Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. Frjálst.óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð I lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Mikilvægar kosningar Mjög mikilvægar þingkosningar verða í Danmörku hinn áttunda september. Úrslit kosninganna hafa gildi utan landsins, einkum á öðrum Norðurlöndum. Ekki aðeins takast á meginfylkingar hægri manna og jafnað- armanna eins og víðast í Vestur-Evrópu, heldur kemur í ljós, hvort eðlilegt framhald verður á tilraun núver- andi stjórnar til að hverfa frá hinum neikvæða sósíal- isma, sem löngum hefur herjað í landinu. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur lengst af frá stríðs- lokum verið forystuflokkur Danmerkur. Danir hafa aldrei gengið jafnlangt og Svíar í neikvæðum sósíal- isma. En þó hefur einnig þar velferðarkerfið gengið út í öfgar og leitt til efnahagslegra vandræða. Stjórnir jafnaðarmanna skildu við efnahaginn í rúst. Þegar borg- araflokkar fengu ráðið, gerðu þeir engar alvörutilraunir til að snúa dæminu við. Það var ekki fyrr en Schluter, formaður íhaldsflokksins, myndaði stjórn, að reynt var að hverfa frá stefnu jafnaðarmanna. Hægri og mið- flokkastjórnir höfðu áður verið allsherjar miðjumoð. Nú var loks reynt að auka frjálsræði einstaklingsins og taka upp nokkra frjálshyggju. Schluter tók við 1982 en varð þá að styðjast við svo- nefndan Framfaraflokk Glistrups. Þetta er öfgaflokkur, sem stýrt var af manni, sem síðar hefur afplánað þriggja ára dóm fyrir skattsvik. Flokkur Glistrups höfðaði til fjölmargra hinna óánægðu, þegar hann barðist gegn sköttum. Skattpíningin hafði gengið út í öfgar undir stjórn jafnaðarmanna. En flokkur Gistrups var of ein- kennilegur, til þess að hann gæti nýtzt til stuðnings ríkisstjórnar. Glistrup hjálpaði sósíalistum til að fella stjórnina. En samsteypustjórn Schluters hefur síðan í kosningum í ársbyrjun 1984 haft meirihlutastuðning á þingi með aðstoð svokallaða Róttæka flokksins, sem er miðflokkur en á ekki aðild að fjögurra flokka stjórn Schlúters. Þetta mynstur hefur reynzt bærilega. Tví- mælalaust hefur forsætisráðherrann notið trausts, og Ihaldsflokkurinn er kominn upp að jafnaðarmönnum að fylgi. Kosninganar nú skera úr um, hvort stjórninni tekst að halda velli. Haldi danska tilraunin áfram, gæti hún orðið fyrirmynd víðar, svo sem í Noregi og jafnvel Svíþjóð. Þá gæti farið svo, að andstæðingar jafn- aðarmanna treystu sér loks til að ganga fram gegn þeim þáttum velferðarkerfisins, sem gengið hafa út í öfgar, en efla í staðinn frjálst framtak. Stjórninni hefur tekizt að nær eyða fjárlagahalla, og draga mikið úr halla á viðskiptum við útlönd. Stjórnin hefur mjög minnkað verðbólguna, sem var yfir tíu pró- sent 1982 en mun í ár verða aðeins um 3,5 prósent. Atvinnuleysi minnkaði. En erfiðlega hefur gengið áð halda nægilegum hagvexti, aukningu framleiðslunnar. Danska tilraunin lofar þó góðu um næstu ár, verði hún ekki kæfð nú. Skoðanakannanir benda til ósigurs jafnaðarmanna. En þótt jafnaðarmenn kunni að tapa, benda sumar kannanir til þess, að Framfaraflokkur Glistrups kunni aftur að fá oddaaðstöðu. Með því yrði upplausn. Rót- tæki flokkurinn mundi tæpast styðja ríkisstjórn, sem byggði á stuðningi Framfaraflokksins. Glistrup er laus úr prísund. Hann mun vera í öruggu þingsæti. Fram- faraflokkurinn reynir nú að draga úr mikilvægi Glistr- ups með því að leggja mest upp úr konu, sem nýtur trausts. En Framfaraflokkurinn verður vafalaust samur við sig með Glistrup á þingi. Haukur Helgason Gullgrafaraæði - náttúravemd eða villimennska? Þegar fundið er að þvi við fslend- ing að hann gangi illa um náttúru landsins verða viðbrögðin yfirleitt önnur en þau að þakka fyrir ábend- inguna. Landverðir, sem starfa í þjóðgörðum og öðrum friðlöndum, hafa hvað eftir annað mátt þola hortugheit og skammir fyrir það eitt að yrða á fólk sem fer kæruleysislega að ráði sínu. I besta falli er hlegið að manni og sagt: „Hvað er þetta, maður, ertu að gera mál úr þessu?“ Kæruleysislega, segi ég; er það ekki of vægt til orða tekið? Alltof margir vilja hvorki kynna sér né virða reglur. Að segja venjulegum landa að strangt til tekið hafi hann nú brotið lög eða reglugerð númer þetta eða hitt um náttúruvemd er ekki beint vinsælt. Það virðist gróið í þjóðarsálina að virða gagrvrýni til verri vegar og hugsa „ég má“ og „þú mátt ekki skipta þér af mér því að ég er íslendingur og ég hef vit á því hvemig má umgangast landið". Þó tekur fyrst steininn úr þegar guðir og prinsar opinberra stofiiana birt- ast. f þeim hópi eru jafnvel jarð- fræðingar sem staðhæfa að sum ákvæði náttúruvemdarlaga nái alls ekki til þeirra. Bændur og veiðimenn þori ég nú blátt áfram ekki að nefria. Mér finnst sem sagt skilningur á náttúmvemd hér á landi allt of lít- ill, sérstaklega þegar náttúruvemd stangast á við hagsmuni einhvers. Það er svo sem allt í lagi að stofna friðlönd og þess háttar, bara ef ég get gert það sem mér sýnist eftir sem áður. Náttúruvemdarráð, „nei það er síðasta sort“. Skyldum við þurfa aðra Laxárdeilu til að hrista upp í fólki? Brjóstvit og gullgrafaraæði Einn er sá þáttur náttúrufiiðunar sem hlotið hefur aukið umtal í sum- ar eftir stórkostlega fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi sl. tvö ár, þ.e. ferðamennskan. Bæði hér í DV og annars staðar hefur þetta verið rætt og bent á að margir staðir á landinu séu í hættu að völdum ferða- manna. Hvemig getur slíkt átt sér stað? Túrisminn hér á landi er í heild ákaflega vanþróaður og einkennist af gullgrafaraæði. Verðlag er langt fyrir ofan það sem ungir náttúru- unnendur frá öðrum löndum geta almennt ráðið við - í ofanálag við hversu dýrt er að komast hingað. Þó er ekki allt jafndýrt, t.d. er alls ekki dýrt að tjalda í þjóðgörðum og friðlöndum né að ferðast í rútubílum. Hins vegar em göt í almennnings- samgöngukerftnu sem valda ferða- mönnum, sem ekki ferðast á einkabíl, vemlegum erfiðleikum og fjárskortur Náttúruvemdarráðs kemur niður á uppbyggingu tjald- stæða. í hópi ferðaskrifstofa er ekki síður misjafo sauður en meðal einstakl- inga. Til em algjör sjóræningjafyrir- tæki í þessum bransa. Hvað um ferðasknfstofuna sem árum saman hefur forðast skipulögð tjaldsvæði? Veitir hún viðskiptavinunum góða þjónustu? Ætti hún að hafa starfs- leyfi? Hvað um rútufyrirtækið sem leigir rútur undir hópa án íslenskra leiðsögumanna? Hvað um ferða- skrifstofur sem skipuleggja göngu- ferðir yfir hálendið án samráðs við Náttúruvemdarráð og láta leiðsögu- manninn ekki vita hvar em náttúm- vætti sem ekki má tjalda í? Á hinn bóginn hafa, sem betur fer, mörg hinna rótgrónu fyrirtækja og sum hinna nýrri mikla þekkingu á því hvemig unnt er að veita við- skiptavinunum góða þjónustu. KjaUaiinn Ingólfur Á. Jóhannesson landvörður i Mývatnssveit Eigendur þeirra skilja að auki sam- bandið milli hagnaðar til langs tíma og mikilvægis friðunar og náttúm- vemdar. Nefskattur á náttúruundur Meðan verið er að skamma Hrafri Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóra óbótaskömmum fyrir náttúruspjöll við Gullfoss er neyðarástand þar af allt öðrum sökum, þ.e. vegna gífur- legs fjölda túrista sem fluttir em sem á færibandi Gullfoss-Geysishring- inn. Þar em göngustígar sem em svo illa famir að þeir em frekar til bölv- unar ef eitthvað er, alls engir kamrar né klósett, aðeins þijár einmana ruslatunnur. Gullfoss er aðeins dæmi um stað þar sem skjótra úrbóta er þörf. Það yrði einfaldlega of langt mál að telja upp alla staðina. Island getur alls ekki tekið við auknum ferðamanna- straumi nema eitthvað sé gert innanlands til að mæta því, annars eyðileggst hver staðurinn á fætur öðrum og ekkert verður eftir, hvorki fyrir okkur sjálf né fyrir ferðaskrif- stofur til að selja. Hver á að sinna slíkuni aðgerðum? Enginn græðir á því að reisa vatns- salerni eða gera göngustíga, hvorki við Gullfoss né á hálendinu. Það væri miklu ódýrari og um leið áhrifaríkari aðgerð að loka Dimmu- borgum en leggja stórfé í gerð göngustíga. Em ferðaskrifstofumar fúsar til að greiða nefskatt fyrir túr- istana sem skoða Gullfoss? Eða eigum við að borga fleiri matvæla- skatta til að fjármagna þetta? Ingólfur Á. Jóhannesson „Meðan verið er að skamma Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóra óbótaskömmum fyrir náttúruspjöll við Gullfoss er neyðarástand þar af allt öðrum sökum, þ.e. vegna gífurlegs fjölda túrista." „Túrisminn hér á landi er í heild ákaflega vanþróaður og einkennist af gullgrafara- æði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.