisafskiptum, heldur atvinnufrelsi og einkaframtaki. Markaðskerfið er mikilvirkasta tæk- ið, sem fundist hefur til þess að koma fátæku fólki í bjargálnir, eins og Milton Friedman sagði fslendingum. Þeir örsnauðu innflytjendur, sem flykktust til Bandaríkjanna milljón- um saman á nítjándu öld, komust í bjargálnir vegna þess svigrúms, sem þeir fundu og hagnýttu sér í hinni nýju álfu. Þeir minnihlutahópar, sem hafa á tuttugustu öld treyst á afskipti ríkisins sér til hjálpar, til dæmis þeldökkir menn, hafa hins vegar dregist aftur úr. í þessu efni er valið um tvær stefn- ur, sem kalla má ölmusu- og sjálfs- hjálparstefriuiTiar. Hin fymiefnda er að auðvelda fólki að sitja föstu í fá- tækt með margvíslegri beinni aðstoð við það. Hin stefnan er sú, sem frjáls- hyggjumenn vilja fara, og hún er að auðvelda fólki að komast af eigin rammleik úr fátækt í bjargálnir með því að opna fyrir það leiðir inn í atvinnulífið. Sú góða vísa er líklega' aldrei of oft kveðin, að frjáls sam- keppni á markaði knýr menn til þess að leggja sig fram um að fullnægja þörfum annarra og kemur þeim þannig öllum til einhvers þroska. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Ég held, að ríkið geti ekki skipulagt hamingjuna með neinum hætti, heldur verði einstaklingarnir að tá að leita hennar í friði fyrir rikinu.“ „Markaðskerfið er mikilvægasta tækið, sem fundist hefur til þess að koma fátæku fólki í bjargálnir,... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.