Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 38
-38 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. Kvikmyndahús Bíóborgin Tveir á toppnum Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sérsveitin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bláa Bettý Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20. Bíóhúsið Um miðnætti Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin Tveir á toppnum Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. The Living Daylights Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Angel Heart Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn 4. Sýnd kl. 5 og 7. Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 9 og 11. Blátt flauel Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Háskólabió Ginan Sýnd kl. 7, 9 og 11. Laugarásbíó Rugl i Hollywood Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Valhöll Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Foli Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Regnboginn Vildi að þú værir hér Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Kvennabúrið Sýnd kl. 9 og 11.15. Villtir dagar Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herdeildin Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15. Þrír vinir Sýnd kl. 3, 5 og 7. Otto Sýnd kl. 3.05, 5.05, 9.06 og 11.15. Herbergi með útsýni Sýnd kl. 7. Stjömubíó Óvænt stefnumót Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Neðanjarðarstöðin Sýnd kl. 7 og 11. Wisdom Sýnd kl. 5 og 9. LUKKUDAGAR 27. ágúst 73027 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800.- Vinningshafar hringi í sima 91-82580. Urval , vid allra hœfi Kvikmyndir__________________________________ dv Laugarásbíó/Valhöll: Piýðileg bama- ogfjölskyldumynd Valhalla (teiknimynd) Dönsk frá Swan Film Production Leikstjóri: Peter Madsen Helstu raddir: Þór = Jóhann Sigurðar- son, Loki = Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Útgarða-Loki = Kristinn Sigmundsson, Sögumaður = Flosi Ólafsson. Einn umtalaðasti listamaður þjóð- arinnar, Hrafn Gunnlaugsson, sagði í sjónvarpsþætti nýlega að erfitt væri að gera kvikmynd eftir Islendingasögunum, þeir sem hefðu lesið sögurnar væru þegar búnir að skapa þær í huganum. Við þann leikstjóra keppir enginn. Sama er uppi á teningnum þegar horft er á kvikmyndinaValhöll.Þeim sem les- ið hafa goðafræðina finnst sjálfsagt ýmislegt framandi og öðru ofaukið. Hins vegar er myndin alger perla fyrir þá sem ekki hafa lesið um efni hennar. Sagt er frá systkinunum Þjálfa og Röskvu sem ganga í þjónustu þrumuguðsins Þórs eftir að Þjálfi hefur óhlýðnast fyrirmælum hans. I þjónustu guðsins er í mörgu að snúast og þar kynnast þau jötna Þjálfi „beljubani" slæst við húsdýrin sem eru ímyndaðir jötnar en hann leikur sjálfan þrumuguðinn Þór. Hann á þó eftir að kynnast bæði Þór og jötnum. barninu Kverki sem er hrekkjusvín frá náttúrunnar hendi en þó besta skinn. Með þeim tekst þó hin besta vinátta. Þór er þó lítið hrifinn af Kverki og þau fara ásamt Loka Laufeyjar- syni að skila pilti í Jötunheima. I þeirri för koma þau í höll Útgarða- Loka sem er jötunn allógurlegur. í höllinni há gestir einvígi og leika við heimamenn og fá hina háðulegustu útreið. Ekki er þó allt sem sýnist og að mörgu skal hyggja í heimi fláræðis, galdra og tröllskapar. Eins og áður sagði er hér um prýðilega barna- og fjölskyldu- mynd að ræða. Framtak Laugarás- bíós að setja íslenskt tal við myndina gerir hana enn aðgengi- legri fyrir þennan hóp. Það er tilvalið að sýna krökkunum þessa mynd, aðrir sem lesið hafa goða- fræðina eru litlu nær. -JFJ Á ferðálagi Hvert á að fara í berjamó? Nú er sá tími þegar heilu fjölskyld- umar hoppa inn í fjölskyldubílinn og halda út í sveit upp um allar brekkur í berjaleit. Þetta sumar hef- ur verið með afbrigðum gott berja- sumar og stór ber er bókstaflega alls staðar að finna. Krækiber og bláber finnast um allt land en aðalbláberin vinsælu halda sig mest á Vestfjörð- um, á Norðurlandi við Húsavík og á Austurlandi. n „Næsta helgi verður alveg toppur- inn í þroskun bexja þetta árið - ákjósanlegasta helgin í berjatínsl- unni,“ sagði Þórunn Þórðardóttir hjá Ferðafélagi Islands. „Eftir næstu helgi fer að verða hætta á nætur- frosti. Þá verða berin svo viðkvæm að ekki er hægt að npta beijatínur vegna hættu á því að kremja berin. Berin verða einnig bragðminni ef frostið kemst í tæri við þau,“ bætti Þórunn við. Reykvíkingar þurfa ekki að fara langt til að komast í afbragðs blá- og krækiberjalönd. Heiðmörk er alltaf gott svæði en þar er tínt svo mikið og svo snemma að nú er búið að hreinsa flestöll ber þar. Á Þing- völlum og í Grafhingnum eru ágætis lönd og svæðið býður jafnframt upp á skemmtilega útivist og gönguleið- ir. Það er alltaf gaman að tjaldútileg- um og alveg er tilvalið að tjalda á Þingvöllum þó að stutt sé í bæinn. Náttúrufegurðin er þar einstök og alltaf er eitthvað nýtt að sjá í ná- grenninu. Mjög vinsæll beijastaður Reykvík- inga er uppi í Hvalfirði en þar inni í Botnsdal og Brynjudal eru af- bragðsberjasvæði. Fyrir þá sem ekki nenna að tína ber er nóg við að vera í Hvalfirðinum. Brynjudalsá er fín veiðiá og þar er hægt að gleyma sér við veiðar á meðan aðrir fjölskyldu- meðlimir bogra yfir beijum uppi í brekkunum. Kræklingafjörur Hval- fjarðarins eru einnig margrómaðar og gömul sögn segir að höfuðdagur- inn sé einn besti kræklingatínslu- dagur ársins. Þá er stórstreymt og þarafleiðandi góðar fjörur. Nú vill svo skemmtilega til að höfuðdaginn ber einmitt upp á nk. laugardag, 29. ágúst. Það er því ekki amalegt að skreppa í Hvalíjörðinn, fá sér ber, kræklinga og eitthvað gott í soðið. Dálagleg búbót það á einni helgi. Fyrir göngugarpana er Botnsdal- urinn meira spennandi en Brynju- dalurinn. Þar er tilvalið að bregða sér að tínslu lokinni upp að Glym, hæsta fossi landsins, en hann er um 200 metra hár og fellur ofan í mikið og stórbrotið gljúfur. Til að sjá foss- inn verður að fara yfir ána og ganga upp með henni hægra megin. Fyrir ofan fossinn á bak við Hvalfellið er Hvalvatn sem er dýpsta stöðuvatn landsins, eða um 160 metra djúpt. Þeir sem ekki h'ta við öðrum beij- um en aðalbláberjum ættu að finna sitt gósenland á Barðaströndinni. Króksfjarðamesið og fjörðurinn em geysivinsælir staðir auk Þorska- fjarðarins. Þangað er t.d. hægt að taka Vestfjarðaleið. Að Hótel Bjark- arlundi er tjaldstæði og hægt er að komast í gott svefnpokapláss með eldunaraðstöðu að Bæ í Króksfirði, auk þess sem þar er búð og hesta- leiga. Það hafa flestir gaman af berjatinslu, ekki síst bömin. Góð hreyfing og útivera stendur alltaf fyrir sínu, jafnvel þótt berin villist flest upp í munn. MH MEIRI HÁTTAR SMÁ- AUGLÝSINGA- BLAÐ Auglýsingasíminn er 27022 Útvaip - Sjónvaip Þorsteinn Thorarensen bregður á leik með Gosa og Nínu Björk Jónsdóttur i Morgunstund bamanna. RÚV, rás 1, kl. 9.05: Óstytt þýðing á spýtustráknum Gosa Þorsteinn Thorarensen hóf í morgun að lesa nýja sögu í Morgun- stund bamanna, hina heimsfrægu ítölsku sögu Gosa eftir Carlo Col- lodi. Spýtustrákinn Gosa þekkja allir, hrekkjalóminn og pörupiltinn sem gengur í gegnum fjölmargar þrautir þangað til hann verður að almennilegum strák. Ef hann skrö- kvar fer nefið á honum að vaxa eða hann breytist í asna eða hvalur gleypir hann. Sagan af Gosa er fúll af gríni og gamni og er oft nefhd þjóðardýrgripur ítala. Þorsteinn les nýja þýðingu sína og er það fyrsta óstytta þýðingin á Gosa á íslensku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.