Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 40
 RETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotió í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstlórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. Svefneyjamálið: Til sak- sóknara fyrir helgi Samkvæmt upplýsingum frá Rann- sóknarlögreglu ríkisins er rannsókn á svokölluðu Svefheyjamáli á loka- stigi. Verið að vinna við frágang málsins og er von til þess að það fari til ríkissaksóknara fyrir helgi. „Það verður ekkert fjallað um málið opinberlega," sagði rannsókn- arlögreglumaður þegar spurt var vegna hve margra bama hefði verið kært í málinu. Hallvarður Einvarðsson ríkissak- sóknari sagði við DV í gær að á þeim hvíldi sú skylda að hraða með- —'ferð opinberra mála. Svefneyjamálið fengi meðferð samkvæmt því þegar það kæmi til þeirra. -sme Kartoflumar: Verðið á eftir að lækka meira „Það er nokkuð víst að verðið á kartöflum á eftir að lækka enn meira vegna mikillar sprettu og spennu á markaðnum," sagði Páll Guðbrands- son í Hávarðarkoti, formaður Landssambands kartöflubænda, í samtali við DV. „Það er ekkert skrýtið þótt fram- leiðendur, sem urðu að henda hundrað tonnum af framleiðslu síð- asta árs, séu með einhverjar rósir núna þegar þeir sjá fram á að þurfa kannski að henda tvö hundruð tonn- um í ár vegna mikillar sprettu. Svona útsala kemur bara mönnum líjhsjálfúm í koll því lækkað verð eykur ekki neysluna. En Tryggvi Skjaldar- son á örugglega ekki eftir að sitja einn að torgsölunni,“ sagði Páll. -ATA LOKI Kratar þurfa ekki að kaupa banka - þeir taka hann bara yfir! Umfangsmikil uppskipti eru fram- undan á bankastjórastöðum í ríkis- bönkunum. Fyrirsjáanlegt er að þrjár banka- stjórastöður muni losna á næstunni, ein í Búnaðarbanka íslands og tvær í Landsbanka íslands. Bankastjóra- stöður hjá þessum bönkum, sem eru tveir langstærstu bankar þjóðarinn- ar, eru með allra eftirsóttustu embættum. Venjulega blandast stjómmál inn í þessar ráðningar og svo mun einn* ig vera nú enda bankaráðin skipuð af Alþingi. Samkvæmt heimOdum DV er fyrir- hugað að Kjartan Jóhannsson, aiþingismaður Alþýðuflokksins, taki við starfi Stefáns Hilmarssonar, bankasijóra Búnaðarbankans, en Stefán lætur bráðlega af störfúm vcgna aldurs. Þá hefur Matthías Bjamason, fyrr- verandi ráðherra, skýrt frá því að áformað sé að Valur Amþórsson, stjómarformaður SlS og kaupfélags- síjóri KEA, muni taka við banka- stjórastöðu í Landsbankanum í stað Helga Bergs. Ekki er þó búist við að Helgi láti af störfum vegna ald- urs fyrr en eftir 2-3 ár. „Það er rétt að slíkt hefúr borist í tal. Engin ákvörðun hefúr hins vegar verið tekin enda er málið alls ekki á dagskrá að ég best veit," sagði Valur í samtali við DV í morgun. Loks er afráðið að Jónas H. Har- alz muni flyfjast til Washington bráðlega og láta þar með af störfúm sem bankastjóri Landsbankans. Óstaðfestar fregnir herma að hann muni taka við stöðu hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Ekki er ljóst hver verður eftirmaður hans en helst hef- ur verið rætt um menn innan bankans. -ES Stórhýsi óhreyft í tvö ár - hefur þegar kostað 20-25 milljónir króna Iþróttabandalag Reykjavíkur hóf á árinu 1981 byggingu stórhýsis í Grímsnesi. Byggingin er nú tæplega fokheld og hefur kostað að núvirði 20 til 25 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Sigur- geiri Guðmannssyni, framkvæmda- stjóra Í.B.R., hefur ekkert verið unnið við bygginguna síðastliðin tvö sumur. Húsið er 500 fermetrar að grunn- fleti. Samtals er húsið á milli tólf og þrettán hundruð fermetrar. Sigurgeir segir að menn deili um hvað gera skuli við húsið. í fyrstu var ætlunin að húsið yrði notað fyr- ir æfingabúðir og fleira. Hvers vegna ráðist hefði verið í bygginguna svo skammt frá Laugarvatni þar sem fyrir er aðstaða fyrir æfingabúðir, sagði Sigurgeir að á þeim tíma sem byrjað var að byggja húsið hefði verið meiri stemning fyrir þessu en nú er. Sigurgeir sagði að kannaðir hefðu verið möguleikar á sölu hússins en án árangurs. -sme Veðrið á morgun: Þurrt, bjart oghlýttfyrir austan Það verður fremur hæg vestan- og suðvestanátt um land allt. Búist er við skúrum vestanlands en þurrt og bjart verður fyrir austan. Hiti verður á bilinu 9 til 15 stig, kald- ast á Vestfjörðum en hlýjast við Eyjafjörðinn og austanlands. Hús Í.B.R. í Grímsnesi. Ekkert hefur verið unniö við bygginguna í tvö ár. Ágreiningur er uppi um hvað gera eigi við húsið. DV-mynd Brynjar Gauti Hvað verður gert við hús ÍBR í Grímsnesi? V 10 Jón Baldvin vill selja: 15fyrirtæki á sölulista Listi yfir ríkisfyrirtæki, sem stendur til að selja, er til umræðu í ríkisstjóm- inni. Þetta er „sölugóss“ sem Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráð- herra hefur lagt til að selt verði sem fyrst. Fyrri ríkisstjóm haíði mörg þessara fyrirtækja á sölulista sínum en marg- víslegar hindranir urðu til þess að ekki var ráðist í sölu þeirra. Nú er að sjá hvort nýrri ríkisstjóm gengur bet- ur. 9 fyrirtæki, alfarið í eigu ríkisins, eru á listanum: Búnaðarbanki íslands, Lyfjaverslun ríkisins, Áburðarverk- smiðjan í Guíúnesi, Ríkisprentsmiðjan Gutenberg, Útvegsbankinn hf„ Ferða- skrifstofa ríkisins, ákveðnir óskil- greindir hlutar af starfsemi Pósts og síma, Laxeldisstöðin í Kollafirði og Síldarverksmiðjur ríkisins. Þá er einnig lagt til að seld verði hlutabréf ríkisins í: Þróunarfélaginu, Sjóefiiavinnslunni á Reykjanesi, Jarð- borunum, Steinullarverksmiðjunni, Þormóði ramma og Hólalaxi. Ekki virðist þegar hafa verið tekin um það ákvörðun í ríkisstjóminni að selja þessi fyrirtæki heldur eru þau einungis til umræðu nema Útvegs- bankinn að sjálfsögðu. Fljótlega má þó búast við að ákvarðanir verði tekn- ar og einhver þessara fyrirtækja fari að birtast á sölulistum. Ekki veitir af í galtóman ríkiskassann. -ES Hannes Hlrfar vann Hannes Hlífar Stefansson og Amþór Einarsson unnu á Lloyds skákmótinu í gær og Þröstur Þórhallsson er með unna biðskák gegn skákmanni frá Bangladesh. Skák Þrastar fór i bið í gær eftir um 100 leiki. Þröstur er með tvo hróka og peð á móti tveimur hrókum and- stæðingsins og taldi í morgun að skákin væri unnin. Vinni Þröstur í dag, eins og flest bendir til, verður hann með 3,5 vinn- inga ásamt Hannesi, Amþór er með 3 vinninga en Jón G. Viðarsson 2,5, hann tapaði skák sinni í gær. í dag teflir Hannes Hlífar við Banda- ríkjamanninn Dlugy en Þröstur teflir við Zuger frá Sviss. Efstir á mótinu eru Chandler, Kudrin, Nunn og Benj- amin með 4,5 vinninga eftir fimm umferðir. 6. umferðin á mótinu verður tefld í dag. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.