Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 12
12 Neytendur FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. Bílamarkaðurinn: Fer hann að mettast? Eins og kunnugt er hefur bílainn- flutningur stóraukist undanfarin misseri. Þetta árið virðist aukningin þó ætla að slá öll met því þótt mikið hafi verið flutt inn í fyrra, þá er þeg- ar búið að flytja inn nánast sama fjölda bifreiða það sem af er þessu ári og allt síðastliðið ár. Þannig hafa verið fluttar inn 8.528 nýjar fólksbifreiðar, 2.450 fjórhjóla- drifsbifreiðar og 1.711 notaðar bif- reiðar frá ársbyrjun til júníloka. Allt árið ’86 voru fluttar inn sam- tals 10.852 nýjar bifreiðar, 2.777 fjórhjóladrifnar og 1.445 notaðar. Við lok júnímánaðar höfðu þvi verið fluttar inn alls 12.689 bifreiðar og vantaði því aðeins 2.385 bifreiðar til að fjölda ársins ’86 væri náð, en það ár var metár. Enn eru ekki komnar tölur fyrir júlímánuð. Þó telja aðilar innan bílabransans að innflutningurinn hafi aldrei verið meiri en nú, ekki hvað síst á notuðuðum glæsivögn- um. Heyrst hafa tölur eins og 15-16 þúsund bifreiðar á þessu ári. Gamlir bílar Það mætti ætla að gamlar bifreiðar hrúguðust upp þessa dagana hjá bílasölum og það á spottprís en sú virðist ekki raunin. Að vísu er mikil hreyfing á bílasölum sem versla með notaðar bifreiðar en því fer fjarri að þær lækki í verði, endursöluverð helst hátt, og hlýtur því eftirspum að vera nokkuð mikil. Þetta á helst við um bifreiðar sem framleiddar eru eftir ’82, eldri bílar virðast illseljan- legir og nota menn þá gjaman áfram frekar en að selja þá fyrir slikk. Það virðist því ekki óalgengt að það sé fleiri en ein bifreið á fjölskyldu. Til marks um mikla sölu þá em bílasölur á höfúðborgarsvæðinu um 30 talsins og ef litið er í bílakálf ÐV um helgar þá kemur í ljós að þar em iðulega auglýstar um 350 bifreiðar hverju sinni. Einnig taka umboðin gamla bíla upp í nýja, en það gerðu þau varla ef þau þyrftu svo að sitja uppi með óseljanlega bíla. 2-3 bílar á fjölskyldu? Þær raddir heyrast æ oftar sem segja að þetta geti ekki gengið leng- ur, nú sé hver fjölskylda komin með 2-3 bíla, einhvem tímann hljóti þörf- inni að verða fullnægt. Og það er margt sem bendir til þess að svo sé. Um verslunarmannahelgina taldi Umferðarráð að um 100 þúsund bif- reiðar væm á ferðinni. Það er því nokkuð líklegt að mark- aðurinn fari að mettast og spá ýmsir því að það geti gerst núna er ’88 árgerðimar em byrjaðar að streyma inn á markaðinn. DV hringdi í nokkra bílasala og heyrði í þeim hljóðið. Aðalbílasalan Aðalbílasalan við Miklatorg er lík- lega sú sem elst er. Þar hefur Halldór Snorrason verslað með notaða bíla í um 30 ár. DV náði tali af Halldóri. „Það er ákaflega mikil hreyfing á bílamarkaðnum þessa stundina. Mestur hluti viðskiptanna er þó í formi bílaskipta, þ.e. tekinn er bíll upp í. Ástandið er orðið þannig að þeir sem ekki vilja taka upp í geta átt það á hættu að losna ekki við bílinn. Þá em eldri árgerðir stöðugt þyngri í sölu. Bifreiðar frá því '74 eða þar um bil em nánast alveg dottnar út af markaðnum, nema um alveg sérstakar tegundir sé að ræða sem standast tímans tönn.“ Við spurðum Halldór hvort allur þessi innflutningur gerði ekki sölu á gömlum bílum erfiðari: Margar dagsláttur „Ef þú ferð um borgina sérðu druslum í umferð og ekki vanþörf á að endumýja eitthvað af þessu. Sal- an er þó eitthvað að minnka núna með tilkomu ’88 árgerðanna, en nú er það að gerst sem ég hef aldrei áður séð, að ársgamlir bílar standa í nokkra daga í sölum áður en þeir seljast. Þeir vom alltaf famir um leið og þefr komu. Það er náttúrlega kominn helling- ur af bílum í umferð. Það em bókstaflega allir komnir á nýja bíla, jafnvel 17 ára strákar em famir að mæta héma með 400 þúsund kall upp á vasann til að kaupa sér bíl, ég bara skil þetta ekki. Það er líka mikið af druslum. Við keyrðum aðeins um bæinn á dögun- um og taldist til að það væri svona þriðjungur bíia á götunum sem væri í rauninni búið að leggja. Það þyrfti bara að henda þessum bílum. Þetta em bílar af árgerðum ’74—’77 og em búnir að ganga sér til húðar.“ Viðskiptahættir breytast „Menn em famir að taka mikið upp í og kaupa mikið beint á bréfum. Lánstíminn hefúr líka lengst mikið, var áður 8-10 mánuðir, en er nú orðinn 18 mánuðir. Við vorum með útsölu á bílum Gamlir bílar eru rifnir á bílaparta- sölum og selt úr þeim allt nýtilegt.. margar dagsláttur af notuðum bif- reiðum sem kannski eiga aldrei eftir að seljast. Þetta em bílar sem standa kannski svo mánuðum skiptir á bíla- sölum en hverfa svo bara ofan í jörðina. Málið er að endursöluverð er allt of hátt. Ef allir lækkuðu jafnt, s.s. 25%, þá kæmi það eins út hvort sem verið væri að kaupa eða selja. Menn em hins vegar að þráast við og beija höfðinu við steininn. Þeir gera sér ekki grein fyrir því að það hlýtur að enda með því að höfuðið klofnar en ekki steinninn. Það hefur nefnilega verið þannig frá upphafi að á haustin dregur úr sölu en á vorin fer hún að glæðast, þetta er bara spuming um framboð og eftir- spum.“ En er þá ekki óhjákvæmilegt að verðið fari að lækka? Verðlækkun með hausti „Bílar hafa lækkað og eiga eftir að lækka enn meir með haustinu en þegar byrjar að rigna og snjóa em menn latari við að ganga milli bíla- sala og skoða. Þeir skríða út á vorin, tilbúnir til að kaupa, og þess vegna hækkar verðið með meiri eftirspum. Einnig kemur það inn í myndina að margir em með lánsfé í höndum í bílaviðskiptum og verða þeir að standa skil á þvi, annað er ekki hægt í landi þar sem vextir em orðn- ir 30%. Menn em þá kannski með bíl í sölu og reyna að fá fyrir hann ákveðið verð. Þegar það gengur ekki þá neyðast þeir til að lækka verðið þar til einhver kaupir." ....eða fara bara beint á haugana Bílum hent „Ég hef nú ekki leitt hugann að fjölda bifreiða í umferð, en það er þó ljóst að þúsundir bifreiða em í kyrrstöðu. Það em því verðmæti upp á tugi milljóna á bílasölum og það er ljóst að þau geta ekki staðið þar um aldur og ævi. Þetta á þó eftir að ganga vel því að þjóðin er hress og kát og vel menntuð. Það hefur átt sér stað mikil endumýjun á bílaflota landsmanna, enda hefur trúlega aldrei verið hent jafnmörgum bílum og í ár. Þegar bílar verða fyrir tjóni þá er bara keyptur nýr í stað þess að lappa upp á þann gamla, en hon- um er þá hent.“ Bílasalan Blik Við töluðum næst við Jón Sigurðs- son hjá Bílasölunni Bliki. „Salan hefur aldrei verið meiri en í sumar. Það var orðið rosamikið af nýlega. Þar gafst mönnum kostur á að selja gamla bíla á lágu verði og og vom margir sem vildu losa sig við bíla. Það vom margir sem eiga kannski þijá bíla en hafa ekki not fyrir nema tvo. Annars erum við með um 120 bíla í sölu núna, og það fara svona 6-8 á dag. Það virðist hver

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.