Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. 9 Tilboð Helmut Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands, um að taka Reagan Bandaríkjaforseti hvetur nú Sovétríkin til niður hinar umdeildu Pershing I eldflaugar kom mjög á óvart. að ganga fljótt að samningaborðinu. Simamynd Reuter Simamynd Reuter Skref í áttina Reagan Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir velþóknun sinni yfir tilboði Helm- ut Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands, um að taka niður sjötíu og tvær Pers- hing I eldflaugar ef stórveldin kæmust að samkomulagi um eyðingu meðal- drægra kjamavopna. Höfðu Sovétrík- in krafist þess að væntanlegt samkomulag næði til þessara flauga í V-Þýskalandi og bandarísku kjama- oddanna á þeim. Hvatti Reagan Sovétríkin til að ganga fljótt að samningaborðinu. Ef Sovét vilji raunverulega samninga muni þau ekki koma með nein við- bótarskilyrði, sagði forsetinn. Embættismaður í Hvíta húsinu sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði að horfumar á samkomulagi um af- vopnun væru nú góðar en tók jafn- framt fram að Kohl hefði tekið þessa ákvörðun upp á eigin spýtur. Ekki hafi verið um að ræða neinn þrýsting frá Bandaríkjunum. Reagan skoraði einnig á Sovétríkin að aflétta leyndinni sem h'/ílir yfir stærð og samsetningu sovéska hersins. Tilboð Kohls kanslara var meðal annars bundið þeim skilyrðum að ágreiningur um eftirlit með afvopnun- inni yrði leystur, að báðir aðilar staðfestu samkomulagið um afvopn- unina og að báðir aðilar héldu sig við tímatakmörk þau sem samið yrði um. Kohl greindi frá þessu tilboði tveim- ur vikum áður en Erich Honecker, leiðtogi Auslur-Þýskalands, kemur í heimsókn til Bonn. Árið 1984 var ráð- gerðri heimsókn Honeckers til Vest- ur-Þýskalands aflýst vegna þrýstings frá Moskvu í kjölfar staðsetningar meðaldrægra kjamavopna í Vestur- Þýskalandi. Viðbrögð Sovétríkjanna við tilboði Kohls voru misjöfn. Tass-fréttastofan sagði Kohl hafa neyðst til þess vegna almenningsálitsins og að tilboðið væri háð mörgum skilyrðum. Moskvuút- varpið sagði hins vegar að það væri skref fram á við sem þyrfti að athuga. Á fundi með fréttamönnum neitaði Kohl að tilboð hans ætti rót sína að rekja til framboðs Manfröds Wömers, vamarmálaráðherra, til embættis framkvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins sem losnar næsta ár. I dag mun Reagan Bandaríkjaforseti snúa sér að málefrium Mið-Ameríku- ríkja og eiga fund með sjö leiðtogum skæmliða í Nicaragua. Glistrup ógnar róttækum vinstri Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmarmahö&i; Róttæki vinstri flokkurinn, með Nils Helveg Petersen í broddi fylk- ingar, hefur lýst því yfir að fjögurra flokka stjóm Schlúters geti undir engum kringumstæðum stjómað á grundvelli stuðnings frá Framfara- flokki Glistmps. Pólitísk þróun eftir kosningamar 8.september er á huldu vegna margra óvissuþátta en Nils Helveg undir- strikar að til þess að komast hjá ógerlegum kringumstæðum eftir kosningar sé aðalatriðið að ná kosn- ingaúrslitum þar sem Framfara- flokkurinn fær engin áhrif á stjómarmyndun. Styður flokkurinn alfarið Poul Schlúter sem áfram- haldandi forsætisráðherra. Núverandi kjörtímabil hefur ríkis- stjómin starfað með stuðningi Róttæka vinstri flokksins. í vamar- og öryggismálum, menntamálum og umhverfismálum hefur flokkurinn þó kosið gegn stjóminni og komið henni í minnihluta á þingi en þó skapað nauðsynlegan pólítískan stöðugleika að flestra áliti þar sem flokkurinn hefur stutt efriahags- stefhu stjómarinnar. Endurkoma Framfaraflokksins og Glistmps á vettvang stjómmálanna, sem mögulegt ákvarðandi afl sam- kvæmt skoðanakönnunum, ógnar samvinnu róttækra vinstri manna við ríkisstjómina. Auk þess sem „hinn meirihlutinn" á þingi í fyrr- nefndum málefnum mun ekki endi- lega vera fyrir hendi eftir kosningar. Þar með geta róttækir vinstri menn misst lykilstöðu sína sem stuðnings- flokkur ríkisstjómarinnar með úrslitavald í ákveðnum málefnum ef Framfaraflokkurinn vinnur á. Uffe Elleman Jensen, utanríkis- ráðherra og formaður Vinstri flokks- ins, varar fólk við að kjósa Framfaraflokkinn. Hafi Framfara- flokkurinn gefið í skyn að borgara- legri ríkisstjóm verði velt ef þess gerist þörf að mati flokksins. Telur Uffe Elleman að þar með yrði greið gata fyrir Anker Jörgensen í forsæt- isráðherrastólinn og hrun efhahags- lífsins. Hvetur hann alla mögulega kjósendur Framfaraflokksins til að hengja mynd af Anker Jörgensen við rúmgafl sinn svo þeir dag hvem sjái mögulegar afleiðingar þess að kjósa Framfaraflokkinn. Útlönd monniim Ríkiastjóm Suður-Kóreu hefur fyr- irskipað sérstakar aðgerðir til þess að leita uppi áróðursraenn kommún- ista, sem hún segir að hafi komist inn í raðir verkalýðsleiðtoga lands- ins og ástundi þar undirróður. Vilja stjómvöld kenna þesaum undiróðursmönnum um óróa þaxrn sem ríkir meðal verkamanna í landinu. Verkfall að leysast upp Verkfail bifreiðastjóra almenn- ingsfarartækja í Manila á Fihpps- eyjum leystist upp í nótt, eftir að lögregla handtók nokkra leiðtoga þeirra og sagði að þeir yrðu ákærðir fyrir að ala á óánægju. Verkalýðsfélög á eyjunum virtust ekki ætía að sinna hvatningum verkalýðsleiðtoga um áframhald- andi mótmæli gegn ríkisstjóm Corazon Aquino, forseta landsins. Þau félög, sem studdu verkfall bíl- stjórarma, sinntu mótmælakallinu engu Vilja fá konu lausa Stjómvöld á Ítalíu, sem nú standa í samningaviðræðum við fanga á eyj- uimi Elbu, þar sem tuttugu og einum starfsmanni fangelais er haldið í gísimgu, segjast ekki ætla að ræða meira við fangana, fyrr en þeir hafa sleppt úr haldi konu sera er meðal gíslanna. Fangamir hafa krafist þess að fa þyrlu til umráða og hóta að myrða gísl- ana ef ekki verði orðið við kröfum þeirra. Fangamir létu einn fangavörð lauaan í gær og heimiluðu brottflutning þriggja sjúkra fanga, sem vom á sjúkradeild fangelsins þegar uppreisnin hófst. Mengad nauiakjöt Talið er að Bandaríkjamenn muni herða eftirlit með innfluttu kjöti, vegna þess að á þessu ári hefur hvað eftir annað orðið vart mengimar af völdum skordýTaeiturs í nautakjöti frá Ástrahu. Talsmaður matvælaeftirlits Bandaríkjanna sagði í gær að meng- un innllutts kjöts væri stjómvöldum nokkuiT áhyggjuefni og yrði vænt- anlega gripið til ráðstafana vegna þess. Bandarískir og ástralskir embættismenn funda nú í vikunni og reyna að finna leiðir til þess að mengunarprófa kjöt frá Ástralíu og heimila flutning þess, sem reynist ómengað, á markað. í síðustu viku stöðvuðu Bandaríkjamenn innflutning á um fjórtán milljón- um kflóa af áströlsku nautakjöti. Laugavegi 8 9 - sími 22453 Dömu: 1.768,- nú 1.238,- Hvítt/ svart/grátt Dömu: 1.488,- nú 1.042,- Mikið úrval Herra: Verð áður 2.150,- nú 1.505,- Hvítt/svart Herra: Verð áður 2.695,- nú 1.886,- Hvítt/grátt LA - 30-50% afsláttur Herra: Verð áður 1.689,- nú 1.189,- Hvítt/svart Herra: Verð áður 2.729, nú 1.910,- Hvítt/grátt Dömu: Verð áður 3.805,- nú 2.263,- Svart/grænt Dömu: Verð áður 1.564,- nú 782,- Svart/ hvítt SENDUM í PÓSTKRÖFU émWé&Mi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.