Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. 33 dv Fólk í fréttum Jónas Jónsson Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri hefiir verið í íréttum DV vegna um- ræðna um smyglaða skinku á landbúnaðarsýningunni. Jónas er fæddur 9. mars 1930 og lauk búfræðiprófi frá Hólum 1953 og kandidatsprófi frá Búnaðarhá- skólnum að Ási í Noregi 1957. Hann var kennari við Bændaskólann á Hvanneyri 1957-1963 og sérfræðing- ur í jarðrækt við Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1963-1966. Jónas var ráðunautur í jarðrækt hjá Bún- aðarfélagi íslands 1966-1971. Hann var aðstoðarmaður landbúaðarráð- 'herra 1971-1974. Hann var starfs- maður Búnaðarfélags íslands og ritsfjóri Freys 1974-1980. Jónas varð búnaðarmálastjóri 1980. Hann var fyrsti varaþingmaður Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1969-1973 og alþingismaður þess kjördæmis 1973-1974. Jónas hefur setið í stjóm BHM, Skógrækt- arfélagsins og Félags Þingeyinga í Rvík. Kona Jónasar er Sigurveig Erl- ingsdóttir, b. og skógarvarðar í Ásbyrgi í N-Þing., síðar bankaritara í Rvík, Jóhannssonar og konu hans, Sigrúnar Baldvinsdóttur. Böm þeirra em Sigrún, Helga, Jón Erling- ur og Úlfhildur. Systkini Jónasar em: Kristbjörg, gift Ingólfi Kristjánssyni, vélamanni á Ystafelli, Hólmfríður, gift Áma Kristjánssyni, menntaskólakennara á Akureyri, Sigurður, dó ungur, Sig- urður, b. og hreppstjóri á Ystafelli, giftur Kolbrúnu Bjamadóttur, Frið- geir, b. á Ystafelli og Hildur gift Sigurbimi Sörenssyni, sjómanni á Húsavík. Foreldrar þeirra em Jón Sigurðs- son, b. og rithöfundur á Ystafelli í Köldukinn í S-Þingeyjarsýslu og kona hans, Sigfríður Helga Frið- geirsdóttir. Faðir Jónasar, Jón, er sonur Sig- urðar, b. og ráðherra á Ystafelli, Jónssonar, b. á Litluströnd við Mý- vatn. Jónas er þremenningur við hæstaréttardómarana Þór Vil- hjálmsson og Magnús Torfason og Hjálmar Ragnarsson tónskáld, frá Jóni Ámasyni á Litluströnd. Móðir Kristbjargar, ömmu Jónas- ar, var Kristín Jónsdóttir, þjóðfúnd- armanns á Lundarbrekku í Bárðardal, Jónssonar, prests í Reykjahlíð við Mývatn, Þorsteins- sonar, forfoður Reykjahlíðarættar- innar. Móðir Kristínar var Kristbjörg Kristjánsdóttir, b. og dbrm. á Illugastöðum í Fnjóskadal, Jónssonar, sem Illugastaðaættin er kennd við. Bróðir Kristjáns á Illuga- stöðum var Bjöm á Lundi sem er forfaðir Inga Tryggvasonar, for- manns Stéttarsambands bænda. Móðir Jónasar var Sigfríður Helga Friðgeirsdóttir, b. á Þóroddsstöðum í Köldukinn, Kristjánssonar og konu hans, Bóthildar Grímsdóttur, b. á Krossi í Ljósavatnshreppi, Einars- sonar. Jónas Jónsson búnaöarmálastjóri. Afrnæli Jarþrúður Pétursdóttir Jarþrúður Pétursdóttir, Efsta- sundi 70, Reykjavík, verður sextug í dag. Jarþrúður Sigurveig hefur fengist við ættfræðirannsóknir og hafa ver- ið gefin út eftir hana tvö niðjatöl, Péturs Zophoníassonar og drög að niðjatali Jóns Sigurðssonar frá Skinnalóni. Jarþrúður er gift Antoni Líndal Friðrikssyni, bryta hjá Eim- skipafélaginu, og em böm þeirra Guðrún, gift Guðna Jónssyni, Ey- rún, gift Halldóri Kristinssyni, Bergrún, og Arnrún, gift Ingva Þór Sigfússyni. Systkini Jarþrúðar: Hildur, lést ung, Viðar, tannlæknir í Rvík, giftur Ellen Knudsen, Zophonías, deildar- stjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins, sem er látinn, var giftur Stellu Sig- urðardóttur, Hrafnhildur, sem er látin, var gift Sigurði Sigurðssyni, Áki, deildarstjóri á Hagstofunni, sem er látinn, var giftur Kristínu Gríms- dóttur, Jakobína Sigurveig, skrif- stofúmaður í Rvík, Sturla, verkamaður í Rvík, giftur Steinunni Hermannsdóttur, Skarphéðinn, pró- fastur í Bjamamesi, sem er látinn, giftur Sigurlaugu Guðjónsdóttur, Friðrik Gunngeir, skriífstofustjóri byggingafulltrúa Rvík, giftur Sigur- rós Eyjólfsdóttur, Pétur Vatnar, dó ungur, Helga Guðrún, gift Helga Thorvaldsson, skrifstofumanni í Rvík, Jóhanna So býr með Ingólfi Ámasyni, Ingólfúr, giftur Sæbjörgu Jónasdóttur, og Svanlaug Thorlac- ius, gift Hannesi Guðjónssyni. Foreldrar þeirra Jarþrúðar vom, Pétur Zophoníasson, ættfræðingur og fulltrúi á Hagstofúnni, og Guðrún Jónsdóttir. Faðir Jarþrúðar, Pétur, var sonur Zophoníasar, prófasts í Viðvík í Skagafirði, Halldórssonar, b. á Jarþrúður Pétursdóttir. Brekku í Svarfaðardal, Rögnvalds- sonar. Móðir Péturs var Jóhanna Sofifía Jónsdóttir, dómstjóra í Rvík, Péturssonar, og Jóhönnu Sofifíu Bogadóttur, b. og fræðimanns á Staðarfelli, Benediktssonar. Móðir Jarþrúðar var Guðrún Jónsdóttir, b. og hreppstjóra á Ás- mundarstöðum á Sléttu, Ámasonar, og konu hans, Hildar Jónsdóttur, b. á Skinnalóni á Sléttu, Sigurðssonar. Hinrik Einarsson og Ingibjöig Gísladóttir Hinrik Einarsson og Ingibjörg Gisladóttir. Hinrik Kristinn Einarsson frá Hömrum í Þverárhlíð er sjötugur í dag. Kona Hinriks er Ingibjörg Gísladóttir, f. í Papey, en hún verður áttræð 2. september nk. Hinrik er fæddur að Hömrum, ólst þar upp í foreldrahúsum og hefur búið þar alla sína tíð, fyrst hjá for- eldrum sínum sem starfsmaður á bænum en síðan b. þar frá 1950 eftir að foreldrar hans hættu búskap. Hinrik, sem stundar enn búskap, er kunnur fyrir atorkusemi enda hefur hann unnið mikið að jarðarbótum að Hömrum. Hinrik og Ingibjörg kynntust í Reykjavík og giftu sig þar árið 1950. Ingibjörg átti sex alsystkini og þijú hálfsystkini. Alsystkini hennar, samfeðra, vom Gunnar, skipstjóri hjá Landhelgisgæslunni, en hann er látinn, Þorvarður, sem einnig var skipstjóri á varðskipum, en hann er einnig látinn, Ingólfúr læknfr, sem einnig er látinn, Gústaf, b. í Papey, sem nú býr á Djúpavogi hjá Sigríði alsystur sinni, og Margrét sem bjó í Reykjavík en er látin. Hálfsyskini Ingibjargar em Snorri, Kristín, sem býr í Kaupmannahöfh, og Gunnþóra sem er hjúkmnarkona í Winnipeg. Foreldrar Ingibjargar vom Gísli, b. í Papey, Þorvarðsson, b. á Fagur- hólsmýri í Öræfiun, Gíslasonar, og kona hans Margrét frá Flögu í Skaft- ártungu Gunnarsdóttir. Systkini Hinriks urðu sjö talsins og náðu þau öll fullorðinsárum. Nú em þó tvær systur hans látnar. Elst- ur þeirra systkinna er Jónmundur, b. í Ömólfsdal í Þverárhlíð, f. 1898, en hans kona var Guðrún Magnús- dóttir úr Reykjavík sem nú er látin. Málfríður Einarsdóttir er næstelst, f. 1901. Hún var gift Sigurði Jóns- syni frá Þorgautsstöðum í Hvítár- síðu en þau hafa búið í Reykjavík. Þá er Guðrún Ingibjörg, f. 1904, en hún bjó að Hömrum alla sína tíð og er látin fyrir nokkrum árum. Eyrún, f. 1906, er einnig látin en hún var gift Jónmundi Olafesyni frá Eyri í Svínadal sem til skamms tíma hefur verið kjötmatsmaður í Reykjavík. Ágúst, f. 1910, hefur verið húsasmið- ur í Reykjavík. Ragnhildur f. 1913 hefur verið starfemaður hjá Sláturfé- lagi Suðurlands í Reykjavík. Sigur- steinn, f. 1914, hefúr verið smiður og verkamaður að Hömrum en vinn- ur nú við Andakílsárvirkjun. Hinrik er svo yngstur systkinanna. Foreldrar Hinriks vom Einar, b. á Hömrum í Þverárhlíð, Ásmundsson, b. á Höfða í Þverárhlíð Einarssonar, og Guðrún Davíðsdóttir, b. í Ömólfe- dal í Þverárhlíð, Davíðssonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Magnúsdótt- ir, prests á Gilsbakka, Sigurðssonar. Jóhann I. Gíslason Jóhann I. Gíslason, Byggðarholti 15, Mosfellsbæ, er sjötugur í dag. Jóhann fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann var fjórtán ára þegar hann réð sig til verslunarstarfa í Vöruhúsi Vestmannaeyja hjá Einari ríka Sig- urðssyni. Síðan þá hefur hann unnið hin margvíslegustu störf til sjós og lands. Hann hefur m.a. unnið við lifrarbræðslu, starfað í kjötverslun Sláturfélags Suðurlands, verið í kaupavinnu í Flóanum og Þykkva- bænum, farið á síld, verið útgerðar- maður og verið vömbílstjóri hjá Vestmannaeyj abæ. Árið 1958 fór Jóhann að læra húsa- smíði og vann hann við húsasmíðar í Vestmannaeyjum þar til hann flutti til Reykjavíkur 1963. Hann vann einnig við trésmíðar í höfuðborginni en árið 1972 byggðu þau sér hús í Mosfellsbæ og þá fór Jóhann að vinna sem smiður á Reykjalundi. Hann gerðist svo fljótlega húsvörður við Varmárskóla og er það enn. Jóhann gifti sig árið 1939, Hrefnu Elíasdóttur, f. 1920. Foreldrar 80 ára______________________ Jónína Jóhannesdóttir, Flókagötu 61, Reykjavík, er 80 ára í dag. 60 ára_________________________ Anna María Kristjánsdóttir, Neð- stutröð 8, Kópavogi, er 60 ára í dag. 50 ára__________________________ Elísabet Bjarnadóttir, Mánár- bakka, Tjörneshreppi, er 50 ára í dag. Njáll Þorbjarnarson, Lynghaga 18, Reykjavík, er 50 ára í dag. Sólberg Steindórsson, Birkihlíð, Staðarhreppi, er 50 ára í dag. Ásgeir Gestsson, Kaldbaki, Hruna- mannahreppi, er 50 ára í dag. Brynja Guðmundsdóttir, Lang- holtsvegi U0A, Reykjavík, er 50 ára í dag. Guðný Georgsdóttir, Laugagerðis- skóla, Eyjahreppi, er 50 ára í dag. Guðni Kristjánsson, bifreiðarstjóri, Laufvangi 2, Hafnarfirði, er 50 ára í dag. Hrefhu em Elías Nikulásson og Kristín Mensaldersdóttir, bæði ætf> uð úr Rangárvallasýslu. Böm Jóhanns og Hrefiiu em fimm: Ásta húsmóðir, f. 1940. Hennar mað- ur er Gísli Eiríksson verslunarmað- ur og eiga þau fjögur böm. Jóhanna húsmóðir, f. 1943. Sigurður Símonar- son, bæjarstjóri á Egilsstöðum, er hennar maður og eiga þau þijú böm. Óskar prentari, f. 1947, er giftur Valgerði Sigurðardóttur og eiga þau tvö böm. Sigurður, verkstjóri í Slippnum á ísafirði, f. 1950, er giftur Guðrúnu Bjömsdóttur og eiga þau tvö böm. Loks er Kristín húsmóðir, f. 1957, en hennar maður er Jón Borgþórsson forstjóri ístels hf. Jóhann er ættaður undan Eyja- fjöllum. Faðir hans er Gísli, sonur Igvars frá Miðbælisbökkum, Gísla- sonar, b. í Brennu undir Útfjöllun- um. Móðir Jóhanns er Sigríður, f. á Krókvelli, Brandsdóttir frá Raufar- felh. Jóhann og Hrefna verða ekki heima á afmælisdaginn. 40 ára_________________________ Haraldur Tómasson, Spítalastíg 5, Hvammstanga, er 40 ára í dag. Gunnar Geir Ólafsson, Maríu- bakka 32, Reykjavík, er 40 ára í dag. Sigurður Guðmundsson, Háaleitis- braut 37, Reykjavík, er 40 ára í dag. Gylfi Guðjónsson, Úthlíð 8, Reykjavík, er 40 ára í dag. Valur Andersen, Boðaslóð 7, Vest- mannaeyjum, er 40 ára í dag. Heimir Ingólfsson, Gimli, Grýtu- bakkahreppi, er 40 ára í dag. Guðbjörg Þ. Gestsdóttir, Stekk- holti 13, Selfossi, er 40 ára í dag. Jóhann K. Gunnarsson, Selsvöllum 5, Grindavík, er 40 ára í dag. Þórunn Ingólfsdóttir, Breiðvangi 2, Hafnarfirði, er 40 ára í dag. Arnar J. Magnússon, Sunnuflöt 14, Garðabæ, er 40 ára í dag.‘ Anna Árnadóttir, Víðilundi 121, Akureyri, er 40 ára í dag. Þórdís Ólafsdóttir, Setbergi 20, ölf- ushreppi, er 40 ára í dag. Andlát Díana Mjöll Stef- ánsdóttir, Hrafnagilsstræti 21, Akureyri, f. 17. 7. 1974, lést á Barnaspítala Hringsins að morgni 25. ágúst. Sigurlaug Þórólfsdóttir andaðist á Droplaugarstöðum 23. ágúst. Gertrud Hauth Ásgrímsdóttir, Skriðustekk 27, Reykjavík, lést á Landspítalanum 26. ágúst. Sveinn Viggó Stefánsson andaðist 15. ágúst. Útförin hefur farið ffam í kyrrþey að ósk hins látna. Helga Olafsdóttir, Blönduhlíð 26, Reykjavík, lést að heimili sínu 17. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram að í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.