Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. Myndsjá Allt á sig lagt Ástralíumenn hafa af því þungar áhyggjur um þessar mundir að spenna hefur mjög aukist milli frumbyggja og innflytjenda af engilsaxnesku bergi. Vilja þeir allt til vinna að þessir tveir hópar geti lifað í sát.t og samlyndi og í því augnamiði var fyrir skömmu efnt til hesta- og nautaats í bænum Brew- arrina. Þar var lögreglu landsins meðal annars gert að etja kappi við nautið Rambó sem hér kastar lögregluþjóni af sér við góðar undirtektir áhorfenda. Ekki fylgdi sögunni á hvem hátt slíkir leikir bættu sambúð kynþáttanna tveggja í Ástralíu en óneitanlega heíúr verið að því nokkur skemmtun að sjá bola tuska lögguna til. Lögreglan hefur einmitt verið sökuð um að sýna frurobyggjum yfirgang og jafhvel ofbeldi svo að vafalítið hefur þeim þótt Rambó koma fram hefhdum. Gervigáfur Allt frá því að fyrstu reiknivélar komu á markað hefur manninn dreymt um að hanna tölvu sem getur hugsað skapandi, líkt og mannsheilinn. Þótt sá draum- ur sé enn fjarlægur hefur einn af vísindamönnum General Electric fært okkur skrefi nær honum með rannsóknum sínum. Hann er hér með hluta af módeli sínu en með því er skref stigið í átt til tölvu sem getur þekkt hluti sem hún sér með sjónvarpsmyndavél. Vísindamaðurinn, sem heitir Van-Duc Nguyen, kynnti uppfinningar sínar í Mílanó í þessari viku á tíunda þingi þeirra sem fást við hönnun gervigáfna. Hvalkjotsveitingahús líða undir lok Veitingahús, sem sérhæfa sig í hvalkjötsréttum, hafa verið mjög vinsæl í Japan, en eru nú líklega að líða undir lok vegna erfiðleika við að afla hráefnis. Ef til vill er það íslenskur hvalur sem snæddur er á þessarri mynd en hann verður varla í boði framvegis ef hvalvemdarmenn fá sínu framgengt. Líklega verða stúlkumar þá að snúa sér að öðrum fæðutegundum því að það er að sjálfsögðu óhæfa að menn snæði þá fáu hvali sem eftir em. Súper- stjarna eða Drakúla? ítalir höfðu hið mesta dálæti á for- sætisráðherra sínum, Giovanni Goria, fyrir skömmu þegar hann stóð í stjómarmyndunarviðræðum. Þótti hann hin mesta súperstjama, bjarg- vættm- ítölsku þjóðarinnar og verðugur leiðtogi hennar. Nú hefur blaðið snúist heldur bet- ur við því stjömuferill Goria hefur fólnað ískyggilega. Jafiivel svo að íjölmiðlar segja hann hinn versta ódám, jafnvel brosandi skeggjaðan Drakúla. Ekki er gott að segja úr hveiju forsætisráðherrann á að sjúga blóð nema ef vera kynni efnahag ítölsku þjóðaiinnar. Þeir sem til þekkja telja það þó hina mestu vitleysu því eftir áralanga óstjóm sé ekkert blóð eftir í efnahag Ítalíu, hvorki rautt né blátt. Skyndi- kona? Það er óneitanlega meira gaman að njóta sjávar og sólar í Suðurlöndum ef maður er með ljúft fljóð sér við hlið. Misjafiilega getur þó gengið að fá kvenlegan félagsskap en þá dugir ekki annað en að hjálpa sér sjálfur. Það gerði hann, maðurinn hér á mynd- inni, því að hann bjó sér til kvensu í skyndi úr þeim byggingarefrium sem nærtækust vom. Þessi „skyndikona" hefur þá góðu kosti að hún hvorki talar of mikið, kvartar þótt gjóað sé auga á aðrar konur né heldur gerir kröfu til þess að borin sé á hana sólarolía í tíma og ótíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.