Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Síða 32
32
SM4
$Kj F\>^
ÞJOÐRAÐ VIKUNNAR
BUBBI MORTHENS - ÞJÓÐ-
LAG (GRAMM)
Bubbi er bara að verða
eins og eðalvín; hann verð-
ur betri með hverju árinu
og ef svo heldur fram sem
horfír bíður hans enn betri
tíð með enn fleiri blómum
í haga ... Hér hefur hann
samið gullfallegt lag við
gullfallegt ljóð Snorra
Hjartarsonar og mega bæði
lag og ljóð una sambúðinni
vel. Með þessu lagi hlýtur
Bubbi að bæta enn fleiri
aldurshópum í aðdáenda-
safnið.
ÖNNUR ÁGÆT RÁÐ
LOS LOBOS - LA BAMBA
(SLASH)
Hér kveður við annan
tón; fjörið leikur hér laus-
um hala svo gusast upp um
alla veggi. Los Lobos gera
þessu gamla þjóðlagi glæst
skil og eru raunar sjálf-
kjörnir til þess; hljóta að
vera uppaldir við þessa
tónlist frá blautu barns-
beini. Útihátíðalag ef
nokkurt slíkt er til.
SHAKIN STEVENS - A
LITTLE BOOGIE WOOGIE
(IN THE BACK OF MY MIND)
(CBS)
Stebbi hristingur að
hressast og hristir hér fram
úr erminni laufléttan sum-
arsmell sem auðvelt er að
syngja og tralla með.
Klappið, stappið og smell-
irnir, allt er á sínum stað.
ATLANTIC STARR - AL-
WAYS (WEA)
Dettur allt í dúnalogn;
lungamjúk ballaða upp á
gamla móðinn frá Atlantic
Stair, virkilega þægilegt
lag en ekkert stórvirki.
Gott svo langt sem það
nær.
NÚ GERAST GÓÐ RÁÐ DÝR
SAMMY HAGAR - GIVE TO
LIVE (GEFFEN)
Hvað skyldi Eddy segja
við þessu? Söngvarinn far-
inn að smíða smelli upp á
eigin spýtur. Hann þarf þó
ekki að hafa stóráhyggjur,
þetta er sama gamla tugg-
an bara undir öðru nafni.
Amerísk rokkballaða að-
eins í þyngri kantinum,
alveg eins og allar hinar,
hvorki betri né verri.
GLORIAESTEFAN & MIAMI
SOUND MACHINE
RYTHM’S GONNA GET YOU
(EPIC)
Latín-amerískt sól í
diskóstíl, ósköp verk-
smiðjulegt og sérhannað
fyrir þá sem stunda fóta-
mennt.
-SþS-
Greifaniir-Sviðsmynd
Fjögurra stafa orð
Þetta er platan sem átti að verða stór.
I stað þess er hún stór-lítil. Fjögur lög
á fjörutíu og fimm snúningum, þar af
hefur eitt komið áður út á safii-
plötu.
Þymirós er heldur ekkert annað en
uppfylling á Sviðsmynd Greifanna.
Upphaflega hugmyndin var að gera
stóra plötu sem telja má eðlilegt fram-
hald miðað við þögurra laga plötuna
í fyrra. Vegna ýmissa ástæðna bíður
sú breiðskífan haustsins. Þess vegna
ber Sviðsmynd öll merki þess að vera
varaskeifa. I rauninni er aðeins eitt lag
sem sýnir að Greifamir hafa tekið út
þroska frá því á Bláu blóði. Lagið Ast
eftir Kristján Viðar og Felix ber af á
þessari plötu. Ljúft (Jægurlag, i smekk-
legri útsetningu, og textinn um ástina
sem brást er blessunarlega laus við
væmni. Rómantískt popplag fyrir
hryggbrotna.
Annað á plötunni er satt best að
segja harla ómerkilegt. Framan við
sviðið og Frystukistulagið em ódýrir
sumarslagarar eins og nú er svo mjög
í tísku að setja á plast. Svipuð dæmi
em einmitt að finna á plötum Stuð-
kompanísins og Sú Ellen. Ákaflega
óspennandi.
Sviðsmynd er millibilsástand hjá
Greifunum. Þeir em að beijast við að
losa sig við unglingaímyndina en
þurfa meira en lag eins og Ást til að
færa sönnur á það. Breiðskífa í haust
tekur vonandi af öll tvímæli um
þroska Greifanna sem þenkjandi tón-
listarmanna. Yfir þessa mynd af
hljómsveitinni er hægt að nota eitt
fjögurra stafa orð-ókei.
-ÞJV
1
m
Sniglabandið - Áfram veginn - með meindýr í maganum
A réttri braut
Sniglabandið vakti á sér verðskuldaða
athygli um síðustu áramót með
tveggja laga plötu sem naut tölverðrar
hylli enda prýðistónlist á ferðinni.
Kom í ljós að þessir piltar kunnu
ýmislegt fleira fyrir sér en að þeysa
um á mótorhjólum, sem er þeirra
helsta tómstundaiðja.
On nú bæta sniglamir um betur og
senda frá sér fjögurra laga plötu en
því miður fyrir þessa pilta hefur platan
þeirra að mestu drukknað í vorflóðun-
um á íslenska plötumarkaðnum.
Skýringin á þessu er eflaust sú að
ekkert lag af plötunni hefur náð vem-
legum vinsældum, einna helst
Gunnakaffi en það lag er samt ekki
dæmigerður smellur, vantar afgerandi
viðlag. Og raunar er ekkert laganna
á plötunni þess eðlis að geta slegið í
gegn og er þar kannski komin skýring-
in á því að plata þessi hefur fallið í
skuggann.
En vinsældir og gæði fara ekki allt-
af saman og kannski sjaldnast enda
em á þessari plötu ágætis lög þó ekki
hafi þau náð vinsældum.
Þijú af lögunum em frekar í mýkra
lagi en við var að búast frá Sniglunum
en eitt er þéttur rokkari.
Það fer ekki á milli mála að Snigla-
bandinu hefur farið mikið fram frá
fyrstu plötunni og hefur greinilega
verið lögð miklu meiri vinna í þessa
plötu en þá fyrri. Drengimir em líka
orðnir hagvanari í hljóðverinu. Og nú
er bara að halda áfram veginn og gef-
ast ekki upp.
-SþS-
Stuðmenn - Á gæsaveiðum
Vel ber í veiði
Hin virta stofhun og fyrirtæki, Stuð-
menn hf., hefur um langt árabil létt
landsmönnum stundimar með fram-
leiðslu á léttu gæðapoppi með skop-
legu ívafi og óneitanlega væri íslenskt
tónlistarlíf miklu mun fátækara ef
ekki hefði Stuðmanna notið við.
Og enn er framleiðslan í fullum
gangi og af þessari nýjustu afurð fyrir-
tækisins að dæma hefur gæðum
framleiðslunnar ekki hrakað nema
síður sé. Og skýringin á því er fyrst
og fremst sú að í liði fyrirtækisins em
landsliðsmenn í hverju sæti eins og
íþróttafréttamenn myndu orða það.
Liðið er þvi orðið nokkuð vel sam-
spilað og verður ekki annað sagt en
að á þessari plötu leiki menn við hvum
sinn fingur.
Sem fyrri daginn er grunnt á spaug-
inu hjá Stuðmönnum en sem betur fer
falla þeir ekki í þá gryfju, sem margar
af þeim sveitum sem reyna að feta í
fótspor þeirra í dag falla i, að detta í
subbuskap i skemmtiviðleitninni.
Á gæsaveiðum inniheldur tíu lög og
þar af eiga Jakob Magnússon og
Ragnhildur Gísladóttir fjögur lög,
Valgeir Guðjónsson á tvö, Egill Ólafs-
son eitt og þeir tveir í sameiningu eitt,
Valgeir, Jakob og Egill eitt og Val-
geir, Egill og Stuðmenn eitt.
Fjölbreytnin í lögunum er mikil án
þess þó að platan sé sundurleit og hef
ég gmn um, þó svo að lögin séu skráð
á ákveðna höfunda, að endanleg út-
færsla laganna sé samvinna allrar
hlj óms veitarinnar.
Þegar hafa nokkur lög af þessari
plötu öðlast þjóðfrægð og ekki furða
þar sem um er að ræða vandaða popp-
tónlist eins og hún gerist best, bæði
lög og flutningur.
Er ég á því að Stuðmannafabrikkan
hafi ekki sent frá sér betri framleiðslu
síðan Með allt á hreinu kom út um
árið, sællar minningar.
Einn galli er þó á þessari afurð og
er hann sá að textablað fylgir ekki
með plötunni og er það miður vegna
þess að hljómsveitin leggur óneitan-
lega mikið upp úr textum og ætti ekki
að vera mikið mál að láta þá fljóta
með í plötuumslagi.
En þetta er bara lítils háttar galli, í
heildina er þessi plata gæðagripur og
enn ein rósin í vöndinn í hnappagati
Stuðmanna. cutj
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987.
POPP
SMÆLKI
Sæl nú!... Michael Jack-
son er loksins að rjúfa
einangrunína eftir fjögurra
ára þögn og 40 milljón plöt-
ur seldar af Thriller. Fyrir
nokkrum dögum kom út
fyrsta smáskífan af væntan-
legrí breiðskífu Michaelsog
er þar að finna lagið I Just
Can't Stop Loving You. Og
þar syngur M ichael dúett
með Siedah nokkrum Garrett
og ku þetta vera hugguleg-
asta lag. Breiðskífan BAD
er svo væntanleg einhvern
tíma i ágúst og i september
hefst heimsreisa Michaels
og leggur hann upp frá Jap-
an. Ekki erreiknaðmeð
honum til Evrópu fyrr en með
næstu vorskipum ... Heldur
er orðið fátæklegt um að
litast í hreiðri þeirra Jack-
son-bræðra eins og það var
og hét á velmektardögum
bræðrabandsins. Piltarnir
hafa verið að læðast burtu
einn og einn til að reyna
fyrir sér á eigin spýtur og
hefursumum bara gengið
þokkalega eins og kunnugt
er. Nú eru bara þeir Randy,
Tito og Jacky eftir og fer
engum sögum af plötuútgáfu
þeirra ... Madonnahéltá
dögunum tónleika í Madison
Square Garden í New York
og rann allur ágóði af tón-
leikunum til baráttunnar
gegn eyðni. Heimildir herma
að tónleikarnir hafi verið
meiriháttar og ku sú stutta
hafa farið á kostum á svið-
inu og þá ekki síður í sveifl-
um ensöng . .. Mr. Mister,
sem gerði það svo gott á
siðasta ári, er með nýja
breiðskifu á næstu grösum.
Kemur platan út I ágústmán-
uði og heitir Go On ...
Stevie Wonder og sjálfur
stórsjarmurinn Julío Igles-
ias dúett og til að gera nú
ekki upp á milli stórstjarn-
anna verður þetta lag að
finna á væntanlegum breið-
skifum þeirra beggja . . . Þvi
er nú fleygt, og fyrir þvi tald-
artraustar heimildir, að
dagar Frankie GoesTo
Hollywoodséu núallir.
Hljómsveitin tók sér hlé frá
störfum i vor sem kunnugt
er en ekkert hlé virðist ætla
að verða á hléi. Peter Giil,
trommuleikari hljómsveitar-
innar, sagði á dögunum i
giftingarveislu Mark O'To-
ole, bassaleikara FRGTH, að
samkomulag þeirra við
söngvarann Holly Johnson
væri ekki upp á það marga
fiska að það tæki þvi að
lappa upp á það. Taldi Gill
ekkióliklegtað þeirsem
eftir væru i hljómsveitinni
héldu hópinn undirnýju
nafni. .. verði þeim að
góðu . . .
-SþS-