Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. 3 Auglýsing HLJÓM- TÆKJA- FYRIR- TÆKI SAMEINAST REKSTUR STERÍÓ HF. SAMEINAÐUR REKSTRI JAPIS HF. Um mánaðamótin maí - júní var rekstur verslunarinnar Steríó sameinaður rekstri Japis hf. Astæðurnar fyrir sameiningunni eru meðal annars þær að bæði fyrirtækin eru í eigu sömu hluthafa og þar sem Japis hf. hefur opnað aðra versl- un í Kringlunni mátti ljóst vera að mikil rekstrarhagræðing yrði fyrir bæði fyrir- tækin að sameinast í eina sterka heild. Framvegis verða því allar vörur Steríó seld- ar í Japis, Brautarholti 2 og í Kringlunni. Opnunar- tilboð 3. 1000 vatta frá Panasonic PANASONIC kynnir nýja áhrifamikla ryksugu í baráttunni við rykið. 1000 vött. Tvískiptur veltihaus. Hólf fyrir fylgihluti í ryksugunni. Inndraganleg snúra. Stiglaus styrkstillir. Rykmælir fyrir poka. Og umfram allt hljóðlát, nett og meðfæranleg. TILBOÐSVERÐ AÐEIIMS KR. 6.980. JAPISS BRAUTARHOLT 2 KRINGLAN SiMI 2713 Fréttir Fiskverð hefur stór- hækkað með tilkomu fiskmarkaðanna - meðaltalshækkun á fiskinum er varla undir 25% „Við höfum ekki gert nákvæma úttekt á því hve mikið fiskverð hefur hækkað með tilkomu fiskmarkað- anna. Þó sýnist mér að miðað við meðalverð hér hjá okkur í Hafhar- firði sé hækkunin gróft reiknað 25% eða jafhvel meira,“ sagði Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Fisk- markaðarins í Hafnarfirði. Miðað við það meðalverð sem Bjami Thors, framkvæmdastjóri Faxamarkaðarins í Reykjavík, gaf upp er um svipaða hækkun að ræða. Mælikvarðinn sem notaður er þegar rætt er um hækkunina er verðlags- ráðsverðið sem var í gildi þegar fiskverð var gefið frjálst í vor. Þess ber þó að geta að víða var um yfir- borganir að ræða á síðustu vertíð, allt að 10% en það var þó alls ekki almennt. Á síðasta verðlagsráðsverði, áður en fiskverðið var gefið frjálst, voru greiddar 25 krónur fyrir kílóið af þorski sem var 2 kíló að þyngd en meirihluti þorskaflans er af þeirri stærð. Fyrir stærsta þorskinn var greitt mest eða á milli 33 til 34 krón- ur fyrir kílóið með 10% kassauppbót. Lítið hlutfall aflans var af þessari stærð. Frá því Fiskmarkaðurinn í Hafn- arfirði byrjaði er meðalverð á þorski 33,24 krónur fyrir kílóið og er þar um alla stærðarflokka að ræða. Á Faxamarkaðnum er meðalverðið 33,72 krónur fyrir þorsk. Hæsta verð sem fengist hefur fyrir þorsk í Hafharfirði eru 48,40 krónur fyrir kílóið og nú undanfama daga hefur meðalverðið verið um 40 krón- ur fyrir kílóið. Hæsta verð á Faxamarkaðnum er mjög svipað. Meðalverð á karfa í Hafnarfirði er frá byijun 17,44 krónur fyrir kíló- ið. Á Faxamarkaðnum er meðalverð- ið 16,14 krónur. Verðlagsráðsverðið í vor var 11,70 krónur fyrir kílóið af karfa, hálft til eitt kíló, en 12,87 með kassauppbót. Fyrir karfa, eitt kíló eða stærri, var verðið 13 krónur og 14,30 með kassauppbót. -S.dór Tilkoma fiskmarkaðanna i Reykja- vík og Hafnarfirði hefur stórhækk- að fiskverðið. DV-mynd KA Bandaríkjamarkaður: Verðhrun a horpudiski -verðið hefur lækkað úr 4,80 dollurum niður í 3,30 dollara frá í fyrra Verð á hörpudiski hér á landi til sjó- manna og útgerðarmanna hefur verið lækkað um 30% og er óánægja ríkjandi meðal sjómanna í Breiða- firði vegna þess. Sjómenn í Stykkis- hólmi héldu fund um málið í fyrrakvöld og var þar ákveðið að hafast ekki að vegna þess að stað- reynd væri að verðhmn hefði átt sér stað á Bandaríkjamarkaði. „í fyrra fengust 4,60 til 4,80 dollar- ar fyrir kílóið á Bandaríkjamarkaði en nú er verðið 3,20 til 3,30 dollarar. Ástæðan fyrir þessu verðhruni er offiamboð á markaðnum. Bæði hefur afli Bandaríkjamanna verið mikill og eins hafa Norðmenn sent mikið magn á markaðinn. Viðbótin nemur svipuðu magni og öll okkar fram- leiðsla. Ofan á þetta allt saman bætist svo lækkun dollarans," sagði Guðmundur Stefán Maríasson, framkvæmdastjóri Félags skelfisk- framleiðenda, í samtali við DV. Guðmundur sagði að vinnsla á hörpudiski stæði ekki undir sér á þessu verði enda þótt 3,20 til 3,30 dollarar fyrir kflóið væri nálægt meðalverði síðustu ára ef frá væri talin hin mikla hækkun í fyrra. Ellert Kristjánsson hjá Sigurði Ágústssyni hf. í Stykkishólmi taldi þó að vinnslan myndi sleppa ef ekki yrði um frekari lækkun að ræða. Hann sagðist trúa því að verðið færi ekki neðar en það er nú, þetta hlyti að vera botninn. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.