Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Side 32
44 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987. SM4 sKíf\)* SIGURVEGARI VIKUNNAR Halla Margrét Árnadóttir - Hægt og hljótt (SKÍFAN) Þetta lag ber svo sannar- lega nafn með rentu og sýndi það og sannaði í söngvakeppninni á dögun- um að rólegheitin geta átt uppá pallborðið í svona keppnum ef þau eru klædd í nógu fallegan búning. Þetta er einfalt og fallegt lag sem við getum verið hæstánægð með í Brussel. Og ekki má gleyma því að hin unga_ söngkona Halla Margrét Árnadóttir vinnur glæsilegan söngsigur í þessu lagi. Áfram ísland. ÞAU SEM TÖPUÐU Björgvin Halldórsson - Min þrá (SKÍFAN) Jóhann G. Jóhannsson hef- ur sannað ágæti sitt sem höfundur léttra dægurlaga margoft og þetta er eitt slíkt; prýðisgott popp, sem sest að í heilabúinu eftir eina hlustun eða svo. Lagið er kannski fullklisjukennt og það er ekki laust við að manni fínnist viðlagið hljóma kunnuglega. Erna Gunnarsdóttir & - Björgvin Halldórsson Lifsdansinn (SKÍFAN) Hér er annað lag ansi klisjukennt; en alls ekki slæmt lag sem slíkt. Geir- mundur er lunkinn á léttu nótunum en þetta er full líkt lagi hans frá í fyrra, að minnsta kosti hvað áhrærir útsetningu og flutning. Jóhanna Linnet Sumarást (SKÍFAN) Rólegheitin réðu mikið ríkjum í söngvakeppninni um daginn og þetta er ein ballaðan sem tók þátt. Höf- undurinn svotil óþekktur en lofar góðu. Þetta lag hans er nokkuð fallegt en dáldið gamaldags og ég held að líflegri útsetning hefði getað lyft því uppá hærra plan. Jóhann Helgason í bliðu og striðu (SKÍFAN) Enn ein ballaðan og þetta kannski sú angurværasta af þeim sem kepptu; lagið býsna fallegt en kannski að Jóhann hefði átt að fá einhvern annan til að syngja það. Björgvin Halldórsson Ég leyni minni ást (SKÍFAN) Jóhann G. með annað lag; þetta í millitakti og kannski full kaflaskipt til að bera af í svona keppni. Melódían er hins vegar auðmelt en söngvakeppni- útsetningin dæmigerða gerir lagið dáldið þreytt. -SþS- Poison-Look What the Cat Dragged in Iðnaður og andlitsfarði Uppgangur rokksins hefúr verið mikill á seinustu mánuðum, þó hvergi meiri en í Bandaríkjunum. Þar í landi leiða Bon Jovi hjörðina. Þeir ku selja um milljón plötur á mánuði. Sveitir á borð við Europe, Georgia Satellites Cindarella, Stryper og ekki síst Poi- Son, státa af litlu lægri sölutölum. Poison er fulltrúar Enigma hljóm- plötufyrirtækisins á iðnaðarrokkslín- unni. Eins og er vegnar þeim mun betur á hinum hefðbundna bandaríska breiðskífulista en góðkunningjum okkar Smithereens. Þessi fyreta plata þeiira er nú í hópi tíu vinsælustu í Bandaríkjunum. Hljómsveitin á rætur sínar að rekja til Hairisburg í Pennsyí- vaniu. Þar komu þeir fram fyrir tæpum fjórum árum og gátu sér fljótlega gott orð fyrir líflega sviðsframkomu á tón- leikum. Þrátt fyrir vinsældir verðiu- að segj- ast eins og er að þessi frumraun Poison er ekki ýkja merkileg. Tónlistin fvlgir meðalmennsku iðnaðarrokksins. hvorki betri né verri en það sem al- mennt gerist í þeirri iðngrein. í rauninni er aðeins eitt lag á plcjtunni sem rís upp úr, Talk Dirty to Me. Það er prýðisrokkari með skemmtilega berorðum texta eins og nafnið ber með sér. Annað er ósköp venjulegt. Manni kemur í hug samanburður við Georgia Satellites. Þar er ólíku saman að líkja. Miðað við það er Poison rokkið ein- faldlega óekta. Fjórmenningamir virðast enda ekki leggja minna upp úr útlitinu en tónlistinni. Þeir er liræöilega teprulegir. Iðnaðarrokk er réttnefni. Og það er víst ekki sérlega mikið hól. -ÞJV Sheila E. - Sheila E. Með erótík að leiðarljósi Sheila E. er föngulegur kvenmaður, það sýnir myndin af henni á nýjustu plötu hennar, sem ber nafn hennar. svo ekki verður um.villst. Og Sheila E. syngur og stvnur um góða og vonda karlmenn og er erótíkin í hávegum höfð. Þetta er formúla sem hún hefur lært hjá læriföður sínum. sjálflim Prince, en hjá honum bvrjaði hún fer- il sinn og hafa þau enn í dag nokkurt samband, allavega tónlistarlega séð. Sheila E. er ekki mikil söngkorta, hefur • frekar takmarkaða rödd sem hún nýtir þó vel. Hún er höfundur texta og laga á Sheila E. og stjómar upptökum. svo eitthvað kann hún fyr- ir sér. Lögin eru í anda Prínce á fyrstu plötum hans. Aftur á móti er Prince í stöðugri framför. en Sheila E. syngur nákvæmlega eins og lögin eru ná- kvæmlega eins og fyrst þegar hún kom ein og sér ffarn. Lög sem margir kunna líklega að meta vestanhafs en eiga að mínu viti lítið erindi hér upp á kla- kann. Textarnir fjalla nánast allir um sam- hand karls og konu og má nefna nöfn eins og One Day (I'm Gonna Make You Mine), Hold me, Pride And Passi- on, Hon e Man og Love On A Blue Train. Og það þarf enginn að efa það að Sheila E. kemur boðskapniun vel til skila. Það er engum vafa undirorpið að tónlist Sheilu E. kemst best til skila á diskótekum, þar njóta taktföst lög hennar sín best. Að hlusta eingöngu á þessa nýju plötu hennar er aftur á móti ffekar pínlegt þegar til lengdar lætur. HK Hot Chocolate - The Very Best Of Hot Chocolate Súkkulaði farið að kólna I allri þeirri öldu af gömlum lögum sem nú flæðir yfir hafa ýmsir, sem eiga frægðarárin að baki, hugsað sér til hreyfings á ný. Gamlar og löngu hætt- ai' hljómsveitir hafa verið endurreistar til þess eins að kyrja gömlu slagarana eina ferðina enn í þeirri von að þetta tímabundna aftui'hvarf í poppinu gefi dálítinn „aur“ í kassann. Margt af þessu dóti hefur vægast sagt elst illa og deyr drottni sínum í annað sinn án þess að nokkur sakni þess. Annað ber aldurinn vel og stend- ur enn fyrir sínu og vel það. Og það er einhver blanda af þessu tvennu sem einkennir þessa gam- alnýju safnplötu ffá Hot Chocolate. Hljómsveitin átti sitt stórveldistímabil á árunum 1975-1979 og var ein af þess- um diskóhljómsveitum sem náðu að skapa sér eigin stíl og þekktist því úr öllu diskókraðakinu sem tröllreið öllu á þessum árum. Og það var fyrst og fremst söngvar- inn og lagasmiðurinn Errol Brown sem einkenndi hljómsveitina með 1 sinni sérstöku rödd og má nefna lagið YouSexy Thing sem einkar gott dæmi • um þetta. Þetta lag er í nýrri hljóð- | blöndun á þessari plötu og er gott dæmi um lag með Hot Chocolate sem hefur elst vel. Önnur lög á þessari plötu, sem bera aldurinn vel, eru að mínu mati: So You Win Again, Brother Louie, Every l’s A Winner og Emma. Hitt er lítið spennandi að heyra í dag að minnsta kosti og megi þau lög hvíla í ffiði. -SþS- POPP- SMÆLKI Sæl nú . . . David Bowie hef- ur lag á að vekja á sér athygli þó svo að ekki ætti hann að þurfa sérstaklega á því að halda. Nýja lagið hans - Day In Day Out - hefur að sjálfstöðu vakið athygli en hún beinist nú einkum að myndbandinu sem fylgir laginu en það hefur nú verið bannað í breska ríkissjónvarpinu. Myndbandið átti lika i erfið- leikum með að fá sýningar i Bandarikjunum og kalla Kanar þó ekki allt ömmu sina í þeim efnum. Og það sem fer fyrir brjóstið á sið- gæddu fólki eru myndskeið frá Los Angeles, sem sýna vændi og ofbeldi. Talsmenn Bowies lýsa furðu sinni á þessari ákvörðun BBC og segja atriðin i myndbandinu ekki verri en atriði sem koma fyrir i hverjum einasta þætti af Miami Vice og öðr- um álika spæjaraþáttum . . . The Smiths eru iðnir við kolann og á mánudaginn var sendi hljómsveitin frá sér nýja smáskífu sem inniheld- ur á a-hlið lagið Sheila Take A Bow. Smiths eru annars önnum kafnir þessa dagana við upptökur á efni á nýja breiðskifu sem er væntanleg í haust og ku eiga að heita Strangeways Here We Come . . . George Michael trónar nú á toppi smáskífu- iistans vestra ásamt Arethu Franklin þannig að sólóferi11 þessa Whamlausa manns byrjar bærilega. Næst á dag- skrá hjá kappanum er að gefa út smáskifu þar sem hann er einn á ferð og kemur skífan út í næsta mánuði. Lagið heitir I Want Your Sex og verður lika að finna i kvikmyndinni Beverly Hills Cop 2. Fyrsta sólóbreiðskifa Michaels er væntanleg í haust... Og fleiri stór- stjörnur eru með nýja plötu. Whitney Houston er í þann mund að hefja meiriháttar hljómleikaferð um Bandarik- in til að fylgja eftir plötu, sem kemur út á næstunni . . . Þegar Percy kallinn Sledge komst á ný í sviðsljósið á dögunum, er gamla lagið hans When A Man Loves A Woman komst i annað sæti breska smá- skífulistans, ruku nokkrir breskir útgefendur upp til handa og fóta og vildu fá gamla manninn yfir til Bret- lands. En hvernig sem þeir leituðu tókst hvergi að hafa uppá Sledge. Siðar kom í Ijós að kappinn var ekki spenntari en svo yfir upp- gangi sinum i Bretlandi að hann brá sér i veiðitúr upp til fjalla. Hann hefur þó þeg- ið boð um að troða upp í Bretlandi nú um páskana . . . gleðilega há- tíð . .. -SþS- i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.