Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 27. ÁGtJST 1987. Sviðsljós Peter Holm hinn sænskættaði, fyrrverandi eiginmaður Joan Collins, fer heldur hörðum orðum um sína fyrrverandi konu. Peter segir Joan vera taugaveiklaða í meira lagi. Hún sé ekkert nema ytra borðið og væri ekki neitt hefði * hún ekki útlitið með sér. Segir Peter Joan hreinlega láta aðra stjórna sér, hún viti aldrei í hvorn fótinn hún eigi að stíga fyrr en henni hafi verið sagt fyr- ir af öðrum. Joan þurfi eigin- mann sem fjarstýri henni og nenni að hlusta á innihaldslaust nöldrið í henni alla daga. "I_____________:--------------- Sjötugs- afrnæli fagnað Brunabótafélag íslands varð sjö- tíu ára þann fjórtánda ágúst. Haldið var feiknarmikið afmælis- hóf á Hótel Sögu. Þar voru samankomnir allir starfsmenn fyr- irtækisins, velunnarar og makar. Eftir hátíðarkvöldverð voru flutt ávörp og starfsmenn heiðraðir. Kristinn Sigmundsson söng ein- söng og loks var stiginn dans til klukkan tvö um nóttina. Þeir sem fluttu ávörp voru Guðmundur Bjarnason tryggingamálaráðherra, Jan Erik Langangen, forstjóri Storebrand, og Bjami Þórðarson, formaður Sambands íslenskra tryggingafélaga. Fimm starfsmenn Brunabótafélagsins voru heiðraðir, þeir Ásgeir Bjarnason, Ásgarði, Páll F. Hólm, Hnífsdal, Tore Melgárd, Osló, Stefán Reykjalín, Akureyri, og Magnús Kristjáns- son, Þambárvöllum. Ingi R. Helgason, forstjóri Brunabótafélagsins, setur afmælishófið í Súlnasal Hótel Sögu. Við fagurlega skreytt borðið sitja Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri og kona hans, Guðrún Jónsdóttir. Við hlið þeirra eru Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, og kona hans, Alda Bjarnadóttir. Gils Guömundsson, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, situr hér á milli tveggja systra sem báðar starfa hjá Brunabótafélaginu. Á hægri hönd Gils er eiginkona hans, Guðný Jóhannesdóttir, en hún hefur unn- ið með öllum forstjórum Brunabótafélagsins frá upphafi. Á vinstri hönd Gils er Elfn Jóhannesdóttir, ritari i skfrteinadeild. Gaivaskir sölumenn Brunabótafélagsins. Frá vinstri er Þór Ingólfsson og kona hans, Rannveig Sigurðardóttir, þá Guðmundur Albertsson og kona hans, Þórdis Þórðardóttir. Starfsfólk úr tjóna- og skírteinadeild. Frá vinstri Asgeir Ágústsson, As- dís Hartmanns, Inga Eyjólfsdóttir og Magnús Tulinius. Díana prinsessa er mjög óhress með þann orð- róm, sem gengið hefur fjöllun- um hærra, að hún og Kalli prins séu komin að því að skilja. Illar tungur hafa komið þessum kjaftagangi af stað. Talað er um að þau fjarlægist sífellt hvort annað, Díana hafi gert skyssu þegar hún giftist Kalla því að hann sé of gamall fyrir hana. Nær hefði verið að hún hefði gifst bróðurnum Andrew. Díana reynir bara að láta sem hún heyri þetta ekki en á þó oft er- fitt með sig þegar kjaftagangur- inn er sem mestur. Segir hún hjónabandið vera bara í luk- kunnar ástandi og geti vart verið betra. Hún sé mjög hamingju- söm með Kalla og ánægð með hlutskipti sitt. Victoria Principal eða Pamela í Dallas, er víst ekki með öllu ánægð með lífið og tilveruna. Segir hún kvikmynda- bransann vera harðan og óvæginn og ekkert þýði annað en að sýna hörku vilji maður komast áfram. Stúlkunni hefur nú svo sem vegnað ágætlega hingað til - barist með kjafti og klóm og náð sínu fram - þannig að hún getur ekkert kvartað. Victoria segir kvikmyndaheim- inn mannskemmandi og lýj- andi. En það er nú ekki aftur snúið og er daman svo sem ekkert að spá í það. Að lokum segir Victoria að hefði hún ekki farið út í leiklistina þá væri hún örugglegastarfandi að einhverj- um líknarmálum í dag. Hjónin Magnús H. Magnússon, fyrrverandi ráðherra og bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og Marta Björnsdóttir virða fyrir sér matseðil kvölds- ins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.