Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. íþróttir „Mð&tumóhræddir11 - segir Haukur Hafsteinsson, þjálfari Víðis, um mjólkurbikarúrslitaleikinn gegn Fram „Við högum okkar undirbúningi nokkuð öðruvísi fyrir þennan bikarúr- slitaleik heldur en ef um venjulegan deildarleik væri að ræða. Leikmenn eru mun meira saman og einnig á leik- deginum sjálfum. Víðir er verðugur andstæðingur og ég á von á fjörugum úrslitaleik," sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, á blaðamannafundi sem forsvarsmenn félaganna efndu til í gær í tengslum við úrslitaleik í mjókurbik- arkepninni sem fram fer á Laugardals- vellinum á sunnudaginn kemur kl. 14.00 á milli Fram og Víðis. „Okkar undirbúningur fyrir þennan leik verður mjög eðlilegur. Við eru alls óhræddir og munum enga minni- máttarkennt sýna en að vísu er alltaf ótti við stórleik sem þennan. Fæstir í liðinu hafa spilað svona leik og því verður tifrnningin önnur þegar leik- menn ganga til leiks,“ sagði Haukur Hafsteinsson, þjálfari Víðis, á fundin- um í gær. • Knattspymufélagið Víðir í Garði hefur aldrei áður leikið til úrslita í bikarkeppni KSf - mjólkurbikamum. Fram er mun reyndara í bikarúrslita- leikjum. Liðið hefur alls 11 sinnum leikið til úrslita og 5 sinnum borið sig- ur úr býtum. í þessum stórleik er Ijóst að annað liðið verður að leika í vara- búningi sínum. Bæði liðin leika venjulega í bláum búningum og á fundinum í gær var dregið um hvort iiðið skipti um búning. Það kom í hlut Víðis að leika í varabúningi félagsins, sem er hvítur, en Fram leikur því í sínum bláa búningi. • Verði jafnt að loknum venjuleg- um leiktíma í úrslitaleiknum, verður framlengt um 2x15 mínútur. Verði þá enn jafnt, skal nýr leikur fara fram og hann einnig framlengdur, ef nauð- syn krefur. Fáist ekki úrslit með þeim hætti í seinni leiknum, fer fram víta- spymukeppni. Ef sú staða kæmi upp að síðari leikur færi fram verður hann sennilega leikinn 20. september kl. 14.00. Einu sinni hefur úrslitaleik lok- ið með jafntefli eftir framlengingu og nýr leikur því farið fram. það var árið 1969 í leik ÍA og ÍBA. • Leið Fram í bikarúrslitin var með þeim hætti að í 16-liða úrslitum sigr- aði liðið ÍR, 6-0, í 8-liða úrslitum Leiftur, 1-3, og í undanúrslitum Þór, 3-1. f 16-liða úrslitum sigraði Víðir Þrótt frá Neskaupstað, 0-2, í 8-liða úrslitum KR, 2-0, og í undanúrslitum Val, 2-0. • Framliðið er þaulvant úrslitaleik sem þessum en aðeins tveir leikmenn Víðis hafa leikið bikarúrslitaleik, þeir Daníel Einarsson og Gísli Eyjólfeson, en þá léku þeir með liði Keflvíkinga gegn Skagamönnum árið 1982. • Dómari leiksins verður Guð- mundur Haraldsson og verður þetta í sjötta skiptið sem hann dæmir bikar- úrslitaleik. Línuverðir verða Óli P. Olsen og Eysteinn Guðmimdsson. • Heiðursgestur á leiknum verður Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra. Hann mun heilsa leikmönnum beggja liða fyrir leikinn og afhenda sigur- launin að leik loknum ásamt Ellert B. Schram, formanni Knattspymu- sambandsins. • Nýr bikar var tekinn í notkun í fyrra og er því keppt um hann nú í annað sinn. Bikarinn er gefinn af Fé- lagi íslenskra gullsmiða og er húðaður 22 karata gulli að verðmæti 250 þús- und krónur. • Forsala aðgöngumiða á Suður- nesjum er á Bensínstöðinni í Garðin- um og í Sportbúð Óskars í Keflavík. í Reykjavík í Framheimilinu í Safa- mýri og á Laugardalsvelli á laugardag frá 10 til 16 og á leikdegi frá kl. 10.00. • Homaflokkur Kópavogs leikur fyrir vallargesti fyrir leik og í leikhléi. -JKS • Þessir þrír kappar verða í eldlínunni á sunnudag. Fró vinstri: Pétur Ormslev, fyrirliði Fram, Guðmundur Haralds- son, dómari úrslitaleiksins, og Guðjón Guðmundsson, fyrirliði Víðis. DV-mynd Brynjar Gauti íslendingamir mæta vel undirbúnir til Ljómaralls - Ljómarallið hófst á hádegi. Ná íslensku áhafnimar að veita þeim eriendu keppni? Á hádegi í dag hófet alþjóðlega Ljómarallið við Hótel Loftleiðir. Þar verður ræst inn á fyrstu sérleið af 25 sem þessi erfiðasta rallkeppni Evrópu felur í sér. Alls em 32 áhaftiir skráðar til keppni að þessu sinni, fleiri en nokkm sinni fyrr. Vegur fslands í rall- heiminum fer sífellt vaxandi. Þökk sé dyggum stuðningi Smjörlíkis h/f. Ljómarall verður að þessu sinni nær 1.400 km langt. Eknar verða margar af skemmtilegustu sérleiðum sem landið hefur upp á að bjóða. Má þar nefha Kaldadal, Uxahryggi, Lyngdals- heiði og Esjuleið sem eknar verða í dag. Á morgun liggur svo leiðin á erfiðar og votar slóðir því eknar verða sérleið- ir um Gunnarsholt, Dómadalsleið, og Fjallabaksleið, stórkostleg sérleið rúmlega 50 km löng, sem býður upp á allt það beéta sem hægt er að hugsa sér í keppni sem þessari. Á laugardag endar svo keppnin við Hótel Loftleiðir eftir að ekið hefur verið um ísólfe- skálaveg, Lyngdalsheiði og fleiri leiðir. Það em sjö erlendar áhafriir sem taka þátt í Ljómarallinu í ár. Það verða þvi dregnir að húni fánar Finn- lands, Póllands, Stóra-Bretlands, Skotlands og Tékkóslavakíu. Við spáum því að finnska áhöfhin, Mikko Torila/ Marko Torila á Audi Quattro 80, 2ID0 hestöfl, verði okkur íslendingum erfiðir keppinautar og verðugir. Þeir bræður hafa mikla keppnisreynslu og aka á bíl sem hent- ar stórkostlega á lausum vegum keppninnar. Að vísu er Audi bíllinn tæknilega flókinn og gætu því bilanir sett strik í reikninginn, sérstaklega verði keppnin hörð og jöfn. íslendingar mæta nú til keppni betur búnir en nokkm sinni fyrr. íslands- meistarafeðgamir Jón og Rúnar hafa undirbúið sig manna best og víst er að þeir munu ekkert gefa eftir. Þeir hafa á að skipa frábærum keppnisbíl, 10 manna harðsnúnu viðgerðarliði, 40 nýjum Michelin keppnisdekkjum og nógu af varahlutum. Að auki má reikna með Ómari bróður flögrandi yfir þeim. f huga feðganna er allt nema sigur tap. Að baki flestra íslensku keppend- anna liggur mánaða þrotlaus vinna í að endurbyggja bílana sína, skoða sér- leiðimar, skrifa nákvæmar leiðalýs- ingar og skipuleggja viðgerðarlið á réttu stöðunum. Erlendu keppendumir koma flestir hingað með því hugarfari að taka þátt í keppni sem á engan sinn líka í Evr- ópu, hafa jafnvel lagt til hliðar allt sitt sparifé í langan tíma. Skotinn Philip Walker kemur nú í 4. sinn til keppni í Ljómaralli. Hann hefur hing- að til aldrei lokið keppni en hyggst nú bæta úr þvi. Hann ekur nú á sterk- byggðri Toyota Corolla keppnisbifreið en alls em 6 slíkar skráðar til keppni. í hverri rallkeppni em í raun haldn- ar margar litlar keppnir manna og bíla á milli því keppt er í stærðarflokk- um véla, í flokkum breyttra bíla og óbreyttra þannig að þó að keppnin um sigurlaunin veki oftast mesta athygli, þá er ekki slagurinn minni um önnur sigurlaun. í flokki óbreyttra bíla verður barátt- an á milli tveggja Mazda 4x4 turbo þeirra Birgis/Indriða og Áma/ Sæmundar og Alfa Romeo 4x4 Ara/Magnúsar. Þess harðari sem slagurinn verður milli þessara kappa, þess meiri líkur em til að jafrivel óbreyttir bílamir gætu blandað sér í toppbaráttuna, því fjórhjóladrifið getur hæglega unnið upp þann hestaflamun sem öflugustu bílamir hafa framyfir. Sérstaklega ef vegimir verða blautir og sleipir. Stjómstöð Ljómaralls verður að Hótel Loftleiðum á meðan á rallinu stendur. Þar verður hægt að fylgjast með gangi mála, heyra allar hrakfalla- og hetjusögumar sjá jafhvel rallið á videomynd. Samt sem áður jafhast ekkert á við það að fara á staðinn og horfa á rallkappana á fullri ferð. Það em hreint ótrúleg átök sem eiga sér stað á sérleiðunum og alveg magnað að nokkur bíll geti staðist öll þau átök sem honum em boðin. ÁS/BG • Rallbílamir verða þandir til hins ýtrasta næstu daga. Fyrir miðju er bíll Jóns Ragnarssonar og Rúnars Jónssonar, íslandsmeistaranna í rallakstri. DV-mynd Brynjar Gauti I „Þetta leggst ákaflega vel í rnig og óg veit I * að það verður nóg að gera,“ sagði Guðni * | Halldórsson, fýirverandi kúluvarpari, for- | maður Frjákfþróttasambands íslands og nú _ | síðast framkvæmdastjóri Landsmóts UMFT á | ■ Húsavík, á blaðamannafundi hjá Handknatt- > I lcikssambandi íslands í gær en hann hefur I Iverið ráðinn framkvæmdastj óri sambandsins. | Guðni mun aðallega starfa við íjáröflun en ■ I auk hans verða þeir Einar Magnússon og I * Guðjón Guðmundsson, starfsmenn HSÍ. Einar " | mun annast fjármálastjóm en Guðjón mun | . hafa með höndum móta- og fræðslumál. Jón _ I Erlendsson, sem starfað hefur iengi fyrir | IHSÍ, sagði upp störfum sínum á síðasta árs- ■ þingi HSf og á fundinum í gær voru honum I I þökkuð mikil og færsæl störf í þágu hand- I ■ knattleikshreyfingarinnar. * ________fí I I j Tvö Gróttumörk j i á fjórum mínútum i ■ - Grótta í 3. deild | Grótta tryggði sér í gærkvöldi rétt til að Ileika í 3. deild í knattspymu næsta sumar. Liðið gerði jafnteíli gegn Bolungarvík fyrir I vestan í gærkvöldi, 3-3, en Gróttu nægði j afh- ■ tefli til að komast upp. Með sigri hefði | Bolungarvík komist upp. Heimamenn voru I yfir, 3-1, þegar fjórar mínútur voru til leiks- I loka en sprungu þá á limminu. | I# Hvöt sigraði Huginn, 4-0, á Blönduósi ■ og þar með er Huginn úr leík í baráttunni I Ium sigur í 4. deíld en bæði hð fara í 3. deild | næsta sumar. Ingvar Magnússon (2), Rúnar ■ I Guðmundsson og Ásgeir Valgarðsson skor- I * uðu mörkin. * | • í gærkvöldi léku Víkveiji og Árvakur á jj Igervigrasinu í Laugardal og sigraði Árvakur, _ 2-0. Ámi Guðmundsson og Olafur Haukur | Ólafeson skomðu mörkin. Kristján Bembuig, DV, Belgíu: | Guðmundur Torfason skoraði stórglæsilegt | _ mark fyrir hð sitt Winterslag í gærkvöldi er _ I hðið vann Beersehot í 1. deildinni. Þetta var | Iannaðmarkhansídeildinniíþremurleikjum ■ og fyrsti sigur liðsins. Arnór lék með And- I I erleeht en liðið gerði jafhtefli við Club 1 • Bmgge, 1-1. Antwerpen vann Mechelen, 3-0, ■ I og er efet með 6 stig. Molenbeek, Club Bmgge, I FC Liege og Lokeren em með 5 stig. 1 i _____________________________^ I j SríarlögðuDani j 1 Svíar sigruðu Dani, l-O, í vináttulandsleik I þjóðanna í knattspyrnu í Stokkhólmi í gær- * | kvöldi. Lengi vel leit út fyrir markalaust | Ijafiitefli en Mats Magnusson náði að tiyggja » Svíum sigur með marki þremur mínútum fyr- I Iir leikslok. ■ -SK I I I i 3 mörk dæmd af i j^.„,^ ---------------j * Heppnin var ekki með leikmönnum Hanno- ■ | ver er þeir léku á útivelli gegn Kaiserslautem I I í 1. deild knattspymu í gærkvöldi. Heimaliðið | vann, 4-1, og dæmdi dómarinn þijú mörk af | ■ Hannover. Bayem Miinchen vann mikinn ■ I heppnissigur gegn Numberg, 1-0. PQugler I Iskoraði markið. Mattheaus meiddist og verð- I ur frá í 5 vikur. 74 þús. áhorfendur sá leikinn. ■ I 54 þús. áhorfendur vom á leik Dortmund og I * Gladbach, lokatölur 1-1. Sex gul spjöld vom " | á lofti. Þá unnu nýliðamir í Karlsruhe góðan I - útisigur á HSV, 0-4, öll mörkin vom skalla- _ I mörk. I FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. 21- íþróttir Fyrsti sigur íslands -Jón Grétarmeð2 - ísland sigraði Danmorku, 1-3, í EM u-21 árs landsliða í gærkvöldi Strákamir börðust allir eins og ljón í leiknum og verðskulduðu fyllilega sigurinn. Þetta var góður leikur frá allra hendi og það var liðsheildin sem skóp þennan glæsilega sigur,“ sagði Steinn Halldórsson, formaður 21 árs nefndar KSÍ, í samtali við DV í gær- kvöldi. Þá vom íslendingar nýbúnir að leggja Dani að velli, 1-3, í leik þjóð- anna með leikmönnum 21 árs og yngri í Nyborg. Leikurinn var liður í 6. riðli Evrópukeppninnar í knattspymu. ís- land hafði forystu í hálfleik, 0-2. Danir vom meira með knöttinn í fyrri hálfleik en sköpuðu sér engin marktækifæri. íslendingar áttu hins vegar npkkrar hættulegar skyndi- sóknir. ísland skoraði fyrsta mark leiksins á 21. mínútu. Ólafur Þórðar- son átti fallega fyrirgjöf fyrir markið og Jón Grétar Jónsson skallaði knött- inn glæsilega í netið. Jón Grétar var svo aftur á ferðinni á 32. mínútu með gott mark frá mark- teig eftir skyndisókn og kemur Lslend,- ingum í 0-2. Stuttu seinna átti svo Ólafur Þórðarson hörkuskalla sem hafhaði í stöng. I seinni hálfleik tókst Dönum að • Jón Grétar Jónsson, Val, skoraði tvö mörk gegn Dönum i gærkvöldi. minnka muninn í 1-2 með marki frá Morten Donnemp. íslenska liðið var síður en svo af baki dottið og Rúnar Kristinsson innsiglaði ömggan sigur tuttugu mínútum fyrir leikslok. Rúnar fékk knöttinn frá Ölafi Þórðarsyni og skaut bogaskoti yfir danska mark- vörðinn - mjög vel að verki staðið. Þess má til gamans geta að sigur ís- lendinga á Dönum í gærkvöldi var þriðji sigurinn gegn þeim í knatt- spymu og hefur Rúnar Kristinsson verið í þeim liðum í öll skiptin. Islensku strákamir vom að vonum mjög hressir í leikslok og fógnuðu sigr- inum innilega. Þetta var þriðji leikur liðsins í riðlinum og jafnframt fyrsti sigurinn. Tékkar em efetir með 7 stig að loknum 4 leikjum, Danir em í öðm sæti með 5 stig eftir 5 leiki og ísland og Finnland er jöfn með 2 stig en ís- lendingar hafa leikið einum leik minna. -JKS STOLPI vinsæli tölvuhugbúnaðurinn AUSTFIRÐINGAR Kynning á hinum frábæra STÓLPA- viðskiptahugbúnaði. Staður: Hótel Valaskjálf. Tími: Laugardagurinn 29. ágúst kl. 13-17. Námskeið fyrir kaupendur verður haldið í september. STÓLPI er tölvuhugbúnaður sem gerir flókna hluti einfalda fyrir notandann. ÖFLUGUR - ÓDÝR - STÆKKANLEGUR EFTIR ÞÖRF- UM FYRIRTÆKISINS STÓLPI var sérstaklega valinn af Landssambandi iðn- aðarmanna og Félagi íslenska prentiðnaðarins. ATH. Söluskattur 1. sept. Vinsamlegast hafið samband við Ragnar Jóhannsson, Miðási 11, Egilstöðum. Sími 97-11095, hs. 11514. Sala, þjónusta Hönnun hugbúnaðar Markaðs- og söluráðgjöf, Björn Viggósson, Ármúla 38,108 Rvk, simi 91-687466. Kerfisþróun, Kristján Gunnarsson, Ármúia38,108 Rvk, simi 91-688055. Um næstu helgi átt þú von áfólki sem mun bjóöa þér svona penna Getur þú séö af fimmtíu krónum? Allur ágóðinn mun renna til starfsemi SÁÁ. (10 ár hefur SÁÁ byggt upp þessa starfsemi til þess aö byggja upp fólk. Við erum ennþá aö en þurfum á þínum stuðningi að halda. /Z.~> fl—, á 1rfZ' laæ M | éi»i | | Sim(/ Ssnlir bnr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.