Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. Útlönd________________________e Bandarísku herstóðvamar viðkvæmasta deiluefhið Jón Ormur Halldórssan, DV, London: Því fer víðsfjarri að friður ríki á Filippseyjum nú þegar eitt og hálft ár er liðið frá falli einræðisstjórnar Marcosar og valdatöku Aquino forseta. Þó að stjórn Aquino hafi í raun ekki tekist að greiða sæmilega úr neinum af helstu vandamálum eyj- anna hafa vinsældir forsetans lítið minnkað og unnu stuðningsmenn hennar yfirburðasigur í kosning- unum til þingsins sem tók til starfa um mánaðamótin. Þingið hefur tekið við hluta af þeim völdum sem forsetinn tók sér í upphafi og um leið hefur það feng- ið til úrlausnar öll þau sömu vandamál sem forsetinn hefur glímt við með vægum árangri síð- ustu þrjú misserin. 25 þúsund skæruliðar Þó dregið hafi úr bardögum við skæruliða kommúnista frá því sem verst var í fyrra þegar nærri hundr- að hermenn stjórnarinnar voru drepnir í viku hverri halda skærur og fyrirsát áfram í mörgum héruð- um landsins. Samkvæmt tölum stjórnarhersins eru um tuttugu og fimm þúsund skæruliðar nú undir vopnum og segir stjórnin að þeir hafi ítök í meira en átta þúsund þorpum í landinu en mikill meiri- hluti hinna fimmtíu og sex milljóna íbúa Filippseyja býr í fjörutíu til fjörutíu og fimm þúsund þorpum í sveitum landsins. I Manila, þar sem hátt í tíu milljónir manna hafast við, eiga skæruliðar að likindum frekar vaxandi stuðningi að fagna í víðáttumiklum fátækrahverfum sem hýsa meirihluta borgarbúa. Einkaherir rísa Um leið hafa bardagar aukist á ný í Mindanao þar sem íslamskir skæruliðar berjast fyrir sjálfstæðu ríki fyrir trúbræður sína sem eru rúmlega tvær milljónir manna þar. Víðs vegar um Filippseyjar hafa risið upp einkaherir sem einkum eru á snærum landeigenda sem annars vegar vilja verjast skæru- liðum kommúnista og hins vegar vilja halda niðri smábændum sem aukið hafa mjög á baráttu sína fyr- ir umbótum á jarðnæði. Aquino lét verða það sitt síðasta verk sem ein- valdur forseti að setja lög sem eiga að vera rammi fyrir ný lög um jarð- næði. Samkvæmt þessum ramma er gert ráð fyrir mjög umfangsmik- illi umskiptingu á landi um allar eyjarnar. Þetta er ásamt deilum um framtíð bandarísku herstöðvanna á Filippseyjum viðkvæmasta deilu- málið í stjórnmálum landsins og sennilega það mál sem næstum mun ráða um framtíð skæruhern- aðar. Efnahagslegur uppgangur Síðustu vikur hafa loksins tekist að berast fréttir af nokkrum efna- hagslegum uppgangi á Filippseyj- um en fullsnemmt er þó að spá nokkru um viðvarandi vöxt í hag- kerfinu. í fyrra var hagvöxtur að líkindum 2,5 prósent en það er minna en fólksfjölgun í landinu sem er nær 3 prósent á ári. Á þessu ári og sérstaklega á síðustu mánuð- um hafa tölur í hagkerfinu hins vegar bent til ört batnandi stöðu og virðist sem hagvöxtur geti orðið 5 prósent á þessu ári og það án þess að verðbólga vaxi verulega ef viðskiptajöfnuður batnar meira en verið hefur síðustu ár. Fjárfesting- ar hafa aukist verulega að undan- förnu og erlent fjármagn hefur tekið að streyma inn í landið að nýju í nokkrum mæli. Erlendar skuldir Hagkerfið er hins vegar enn þrúgað af gífurlegum erlendum skuldum og arfur frá þeim tíma er efnahagsstefna var sniðin að þörf- um fámennrar valdaklíku og auðstéttar í kringum Marcos for- seta. Sérfræðingar í efnahagsmálum hafa deilt talsvert að undanförnu um útlitið framundan og ganga spár um hagvöxt talsvert á víxl. Þær bjartsýnustu gera ráð fyrir 6 til 7 prósent hagvexti á ári næstu þrjú árin en aðrar nefna mun lægri tölur. Hin gífurlega fólksfjölgun í landinu gerir það að verkum að hagvöxtur, sem þætti umtalsverður í Evrópu, þýddi stöðnun á Filipps- eyjum. Dragast aftur úr Hagkerfi flestra landanna í kringum Filippseyjar hafa í meira en áratug vaxið til muna hraðar en gerst hefur á Filippseyjun en fyrir þrjátíu árum komu Filippseyj- ar næstar á eftir Japan hvað varðar tekjur manna í Asíu. Nú eru þjóðartekjur á Filippseyj- um aðeins um fiórðungur þess sem gerist í Suður-Kóreu og á Taiwan eða í Malasíu og minna en tíundi hluti af tekjum manna í Singapore. Svo virðist sem tekjur almennings á Filippseyjum muni halda áfram að dragast aftur úr því sem gerist í löndunum í kring því spáð er 7 til 10 prósent hagvexti næstu ár í flestum landanna sem nefnd voru. Viðkvæmasta deilumálið Þetta ástand í efnahagsmálum mun að líkindum ráða niðurstöðu í einu viðkvæmasta deilumáli í filippseysku þjóðfélagi, framtíð bandarísku herstöðvanna. Her- stöðvarnar á Filippseyjum við Subicflóa og á Clarkflugvelh eru stærstu herstöðvar Bandaríkja- manna utan þeirra eigin lands. Umsvifin í kringum þessar her- stöðvar eru með ólíkindum mikil og fyrir fátækt land eins og Filipps- eyjar eru þessar herstöðvar risafyr- irtæki. Hjá hemum vinna nálægt fimmtíu þúsund manns og hjá fyrir- tækjum, sem eiga sitt að miklu leyti undir hernum, vinna mun fleiri. Ef herstöðvunum yrði lokað mætti því ætla að að minnsta kosti tvö hundruð þúsund manns myndu missa vinnuna og margir fleiri spón úr aski sínum. Tölur um þetta eru þó mjög umdeildar, sumar mun hærri, aðrar talsvert lægri. Skipta miklu máli Þó að tvö hundruð þúsund manns séu ekki stór hópur á Filippseyjum, því þjóðinni fjölgar um annað eins á hverjum sex vikum eða svo, þá skipta þessi störf miklu meira máli en fjöldi þeirra kann að gefa til kynna. Þarna er um að ræða um- talsverðan hluta af peningahag- kerfi eyjanna en flestir íbúanna vinna við frumstæðan búskap. Reiknað hefur verið út af banda- rískum aðilum að herstöðvarnar sjái Filippseyjum með beinum hætti fyrir rúmlega 4 prósentum af þjóðartekjunum en þetta var áður en efnahagskerfið dróst sam- an og áður en flotauppbygging Reaganstjómarinnar hófst fyrir alvöru, þannig að þessi tala er að líkindum allt of lág. Breytt umræða Fyrstu mánuðina eftir að Aquino komst til valda fór af stað mikil umræða á Filippseyjum um framtíð herstöðvanna og fyrir tæpu ári, þegar fréttaritari DV var síðast á Filippseyjum-, virtist enginn vafi á því að mikill meirihluti almennings væri á því að loka skyldi herstöðv- unum þegar núverandi sammngar renna út eftir fjögur ár. Almenn- ingi hafði verið meinað að ræða þetta mál á tímum einræðisstjórnar Marcosar sem kappkostaði mjög að efla tengslin við Bandaríkin. Hvar sem herstöðvarnar voru nefndar svaraði fólk með miklum hita að herstöðvarnar skyldu á brott því Filippseyjar ættu nú loks að verða sjálfstæðar. Á síðustu mánuðum hefur umræðan breyst. Kaldhæðni gætir Umræðan um herstöðvarnar á Filippseyjum virðist nú að veru- legu leyti snúast um efnahagsmál. í blöðum er almennt og opinskátt deilt um efnahagsleg atriði varð- andi veru herstöðvanna en þegar önnur atriði eru nefnd er því oft tekið með nokkurri kaldhæðni. Þannig hafa umræður um þann vilja margra Filippseyinga að eyj- arnar verði lýstar kjarnorku- vopnalausar að nokkru leyti snúist upp í umræður um hversu sterkt atriði þetta kunni að reynast í samningum við Bandaríkjamenn í leigu fyrir herstöðvarnar. Þannig hefur einn af stuðningsmönnum áframhaldandi veru herstöðvanna lýst því hvernig hann sé ánægður með andstöðuna gegn herstöðvun- um og gegn kjamorkuvopnum því allt þetta styrki samningsaðstöð- una þegar til kastanna kemur. Tekur ekki afstöðu Aquino forseti hefur enn ekki tekið afstöðu í þessu máli og segist ekki munu gera það í bráð. Nokkr- ir ráðherrar í ríkisstjórn hennar eru andvígir framlengingu og leyfi fyrir herstöðvarnar en meirihlut- inn er að líkindum á því að fram- lengja samningana í nokkur ár gegn verulegri hernaðaraðstoð frá Bandarikjunum. Á nýkjörnu þingi eru allnokkrir svamir andstæðing- ar herstöðvanna en talið er að nokkrir fyrrum andstæðingar hafi nýlega skipt um skoðun eftir að hafa litið á tölur úr hagkeríínu. Þeir sem vilja herstöðvamar áfram benda einnig á vaxandi skæruhernað í landinu síðustu misseri og telja landinu nauðsyn að njóta aukinnar hernaðaraðstoð- ar frá Bandaríkjunum sem með vem sinni komi einnig í veg fyrir stuðning erlendis frá við skæru- liða. Miklu fleiri telja hins vegar að herstöðvarnar auki á gengi skæmliða því margir þjóðernis- sinnar hafa gengið til liðs við kommúnista líkt og gerðist víðar í Suðaustur-Asíu á tímum Indókína- stríðsins. Aukin aðstoð Frá sjónarhóli Bandaríkjanna eru herstöðvarnar nauðsynlegar og vandræði að koma þeim fyrir ann- ars staðar mjög veruleg, ekki síst hvað varðar kostnaðinn sem yrði margir milljarðar dollara. Banda- ríkjamenn munu þrýsta sem þeir mega á Filippseyinga í þessum efn- um og þeir munu að líkindum bjóða verulega aukna hernaðaraðstoð, eitthvað aukna efnahagsaðstoð og stuðning við málstað Filippseyinga gagnvart lánardrottnum á Vestur- löndum. Meirihluti þingsins á Filippseyjum mun að öllum h'kind- um telja slíkt vera tilboð sem þarlendir menn hafi ekki efni á að hafna. Næstu mánuði og misseri munu menn hins vegar reyna að bæta samningsstöðu sína með því að láta ólíklega. Tugþúsundir skæruliða til sveita og milljónir stuðningsmanna þeirra munu hins vegar líta þetta mál sem úrslitaatriði hvort vopnuð barátta gegn stjóminni sé réttlæt- anleg eða ekki. Corazon Aquino, forseti Filippseyja, hefur ekki tekið afstöðu í viökvæm- asta deiluefninu í stjórnmálum landsins, það er veru bandarísku herstöðvanna á eyjunum. Símamynd Reuter Efnt hefur verið til mikilla mótmælaaðgerða á Filippseyjum aö undan- förnu vegna verðhækkana en það er einmitt ástandið í efnahagsmálum sem getur ráðið úrslitum í deilunum um veru bandarísku herstöðvanna á eyjunum. Tölur úr hagkerfinu sýna að hagkvæmt er fyrir Filippseyinga að hafa herstöðvarnar. Símamynd Reuter Umsjón: Halldór Valdimarsson og Ingibjörg Sveinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.