Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. 15 Um bifreiðaeftirlit Ekki alls fyrir löngu varð Bif- reiðaeftirlit ríkisins blaðamál, ekki vegna faglegra starfa, sem þar eru unnin, heldur vegna fjárhagslegrar afkomu stofaunarinnar og heildar- launa þeirra manna sem þar vinna. Ég, sem almennur borgari þessa lands, þekki ekki aðra þætti en bif- reiðaskoðunina og hana þekki ég sjálfsagt ekki náið því mín einu kynni af henni eru þau að ég fer með bifreiðina mína til skoðunar. Eins og velflestir þekkja fer skoð- unin þannig fram að skilað er inn öllum tilskildum gögnum, bifreiða- eftirlitsmaðurinn kemur, sest inn í bílinn, ekur honum einn hring, at- hugar hvort ljós séu í lagi, stýrisút- búnað og hugsanlega eitthvað fleira. Niðurstaða skoðunarmannsins er fyrst og fremst hans mat á flestum skoðunarþáttum; þar er ekki um neinar mælingar að ræða. Það eina sem að því er mér virðist er ekki persónulegt mat viðkomandi manns er hvort ljós bifreiðarinnar kvikna eða ekki. Lágmarkskröfur Ástæða þess að þessar hugsanir eru festar á blað er sú að undirritað- ur var staddur í Færeyjum fyrir skemmstu á sameiginlegum fundi norrænna vélstjórafélaga en formað- ur færeyska vélstjórafélagsins veitir bifreiðaeftirlitinu í Færeyjum for- stöðu. Undir hans störf hjá bifreiða- eftirlitinu heyrir einnig útgáfa ökuskírteina, rannsókn á umferð- aróhöppum og tæknileg úttekt á nýjum bílum, þ.e.a.s. þeim bflateg- undum sem ekki hafa áður verið fluttar a.m.k. til Svíþjóðar, Noregs eða Danmerkur og fengið viðúr- KjaUariim Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélags íslands kenningu frá einhverju þessara landa um að þeir standist þær lág- marks tæknilegu kröfur sem gerðar eru í þessum löndum. í þessu sam- bandi gat hann þess að flytja hefði átt tfl Færeyja bíla fyrir skömmu sem stóðust ekki þær lágmarks tæknilegu kröfur sem gerðar eru þar. Því var synjað um innflutning en eftir þvi sem hann taldi sig hafa fregnað voru þeir allir fluttfr til ís- lands athugasemdalaust og vakti það allnokkra furðu í Færeyjum. Mér er ekki kunnugt um að nýjar bifreiðategundir séu háðar einhvers konar tæknilegri úttekt hér á landi og því að þær uppfylli ákveðnar tæknilegar lo-öfur til þess að heimilt sé að flytja bílana til landsins og selja á frjálsum markaði. I tengslum við hið almenna bif- reiðaeftirlit er því sérstakur salur þar sem áðumefad tæknileg úttekt á bflum fer fram. Við þá úttekt munu vinna tveir vélstjórar (vélfræðingar). Bifreiðaeftirlitið í Færeyjum mjög fullkomið Eg skoðaði Bifreiðaeftirlitið í Fær- eyjum en þar er verið að reisa hús undir starfsemina sem átti að taka í notkun 1. júlí sl. en einhver seink- un verður. Þar er um mjög fúllkom inn búnað að ræða til að mæla þá þætti sem skoða ber, svo sem brems- ur, stýrisgang, dempara o.fl. Á flutningabílum fer t.d. bremsuskoð- unin þannig fram að bíllinn er lestaður með ákveðnum búnaði á meðan prófun fer fram þvi gagns- laust er að mæla bremsumar á þungaflutningabíl án lestunar. Að mælingum loknum koma nið- urstöður þeirra fram á tölvuútskrift. Þar er ekki um persónulegt mat við- komandi manns eða manna að ræða heldur skýrar niðurstöður mælinga á þeim þáttum sem mæla ber. Eins og áður sagði fara ókupróf og útgáfa ökuskírteina fram á vegum bifreiðaeftirlitsins. Eftir að búið er að stimpla inn i tölvu þær upplýsing- ar sem þurfa að koma fram á ökuskírteini fer væntanlegur öku- skírteinishafi inn í þar til gerðan klefa þar sem með sjálfvirkum hætti er tekin mynd. Síðan kemur ökuskír- teinið með mynd útúr sérstakri vél fullbúið, engin hlaup milli stofaana og myndastofa eins og við flest þekkjum. Eins og áður sagði fékk bifreiðaeft- irlitið umflöllun á síðum blaða, í sjónvarpi og útvarpi ekki alls fyrir löngu. Sú umfjöllun snerist ein- göngu um fjármálin en ekki hlutverk stofaunarinnar né framkvæmd þeirra starfa sem henni er ætlað að sinna. Bifreiðaskoðunin virðist ekki hafa fylgt þróun tímans sé hún borin saman við hvemig nágrannar okk- ar, Færeyingar. framkvæma þetta eftirlit en ætla má að aðrir séu lengra komnir. a.m.k. þeir sem framleiða þann tækjabúnað sem notaður er til mælinganna í Færeyium. en hann er allur erlendur. Næst þegar málefai bifreiðaeftir- litsins ber á góma væri ekki úr vegi að fjalla um tilgang og mark.nið skoðunarinnar sem ugglaust er framkvæmd af mikilli samrískusemi í dag af góðum starfsmönnum en sennilega vantar bæði lýsingu mark- miða. tækin og tæknina til þess að nálgast þau. Helgi Laxdal. „Bifreiðaskoðunin virðist ekki hafa fylgt þróun tímans sé hún borin saman við hvemig nágrannar okkar, Færeyingar, framkvæma þetta eftirlit..“ Ekkjum mismunað í fyrri grein minni í DV 1. júlí 1987 fjallaði ég um öryggismál sjó- manna, um þær smánarbætur sem eftirlifandi fjölskyldum eru greiddar þegar fyrirvinnan hverfur í djúpið. Þær bætur, sem eru greiddar miðað við 24.12.86, eru aðeins 746.600 kr. Vakið hafa furðu mína smánarbæ- tumar sem eftirlifandi ekkja fær í ekknabætur, 9.055 kr. á mánuði + bamabætur sem em 4.425 kr. á mán- uði með 1 bami, samtals kr. 13.480. Öll þjóðin hlýtur að skilja það að þetta em smánarbætur. Ég ætla að taka hér dæmi um þessar ekknabæt- ur. Ekkjur aldursgreindar Kona sem verður ekkja 37 ára fær ekknabætur í 3 ár, sé ekkjan 45 ára eða eldri fær hún ekknabætur í 6 ár. En vita menn hvers vegna ekkj- an, sem er 45 ára, fær ekknabætur í 6 ár? Það er miðað við að hún sé lengur að ganga út en ekkjan sem er 37 ára. Mér finnst perónulega að verið sé að mismuna ekkjum í þess- um tilfellum. Betra væri að hafa eina tölu í þessu sambandi. En margt er að í þessum tryggingamálum sjó- manna. Ég benti á í upphafi greinar minnar að ekknabætur voru 24.12.86, 746.600 kr. Takið eftir, falli sjómaður frá, sem ekki er kvæntur, fá böm hins látna ekki nema helm- ing af þessum bótum, 373.300 kr. Bömin fá ekki nema hálfar bætur. Þessi blessuð böm sem sagt eiga ekki nema hálfan föður. Ég held að alþjóð geri sér ekki grein fyrir hvaða tjóni fyrmefad ekkja verður fyrir. Þá kemur stóra spumingin, hver tekur við? Ekki er það ríkið, ekki lifir hún á bótunum sem kannski duga fyrir mat í viku. Þá er éftir að fæða og klæða bömin, borga af íbúð eða þessi elskulega ekkja verður að selja ofan af sér til KjaUaiinn Jóhann Páll Símonarson sjómaður að geta staðið í skilum eða búa í tjaldi inni í Laugardal. Sem sagt gjaldþrot hjá viðkomandi ekkju. Til skammar Hjá lífeyrissjóði sjómanna vom 1.12. 1985 makalífeyrisþegar 162 en 181 1.12.1986. Sem sagt aukning um 19 ekkjur á einu ári. En fjöldi bama. sem lífe\TÍr er greiddur til. var 182 böm 1.12. 1985 á móti 193 bömum 1.12. 1986. sem sagt aukning um 11 böm. Ekki ætla ég að hlífa lífevris- sjóði sjómanna frekar en öðrum lífeyrissjóðum þvi það er til skammar hvemig þessu er háttað. í fyrsta lagi er um tvenns konar skihiði að ræða: að ekkjan sé 35 ára og hafi verið gift í 5 ár en það em alltaf greiddir 12 mánuðir. I öðm lagi fellur réttur til makalífevTÍs niður ef maki gengur í hjónaband á ný en tekur aftur gildi. ef síðara er slitið. án réttar til lífeyr- is. Menn hljóta að sjá að þessu verður að breyta með lagasetningu frá Alþingi. Til þess að koma í veg fyrir ótta hjá þessum blessuðu ekkj- um og afkomendum þeirra er gengið út frá því að tryggður verði réttur þessa fólks sem verður f\TÍr svona hörmungum þvi þessar bætur em til skammar. Borgaraflokksmenn vinna gott verk En ég sem sjómaður verð að koma á framfæri einu sem mér firrnst skipta máli. Þingmenn Borgara- flokksins hafa í sumar unnið að þrí í nefadum og i verki að fara um borð i farskip og fiskiskip til að k\-nna sér málefai sjómanna og hafa þessar heimsóknir vakið mikla at- hvgli meðal sjómanna. Þessir þingmenn hafa unnið mikið þarfa- verk og ekki veitir af meðan Helgar- pósturinn heldur að Borgaraflokk- urinn. flokkur með framtíð. sé dauður. Ég held að menn ættu að kvnna sér betur starfsemi flokksins þá komast þeir að öðru þvi það býr mikil atorka í þessu fólki því þing- menn og starfsmenn hafa unnið sleitulaust í allt sumar að málefaum fólksins i landinu sem lifir nú við sult og hefur varla ofan í sig. Það er að lokum ósk mín og von að þetta verði til þess að fjölmiðlar geri þessu góð skil og að sjómenn láti í sér heyra um þessi málefai. Og ágætt væri að fá hugmyndir um þessi mál- efai og er alveg sama úr hvaða stétt það væri því Borgaraflokkurinn vinnur að hagsmunum fyrir alla þjóðina. Jóhann Páll Simonarson „Til þess að koma í veg fyrir ótta hjá þess- um blessuðu ekkjum og afkomendum þeirra og gengið út frá því að tryggður verði réttur þess fólks sem verður fyrir svona hörmungum því þessar bætur eru til skammar.11 VKJAVIK. SP.AÐABOTAKVITTUN AFRir HANDA VIOTAKANDA GREIOSLUNNAR Nnr. kröfuhafa ÍÉÉáAMAMMáiiUi 1.100. CCti Mótaðili Suóuriund Vátr.tegund ssött Greiðslu umboð Skírt. nr. Tjónár & nr. mmdm Dags. tjóns 4.17.1986 Nr. skaðabótakv. ffc Fylgiskjalsnr. , ,\aaXaXa\a SJOVA/HAGTRXGGiriJG hefur í dag greitt mér undirrituöum skaðabætur að upphæð kr. vegna Nnr: kröLrafa 1.100.000- Mótaðili iluöur 1 fiml Vátr.tegund O ‘ Greiðslu umboð Tjónár & nr. Dags. tjóos 24.12-19 fí6 Nr. skaðabótakv. Fylgiskjalsnr. hefur 1 dag greitt mér undirrituðum skaðasturað upphæðkr.£.. 74<>.. éútí,OOÍvegna „Ég held að alþjóð gerl sér ekki grein fyrir hvaða tjón fyrmefnd ekkja verður fyrir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.