Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Síða 21
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987.
21
Mennincr
Spirrasmi og grautartrú
Pétur Pétursson
Spiritismen pá Island
En religionsbeteendevetenskaplig analys
Religio 23. Skrifter utgivna av den
Teologiska Institutionen i Lund, 1987.
Dr. Pétur Pétursson er vafalaust í
hópi afkastamestu hug- og félagsvís-
indamanna á Islandi nú um stundir.
Hann tilheyrir engan veginn þeim
sem skrifa doktorsritgerð og láta þar
við sitja í fræðimennskunni. Ekki
hef ég tölu á þeim ritsmíðum sem
Pétur hefur látið frá sér fara eftir
að hann lauk doktorsritgerð sinni
, árið 1983 um Church and Social
Change: A Study of the Secularizati-
on Process in Iceland 1830-1930 en
ljóst er að þær eru íjölmargar. Eina
þeirra Qallaði ég um í ritdómi (DV
24. febrúar 1986). Þar var um að
ræða kafla Péturs í bókinni Religiös
förándring í Norden 1930-1980. Hefur
Pétur nú á skömmum tíma vafalítið
lagt meira af mörkum við að kynna
íslenskt trúarlíf fyrir nágrönnum
okkar en nokkur fræðimaður annar
á undanfómum áratugum.
Þó kann að vera að afköstin séu
að einhverju leyti farin að koma
niður á vandvirkninni. A.m.k. finnst
mér á köflum sem nokkur fljóta-
skrift sé á riti því sem hér er til
kynningar. Sænskan er t.d. stundum
talsvert íslenskuleg og mikið er um
prentvillur, ekki síst er farið illa með
íslensk nöfn. Líklega er þó ekki svo
mjög við Pétur sjálfan að sakast í
þessum efnum, en prófarkalestri
virðist hafa verið mjög ábótavant. Á
köflum finnst mér líka sem þetta rit,
sem hefur að geyma hafsjó af fróð-
leik, sé eins og uppkast sem betur
hefði mátt vinna úr.
Of mörg járn í eldinum
Ég held að mikið hefði unnist við
það ef rannsóknin hefði beinst meira
að einni meginspumingu, t.d. spum-
ingunni: Hveijar em ástæðumar til
þess að spíritisminn hlaut svo mikið
fylgi á íslandi? Raunar kemur margt
fróðlegt fram um það atriði í ritgerð-
inni en það er eins og athyglin sé
of dreifð og höfundurinn með of
mörg jám í eldinum og þess vegna
fáist engin sérstök niðurstaða.
Höfundur bendir réttilega á að
spíritisminn hefur náð meiri vin-
sældum hér á landi en í nokkm öðm
Norðurlandanna. Hann hafi ekki
einangrast innan sértrúarhópa. Að
mati höfúndar hefur þetta í för með
sér að það er tiltölulega auðvelt að
fá upplýsingar um spíritismann á
íslandi. En jafnframt sé hann
kannski flóknara fyrirbæri én á hin-
um Norðurlöndunum. Riti Péturs er
skipt í tvo hluta sem em í raun tvær
sjálfstæðar ritgerðir. Fyrri hlutinn
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
fjallar um upphaf spíritismans á Is-
landi og þróun hans og síðari hlutinn
er frásögn um miðilinn Guðrúnu
Sigurðardóttur og greining á miðils-
hlutverki hennar. Margir muna
vafalaust eftir bókum hennar um
Ragnheiði biskupsdóttur og atburð-
ina í Skálaholti upp úr 1660 og
skrifum fjölmiðla um það efni. Ýms-
ar skýringar og tilgátur Péturs í
þessari ritgerð em mjög forvitnileg-
ar. Á það ekki síst við um þá tilgátu
hans að heimsókn Haraldar Níels-
sonar í heimasveit Guðrúnar er hún
deilur um spíritismann.
var barn og einkum það að hún
skyldi ekki fá að hitta hann þá hafi
haft afgerandi þýðingu fyrir miðils-
starf hennar síðar.
Að missa trúna
Það dylst engum eftir lestur þessa
rits hversu stórt hlutverk Haraldur
Níelsson guðfræðiprófessor fór með
við útbreiðslu spíritismans og þá
auðvitað fyrst og fremst í viðleitn-
inni að laga spíritismann að krist-
inni trú. Fróðlegt er að lesa hvemig
Haraldur var að því kominn að
missa trúna er hann var að ljúka
Biblíuþýðingunni. En þá vom það
sálarrannsóknimar sem komu hon-
um til hjálpar. Sömuleiðis er mjög
fróðlegt að heyra um grein Ásgeir
Ásgeirssonar (frá 1925), siðar forseta,
þar sem hann fjallar um einkenni á
trú Islendinga og hvernig Islending-
ar hafi sótt trú sinni næringu í
Eddumar engu síður en guðspjöllin.
„Grautartrú" hefur slík blanda verið
kölluð af einum virtasta kennimanni
íslensku kirkjunnar.
Það er eftirtektarvert að það er
eins og dragi úr ritgerðinni þegar
nær dregur samtímanum en auðvit-
að má réttlæta það með því að dregið
hafi af spíritismanum sömuleiðis.
Þetta kemur m.a. frarn í því að gerð
er grein fyrir afstöðu allra biskupa
landsins á þ'essari öld til spíritismans
nema núverandi biskups. Þama
kemur fram að Jón Helgason og Sig-
urbjöm Einarsson voru/eru ákveðn-
ir andstæðingar spíritismans.
Þórhallur Bjarnarson var mildari í
andstöðu sinni. Hallgrímur Sveins-
son var í lok ævi sinnar jákvæður í
garð spíritismans og þeir Sigurgeir
Sigurðsson og Ásmundur Guð-
mundsson sömuleiðis hliðhollir
spíritismanum. Þá er gert mjög litið
úr síðustu stóm deilunni innan
kirkjunnar um þetta efni sem átti
sér stað um miðjan síðasta áratug.
Hlutleysi og sanngirni
Þá skrifaði séra Heimir Steinsson
magnaða Kirkjuritsgrein gegn spír-
itismanum, kennarar guðfræðideild-
ar tjáðu sig í Orðinu og trúmáladeil-
ur geisuðu í Morgunblaðinu svo
vikum skipti. Einn kennari guð-
fræðideildar kallaði þetta vissulega
„uppvakning frá liðinni tíð“ en það
breytir því ekki að spíritisminn
reyndist þá enn eiga sér nokkra
harða fylgjendur í hópi presta - ekki
bara meðal elstu prestanna - þó þeim
hefði fækkað mikið. Þeir sem þama
áttust einkum við, t.d. séra Heimir
Steinsson og séra Þórir Stephensen,
eru ekki nefndir á nafn. Höfundur
nefnir þó umræður á prestastefnu
þetta ár og er á honum að skilja að
það sé upphaf umræðnanna í fjöl-
miðlum. Ef mig misminnir ekki var
það á hinn veginn. Prestastefnusam-
þykktin var árangur af umræðum í
fjölmiðlum sem byrjuðu með Kirkju-
ritsgrein séra Heimis.
Þó það sé eitt og annað sem hér
hefúr verið tínt til og sem ég hefði
kosið að hafa öðruvísi í þessu riti,
og þó einkum prófarkalesturinn, þá
breytir það því ekki að mikill fengur
er að ritinu og það er skemmtilegt
aflestrar og umfram allt mjög fróð-
legt. Höfundurinn fjallar af hlutleysi
og sanngirni um þetta mál sem lengi
hefur verið of viðkvæmt til að geta
fengið slíka umfjöllun. Ekki er t.d.
auðvelt að greina afstöðu Péturs
sjálfs til spíritismans við lestur þessa
rits. Ritgerðimar byggja á samtölum
við fjölda þeirra manna sem mest
hafa komið við sögu spíritismans.
Það er til mikillar fyrirmyndar að
stöðugt er stuðst við frumheimildir
og greinilegt er að mikil og ómetan-
leg vinna liggur þarna að baki. Öfugt
við marga aðra íslenska fræðimenn
gerir Pétur yfirleitt skilmerkilega
grein fyrir heimildum sínum.
Það er ljóst að engin rannsókn á
spíritismanum verður hér eftir gerð
án þess að stuðst sé við þessar rit-
gerðir Péturs og aðrar greinar hans
um sama eða svipað efni, því þetta
er engan veginn í fyrsta sinn sem
hann fjallar um spíritismann. Pétur
hefúr verið í hlutverki brautryðjand-
ans og auðveldar þeim lífið sem síðar
munu rannsaka sögu spíritismans
eða aðra þætti kirkjusögu þessarar
aldar.
Gunnlaugur A. Jónsson
HLJOMBORÐ
fyrir unga jafnt sem
aldna, í leik og starfi.
Verð frá kr. 2.520,-
CASICXuMBOÐIÐ, LAUGAVEGI 26 - SÍMI 21615.
Almennartölvur.....frákr. 740
Skólatölvur.......frá kr. 1.600
Basic tölvur......frá kr. 3.800
Strimlavélar......frá kr. 3.700
25% afsláttur
af öllum úrum næstu daga.
Mikið úrval.
Verð frá kr. 825*00