Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. 31 Sandkom dv Stormsveitir Jóns Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra hefur haft uppi stór orð um aðgerðir í skattamálum. Ekki á aðeins að klófesta þær þúsundir landsmanna sem ráðherrann grunar um skattsvik heldur skal skattakerfið allt stokkað upp og endurbætt. Þetta eru ekki lítil fyrirheit og má telja kraftaverki næst ef þau verða efnd. En ráð- herrann ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og hefur nú lagt drögin að stormsveit sem á að vera honum til aðstoðar í skattabyltingunni. Hann hefur ráðið sér sér- fræðing í skattamálum, Bolla Þófr Bollason, fyrrverandi að- stoðarforstjóra Þjóðhags- stofnunar. Þá hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi við fjármálaráðuneytið, Karl Th. Birgisson, sem á að létta af ráðherranum mesta blaða- mannafarginu. En þetta er ekki nóg. Enn á eftir að ráða sérfræðing stormsveitarinnar í skattalögum og er nú leitað að heppilegum manni logandi ljósi. Loks verður ráðinn end- urskoðandi til sveitarinnar og skal hann hafa praktíska reynslu af skattamálum (svik- um?). Skattsvikarar og undan- þágukóngar landsins geta farið að skjálfa þegar þessi hópur kemst á skrið fyrir al- vöru. Verst er að Jón hefur ekkert leyfi til að bæta við íjölda nýrra stöðugilda á sama tíma og önnur ráðuneyti skera niður af kappi. Ekki er þó að efa að það vandamál verði leyst í ráðuneyti fjármála með einhverjum bellibrögðum og er það verðugt fyrsta verkefni stormsveitarinnar. Er ekki sagt að tilgangurinn helgi meðalið? Björn Björnsson, hagfræóingur ASÍ, biöur eftir heimkomu Ásmundar Stefánssonar áöur en ráöahagurinn veróur kynntur. Bjöm í biðstöðu Þrátt fyrir stormsveitar- ráðninguna ætlar Jón Baldvin ekki að sleppa því að fá sér aðstoðarmann. Jón sagði eftir að hann tók við embætti að erfitt væri að finna hæfan mann sem væri tilbúinn til að taka svona verkefni að sér. Nú er leitin hins vegar á enda, segir sagan. Gengið hef- ur verið frá því að Bjöm Bjömsson, hagfræðingur ASÍ, verði aðstoðarmaður Jóns Baldvins. Hins vegar hefur ekki verið skýrt frá ráðning- unni opinberlega enn. Skýr- ingin mun vera sú að Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hefur dvalið undanfarinn mánuð í Sovétríkjunum í sum- arleyfi og menn vildu að hann legði blessun sína yfir ráða- haginn. Nú fer líklega að styttast í að málið verði opin- bert þar sem Ásmundur hefur lokið hvíld sinni við Svarta- hafið. Ólafur félaga- skelfir Samband íslenskra náms- manna erlendis er þekkt fyrir róttæka afstóðu sína og hefur ávallt verið talið félag sem stendur nokkuð til vinstri. Á siðustu sumarráðstefnu félagsins var kosin Qögurra manna stjóm. Þrír stjómar- manna komu frá Kaupmanna- höfn en stúdentum í Bandaríkjunum tókst að koma einum stjómarmanni að. Meðal þeirra sem vom í forsvari fyrir Bandaríkjanem- ana var Olafur Amarson. sem olli miklum usla fyrir ári þeg- ar hann neitaði að gefa upp sæti sitt sem fulltrúi Stúdenta- ráðs í stjórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Á næsta stjórnarfundi SlNE var tekinn fyrir sérstakur dag- skrárliður; Ólafur Amarson og vera hans í SÍNE. Hafði Kristján Ari Arason, formað- ur SÍNE, það meðal annars á orði, í ^ömgum umræðum um Ólaf, að það væri mikið áhyggjuefni að Ólafur Amar- son hygðist taka virkan þátt í starfsemi félagsins. Augljóst væri að hann væri þar sér- stakur fuiltrúi Sjálfstæðis- flokksins sem ætlað væri að stunda skæmliðastarfsemi innan félagsins. Verkefni hans væri líklega að eyðileggja SÍNE innan frá. Þá klykkti Kristján út með því að segja að eins mætti búast við að Ólafi yrði vel ágengt við það ætlunarverk sitt miðað við fyrri árangur í Stúdentaráði. 50 hringi á dag I Gjallarhorni, málgagni samvinnutryggingamanna, lesum við að ríkisstarfsmenn hafi ekið rúmiega 25 milljónir kílómetra á síðasta ári. Þetta samsvarar því að 50 bílar hafi ekið hringinn í kring um landið hvem einasta dag ársins á kostnað ríkisins. I þessari tölu er innifalinn akst- ur ríkisstarfsmanna á eigin bifreiðiun og bifreiðum ríkis- ins. Hins vegar er leigubila- akstur ekki innifalinn í hringjunum 50. Þögn er besta vömin Samband ungra sjálfstæðis- manna gefur út myndarlegt blað sem ber heitið Stefnir. Fyrsta hefti blaðsins eftir kosningar kom út nú nýlega og er það að stórum hluta helgað einkavæðingu ríkis- fyrirtækja. Það vekur hins vegar at- hygli að ekki er minnst á stórtap Sjálfstæðisflokksins í kosningunum einu orði. Þá missti flokkurinn sem kunn- ugt er tæpan þriðjung fylgis síns. Nú velta menn vöngum yfir því hvort „samviska flokksins" hafi enga skoðun á því máli. Umsjón: Eyjólfur Sveinsson KENNARAR Okkur bráðvantar kennara að Grunnskólan- um Hellu. Meðal kennslugreina: kennsla yngri barna, íslenska og handmennt. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 99-5943 eða formaður skólanefndar í síma 99-8452. REYKJMJÍKURBORG Jlau&vi Sfödtvi STAÐA FORSTÖÐUMANNS MANNTALSSKRIFSTOFU Staða forstöðumanns Manntalsskrifstofu Reykjavíkur- borgar er laus til umsóknar. Nánari upplýsingar um starfið gefur Gunnar Eydal skrifstofustjóri, Austurstræti 16. Umsóknum sé skilað til Starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, fyrir 4. sept nk. á umsókn- areyðublöðum sem þar fást. ÆTTFRÆÐINAMSKEK) I næstu og þarnæstu viku hefjast ættfræðinámskeið (8 vikna) á vegum Ættfræðiþjónustunnar. Þátttakend- ur fá ítarlegar leiðþeiningar um ættfræðiheimildir fyrr og nú, vinnubrögð, uppsetningu ættartölu og niðja- tals o.s.frv. Ákjósanleg skilyrði til rannsókna á eigin ættum - unnið verður úr fjölda heimilda, m.a. öllurn manntölum til 1930 og úr kirkjubókum. Einnig er boðið upp á 5 vikna framhaldsnámskeið. Takmarkað- ur fjöldi í hverjum námsflokki. Sérstökj afsláttarkjör, m.a. fyrir lífeyrisþega, hjón og hópa. Ættfræðiþjónustan - sími 27101 11 punda sjóbirt- ingur í Rangá Garðar H. Svavarsson hefur farið víða til veiða i sumar og veitt vel i Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit og Selá. DV- mynd Sveinn. „Loksins, loksins," sögðu veiði- mennimir sem eiga veiðileyfi næstu daga, það var farið að rigna eftir margra vikna þurrk. Menn geta far- ið að tína sinn maðk sjálfir og eiga kannski von á að finna veiðiána sem er töluvert atriði. „Það er mest lítið að frétta héðan, sama blíðan dag eftir dag en einhver veðurbreyting er þó í aðsigi og ætli það sé ekki kominn 21 lax á land,“ sagði Sveinn Hannesson, bóndi í Ásgarði, er við spurðum um Reykja- dalsá í Borgarfirði. „Lax er víða að finna í ánni en þegar veðurfarið er svona dag eftir dag tekur hann illa. Veiöivon Gunnar Bender Það er fiskur í Grjótpollunum og svo í Klettsfljótinu eins og venjan er, alltaf eitthvað af fiski þar,“ sagði Sveinn af lokum. „Við vorum að koma úr Fáskrúð í Dölum og það gekk frekar rólega enda lítið vatn í ánni eins og er, ætli séu ekki komnir 157 laxar en þeir eru íyrir utan ána en fara ekki inn fyrr en rignir verulega, í torfum þar,“ sagði veiðimaður sem reyndi í ánni í vikunni. „Við fundum laxa í tveimur hyljum árinnar og þeir voru ljónstyggir,“ sagði veiðimaðurinn úr Fáskrúð. Veiðin í Rangánum hefur verið misjöfn, þó veiddist 11 punda sjóbirt- ingur niðri í ós fyrir skömmu og þótti þetta hinn tignarlegasti fiskur. Veiðst hafa á milli 35 og 40 laxar. Presturinn er veiðinn „Það er sól og blíða héma við Isa- fjarðardjúp núna og það gengur vel í heýskapnum. Úr Laugardalsánni eru komnir á milli 180 og 190 laxar og hann er 16,5 punda sá stærsti," sagði Sigurjón Samúelsson, bóndi á Hrafnabjörgum, í gærdag er við leit- uðum frétta af ánni. „Veiðin gekk rólega til að byija með héma hjá okkur og besta hollið veiddi 19 laxa með þá Jón Ásbjöms- son og séra Jakob Hjálmarsson meðal annars. Séra Jakob er veið- inn. Það var einu sinni að hann átti veiðileyfi héma hjá okkur og þurfti að gifta, skíra og jarða sama daginn. Hann mætti þó um kvöldið eftir þetta allt og náði sér í 4 laxa. Pat- reksfirðingamir veiða líka alltaf vel héma hjá okkur. Það er maðkurinn og flugan sem gefa jafnt þessa dag- ana. Um daginn gekk ótrúlegt magn af laxi héma í Berghylinn, neðst, hann var svartur af fiski en þeir fóm flestir út aftur, laxarnir," sagði Sig- uijón og sagðist ætla að kíkja niður í veiðihús og fara svo beint í hey- skapinn. „Þetta var gífurlega skemmtileg veiðiá þessi Flókadalsá í Fljótum og við fengum 57 fallegar bleikjur, frá 1 pundi upp í 2,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr Flókadalsánni. „Við fengum þetta allt á maðk og spún, það em margir skemmtilegir hyljir þama.“ -G.Bender SKÓLADAGHEIMILI Starfsstúlku/mann vantar í 60% starf frá 1. sept. nk. á skóladagheimilið Brekkukot, Holtsgötu 7. Upplýsingar í síma 19600/260 alla virka daga frá kl. 8-16. RÖNTGENDEILD Okkur vantar aðstoð á röntgendeild Landakotsspítala. Umsækjandi þyrfti að geta hafið vinnu strax. Upplýsingar gefur deildarstjóri í síma 19600/330. Reykjavík, 26. ágúst 1987. STOLPI vinsæli tölvuhugbúnaðurinn KYNNING í DAG TIL KL. 19.00. Ármúli 38, Selmúlamegin. Ath. Söluskattur 1. sept. Komið og kynnist þessum frábæra viðskiptabúnaði eða hringið og fáið sendar upplýsingar. Sala, þjónusta Markaðs- og söluráögjöf, Björn Viggósson, Ármúla38,108 Rvk, sími 91-687466. Hönnun hugbúnaðar Kerfisþróun, Kristján Gunnarsson, Ármúla 38,108 Rvk, sími 91-688055.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.