Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. Erlendir fréttaritarar Mótmæla yfiwinnu líf- varða Holmérs Gunnlaugur A. Jónssan, DV, Lundi Hans Holmér, lögreglustjóri í Stokk- hólmi, hefur enn á ný hafriað í sviðsljósinu. Samtök lögreglumanna hafa nefhilega mótmælt þeirri gífur- legu yfirvinnu sem lífverðir Holmérs inna enn af hendi. Þrír lögreglumenn hafa á hálfu ári unnið meira en þrjú þúsund yfir- vinnutíma við að gæta Holmérs sem mikinn hluta þess tíma hefúr verið í frii á sólarströnd. Mikill skortur er á lífvörðum hjá Stokkhólmslög- reglunni og hefur það því vakið reiði margra að Holmér skuli með þessum hætti misnota aðstöðu sína og láta lífverðina vinna eins og um neyðar- tilfelli væri að ræða. Tekinn til starfa Þá vakti mikla athygli frétt eins sænsku dagblaðanna um að Holmér væri nú mættur á nýjan leik til starfa í lögreglustöðinni í Stokk- hólmi. Þar situr hann í sínu gamla herbergi og gefur fyrirskipanir. Tals- menn dómsmálaráðuneytisins létu í ljósi mikla undrun yfir þessum frétt- um en það eru liðnir meira en fimm mánuðir síðan Holmér sagði af sér störfum bæði sem stjómandi leitar- innar að morðingja Palmes og sem lögreglustjóri. Þar með töldu flestir að afskiptum hans af lögreglumálum væri lokið fyrir fullt og allt. Holmér fór huldu höfði en hafði sjálíúr af og til samband við valda fjölmiðla og skrifaði meðal annars greinar í Expressen þar sem kom fram að hann hélt sig á sólarströnd á eyju í Kyrrahafinu. Óheimilar ákvarðanir Formlega heldur Holmér embætti sínu þar til um miðjan næsta mán- uð. Almennt var þó gengið út frá því sem vísu að hann kæmi ekki lengur nálægt lögreglustörfum. En það var svo þegar samtök lögregluþjóna í Stokkhólmi vöktu athygli á þeirri gífurlegu yfirvinnu sem lífverðir Holmérs inna enn af hendi að það spurðist að Holmér sæti enn sem fastast. Hann tekur ákvarðanir sem talsmenn dómsmálaráðuneytisins segja að honum sé i raun ekki heim- ilt að gera. En þar sem Holmér á svo skamman tíma eftir af uppsagnar- tímanum er ekki talið að dómsmála- ráðuneytið muni aðhafast neitt þó að Holmér starfi eitthvað innan lög- reglunnar þann tíma sem eftir er. Hins vegar mun hann ekkert koma nálægt rannsókn Palmemorðsins. Hljótt um rannsókn Palmemorðsins Mun hljóðara hefur líka verið um rannsókn þess máls eftir að Holmér hætti enda var það yfirlýst stefna hinna nýju stjómenda rannsóknar- innar að hafa sem allra minnst samskipti við fjölmiðla. Það er nú almenn skoðun hér í Svíþjóð að úr því sem komið er sé nær útilokað að hafa uppi á morðingja Palmes eða að minnsta kosti þurfi að koma til hrein heppni ef Iögreglunni ætti að takast að hafa hendur í hári hans. Hans Holmér er mættur á nýjan leik til starfa í lögreglustöðinni í Stokk- hólmi eftir að hafa farið huldu höfði í langan tima. Hann á þó skamman tíma eftir af uppsagnartíma sínum. Fangauppreisn í Kanada Guönin Hjartardótnr, DV, Otlawa; Um það bil 150 fangar efndu til óeirða í Joyceville-fangelsinu fyrir síafbrotamenn nálægt Kingston í Ontario á dögunum. Talið er að óeirðimar hafi byijað er þrír fangar réðust á fangaverði og yfirbuguðu þar sem þeir vom á eftirlitsferð um vistarverur fanganna. Óljóst er um upphafóeirðanna. Rétt áður en óeirðimar bmtust út leit allt út fyrir að vera með kyrrum kjörum í fangelsinu þar sem fangar dvöldu ýmist í klefum sínum eða léku þoltaleiki á lóð fangelsisins. Óeirðimar bmtust út í tveim af fjómm fangaklefabyggingum fang- elsisins. Bmtu fangamir húsgögn og kveiktu elda utan dyra. Óeirðimar stóðu í nokkrar klukkustundir eða þar til fangavörðum og aukastarfe- liði, er til hafði verið kvatt, tókst að yfirbuga fangana og koma þeim öll- um í klefa sína á ný. Engin alvarleg meiðsli urðu á föngum eða fanga- vörðum en nokkrir vom þó fluttir undir læknishendur. Þessi uppreisn hefúr vakið mikla athygli og umræðu í Kanada því fangelsið í Joyceville hefur þótt með þeim ömggari og betri í landinu og er uppþot þetta hið mesta er orðið hefur í sögu fangelsisins. Öll varsla hefur nú verið aukin til muna og er búist við að þetta verði til þess að starfefólki muni fjölga í fangelsinu og að öryggisgæsla verði aukin mjög á næstu mánuðum. Sadolin sett eriendum aðila? Haukur L. Haukaacn, DV, Kaupmannahcfri: Áhugi óþekkts erlends fjárfestinga- raðila á málningarfyrirtækinu Sadolin og Holmblad hefúr komið af stað sögusögnum um sölu fyrir- tækisins. Ársvelta fyrirtækÍBÍns er rúmlega tveir milljarðar danskra króna og starfa um tvö þúsund og þrjú hundr- uð manns hjá því. Samkvæmt upplýsingum stjómar fyrirtækisins hefur hún fengið mjög hagstætt kauptilboð frá erlendum aðila sem nú þegar á hagsmuna að gæta í dönsku viðskiptalífi. Mögulegur kaupandi getur verið finnska ríkis- fyrirtækið Kemira sem keypti meirihluta Superfors-Gödning í vet- ur. Hið breska ICI og þýsku fyrir- tækin Bayer og Hoecht hafa einnig verið nefnd. Möguleg sala getur strandað á dönskum launþegasjóðum sem eiga þrjátíu prósent hlutabréfanna en væntanlegur kaupandi verður að sölsa hluta þeirra undir sig. Tals- maður launþegasjóðanna sagði að þeir hefðu hindrað sölu til erlends fyrirtækis fyrir fjórum árum og mundu gera það á ný. Hið tvö hundruð og níu ára gamla fyrirtæki á eignir er nema rúmlega hálfum milljarði danskra króna en síðastliðin þrjú ár hefúr fyrirtækið orðið fyrir verulegu tekjutapi. ■ ■ ■ + ■ ■ ■ Framhjahald á undanhaldi Haukur L. Hautasan, DV, Kaupmannah£fti: , , . ..... ...... Frá 1955 hefúr meira en helmmgur Fleiri Danir en áður eru á þeirri Dana verið á þeirri skoðun að eitt skoðun að framhjáhald í eitt skipti tilfelH framhjáhalds væri ekki næg sé nægileg ástæða til að krefjast skilnaðarorsök. í dag eru fimmtíu skibaðar. Samkvæmt nýlegri könn- og þijú prósent Dana á öðru máli.. un er meira en helmingur Dana á Sextíu prósent þeirra nefiia eyðni þessari skoðun og er orsakanna fyrir sem þungann á vogarskálunum. strangari viðhorfúm að leita í óttan-_ Neysla amfetamíns stóraukist Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmaunahöfri; Samkvæmt talsmanni fíkniefnalög- reglunnar í Kaupmannahöfn hefur neysla amfetamíns stóraukist síð- asta eina og hálfa árið. Nýlega lagði lögreglan hald á stærsta skammt amfetamíns í einu til þessa eða tuttugu kíló. Segir lög- reglumaðurinn amfetamín vera tískufyrirbæri sé þess neytt í stað eða með alkóhóli. Megi sjá neyslu- aukninguna á því að átta af hverjum tíu einstaklingum, sem handteknir eru vegna fíkniefna, hafi amfetamín í fórum sínum. Lögreglan í Kaupmannahöfn hef- ur undanfarið staðið fyrir herferð gegn amfetamíni. Hefur veitinga- húsaeigendum, þar sem verslað hefur verið með amfetamín, verið bent á að rekstrarleyfi þein-a sé í hættu. Nefnd sú er ætlað er að fyrir- byggja afbrot hefur staðið fyrir fræðslu í skólum og loks hefur lög- reglan í huga að framleiða vegg- spjöld til aðvörunar gegn amfetam- íni. Fyrmefndur lögreglumaður segir að margir haldi amfetamín saklaust efni en í raun sé það jafnhættulegt og kókaín og heróín þar sem afleið- ingar langvarandi misnotkunar geta verið ofsóknarbijálæði og önnur sál- ræn mein.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.