Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. Utlönd Samþykkja áhættuþöknun Bandaríska vamarmálaráðuneytið hefur samþykkt að greiða tíu þúsund sjóliðum á Persaflóasvæðinu áhættu- þóknun. Ákvörðunin um að greiða áhættu- þóknunina, sem nemur hundrað og tíu dollurum á mánuði, þýddi ekki að hætta á að Bandaríkin tækju þátt í stríðinu væri yfirvofandi, var sagt í tilkynningu frá ráðuneytinu. Bandaríski flotinn hefur tvisvar lent í útistöðum við írani eftir að herskipa- vemd Bandaríkjamanna hófet. Bandaríkin saka írani um að leggja tundurdufl þar sem siglingaleiðir em en íranir vísa á bug slíkum ásökunum. Vamarmálaráðuneytið hafði frestað að samþykkja áhættuþóknunina þar sem slík ákvörðun kæmi sér vel fyrir þingmenn demókrata sem hafa farið fram á það við alríkisdómstól í Was- hington að lýsa því yfir að hemaðar- ástand ríki, að því er heimildarmenn innan þingsins vilja meina. BÍLASALAN HLÍÐ Borgartúni 25, SÍMAR 17770 og 29977 Toyota Carina II, árg. 1984, ekinn 58.000 km. Verö 445.000. Renault 20 TS, árg. 1984, ekinn 66.000 km. Verð 370.000. Mazda 323 1300, árg. 1984, ekinn aðeins 22.000 km. Verð 280.000. Toyota Hi-Lux, árg. 1982, ekinn 88.000 km, 33" dekk, læstur aftan og framan, vökvastýri, rafmspil. Verð 675.000. M. Benz 309, árg. 1986, ekinn 60.000 km. Verö 1.350.000. SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ Toyota Tercel 4x4, árg. 1987. Toyota Corolla 1600 DX, árg. 1985. Fiat 127, árg. 1984, ekinn 37.000 km. Nissan Sunny, árg. 1984, ekinn 41.000 km. Ford Escort, árg. 1985, ekinn 42.000 km. Toyota Corolla, árg. 1984, ekinn 48.000 km. Volvo 240, árg. 1983, ekinn 80.000 km. Lada Samara, árg. 1987, ekinn 14.000 km. Mikið úrval sendibila. Olíuflutningaskipið Bridgeton, sem siglir undir bandarískum fána, á leiö inn i Omanflóa ásamt sænsku flutningaskipi sem taka á við olíu frá Bridgeton. Simamynd Reuter Boðskapurinn pnvatísering Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfa: f upphafi kosningabaráttunnar lögðu stjómarflokkamir fjórir, fhalds- flokkur, Vinstri flokkur, miðdemó- kratar og Kristilegi þjóðarflokkurinn, fram sameiginlegar hugmyndir sínar um manneskjuna og viðhorfin til sam- félagsins og hins einstaka borgara. Er skjalið kallað Sameiginleg verðmæti. Ábyrgð einstaklingsins er lykilorð skjalsins. Segir þar að Danir séu orðn- ir of krefjandi og sá hugsunarháttur se á góðri leið með að gera alla að félagslegum tilfellum í kerftnu. Sé samfélagsþegnum nær skipað í bása þar sem sinnuleysi, stífni, storknun og flótti ásamt fleiri höftum sé allsráð- andi. í stað þess boða flokkamir til ábyrgðar, opnunar, nýrra hugsana og afnáms miðstýringar. Er lykilorðið sjálfur eða sjálfshjálp, sjálfestjóm, sjálfsvirðing og sjálfsálit og svo fram- vegis. Handrit af þessu skjali slapp út fyrir opinberun þess og var það sýnu harð- orðara eða tilvalið til að misskiljast eins og höfundamir sögðu. Vegna úlfaþyts var handritinu breytt þannig að kaflar um flóttafólk, neytendagre- iðslu (greiðslu borgaranna fyrir þjónustu hins opinbera) og grasróta- reinræði hurfii. Við kynningu hugmyndanna var lögð áhersla á að borgaramir ættu rétt á betri opinberri þjónustu á sem lægstu verði en um leið að þeim yrði gerð grein fyrir hvað sú þjónusta í raun kostaði. Var undirstrikað að neytendagreiðsla á félags- og heil- brigðissviðum væri ekki á dagskránni. Anker Jörgensen kallaði skjal þetta hugmyndafræðilegt skjal sem vari við að héðan í frá verði fólk að sjá um sig sjálft. Þrátt fyrir fagran hljóm boðaði það prívatíseringu eða yfirfærslu opin- bers hlutverks á einkahendur. Sósíal- istar kalla þetta boðskap um prívatís- eringu og neytendagreiðslu. Þama em viðhorf á ferðinni er ekki fengju hljómgrunn meðal sósíalista. Deilur vegna Kaledóníu Miklar deilur standa nú meðal franskra stjómmálamanna, vegna mótmæla Kanaka á Nýju-Kaledón- íu, gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem fyrirhuguð er um sjálfstæði landsins í næsta mánuði. Francois Mitterrand, forseti Frakklands, hefur sakað lögregluna á Nýju-Kaledóníu um að hafa beitt óþarfa hörku við að dreifa mann- Qölda sem safnast hafði saman til mótmæla. Forsætisráðherra Frakklands, Jacques Chirac, hefur hafnað gagn- lýni forsetans og sagt að sér þyki það einkennilegt hversu mikla at- hygli þetta smámál fái. Nýja-Kaledónía er frönsk nýlenda og búist er við að í þjóðaratkvæða- greiðslunni muni meirihluti reynast fyrir því að halda sama sambandi áfram. Handtóku nasista Lögreglan í Wunsiedel í Vestur- Þýskalandi handtók í gær nokkra nasista sem safiiast höfðu saman við kirkjugarð þann sem Hess fjölskyld- an er grafin í og kröfðust þar inngöngu. Sex hinna handteknu em Austur- ríkismenn. Óeirðir í Pakistan óeirðir breiðast nú út í Pakistan og undanfama daga hafa ellefu marrns látið lífið og meira en áttatíu særst í götubardögum milli ólíkra kynþáttahópa. Lögregla og her landsins hafa gert tilraunir til þess að hemja ólætin, meðal annars með útgöngubanni, en án verulegs árangurs. Óeirðimar halda áfram með mannvígum, íkveikjum og ránum. Laxatt biankur Paul Laxalt, fyrrum öldungadeild- arþingmaður frá Nevada í Banda- ríkjunum, tilkynnti í gær að hann ætlaði að draga sig til baka úr keppninni um útnefningu sem for- setaefhi repúblikana fyrir forseta- kosningamar á næsta ári. Laxalt, sem er náinn vinur Ronald Reagan, núverandi forseta, bar við fjárskorti. Sagði hann fjölskyldu sína ekki vera auðuga og því gæti hann ekki hugsað sér að leggja út í dýra baráttu sem gæti kostað erfið- leika í mörg ár. Fjáröflunarleiðir Laxalts hafa ekki reynst eins og hann átti von á svo nú hefur hann ákveðið að draga í land áður en hann stofnar til skulda. Höfnuðu friðartillögu Námumenn í Suður-Afiíku, sem nú hafa verið í verkfalli í átján daga, höfhuðu í gær sáttatillögum frá eig- endum námafélaga í landinu. Einn leiðtoga námumanna sagði í gær að um þrjú hundmð þúsund verkfalls- menn hefðu greitt atkvæði um tillög- ur námaeigenda og hefði yfirgnæf- andi meirihluti þeirra verið mótmallinn því að gengið yrði að þeim. Sagði leiðtoginn að verkfollin héldu áfram þar til kröfum námu- manna yrði mætt. Talið er að verkfallið kosti náma- fyrirtæki í S-Afríku um fimmtán milljónir dollara á dag, eða um sex hundruð milljónir íslenskra króna. Konur mótmæla páfa Tíu konur og tveir karlar voru handtekin í Washington í gær þegar þau efiidu til mótmæla gegn stefiiu- málum rómversk kaþólsku kirkj- unnar, við dyr sendiráðs páfagarðs í Bandaríkjunum. Einkum voru það viðhorf kirkj- unnar til kvenna, fóstureyðinga, getnaðarvama og kynvillu sem fólk- ið var að mótmæla. BADMINTON VETRARSTARFIÐ HEFST 1 SEPTEMBER TÍMALEIGA ER HAFIN UNGLINGATÍMAR-FULLQRÐINSTÍMAR NÁMSKEIÐ- þribjudags- og fimmtudagskvöld Tennis- og badmintonfélag ^ ^Reykjavíkur Gnoðarvogi i 3 82266,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.