Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987. Fréttir Jón Baldvin Hannibalsson fjánnálaráðheira: Söluskattsundanþágur afnumdar um áramótin - mistök í samningu reglugerðar ollu misskilningi varðandi mjólkutvörur og söluskatt „Ég hef ekki bakkað með neitt. Við gerð stjómarsáttmálans var ákveðið að mjóikurvörur skyldu undanþegnar söluskatti en aftur á móti urðu mistök við gerð reglugerðarinnar um sölu- skattinn sem olli því að mjólkurdrj’kk- ir vom settir undir hann en það hefur verið leiðrétt. Það stóð aldrei til að ég gengi á bak orða minna frá samn- ingu stjómarsáttmálans," sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráð- herra í samtali við DV en Jón hefur verið ásakaður fyrir að hafa látið land- búnaðarforystuna kúga sig. „Annars er hér um að ræða nokk- urra mánaða millibilsástand því í stjómarsáttmálanum er ákvæði um að fækka enn frekar undanþágum frá söluskatti um næstu áramót og verða þær mjög fáar eða nánast engar eftir það,“ sagði Jón Baldvin. Undan því er kvartað að óljóst sé með marga vöruflokka hvort þeir eigi að vera söluskattslausir, með 10% skatt eða 25% skatt. Jón var spurður um það mál. „Það hlýtur óhjákvæmilega að verða svo meðan undanþágur em leyfðar. Það tekur sinn tíma að koma málunum í rétt horf eftir svona breyt- ingu. Það er ekki fyir en allar undanþágur hafa verið afhumdar að þetta vandamál leysist," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. -S.dór „Þetta eru marhnútar og þá er sko ekki hægt að éta,“ sögðu þessir hressu strákar sem DV hitti á bryggjunni á Tálknafirði. Þeir sögðu að stundum væri hægt að veiða lax við bryggjuna, þegar hann slyppi út frá fiskeld- isstöðinni í fjarðarbotninum. Ekki amalegur bryggjufengur það! DV-mynd: KAE Tilraunir með tveggja stafha skip í Noregi burðarmeiri og stöðugri en venjuleg skip Hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins (skipadeild) í Þrándheimi í Noregi standa nú yfir tilraunir með líkan af tveggja stafiia fiskiskipi og hafa þær vakið mikla athygli. Líkanið er þannig að annað stefiúð er stórt eins og á venjulegu fiskiskipi en hitt er á minna hliðarskipi sem er hugsað sem olíu og vatnstankur og lítið geymslupláss að auki. Það sem Norðmenn segja að vinnist við þetta er að aðalskipið ber meira af fiski þar sem allir tankar þess em í litla skipinu og svo verður það mun stöðugra með tilkomu hliðarskipsins. í raun er hér um að ræða skip byggt á sömu hugmynd og suðurhafseyja- menn notuðu hér fyrrum og réra bara á annað borðið. Við tilraunir með líkanið hefur kom- ið í ljós að veltingur er allt að 40% minni en á venjulegu skipi og þar af leiðandi verður öll vinna um borð mun auðveldari. Auk þess gerir minni velt- ingur mögulegt að veiða og vinna við verri aðstæður en áður. Menn hafa áður gert tilraunir með tveggja stafna skip en þau hafa alltaf verið talin eyða mun meiri olíu en venjulegt skip. Með því að hafa hliðar- bátinn minni virðist þetta vandamál vera leyst, ef marka má frásögn af þessum tilraunum í blaðinu Inform sem gefið er út af Rannsóknastofhun fiskiðnaðaiins i Þrándheimi. -S.dór Viðtalið „Blaðamannsreynslan mun koma sér vel“ - segir Guðmundur Magnússon, aðstoðarmaður menntamálaráðherra „Ég er viss um að sú reynsla, sem ég bef öðlast i gegnum blaðamanns- starf mitt undanfarin ár, á eftir að reynast mér notadrjúg í þessu nýja starfi," segir Guðmundur Magnús- son sem ráðinn hefur verið aðstoðar- maður Birgis ísleifs Gunnarssonar menntamálaráðherra og hóf störf í fyrradag. Guðmundur er 31 árs, kvæntur Vöku Hjaltalín og eiga þau tvö böm, en að sögn hans er það þriðja vænt- anlegt í næsta mánuði. Hann lauk BA-prófi í sagnfræði og heimspeki frá Háskóla íslands árið 1980 og M.Sc.-prófi í rökfræði og vísindalegri aðferðafræði frá London School of Economics érið 1982. Hann hefur verið stundakennari við Háskóla ís- lands og kennt við grunnskóla. Guðmundur hóf sína blaðamennsku á Dagblaðinu, þar sem hann starfaði sumrin 1978-’80. Síðan var hann blaðamaður á Tímanum 1982-’83 og hóf störf hjá Morgunblaðinu í árs- byijun 1984 þar sem hann hefur starfað fram að þessu, nú síðast við þingfréttamennsku og stjómmála- skrif. „Þótt að ég sé menntaður sagn- fræðingur og heimspekingur er það kannski mín sérviska að nota ekki Guðmundur Magnússon, nýráðinn aðstoðarmaður menntamálaráð- herra . DV-mynd Brynjar Gauti þessi starfsheiti. Mér finnst að menn verði að ávinna sér starfsheiti af þessu tagi en eigi ekki að öðlast þau við að taka próf í því eða ganga í félagsskap af þessu tagi. Mér fellur best að kalla mig blaðamann og geri það líklega áfram,“ segir Guðmund- ur. „Ef það á að spyija mig um áhuga- mál þá er ég mikill lestrarhestur enda hefur það lengstum fylgt blaða- mannsstarfinu að lesa sér mikið til til þess að kynna sér og setja sig inn í mál. Það mætti kannski segja að ég sé áhugamaður um hugmyndir, og þá á ég við í öllu mögulegu, list- um, menningarmálum og stjóm- málum og fleim sem ég get t.d. nýtt mér við ritstjóm á tímaritinu Frels- inu, sem ég hef ritstýrt síðastliðið ár og hefúr verið gefið út af Félagi frjálshyggjumanna. Það er ætlunin að því blaði verði fundinn enn víð- tækari vettvangur á næstunni heldur en áður. Það mætti líka segja að ritstörfin séu hálfgerð árátta hjá mér. Ég hugsa að þetta nýja starf sé ekki frábmgðið blaðamennskunni að því leyti að bæði störfin em mjög fjölbreytt og spanna vítt svið. Þess má geta til gamans að bróðir minn, Þorsteinn Magnússon stjómmála- fræðingur, var einnig aðstoðarmað- ur menntamálaráðherra á sínum tíma, þegar Ragnar Amalds gegndi embættinu í vinstri stjóminni ’79-’80. Það mætti kannski segja að starfið hafi haldist innan fjölskyl- dunnar,“ sagði Guðmundur. -BTH Þannig litur þaö út, tveggja stafna tilraunaskipið. Búvörusamningurinn endurskoðaður - ef dómurinn verður staðfestur „Fulltrúi fjármálaráðherra í fram- kvæmdanefhd búvörusamningsins hefur sagt að verði dómurinn stað- festur raski hann fosendum samnings- ins við Stéttarsamband bænda. Ef forsendum samningsins er raskað verður að endurskoða hann,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra. Eins og fram hefur komið féll dómur í fógetarétti Vestur-Húnavatnssýslu þar sem Jóni Jónssyni, bónda á Skarfs- hóli, var heimilað að taka út það kjöt sem hann hafði lagt inn umfram full- virðisrétt sinn. Hafa menn haldið því fram að verði dómurinn staðfestur séu forsendur búvörusamningsins brostn- ar. Jón Baldvin Hannibalsson vildi minna á að í málefhasamningi ríkis- stjómarinnar væri ákvæði á þá lund að ríkisstjómin leitaði endurskoðunar á búvörusamningnum og því væri ekk- ert því til fyrirstöðu að það væri gert. -JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.