Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. Jarðarfarir Aðalbjörg Halldórsdóttir , Vörðu- stíg 5, Hafnarfirði, sem lést í Borg- arspítalanum 16. ágúst, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju -fimmtudaginn 27. ágúst kl. 15. Ýmislegt Hjúkrunarfélag íslands flýtur í ný húsakynni í tilefni þess að Hjúkrunarfélag Islands hefur flutt starfsemi sína í ný húsakynni verður móttaka fyrir félagsmenn og gesti að Suðurlandsbraut 22 föstudaginn 28. ágúst nk. Við það tækifæri verður vígt bókasafn og lesstofa félagsins, sem tileinkað er frú Sigríði Eiríksdóttur, móður Vigdísar for- seta, en frú Sigríður var formaður Hjúk- runarfélagsins í 36 ár. Stjóm Hjúkrunarfélagsins býður því hér með félagsmenn sína og gesti velkomna kl. 16. Epal hf. flytur í nýtt húsnæði Epal hf. hefur flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði að Faxafeni 7, 108 Reykjavík. Nýja húsið, sem er um 1240 fermetrar, er teiknað af Manfreð Vilhjálmssyni arkitekt en allt innandyra skipulagði danski arki- tektinn Erik Ole Jörgensen 1 seinni tíð hefur Epal reynt eftir föngum að fá íslenska hönnuði til starfa og verður lögð aukin áhersla á það í framtíðinni. En Epal hugar einnig að erlendri hönn- un og við opnun Epalhússins verður kynntur nýr sóíi, eftir einn kunnasta hönnuð Dana, Ole Kortzau, en hann hefur . teiknað fyrir Epal. Sófinn er framleiddur hér á landi en ætlaður til sölu bæði hér- lendis sem erlendis. Sala á sófanum er þegar hafin í Danmörku, V-Þýskalandi og Færeyjum, enda hefur hann verið kynntur Hjá Illums Bolighus og í hinu virta hönn- unartímariti Design of Scandinavia. Hönnuður sófans er nú hér á landi ásamt • tugum erlendra gesta úr röðum húsbúnað- arframleiðenda og hönnuða í Danmörku. Ný Regnbogabók: Refurinn rauði Regnbogabækur hafa nú sent frá sér fjórðu kiljuna en hún heitir Refurinn rauði og er eftir Kanadamanninn Anthony Hyde. Þetta er fyrsta bók höfundarins en ekki verður annað sagt en að hann hafi með bókinni slegið í gegn svo um muni. Bókin var lengi á metsölulistum víða um heim og hefur nú verið þýdd á sautján tungumál. Hún er 320 blaðsíður að lengd og fæst eins og aðrar Regnbogabækur í bóka- og smásöluverslunum um land allt. Einnig má gerast áskrifandi að Regn- bogabókum. Prestafélag Suðurlands fimmtugt um þessar mundir Prestafélag Suðurlands er fimmtugt um þessar mundir en í tilefni af því hefur ve- rið gefið út sérstakt afmælisrit félagsins. í ritinu er að finna margar athyglisverðar greinar um trúmál og kirkjumál en meðal greinahöfunda má nefha sr. Hannes Guð- mundsson, sr. Heimi Steinsson, dr. Jakob Jónsson og sr. Amgrím Jónsson. Samkvæmt lögum félagsins er tilgangur þess í því fólginn „að glæða áhuga félags- manna á öllu því er að starfi þeirra lýtur, auka samvinnu þeirra og gæta réttar þeirra". Á þessum tímamótum verður aðalfundur Prestafélags Suðurlands haldinn að Laug- arvatni sunnudaginn 6. september og verður þá sérstök hátíðardagsskrá í tilefni afmælisins. Núverandi formaður félagsins er Frank M. Halldórsson. Ferðalög Helgarferðir Ferðafélagsins 28.-30. ágúst: 1) Óvissuferð. Gist í húsum. 2) Nýidalur - Laugafell/nágrenni. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins v/Nýjadal. í ási norðvestur af Laugafelli eru laugarn- ar sem það er kennt við. Þær eru um 40° -50" C. Við laugamar sjálfar em vallendis- brekkur með ýmsu túngresi þótt í um 700 m hæð sé. 3) Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Ekið til Eldgjár á laugardeginum, en á sunnudag er gengið um á Laugasvæðinu. 4) Þórsmörk. Gist í Skagafjörðsskála/Langadal. Göngu- ferðir við allra hæfi. Ratleikurinn í Tindfjallagili er afar vinsæll hjá gestum Ferðafélagsins. Brottfor í allar ferðirnar er kl. 20.00 föstu- dag. Upplýsingar og farmiðasala á skrif- stofunni, Öldugötu 3. ov AKUREYRI Blaðberi óskast á Ytri-Brekkuna. Upplýsingar í síma 96-25013. REYKJKMÍKURBORG Aaudtf/i Stadun, FÓSTRUR - STARFSFÓLK Okkur í Ægisborg vantar FÓSTRUR og STARFSFÓLK til starfa nú þegar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 14810. FilöLBRAinASKÓLINN BREI0H0LTI FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM í BREIÐHOLTI Dagskóli FB verðursettur í Bústaðakirkju mánudaginn 31. ágúst kl. 10.00 árdegis. Nýnemar eiga að koma á skólasetninguna. Allir nemendur dagskólans fá afhentar stundaskrár þriðjudaginn 1. september kl. 13.00-16.00 og eiga þá að greiða skólagjöld, sem eru á haustönn 1987, kr. 2.000, auk efnisgjalda í verklegum áföngum. Kennarar FB eru boðaðir á almennan kennarafund þriðjudaginn 1. september kl. 9.00 árdegis. Kennsla hefstfimmtudaginn 3. september skv. stunda- skrá. Skólameistari. I gærkvöldi Ásgeir Eggertsson nemi: Via Mala hápunktur kvöldsins Nýi framhaldsþátturinn í ríkis- sjónvarpinu, Via Mala, var hápunkt- ur kvöldsins í gærkvöldi. Þessi þáttur er fjölþjóðaframleiðsla og ger- ist í Ölpunum. Mario þessi, sem leikur í þáttun- um, er sérdeilis góður leikari að mati Þjóðverja en hann hefur m.a. fengið verðlaun í Múnchen, gullskó sem er eftirlíking á skóm Chaplins. Áður en þátturinn hófst tók ég mér bók í hönd. Það var ferðalýsing nokkurra Þjóðverja sem ferðuðust um ísland 1933 og endurspeglast vel þjóðernishyggja þýskra nasista en í bókinni lýstu Þjóverjamir aðdáun sinni á hversu hreinn hinn aríski kynstoíh varðveittist hér á landi. Það minnti mig aftur á fréttatíma Stöðvar 2 en þar var fólk tekið tali í Kringlunni og spurt um innflutning erlends vinnuafls. Þar komu fram miklir fordómar gagnvart fólki af Ásgeir Eggertsson suðrænum uppruna sem leiddi aftur hugann að hugmyndum nasista um hreinan arískan kynstofii. Ég horfði annars á báða fréttatíma sjónvarpstöðvanna og fannst mér sem Ríkissjónvarpið hefði upp á að- eins meira að bjóða í sínum tíma heldur en Stöð 2. Annað sem ég sá í sjónvarpi var heimildamynd um íslenska silfur- smíði fyrr og nú. Þátturinn var fróðlegur en fulllangdreginn, það mætti að ósekju hafa aðeins meiri hraða í slíkum þætti. Ég hlustaði ekkert á útvarp í gær. Ég er annars svo nýkominn til lands- ins að ég hef ekki enn myndað mér skoðun á nýju stöðvunum en mér sýnist svona fljótt á litið að þær höfði ekkert sérstaklega til mín. Mér finnst að þær mættu að ósekju bjóða upp á meira tafað mál, þætti með fréttatengdu efni og þætti um menn- ingu og listir. Dagsferðir Feröafélagsins: Sunnudagur 30. ágúst: 1) kl. 08 - Þórsmörk - dagsferð. Verð kr.' 1.000. 2) kl. 09 - Kóranes á Mýrum (strandstað- ur Porqu’a pas). Ekið í Straumfjörð. Staðkunnugir farar- stjórar. Verð kr. 1.000. 3) kl. 13 - Eyrarfjall í Kjós (415 m). Verð kr. 600. Brottfor frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Útivistarferðir Simar: 14606 og 23732. Helgarferðir 28.-30. ágúst. 1. Þórsmörk. Góð gisting í Utivistarskálunum, Básum. Gönguferðir við allra hæfi. 2. Eldgjá - Langisjór - Sveinstindur. Gist í húsi sunnan Eldgjár. Á laugardegin- um er farið að Langasjó og gengið verður á Sveinstind. Komið við í Laugum á sunnudegi. Frábær óbyggðaferð. Uppl. og farm. og skrifstofunni, Grófinni 1. Sunnudagur 30. ágúst. Kl. 8.00 Þórsmörk. Dagsferð. Verð kr. 1.000. Kl. 10.30 Línuvegurinn - Skjaldbreiður. Ekinn Línuvegurinn norður fyrir fjallið og gengið á það. Ekið heim um Hlöðu- velli. Verð kr. 1.000. KI. 13.00 Botnsdalur. Berjatínsla og ganga. Gengið að Glym, hæsta fossi landsins. Verð kr. 600. Ath. frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna. f dagsferðir þarf ekki að panta. Brottför er frá BSf, bensínsölu. Eldur í rúmfötum Slökkvilið og lögregla voru köll- uð að Gistiheimilinu Snorrabraut 61 í nótt. Þar hafði kviknað eldur í rúmfötum. Sá sem var í rúminu var fluttur til öryggis á slysadeild. Fékk hann að fara heim eftir skoðun. Ekki er ljóst hvernig eldurinn kvikn- aði, þó er talið líklegt að sígaretta eigi hlut að máfi. -sme Mertillinn í Þoriákshöfh: „Sjómenn ekki verið snuðaðir um krónu/‘ segir Guðmundur Sigurðsson skrifstofustjóri „Við erum margbúnir að segja sjó- mönnunum og fulltrúum samtaka þeirra frá því að við vorum ekki að flytja þennan fisk út í gámum. Það sem við gerðum var að við fengum fisk hjá íslenskum nýfiski og greiddum hann í sama. Þann fisk ffutti svo íslenskur nýfiskur út í gámum en það kom okk- ur ekkert við. Því hafa sjómennimir á Jóni Vídafín ekki verið snuðaðir um krónu,“ sagði Guðmundur Sigurðsson, skrifstofustjóri Meitilsins í Þorláks- höfn, í samtali við DV. Guðmundur sagði að frystihús Meit- ifsins hefði fengið þorsk hjá Islenskum nýfiski í maí í fyrra en endurgreitt hann með grálúðu sem síðan hefði verið flutt út af íslenskum nýfiski. Skýrslan sem DV birti sýndi að 40 lest- ir af grálúðu úr afla Jóns Vídalíns 22. maí í fyrra var einmitt þessi fiskur, að sögn Guðmundar. Hann sagði að í hvert sinn sem Meitillinn flytti út fisk í gámum fengju sjómennimir greitt samkvæmt því verði sem fengist erlendis. Guðmundur var spurður hvers vegna þessi mikla óánægja væri hjá áhöfn Jóns Vídalín og hvers vegna menn væm að hætta á góðu aflaskipi, þar á meðal skipstjórinn? „Skipstjórinn hefur gefið mér þá skýringu að hann langi að breyta til. Varðandi hina þá var einn maður um borð sem æsti alla hina upp, slíkt er afþekkt í litlum hópi,“ sagði Guð- mundur. Þá var honum bent á að sá maður hafi verið rekinn fyrir ári síðan en samt héldi óánægjan áfram og nokkr- ir af áhöfhinni biðu eftir því að fá pláss annars staðar. Guðmundur svaraði því tif að senni- lega hefði bara einhver annar tekið við að ala á óánægjunni meðal áhafn- arinnar, önnur gæti skýringin ekki verið. Hann spurði á móti hvers vegna afdrei heföi heyrst í áhöfii hins togar- ans, Þorláks ÁR? -S.dór Það hafi því ekki verið Meitillinn sem flutti fiskinn út heldur þau fyrirtæki sem tilnefnd eru i skýrslunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.