Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. 7 dv Viðtalid Fréttir Sigurður Hallmarsson, nýskipaður fræðslustjóri í Norðurlandsum- dæmi eystra. Sigurður tekur við nýja starfinu um mánaðamótin. Sigurður Hallmarsson: Tómstund- um mínum fækkar enn „Ég lít á þessa ráðningu mína sem sáttarskref hjá ráðherra. Ég er ráð- inn til bráðabirgða og ég hvorki get né hef áhuga á að h'ta á þetta sem einhverja æviráðningu," sagði Sig- urður Hallmarsson, skólastjóri á Húsavík, og nýsettur fræðslustjóri í Norðurlandsumdæmi eystra. Sigurður tekur við aif Ólafi Guð- mundssyni sem var skipaður fræðslustjóri eftir að Sverrir Her- mannsson, þáverandi menntamála- ráðherra, vék Sturlu Kristjánssyni úr embætti sem frægt varð. Frá því Sturla var rekinn hefur verið ófrið- legt í fræðsluumdæminu og kaus Ólafur að láta af störfum. Margir hafa litið á skipun Sigurðar sem málamiðlun í stoðunni og að með henni hafi menntamálaráðherra lægt öldumar, allavega um hríð. „Ég hef trú á því að einhverjar sættir náist með ráðningu minni og þess vegna féllst ég á að taka starfið að mér til bráðabirgða. Ég vona bara að þetta verði fræðslumálum í um- dæminu til góðs og ég er því bjart- sýnn.“ Sigurður sagðist ekki ætla að flytja til Akureyrar með fjölskylduna þar sem hann liti á þetta sem bráða- birgðastarf. Hann ætlaði að fara til Húsavíkur um helgar svo fremi sem veður og færð leyfði. „Ég er rétt að byrja að kynna mér í hverju þetta starf felst en ég held að það sé býsna fjölbreytt og um- fangsmikið." Sigurður Hallmarsson er 57 ára gamall. Hann er kvæntur Herdísi Birgisdóttur og eiga þau þrjú upp- komin böm. Sigurður á sér mörg áhugamál, svo sem leiklist, málara- list, tónlist og hestamennsku. „Ég hef ekki getað sinnt þessum áhugamálum mínum sem skyldi undanfarin ár vegna mikilla anna í vinnunni og ég er hræddur um að tómstundunum fækki enn eftir að ég byrja í nýja starfinu," sagði Sig- urður Hallmarsson. -ATA Bílvelta í Kjós Tvær manneskjur vom fluttar á slysadeild eftir að jeppa var ekið út af Vesturlandsvegi, norðan við Kiða- fell. Fólkið mun ekki vera alvarlega slasað. Jeppinn er töluvert skemmdur. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði fór betur en á horfðist. Jeppinn stöðvaðist á toppnum úti í skurði. Veltigrind, sem var í jeppanum, gerði það að verkum að ekki urðu alvarlegri slys á fólki. -sme Kvótalögreglan er á leiðinni austur - fimm sakbomingar fyrir vestan svara engu enn Á næstu dögum fá stjómendur 7-8 fiskvinnslufyrirtækja á Austurlandi heimsókn að sunnan. Kvótalögregla sjávarútvegsráðuneytisins er á leið- inni. Hún er búin að skoða fiskkaup og fisksölu 29 fyrirtækja, aðallega á vestanverðu landinu. I framhaldi af því var tilkynnt upptaka 650 tonna afla hjá fimm fyrirtækjum. Þau hafa ekki borið af sér sakir ennþá en kæru- frestur rennur út 7. september. Að sögn Jóns B. Jónassonar, skrif- stofustjóra ráðuneytisins, vinna þrír menn aðallega að kvótamálunum. Með þeim vinnur endurskoðandi sem hefur sérhæft sig í yfirferð þeirra gagna sem koma við sögu. Hlutverk þessa liðs, kvótalögreglunnar, er að upplýsa brot gegn þeim reglum og lög- um sem gilda um kvótaskiptingu afla á veiðiskipin. Jón segir að þeir ráðu- neytismenn yrðu manna fegnastir ef ekkert misjafnt kæmi í ljós og að at- hugasemdir reyndust ástæðulausar. Kvótalögreglan fer í öll opinber gögn sem liggja fyrir um afla og ráð- stöfun hans svo og sölu- og útflutn- ingsskýrslur. Að sögn Þórðar Eyþórssonar, deildarstjóra í sjávarút- vegsráðuneytinu, er lagt mat á þessar skýrslur með aðferðum sem hafa verið þróaðar hjá Fiskifélaginu og sölusam- tökum fiskvinnslunnar. Hvert tilvik er metið sérstaklega og tekið tillit til sérstakra aðstæðna þar sem um þær er að ræða. I langflestum tilfellum reynist ekki ástæða til þess að gera athugasemdir. En þegar um þær er að ræða fer kvóta- lögreglan i viðkomandi fiskvinnslu og leitar þar skýringa. Fáist þær ekki, að mati ráðuneytismanna, er felldur úrskurður um upptöku þess afla sem þeir álíta að ekki hafi verið talinn upp í kvóta viðkomandi veiðiskipa. Þannig voru áðumefnd fimm fyrirtæki krafin um rúmlega átta milljóna króna greiðslu vegna 650 tonna af þorski. Nöfn þessara fyrirtækja hafa ekki verið gefin upp af hálfu ráðuneytisins. Þó er vitað um eitt þeirra, Jökul hf. á Hellissandi, sem Skúli Alexandersson alþingismaður veitir forstöðu. Hann hefúr greint frá 120 tonna upptökukr- öfu á Jökul sem hann hefur mótmælt harðlega eins og kunnugt er. Hann hefur á móti krafið ráðuneytið um afturköllun upptökunnar. Kæra þar um er í vörslu Alþingis og að sögn Skúla verður hún send ráðuneytinu fyrir lok kærufrests sjái það ekki að sér eins og hann orðar það. Þórður Eyþórsson sagði um þetta afmarkaða mál Jökuls að tekið hefði verið tillit til allra sjáanlegra ástæðna og vafaatriði reiknuð fyrirtækinu til tekna. Þar á meðal hefði verið metin góð nýting afla hjá Jökli sem færi þó ekki fram úr nýtingu hjá best reknu fiskvinnslufyrirtækjum á landinu. Jón B. Jónasson sagði að aflaupptakan hjá Jökli yrði endurskoðuð eða felld niður ef fullnægjandi skýringar bærust ráðuneytinu. Það sama gilti um aðra í sömu sporum. -HERB Deilur um kirkjubyggingu á Ströndum: Sýslumaður norður í sáttaferð Enn standa deilur meðal sóknarbama í Ámeshreppi á Ströndum vegna kirkjubyggingarmála þar í sveit, en svo sem kunnugt er em deilur um það hvort byggja eigi nýja kirkju eða end- urbyggja þá gömlu. Er nú svo komið að unnið er við nýju kirkjubygginguna og einnig em áhugamenn um gömlu kirkjuna að endurbæta hana. Kom sýslumaður Strandamanna, Ríkharður Másson, í hreppinn í gær til þess að reyna að ná sáttum á milli hinna stríðandi hópa, en án árangurs. „Söfnuðurinn ákvað að byggja nýja kirkju," sagði Gunnsteinn Gislason, formaður sóknamefndar og oddviti í Ámeshreppi í gær, en staðfesti jafh- framt að deildar meiningar væm í kirkjubyggingarmálum hreppsins. „Þetta hefur verið hitamál hér í sveit- inni og skiptast menn nokkuð i tvö hom,“ sagði Gunnsteinn. Hann sagði að þeir sem nú vinna að endurbygg- ingu gömlu kirkjunnar væm á móti byggingu þeirrar nýju. Ekki kvað hann sættir fyrirsjáanlegar í málinu. -ój GLÆSIVAGNAR Á GÓÐU VERÐI DAIHATSU CHARADE CS, ÁRG. 1987, ekinn aðeins 8 þ. km, 5 dyra, 4 gíra, litur vel út, litur d-grásans. Bein sala. Verð 345.000. SUBARU 1800 STATION 4X4, ÁRG. 1987, ekinn aðeins 8 þ. km, útvarp og segulband, 5 gíra, vökvastýri, rafm. I læsingum og í speglum. Bein sala. Verð 650.000. SUBARU JUSTY J10 4X4, ÁRG. 1987, ekinn aðeins 6 þ. km, 5 gira, litur hvítur, 5 dyra. Bein sala. Verð 370.000. MMC GALANT GLX DIESEL TURBO, ÁRGERÐ 1986, ekinn 48 þ. km, vökvastýri, 5 gíra, bíllinn hefur verið til einkaafnota, útvarp og segulband o.fl., litur hvítur. Skipti koma til greina á ódýrari bifreið. Verð 620.000. Opið laugardaga kl. 10-17.30. Opið laugardaga kl. 10-17.30. KAUPENDUR/SEUENDUR, ATHUGIÐ: MIKIÐ ÚRVAL BIFREIÐA OG GREIÐSLUKJÖR VIÐ FLESTRA HÆFI. VÆNTANLEGIR KAUPENDUR ATH: MIKIÐ ÚTVAL NÝLEGRA BIFREIÐA Á SÖLUSKRÁ. VERÐ VIÐ FLESTRA HÆFI. CITROEN 2CV BRAGGI, ÁRG. 1987, ráðherrabíllinn í ár, sem nýr, ekinn aðeins 1 þ. km, opnanlegur toppur, litur grænn. Bein sala, má greiðast með skuldabréfi. Verð 350.000. HONDA ACCORD EX, ÁRG. 1987, sem nýr, ekinn 16 þ. km, rafm. í rúðum - læsingum - speglum, sjálf- skiptur, útvarp og segulband, vökvastýri, aflbremsur. Bein sala. Verð 750.000. CHEVROLET STARCRAFT, ARG. 1984, original innrétting, 8 manna, svefnpláss fyrir þrjá, sjálfskiptur, overdrive, 8 cyl., vökvastýri, útvarp, glæsivagn. Ath. skipti á ódýrari, má greiðast með skuldabréfi. Verð 1.350.000. NISSAN SUNNY 1500SLX SEDAN 4X4, ÁRG. 1987, ekinn 12 þ. km, útvarp, 5 gíra, vökvastýri, sumar- og vetrardekk. Bein sala. Verð 530.000. SUBARU 1800 COUPÉ 4X4, ÁRG. 1986, ekinn 22 þ. km, útvarp og segulband, 5 gíra, vökvastýri, álfelg- ur, dráttarkúla, sílsar, grjótgrind. Bein sala. Verð 600.000. FIAT PANDA 4X4, ARG. 1984, hinn óviðjafnanlegi safarí- og hálendis- bíll, ekinn 41 þ. km, útvarp og segulband. Kjörinn fyrir veturinn. Bein sala, góð kjör, má greiðast á skuldabréfi. Verð 220.000. NISSAN VANETTE, ARG. 1987, sem nýr, ekinn aðeins 7 þ. km, gluggar, sæti fyrir 7 manns, útvarp, 5 gíra. Ath. skipti á ódýrari, má greiðast að hluta með skuldabréfi. Verð 580.000. MMC GALANT 2000GLS, ÁRG. 1985, fallegur bíll, ekinn 45 þ. km, 5 gíra, vökvastýri, topplúga, útvarp og seg- ulband, rafm. læsingar, rafm. loftnet, litur hvítur. Ath. skipti á ódýrari. Verð 530.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.