Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987.
Lesendur
17
Lanasjóður ísfenskra námsrnanna
Afgreiðsla 9.15 - 16.UU
„Stjórnvöld hafa rekið algjöra sveltistefnu gagnvart námsmönnum og munu
halda því áfram komist Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn i meirihluta."
Námsmenn,
kjósum rétt!
Árni Einarsson skrifar:
Stjómvöld hafa rekið algjöra svelti-
stefhu gagnvart námsmönnum og
munu halda því áfram, komist Sjálf-
stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkur-
inn í meirihluta. Þessi sveltistefna
bitnar verst á þeim er síst skyldi, böm-
um verkafólksins og láglaunafólksins.
Námsmenn, við verðum að huga vel
að því áður en við göngum að kjör-
borði hvort við sættum okkur við þetta
öllu lengur. Sverrir Hermannsson hef-
ur séð til þess að námslánin hafa
lækkað um 15,65% með því að fella
niður vísitöluhækkanir á námslánum.
Þessir menn hljóta að telja menntun
til forréttinda ríka fólksins en við skul-
um sjá við því á kjördag með því að
kjósa rétt og sýna með þvi að menntun
telst til almennra mannréttinda ekki
forréttinda.
Námsmenn, við erum 10% kjósenda.
Með samstilltu átaki getum við komið
í veg fyrir takmarkanir þær og skert
lán er Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur fara fram á.
Námsmenn, kjósum með hagsmuni
okkar fyrir augum.
Kappræður:
Milli Borgaraflokks
og Flokks
4211-1589 skrifar:
Vegna komandi kosninga langar
mig að leggja orð í belg til að brydda
upp á einhverju nýju svo að kosn-
ingabaráttan verði líflegri.
Nú, það sem ég legg til er að Flokk-
ur mannsins og Borgaraflokkurinn
fari í kappræður. Gætu það t.d. verið
efstu menn á lista í Reykjavík og
Reykjanesi, önnur kjördæmi kæmu
einnig til greina.
Ástæðan fyrir þessarí ósk minni
er sú að báðir flokkamir tala um
söfnun valds á einum stað, flokks-
ræðið, vissa kúgun á almenningi og
meira hagræði í rekstri ríkisins.
Ekki veit ég hvor flokkurinn kem-
mannsins
ur betur út úr kosingunum en ég
veit þó að Flokkur mannsins er eldri
en Borgaraflokkumn. Flokkur
mannsins hefur eflaust verið stofn-
aður með ákveðin stefnumál að
markmiði en annað gildir um stofh-
un Borgaraflokksins og finnst mér
skjóta skökku við að fyrsti maður
þar á lista í Rvík skuli nú fyrst
kvarta yfir svínaríinu í Sjálfstæðis-
flokknum og þjóðfélaginu eftir langa
setu á þingi og í Sjálfstæðisflokkn-
um.
Þvi bið ég um kappræðufund á
einhverjum stað í höfuðborginni,
helst sem fyrst, svo ég og fleiri fáum
botn í þetta allt saman.
Leið smáborgarans til að sýna ábyrgð
Halldór C. skrifar:
Nú er stuttur tími í eitt skemmti-
legasta ogfjölmennasta tómstundar-
gaman almennings, það er þegar
allir sitja krosslagðir, spenntir og
telja tölur.
Menn velja sér vald yfir höfuð eft-
ir smekk og krossa við í reitinn sinn
(á réttum stað) af rökvisi og festu.
10 listar bjóða fram, allt of margir
flokkar, allt of margir frambjóðend-
ur, allt of mörg orð.
Og allt of líkt hvert öðru... Mér
datt í hug ónefndur rithöfundur sem
sagði:,,... krossinn á seðlinum er leið
smáborgarans til að sýna ábyrgð..."
Öryggi heimilisins
Pétur ívarsson hringdi:
Ég vil koma á framfæri þakklæti
til þeirra manna sem hafa komið á
vinnustaði að selja hjálparbúnað,
nokkurs konar sjúkrakassa. Þetta
eru ýmis tól sem ætlað er að stuðla
að öryggi heimilisins ef eitthvert
óvænt slys eða óhapp kemur upp á.
Ég var nú fyrst tregur til að kaupa
pakkann en lét þó til leiðast, þetta
eru hlutir sem eiga að vera til á öll-
um heimilum en maður hefur sig
ekki í að kaupa.
Það kom sér vel að ég skyldi hafa
keypt hann því stuttu seinna skar
einn vinnufélagi minn sig í fingurinn
og kom þá kassinn að góðum notum.
Ég vil þakka fyrir þarft framtak
að kynna þessar vörur því þetta er
hlutur sem maðui’ trassar að kaupa.
LÆÍEP'l!' l’H'JLif lil UiMiAV-11.?
Betri
blll 3'
fyrir
lítinn pening
Vatnslðsar
Mjög hagstœtt verö!
Innsogssett
úr sjálfvirku í handvirkt
TrriT1
G ”
SKEIFUNNI 5A SIMI 91-8 47 88
Meö FIAT UNO sanna ítalskir hönnuöir rækilega hæfni sína. Hérfara
saman glæsilegt útlit og framtíðar tækni, mikil hagkvæmni og hámarks
notagildi.
Þaö er ekki aö ástæðulausu aö FIATUNO ereinnmestseldi bíll-
inn í Evrópu. Hann er einfaldlega einstakur, þegar tekið er tillit til
aksturseiginleika, útlits, öryggis, þæginda, og síöast en ekki síst, hvaö
þú færö mikið fyrir peningana.
Skelltu þér strax í reynsluakstur. Eftir þaö veistu nákvæmlega hvaö
veriö er aö tala um.
Umboðiö Skeifunni 8 s. 91-68 88 50