Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1987, Side 36
48 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1987. Upplausn og ringulreið Hér í „Singapore norðursins" hafa mörg furðuleg fyrirbæri skotið upp kollinum að undanfómu og gripið hugi fólks slíkum heljartökum að langvarandi vinnudeilur og verkfoll, sem valdið hafa neyðarástandi í þjóð- félaginu, gleymdust að mestu. Það var sem þjóðfélagið stæði á önd- inni... Maður með áratuga reynslu í opinberum störfum fann allt í einu að hann var kominn með ábyrgðartilfinn- ingu og tilkynnti þjóðinni það sam- stundis... Og svo heitt var í kolunum að mönnum brann eldur f æðum og fóru dagfari og náttfari í ofurmannleg- um framkvæmdum. - Gífurleg spenna ríkti í þjóðfélaginu... dramatískur fuglasöngur fyllti lofitið undarlegum hugblæ. Jafhvel krumminn á skjánum brýndi gogginn og söng svo ljúflega dírrin... dí með ofurlítið sorgblöndnu ívafi... Var kannski „Heiðnabergið" að hrynja, hugsaði krummi sem löng- um hefir fengið orð fyrir að vera forspár og undarlegur fugl. Var ekki hægt að jafna þetta allt og komast að samkomulagi við máttarvöldin. Ef KjáOaxiiin Aðalheiður Jónsdóttir i verslunarmaður „Heiðnabergið“ klofriaði, hvar stæði þá þjóðin... ? Og krummi, sem átti laupinn sinn í berginu, bara flaug og flaug... þandi út bringuna svo að brjóstvitið flæddi út viðstöðulaust... Eitthvað varð að um að lýsa Norðurlöndin kjamorku- vopnalaust svæði. Þeirri stefnu fylgja utanríkisráðherrar allra Noðurlanda- bjóðanna nema íslands. En Matthías Á. Mathiesen hefir sem kunnugt er staðið eftir megni í vegi fyrir fram- gangi þess máls og lítinn sóma hlotið af... En aumkunarverðastur er ráð- herrann þó þegar hann heldur því fram að þessi stefha hans sé sjálfstæð ís- lensk utanríkisstefna... Svo djúpt geta menn sokkið í undirlægjuhætti og vesaldómi að hafa ekki hugmynd um hvar þeir standa. Þjóðfélagsvandamál Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú klofiiað er best að vera hóflega bjart- sýnn um bætt þjóðfélag ef flokkur Alberts fær þó ekki væri nema helm- ing þess fylgis sem skoðanakannanir hafa bent til. - Eru nokkrar líkur til þess að Albert Guðmundsson fari að átta sig á því að það félagslega fyrir- bæri, sem hann kallar „litla manninn", er þjóðfélagsvandamál sem arðrán og ranglát tekjuskipting hefir skapað?... Eða fer hann að komast til skilnings á því að ekki er nóg að tala um að breiðu bökin eigi að bera byrð- amar ef aldrei er tímt að leggja þær á þau? Ætli það verði ekki hér eftir eins og hingað til eftirsóknarverðara að vera fyrirgreiðslupólitíkus og elskaður og dáður vinur litla mannsins en standa að réttlátri þjóðfélagsuppbyggingu? Æskilegt væri að næsta ríkisstjóm hefði þann félagslega þroska og sið- ferðisvitund að gera sér grein fyrir því hver smánarblettur það er á þjóð, sem er ein af sex ríkustu þjóðum heims, að búa stórum hluta þegna sinna kjör sem em langt undir þeim mörkum að þeir geti lifað mannsæmandi lífi. Hraðaupphlaup Þorsteins Allt bendir til þess að formaður Sjálf- stæðisflokksins hafi með þeirri aðferð. er hann beitt til að koma Albert úr embætti, fært honum miklu meira fylgi en öll hans mörgu góðverk hefðu getað gert. Hvers vegna í ósköpunum neyðir Þorsteinn Pálsson Albert til að segja af sér rétt í lok kjörtímabils?... Varð hann allt í einu svona yfirfallinn af siðgæðisvitund? - Það lítur út fyrir að mat flokksformannsins á siðgæði Alberts hafi heilmikið breyst frá því er nafn hans var mest tengt Hafskips- málinu. Þá gaf fjármálaráðherra margsinnis þá yfirlýsingu að engin ástæða væri til að Albert viki úr ríkis- stjóminni. - Á sama tíma sýndu allar skoðanakannanir að mikill meirihluti þeirra er afstöðu tóku töldu að Albert ætti að segja af sér á meðan málið væri í rannsókn. En nú hefir þjóðin og Þorsteinn Pálsson skipt um hlutverk. . . Nú vill fólkið hafa sinn Albert og Borg- araflokk... Hvort hann er stofnaður um stól eða stefriu skiptir ekki máli. Þessa stundina er Albert ótvíræður sigurvegari - og á orðum hans hefir helst mátt skilja að þetta væri ein af vfsdómslegum ráðstöfunum guðdóms- ins. Of seint er iðrast eftir dauðann Eftir því sem nú horfir eru mestu líkur til að þetta verði hinar sögu- legustu kosningar - þar sem viðhorf fólks virðist einkum stjómast af til- finningahita og manndýrkun. . . Svo illa hefir verið farið með góðan mann að hann sjálfur og stór hluti þjóðar- innar var gráti nær. - Og í öllu því moldviðri, sem geisað hefir að undan- fömu, hverfur hugtakið „hægri“ og „vinstri" með öllu og átrúnaðargoð fólksins er hafið yfir alla pólitík og sópar til sín fylgi úr öllum áttum. Ef til vill rætist nú sá þráláti draum- ur íhaldsins að fá hreinan meirihluta á Alþingi... Ef svo fer má þjóðin biðja fyrir sér. - Þá kann svo að fara að hún átti sig á að of seint er að iðrast eftir dauðann... Hún þarf að komast til skilnings á því að tröllin hafa trölla- siði. . . og íhald Sjálfstæðisflokks og íhald Borgaraflokks er álíka gott eða illt þótt að það gangi klofið til kosn- inga vegna innbyrðisátaka, valdabar- áttu og tvöfalds siðgæðis. Aðalheiður Jónsdóttir gera... þessu yrði að kippa í lag... Kmnk.. kmnk og krá. Buldi við brestur Sá merki atburður hefir nú gerst í íslenskum stjómmálum að Sjálfetæð- isflokkurinn klofnaði allt í einu í tvo parta með miklu braki og brestum... báknið sem íhaldið hefir verið svo stolt af að stæði sem klettur úr hafinu á hverju sem gengi. En varla ætti þessi atburðúr að valda þjóðarsorg. - Sjálfstæðisflokk- urinn hefur fyrir löngu vaxið þjóðinni yfir höfúð svo að ekki hefir reynst unnt að byggja hér upp manneskjulegt j afnréttisþj óðfélag. Stór hópur af fjárhagslega illa stæðu fólki hefir gegnum tíðina stutt þennan skæðasta andstæðing sinn til valda... Það gæti verið verðugt verk- efni fyrir sálfræðinga að pæla í ef þeir botna þá annars eitthvað í sálarfræði... þannig hefir Sjálfetæðis- flokkurinn einnig sótt fylgi sitt í raðir kjamorkuvopnaandstæðinga og her- stöðvaandstæðinga. Nú um hríð hefir mikið verið rætt „Ef til vill rætist nú sá þráláti draumur íhaldsins að fá hreinan meirihluta á Al- þingi... Ef svo fer má þjóðin biðja fyrir sér. - Þá kann svo að fara að hún átti sig á að of seint er að iðrast eftir dauð- ann. ..“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.