Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. NY STÓRSENDING! SÖMU HAGSTÆÐU VERÐIN. H BERG f SKEI FUNN 1 5A, SÍMI: 91-8 47 88 i STOLPI vinsæli tölvuhugbúnaðurinn Átla alsamhæfð tölvukerfi sem ganga á yfir 20 tölvutegundir. • FJÁRHAGSBÓKHALD •SKULDUNAUTAR • LÁNARDROTTNAR •LAUNAKERFI • BIRGÐAKERFI •VERKBÓKHALD • SÖLUNÓTUKERFI •TILBOÐSKERFI Þú getur byrjað smátt og bætt við kerfum og stækkað fyrirtækið án þess að eiga það á hættu að „sprengja" kerfin því við bjóðum: • LITLA STÓLPA FYRIR MINNSTU FYRIRTÆKIN • STÓLPA FYRIR FLEST FYRIRTÆKI • STÓRA STÓLPA FYRIR FJÖLNOTENDAVINNSLU Látum allt fylgja með i „pakka" ef óskað er, s.s. tölvur, prentara, pappír, disklinga, húsgögn, kennslu og góða þjónustu. Sala Markaðs- og söluráðgjöf, Bjöm Viggósson, Ármúla 38,108 Rvk, sfmi 91-687466. Hönnun hugbúnaðar Kerfisþróun, Kristján Gunnarsson, Ármúla 38,108 Rvk, sími 91-688055. Ledurfatmiduv AMARÖ Aknrtfyri IMINA Akranesi Hi’ililsala 10|>)ilt?ðtir Hililshotða 14 Fréttir Ólöf Jónsdóttir, verkstjóri hjá Hraðfrystistöðinni á Þórshöfn. Eins og sjá má er hún hörkudugleg í bilaþvotti líka. DV-mynd JGH ^ DV á Þórshöfh: Ólöf verkstjóri í bílaþvotti Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: „Þeir vilja verða drullugir í rigning- unni,“ sagði Ólöf Jónsdóttir, verkstjóri í Hrað&ystistöðinni á Þórshöfn, þegar hún þvoði Volvóinn sinn í sumarfrí- inu, nýkomin frá Akureyri. Hún sagðist hafa það gott í fríinu eins og vera bæri og þegar hún var spurð hvort hún færi oft til Akureyrar sagði hún að það kæmi fyrir. „Ég á marga ættingja á Húsavík sem ég heimsæki reglulega og þegar ég er komin til Húsavíkur skýst ég til Akur- eyrar í leiðinni." Þar með var pásunni á bílaþvotta- planinu lokið. Akureyri: Bílvelta á Hörgár- braut Gyifi Kristjánsaan, DV, Akureyii Skodabifreið, sem ekið var suður Hörgárbraut á Akureyri á þriðjudag, tók skyndilega stefhu út af götunni og hafhaði þar á ljósastaur. Við áreksturinn hvolfdi bifreiðinni og valt hún áfram eftir götunni en ljósastaur- inn skekktist mjög og hrundi útbúnað- urinn úr toppi hans á götuna. ökumaðurinn var einn i bifreiðinni og slasaðist hann ótrúlega lítið, skarst lít- ils háttar, en bifreiðin er sennilega ónýt. ~~I 1 S Fáskrúðsfjörður: Siglingamálastofn- un opnar skrifstofu Ægir Kristinssan, DV, Fáskrúðsfiröi: Nýlega opnaði Siglingamálastofhun ríkisins umdæmisskrifstofu á Fá- skrúðsfirði. Albert Kemp umdæmis- stjóri sagði að í lögum frá 1986 um Siglingamálastofhun væri gert ráð fyr- ir umdæmisskrifstofum í öllum umdæmum landsins sem eru sex. Umdæmisskrifstofúnni á Fáskrúðs- firði, sem er í umdæmi 5, er ætlað að þjóna svæðinu frá Vík í Mýrdal að Langanesi. Fastráðnir starfsmenn sloifstofunnar eru tveir. Auk Alberts verður þar starfandi Skafti Skúlason en einn lausráðinn starfsmaður verður á Vopnafirði. Umdæmisskrifstofa Sigl- ingamálastofriunar er í félagsheimil- inu Skrúði og munu starfsmenn hennar annast eftirlit og skoðun skipa í umdæminu. Skrifstofan er opin frá kl. 8 til 16 virka daga og síminn er 51455. Albert Kemp, umdæmisstjóri Siglingamálastofnunar, á skrifstofu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.