Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. Fréttir DV Akureyri 125 ára: Vegleg hatiðarhold allan laugardaginn - forseti íslands verður heiðursgestur Mikið verður um dýrðir á afmælisdaginn Gjffi Kristjánsscm, DV, Akuieyri Mjög vegleg hátíðarhöld verða á Akureyri á laugardag í tilefhi af 125 ára afmæli bæjarins. Hátíðarhöldin hefjast snemma dags því að kl. 8.20 kemur forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, til Akureyrarflug- vallar en hún verðui' í opinberri heimsókn á Akureyri þennan dag. Lúðrasveit leikur á flugvellinum og bæjarstjóri og forseti bæjarstjómar flytja ávörp. Bæjarbúar eru hvattir til að fjöl- menna á flugvöllinn og bjóða forset- ann, sem er heiðursgestur afmælishátíðarinnar, velkominn. Klukkan 9.45 hefst hátíðarfundur í bæjarstjóm Akureyrar og síðan rekur hver viðburðurinn annan fram yfir miðnætti. Vonast er eftir al- mennri þátttöku bæjarbúa í hátíðar- höldunum en dagskrá þeirra lítur í stórum dráttum þannig út: Hátíðardagskrá í Akureyrar- kirkjuk 1.10.30 Þar flytur forseti Islands ávarp, einnig forseti bæjarstjómar, bæjar- stjóri, forsætisráðherra og félags- málaráðherra. Tónlist verður flutt en hátíðarræðu flytur Gísli Jónsson kennari. Skrúðgöngur kl. 14.00 Kl. 13.30 verður safnast saman á tveimur stöðum í bænum, á Hamars- kotstúni við Hamarsstíg og við Undirhlíð norðan Veganestis. Þaðan fara skrúðgöngur að Ráðhústorgi kl. 14.00. Lúðrasveitir fara fyrir göngunum, skátar mynda fánaborg, sem afmarkar gönguleiðimar, og hópar frá ýmsum félagasamtökum, s.s. æskulýðsráði, íþrótta- og starfs- mannafélögum, mynda ákveðna kjama í göngunum sem gefa þeim skrautlegt yfirbragð með búningum, fánum o.fl. auk þess sem götuleikhús Leikklúbbsins Sögu mun einnig setja svip á göngumar. Síðdegisdagskrá í göngugö- tunni fyrir alla fjölskylduna Kl. 15.30 hefst dagskrá í göngugöt- unni, á leiksviði og í næsta nágrenni. Á leiksviði verður ævintýraþáttur, danssýning stúlkna frá Dansstúdíói Alice, söngur og skemmtiþáttur á vegum skáta, fimleikasýning Fim- leikaráðs Akureyrar, kraftlyftinga- keppni á vegum Kraftlyftingaráðs, Blásarasveit Tónlistarskólans leikur létt lög og á milii atriða leika Ingim- ar Eydal og félagar létt lög. Á flötinni við samkomuhúsið verð- ur hesta- og reiðsýning á vegum Hestamannafélagsins Léttis, stök- kvarar úr Fallhlífaklúbbi Akureyrar koma niður með nýja Akureyrarfán- ann og við Torfunesbryggju verða félagar úr Siglingaklúbbnum Nökkva með fjölbreytta dagskrá. f göngugötunni verða félagar úr götuleikhúsi Sögu á ferð og flugi, fimleikafólk fer á handahlaupum um götuna og félagar úr Hjálparsveit skáta og Flugbjörgunarsveitinni munu sýna klifur á nálægum húsum fyrir böm og unglinga. Allan tímann verða í gangi ýmis leiktæki fyrir böm og unglinga, bæði á Ráðhú- storgi og neðan til í Skátagili. Leikfélag Akureyrar í íþrótta- skemmunni Kl. 20.30 hefst dagskrá Leikfélags Akureyrar í íþróttaskemmunni. Verður hún samansett úr sönglög- um, hljóðfæraslætti, leikjum, myndum, sögum, vísum, kvæðum, bröndurum, prakkaraskap, lýðhvetj- andi hugvekjum, bulli og spakmæl- um. Þessi dagskrá ber nafhið „Afinælisveisla handa Eyrarrós" og höfúndar em Óttar Einarsson og Eyvindur Erlendsson ásamt Jóni Hlöðver Áskelssyni sem útsetti og samdi tónlistina. Auk fjölda leikara taka hlómlistarfólk, söngvarar og kórar þátt í sýningunni. Fjör í göngugötunni Kl. 21.00 hefst dansleikur í göngu- götunni og er hann aðallega hugsað- ur fyrir unglinga. Þar skemmta Stuðkompaníið, Sniglabandið, Lát- únsbarkinn og Nalhlausa hljóm- sveitin fram á nótt. Garðsamkoma í Lystigarðin- um Kl. 22.00 hefet garðsamkoma í Ly- stigarðinum sem verður skrautlýst- ur. Gestum verður boðið í kaffi og með því að gömlum sið meðan tón- listarfólk býður upp á fjölbreytta dagskrá víðs vegar um garðinn. Þeir sem sjá um tónlistina em harmón- íkuleikarar, karlakórar, blásara- sveit, strengjasveit og stórsveit Tónlistarskólans. Um kl. 23.00 munu forseti íslands og aðrir gestir koma í garðinn og taka þátt í hátíðarhöldunum en þeim lýkur um miðnætti með veglegri flugeldasýningu Hjálparsveitar skáta. Strætisvagnar Akureyrar aka all- an daginn og er um ókeypis þjónustu að ræða, öll söfri bæjarins verða opin og minjagripasala verður í göngugötunni og í Lystigarðinum. iatriða, s.s. tískusýninga og tónlist- arskemmtana og verða þær auglýstar sérstaklega. Sem fyrr sagði hefst sýningin nk. föstudag kl. 17. Hún verður opin kl. 14-22 um helgar og kl. 17-22 virka daga og henni lýkur sunnudaginn 6. sept- ember. Akureyri: 40 fyrirtæki taka þátt í iðnsýningu Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyii Alls taka um 40 fyrirtæki þátt í iðn- sýningu sem opnuð verður í íþrótta- höllinni á Akureyri nk. föstudag. Sýningin er haldin í tilefni af 125 ára afinæli Akureyrarbæjar sem minnst verður með veglegum hátíðar- höldum á laugardag. Sýningin verður opnuð kl. 17 á föstudag af iðnaðarráð- herra, Friðrik Sophussyni. Að sögn Þorleifs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra sýningarinnar, eru fyrirtækin, sem taka þátt í sýning- unni, nær öll á Akureyri og eru þau í mjög fjölbreyttri framleiðslu- og þjón- ustustarfsemi. Þorleifur sagði að á meðal þeirra væru mörg smærri fyrir- tæki sem væru nú að stíga sín fyrstu skref hvað varðar kynningu á fram- leiðslu sinni. í tengslum við sýninguna verður fólki boðið upp á skoðunarferðir í fyr- irtæki á Akureyri þar sem hægt verður að fylgjast með framleiðslunni. Þessar ferðir verða daglega á meðan á sýning- unni stendur og verða auglýstar sérstaklega. í dag mælir Dagfari_______________ Bjartsýnisverðlaunin í vikunni var bjartsýnisverðlaun- um úthlutað. Það er danskt heild- sölufyrirtæki sem hefur tekið að sér að úthluta þessum verðlaunum til íslendinga á ári hveiju. Þetta munu að vísu vera einu verðlaunin sem Danir heiðra okkur með ef frá er talin Dannebrogsorðan sem var veitt til þeirra íslendinga sem gættu þess best að móðga ekki Dani þegar þeir voru herraþjóð yfir okkur. Verð- launahafamir voru kallaðir Dana- sleikjur. Nú heiðra þeir ekki lengur auð- mýktina heldur bjartsýnina en hvorutveggja verður óneitanlega að teljast vafasamur heiður þegar þess er gætt að óhófleg bjartsýni stafar einkum af því að menn kunna sér ekki hóf, vaða áfram í blindni og reisa sér hurðarás um öxl. Þau eru sem sagt stutt mörkin á milli bjart- sýninnar og vitleysunnar. Nú í ár fær Guðmundur Emilsson bjartsýnisverðlaunin frá Bröste en hann hefur verið frumkvöðull og drifkraftur íslensku hljómsveitar- innar sem hefur barist við það undanfarin ár að halda bæði pening- unum og lífinu. Hljómsveitinni hefúr ennþá tekist að halda lífinu en pen- ingamir em löngu famir og verða aldrei til á bænum þeim. Fyrir nokkrum árum fékk einn af forsvars- mönnum íslensku óperunnar bjart- sýnisverðlaun fyrir samskonar frammistöðu og Guðmundur er heiðraður fyrir núna og stóðst það á endum, að skömmu eftir að hann tók við verðlaununum, sagði Is- lenska óperan sig á ríkissjóð og er nú komin á jötuna eins og fleiri. Vonandi hlýtur Guðmundur Emils- son og íslenska hljómsveitin ekki sömu örlög enda væri það slæmt til afepumar fyrir dönsku heildsalana ef viðurkenningar þeirra bæm þann eina ávöxt að verðlaunahafamir leggja bjartsýnina á hilluna en láta tjóðra sig á ríkisjötunni í staðinn. Annars er langur listi af mönnum sem vissulega hefðu átt skilið að fá bjartsýnisverðlaun um þessar mund- ir. Sambandsforkólfamir eiga skilið að fá bjartsýnisverðlaun fyrir að halda að þeir gætu keypt Útvegs- bankann og komist upp með það. Kristján Ragnarsson á inni verðlaun fyrir að halda að hann geti safhað sjö hundmð milljónum hjá einka- framtaksmönnum á miðju laxveiði- tímabilinu og takast það. Þorsteinn Pálsson á sérstakan heiður skilinn fyrir að hringja í flokksráð sjálfetæð- ismanna í þeirri trú að út úr því geti komið skynsamleg ráðgjöf! Það þarf mikla bjartsýni til að láta sér detta slíka vitleysu í hug og er verð- launa virði. Jón Sigurðsson alþýðuflokksráð- herra á að fá bjartsýnisverðlaun fyrir að reyna að leysa bankadeiluna sem samstarfaðilamir vilja ekki leysa. Bjartsýni hans nær jafrivel svo langt að honum dettur í hug að ríkis- stjómin meini það sem hún segir í stjómarsáttmála um að selja eigi ríkisbankana alla. Það er tvímæla- laust mesta bjartsýni ársins að trúa samstarfeflokkum í ríkisstjóm. Af öðrum bjartsýnismönnum má nefha Skúla Álexandersson sem er gæddur þeirri bjartsýni að halda að hann geti selt meira af sjávarafla heldur en hann veiðir upp úr sjón- um. Hvalfriðunarmenn virðast hafa þá bjartsýni til að bera að geta snúið ofan af Halldóri Ásgrímssyni í hval- veiðideilunni og það heldur Banda- ríkjastjóm líka. Þessir menn em á mörkum bjartsýninnar og heimsk- unnar og sennilega öfugum megin. Þeir þekkja ekki Halldór. Framkvæmdastjórar Kringlunnar eiga að fá bjartsýnisverðlaun fyrir að reisa hús, sem á að taka við fjöru- tíu þúsund manns á degi hveijum án þess að hafa bílastæði fyrir nema þúsund bíla, og íbúar í Háaleitinu og Safamýri eiga að fá bjartsýnis- verðlaun fyrir að halda að þeir geti fengið Davíð borgarstjóra til að breyta um skoðun. Þeir em að reyna mótmæla úthlutun byggingarlóðar á grænu svæði, sem Davíð er búinn að ákveða að sé ekki grænt svæði. Allir Reykvikingar, nema fólkið í Háaleitinu, vita að þeirri ákvörðun verður ekki breytt. Mesti bjartsýnismaðurinn af öllum er þó Halldór þungavigtarmaður í Henson, sem lagði af stað í skemmti- skokkið og hélt að hann kæmist alla leið. Og tókst það! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.