Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. 13 Halldór Snorrason hjá Aðalbilasölunni einasti bíll seljast, ég skil ekki alveg hvemig, en það virðist alltaf vera einhver sem getur notað gamlann bíl.“ Endursöluverð Við spurðum Jón hvemig stæði á að endursöluverð héldist jalhhátt og raun ber vitni. „Endursöluverð fer eftir ákveðn- um reglum. Yfirleitt er miðað við vissar afskriftir, þetta 10-12% á ári. Þetta gildir þó ekki um alla bíla, margir tapa verðgildi sínu mun hraðar. Þannig gætir engrar tregðu í sölu á bílum framleiddum eftir ’82, en árgerðir ’80, og ’81 em hins vegar ekki jafn eftirsóttir. Það eru allir krakkar komnir á nýja bíla og býst ég við að fólk reyni að nota eldri bílana sína í stað þess að setja þá í sölu.“ P. Samúelsson Við hringdum í bílasölu P. Samú- elsson í Skeifunni en salan er í tengslum við Toyota umboðið sem tekur notaða bíla upp í nýja. Þar varð fyrir svörum Ármann Jóhanns- son. „Salan hefur gengið þokkalega en er aðeins farin að hægjast núna. Það varð ekki svo mikil söluaukning hjá okkur í sumar, salan er einfaldlega ekki það gróin. Þrátt fyrir að sala dragist alltaf saman á haustin og vetuma gekk hún þó vel allan síð- astliðinn vetur. Umboðin taka ekki eldri bíla Við höfum bundið okkur við ár- gerðir yngri en frá ’82, þannig að lítillar tregðu hefur gætt hjá okkur. Það em aðallega ’80 módel og eldri sem stoppa á sölunum. Það hefur þó merkilega lítið borið á því að þessir bílar lækki í verði, þetta virð- ist allt seljast á endanum. Hvemig framhaldið verður verður bara að koma í ljós. -PLP _________________Neytendur Hvað kosta nýir bílar? Nú em nýjar árgerðir bíla teknar að streyma inn á markaðinn. Við ákváðum að birta nokkur verð á algengum gerðum mönnum til við- miðunar. Ekki er þó farið út í neina heildarkönnun, aðeins er tekið verð nokkurra tegunda. ’88 árgerð af Mazda er komin að hluta. Állar gerðir em hins vegar væntanlegar í september. Dæmi ura verð er að Mazda 929 Sedan 2,2 GLX kostar um kr. 827 þúaund án ryð- vamar og akráningar. Citroen árgerð ’88 er kominn. Citroen BX kostar kr. 498.500. Til gamans má geta þess að Citroen Charleston, betur þekktur sem braggi kostar kr. 347.600. Hann er að sjálfeögðu kynntur sem „ráð- herrabfll“ í verðliata. Verð er án ryðvamar og skráningar. Volkswagen og Audi af árgerðum ’88 em einnig komnir. Dæmi um verð er að VW Golf kostar kr. 471 þús. i sinni einfoldustu mynd og Audi kostar kr. 858 þúsund. Bílamir em raeð verksmiðjuryðvöm en verð- ið er án skráningar. Miteubishi er kominn af öllum gerðum af árgerð ’88. Eitt stykki Colt kostar kr. 361 þús. í sinni ein- földustu mynd, án ryðvamar og skráningar. -PLP Raddir neytenda Meira „slikkirí“ en venjulega „Mér ofbauð alveg þegar ég var búin að leggja saman matarliðinn. Að vísu vorum við á ferðinni allan mán- uðinn og keyptum sennilega meira „slikkirí" en venjulega," segir m.a. í bréfi frá Þórunni sem tekið hefúr þátt í heimilisbókhaldinu með okkur mjög lengi. Meðaltal þessarar fjölskyldu var í júlímánuði kr. 7800 á mann. Bréfrit- ari heldur áfram: „Á móti kemur svo að við vorum gestkomandi annars staðar og því hefðu matarútgjöld átt að lækka eða a.m.k. standa í stað. En hver sem skýr- ingin er þá em þetta alltof háar tölur. Liðurinn „annað“ er upp á 74 þúsund kr. Helstu útgjöldin þar em: afborgun af bíl 16 þúsund, húsnæðislán 12.900 kr„ brúðargjöf og skyrta kr. 5 þús., síminn 2200 kr„ rafmagn 1700 kr„ flug- far 4 þúsund kr„ bensín 3 þúsund, tívolí 3 þúsund, verslunarferð til Reykjavíkur 6 þúsund og margt fleira. Með bestu kveðjum, Þórunn" Kjötvörur með 50% afslætti á mánudögum „Nú tók heimilishaldið góðan kipp fyrir júlí. Ég önglaði saman í frysti- kistu og kaupi kjötvömr í Hagkaupi á mánudögum með 50% afelætti. Ég hef gert þetta lengi og gefst það vel,“ segir í bréfi frá roskinni vinkonu okk- ar, sem lengi hefur tekið þátt í heimilisbókhaldinu, D.M. Hún er með allra lægsta meðaltalið og tekst þann- ig að halda vel á hlutunum og hafa hemil á útgjöldum til heimilis- ins. Að þessu sinni var meðaltalið rétt um 3500 kr. á mann en liðurinn „ann- að“ var upp á tæpar 17 þúsund kr. Inni í þeirri tölu var að þessu sinni rafmagn og hiti, útvarp og ein afmælis- gjöf. Síðan segir D.M.: „Nú eflir hækkunina á brauðvörum kaupi ég eitt brauð á viku og þá gam- alt brauð á 35 kr. Það er vel hægt að spara ef maður vill og ég hef aldrei kunnað annað. Kveðja, D.M.“ HAUSTTILBOÐ SOLHUSIÐ Sólbaðsstofa Astu B. Vilhjálms, Grettisgötu 18, sími 28705 Aftur er komið að okkar vinsæla tilboði sem allir þekkja. 24tímar á aðeins 1800 kronur. Hvar annars staðar er það betra og ódýrara? Takmarkað upplag tilboðskorta á að seljast. VEEIÐVELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.