Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Page 30
42
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987.
Sandkorn
Páskaegg.
Opnuðu ekki
eggin
Páskarnir voru afbragðs-
góðir að vanda hér fyrir
norðan á Akureyri, eggjaát
gríðarlegt en við heyrum að
sumir hafi ekki verið svangir.
Þannig segir sagan að al lir
helstu pólitíkusar, bankaráðs-
menn og aðrir embættismenn
hafi ekki þorað að opna eggin
um páskana af ótta við að
ákæra væri í þeim í stað máls-
háttar.
Sumardagur-
inn fyrsti
Við minnum alla á frídaginn
á fimmtudaginn. Miðað við
veðráttuna undanfarna sum-
ardaga fara örugglega allir á
skíði þennan dag, nægur er
snjórinn.
Sikileyjar-
vöm
Nú hefur vakið athvgli
margra á Akureyri fyrirspurn-
in frá Jóni Magnússyni,
verjanda Ragnars Kjartans-
sonar, fyrrverandi forstjóra
Hafskips, um það hvort Albert
hafi lánað Hallvarði Ein-
varðssyni saksóknara fé úr
lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna.
A Akurey ri gengur þessi vörn
Jóns nú undir heitinu Sikil-
eyjarvöm.
Kaupþing
norður
Kaupþing hf. í Reykjavík,
með Pétur Blöndal í farar-
broddi, hefur nú hasiað sér
völl hér á Akureyri. Á fyrir-
tækiðmeirihlutann í Kaup-
þingi Norðurlandssem
stofnað var nýlega. KEA og
Akureyrarbær eiga líka í fyr-
irtækinu.
Þetta eru grcinilega fvrir-
tæki í vaxtarækt.
Hola sex
Stefán nokkur Petersen á
Sauðárkróki fór að sögn
fréttablaðsins Feykis holu í
höggi sl. sumar. Stefán mun
meðal annars vera fréttaritari
sjónvarpsins á Króknum. Fyr-
ir höggið fékk hann eins og
aðrir einherjar flösku af Jo-
hnny Walker frá fyrirtækinu
Vangi hf. Stefán fór þessa holu
í höggi á holu sex á Hlíðar-
endavelli á Sauðárkróki sl.
sumar. Þetta var draumahögg,
náttúrlega.
Flugstöðin
opnuð
Flugstöð Leifs heppna Ei-
ríkssonar var opnuð með
pomp og prakt að þrjú þúsund
manns viðstöddum í síðustu
viku. Ekki gat hann Matti
Bjarna samgönguráðherra nú
rætt um stöðina í sjónvarpinu
án þess að fara nokkrum orð-
um um bráðnauðsynleg jarð-
göng á Vestfjörðum í leiðinni.
Það ermikil framkvæmda-
gleðin pólitíkusanna fyrir
kosningar.
Langt orð
Þeir hjá flugfélaginu KLM
auglýsa meðal annars hve
flugstöðin í Amsterdam,
Schiphol, sé þjált orð. í aug-
lýsingunni segja allra þjóða
farþegar Schiphol með mikl-
um tilþrifum. Það má minna á
flugstöðvar eins og Heathrow
og Kennedy, báðar með stutt-
um nöfnum. Það verður
gaman að heyra hvernig far-
þegarnir hjá KLM bera fram
flugstöðina Leifur Eiríksson.
Vonandi hafa þeir heppnina
með sér.
Leiðinleg
sæluvika
Sæluvikan í Skagafirði á
dögunum þótti bragðdauf í
meira lagi og illa sótt. Finnst
mörgum öldnum Skagfirðing-
um að eitthvað þurfi nú að
gera til að hressa upp á mann-
skapinn svo hann fari að mæta
aftur á sæluvikuna og taka
þátt í vikunni af lífi og sál. í
von um að úr rætist og syngi
Skagfirðingarsem allra allra
lengst
Matthias Bjarnasotl samgönguráó-
herra.
Andtés lækn-
irofvinsæll
Andrés Magnússon er vinsæll
skurðlæknir á Siglufirði. jafn-
framt því sem hann skipar
efsta sæti Borgaraflokksins í
Norðurlandskjördæmi vestra.
Góðar líkur eru á að Andrés
nái inn sem þingmaður eftir
kosningarnar. Heyrist nú að
Siglfirðingar séu ekkert of
hressir með það því þá missa
þeir hann í burtu. Það skvldi
aldrei fara svo að Andrés
kæmist ekki á þing vegna of
mikilla vinsælda.
Munurinn
áDogS
Og svona í lokin héðan frá
Akureyri. Veistu hver er mun-
urinn á Sjálfstæðisflokki og
Borgaraflokki? Sjálfstæðis-
flokkurinn er með frjálsu
framtaki en Borgaraflokkur-
inn með frjálsu framtali.
Umsjón:
JónG. Hauksson.
IBM TÖLVURÁÐSTEFNA
FYRIR RÁÐGJAFA
IBM á íslandi býður til ráðstefnu fyrir ráðgjafa í fyrirtækjarekstri og
tölvuvæðingu fyrirtækja. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Örk,
Hveragerði, dagana 28.-29. apríl n.k.
Efni ráðstefnunnar er:
- Framtíðarstefna IBM í hugbúnaði.
- Kynning á öllum helstu tölvum IBM allt frá einvalatölvum upp í
stórtölvur.
- Samtenging IBM tölva.
- Sýning á ýmiss konar nýjum tölvubúnaði.
- Val á réttum IBM tölvubúnaði.
Pátttaka tilkynnist til Þorvalds Karlssonar, IBM, fyrir 22. apríl n.k.
Hann veitir jafnframt nánari upplýsingar.
VANWIRKNIIHVÍVETNA
Skaftahlíð 24 105 Reykjavík • Simi 27700
NÁKVÆMNI - DUGNAÐUR
Við leitum að stundvísri, líflegri stúlku, 20-25 ára,
meö þægilegt viðmót og góða íslensku- og vélritunar-
kunnáttu.
Vinnutími kl. 9-17.
Við bjóðum bjartan og góðan vinnustað og góðan
starfsanda.
Skriflegar umsóknir sendist auglýsingadeild DV fyrir
laugardaginn 2. maí merkt „Framtiðarstarf 111".
VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI
Baldursgötu Lindargötu
Bragagötu Frakkastíg 1-15
*************** Aðalstræti Sölvhólsgötu
Garðastræti 20 - út ***************
Hávallagötu 1-17 *************** Barðaströnd Víkurströnd
AFGREIÐSLA
Þverholti 11 - Sími 27022