Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. 5 Fréttir Þessi grænlenski togari lét sér nægja að taka olíu á ytri höfninni í Reykja- vík en hann kom annars hingað með veikan háseta. Þetta er sami togarinn og lenti i vandræðum í Hafnarfjarðarhöfn fyrr í sumar. DV-mynd S Rykið hrist af gömlum reglum: Erlend fiskiskip þurfa hafnarleyfi Húsgagnasyning alla helgina og öll kvöld til kl. 22 þessa og næstu viku á medan á sýningunni „ Veröldin ’87“ stendur. TM-HUSGOGN Síðumúla 30 — Sími 68-68-22 Hinn 19. maí 1922 gengu í gildi lög þess efnis að erlend fiskiskip megi ekki leggjast að bryggju í íslenskum höfnum nema hafa til þess sérstakt leyfi. Á þessu hefur mjög slaknað í áranna rás og var undir það síðasta hætt að fara eftir þeim. Núheíurrykiðveriðhristaf þessum reglum. I vor sendu yfirvöld bréf til hafnaryfirvalda þar semþau eru beðin að fara eftir þessum gömlu reglum og að fiskiskipum vérði ekki hleypt upp að nema þau hafi til þess leyfi yfir- valda. „Að sjálfsögðu förum við strangt eft- ir þessu núna og þess eru dæmi að skip verði að láta sér ytri höfnina nægja,“ sagði Öm Ingimundarson, hafnsögumaður í Reykjavík, í samtali við DV. Ástæðan fyrir því að lögin vom sett á sínum tíma var sú að með því móti vildu menn koma í veg fyrir að erlend fiskiskip gætu gert út frá íslandi. Þar er átt við að þau gætu fengið hér veið- arfæraviðgerðir og aðra þjónustu til að halda úti veiðiskap á Islandsmið- um. Öm sagði að í neyðartilfellum fengju skip umsvifalaust að koma upp að. Áfram geta skip fengið hér olíu og kost þótt þau séu á ytri höfninni en leyfi þarf til annarrar þjónustu. -S.dór ÁRGERÐ 1988 1 Kartöfluræktendur í Reykjavík á götunni: Fá engar geymslur „Því miður er útlit fyrir að okkur takist ekki að útvega húsnæði fyrir kartöflugeymslur til handa almenn- ingi í haust þar sem það brást að við fengjum húsnæði á Korpúlfsstöðum," sagði Ingvar Axelsson, eftirlitsmaður matjurtagarða hjá Reykjavíkurborg, í samtali við DV. Á milli 1000 og 1100 aðilar em með kartöflugarða í landi Reykjavíkur- borgar, mest í Korpúlfsstaðalandi. Eftir að Ágæti tók yfir húsnæði jarð- húsanna í Ártúnsholti til svepparækt- ar var ákveðið að koma upp kartöflugeymslu fyrir almenning á Korpúlfestöðum. Eins og Ingvar sagði brást það og því má segja að kartöflur Reykvíkinga séu á götunni. Þar er ekki um neitt smámagn að ræða. I fyrra var uppskeran 26 tonn Áfengissalan: Aukning í krónum - magnið Ifldega minna Landsmenn eyddu rúmlega tvö hundmð milljónum króna meira í áfengi mánuðina apríl, maí og júní á þessu ári en í sömu mánuðum í fyrra. I áðumefhdum mánuðum keyptu landsmenn áfengi fyrir tæpar 840 millj- ónir í ár en hins vegar fyrir rúmlega 635 milljónir á sama tímabili í fyrra. Mesta söluaukningin varð á Sel- fossi, þar jókst salan um tæp 50% í krónum talin. Það segir lítið um áfeng- ismagnið. Því vitaskuld hefur áfengið hækkað á milli ára en mismikið eftir tegundum áfengis. Nsestmest varð aukningin á Sauðárkróki, eða 47,5%, en minnst á ísafirði, 25%. Aukning í krónum talin, miðað við tímabilið 1. janúar 1987 til 30. mars 1987, varð 36%. Áfengið hefiir hækkað í maí að meðaltali um 16%. Meðaltalshækkun á áfengi frá apríl í fyrra til maí í ár er um 40% þannig að landsmenn virðast hafa drukkið heldur minna nú en á sama tíma í fyrra. -sme og er búist við að uppskeran í ár fari hátt í 30 tonn enda kartöfluuppskera í ár með eindæmum góð. Ingvar sagði að eðlilega hefði fólk áhyggjur vegna þessa enda væri það ekki áhlaupaverk að koma upp geymslu fyrir 30 lestir af kartöflum. „Þótt ég sé ekki búinn að gefa upp alla von sýnist mér útlitið heldur dökkt með að fá húsnæði undir kanö- flugeymslu úr þessu,“ sagði Ingvar Axelsson. -S.dór Wagoneer LTD, kr. 1.626.000. Cherokee LTD, kr. 1.695.000. Sérsmíðaðir fyrir ísland, m.a. aukabúnaður vegna blýs í bensíni en blýið kemur í veg fyrir eðlilega virkni stýristölvu vélarinnar sem getur leitt til skemmda. n Jeep EGILL VILHJÁLMSSON HF. EINKAUMBOÐ A ISLANDI Smiðjuvegi 4. Kop . s. 7 72 00 - 7 72 02. Hárles ? ÁSTA KAREN VAR ORÐIN ÞREYTT Á AÐ HAFA BURSTANN ALLTAF FULLAN AF HÁRUM. Hún gerði sér grein fyrir að þéttur og góður hár- vöxtur krefst réttra næringarefna, sem stundum skort- ir í fæðuna. Þess vegna reyndi hún HÁRKÚR töflurnar. Hálfum mánuði eftir að hún byrjaði að nota þær var hún laus við hárlosið og hefur það ekki angrað hana síðan. HÁRKÚR töflurnar innihalda næringarefni sem eru nauðsynleg góðum hárvexti. FÆST í HEILSUBÚÐUM, APÓTEKUM, HÁRSNYRTI- STOFUM, HEILSUHILLUM MATVÖRUVERSLANA OG HJÁ HÁRSKERUM. Éh iGÍIsuhúsiö Skólavörðustíg 1 Sími 22966 • Kringlunni Sími 689266

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.